Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 54 Minning: * Olafur Alberts- son frá Hesteyri Fæddur 29. apríl 1903 Dáinn 23. nóvember 1986 Flestir íslendingar, sem dvöldust eitthvað að ráði í Kaupmannahöfn á undanfomum áratugum, þekktu gerla til Ólafs Albertssonar kaup- manns þar. Hann tók mikinn þátt í félagslífí landa á Hafnarslóð, átti sæti í nefnd, sem vann að því, að Hafnar-íslendingar eignuðust fastan samastað til funda- og fé- lagsstarfa. Eftir að fyrir þeim þörfum hafði verið séð með hinu veglega Húsi Jóns Sigurðssonar og það hafði fengið skipulagsskrá og verið fært í virðulegt horf með við- eigandi búnaði, átti Ólafur lengi sæti í stjóm hússins. Ólafur átti til vestfírzkra sæfara að telja og lét sér alla tíð mjög annt um íslenzk slysavamamál, enda var hann um 30 ára skeið gjaldkeri Hafnardeild- ar Slysavamafélags íslands. Eftir að stofnað var sérstakt íslenzkt prestsembætti í Kaupmannahöfn hafði Ólafur mikla og góða sam- vinnu við þá presta, sem kallinu þjónuðu hverju sinni. Hann lét sig miklu varða öll þau mál, sem máttu verða til að efla samheldni og hag þess fólks í Kaupmannahöfn, sem var af íslenzku bergi brotið og dval- ist hafði þar langdvölum. Ólafur fæddist á Hesteyri í Jökul- fjörðum 29. apríl 1903, sonur hjónanna Alberts Benediktssonar, sem ættaður var frá Kvíum og Dynjanda í JökulQörðum, og Guð- rúnar Benjamínsdóttur frá Marðar- eyri í Veiðileysufirði, einnig í Jökulijörðum. Albert var orðlagður sægarpur, útsjónarsamur, áræðinn og fengsæll, og bæði vom þau hjón rómuð fyrir myndarskap. Þau eign- uðust átta böm. Snemma bar á því, að Ólafur var ekki gefinn fyrir að fara troðnar slóðir. Hann lagði ungur leið sína til ísafjarðar og Reykjavíkur. Hneigðist hugur hans þá þegar að verzlunarstörfum. Ör- lög hans réðust, er hann leitaði til Kaupmannahafnar til að afla sér frekari þekkingar og reynslu í starfí sínu. Þar kynntist hann ungri og glæsilegri stúlku, að nafni Gudmn Strasen, og tókust brátt með þeim góðar ástir. Þau gengu í hjónaband hátíðarárið 1930. Ættingjar Ólafs og vinir nefndu hana ávallt Guðrúnu að íslenskum hætti, og kunni hún því vel. Guðrún var vel menntuð kona, elskuleg í framkomu og list- feng, fékkst jöfnum höndum við listmálun og teikningu, enda kenndi hún um langt skeið myndlist við skóla í Kaupmannahöfn. Þó að Guðrún dveldist aldrei langdvölum á íslandi hafði hún miklar mætur á föðurlandi bónda síns. Hún kunni vel að meta íslenzka hesta og var dugleg við að bregða sér á hestbak, þegar hún kom hingað í heimsókn á fyrri ámm sinum. íslenzkir hest- ar, sauðfé og fuglar urðu henni kærkomið myndefni. Þeim Ólafí og Guðrúnu varð ekki bama auðið. Kynni okkar Kristínar, frænku Ólafs, við þau Ólaf og Guðrúnu hófust upp úr síðari heimsstyijöld- inni, er þau komu hingað til lands í stutta heimsókn. Eftir það bar fundum okkar alloft saman, ýmist hér á landi eða í Danmörku. Eftir að kynni okkar hófust, áttu þau hjónin lengst af heima að Bogehoj 48 í Hellemp, þar sem þau höfðu búið sér vistlegt og sérlega smekk- legt heimili í rúmgóðum húsakynn- um. Ólafur var mjög önnum kafínn maður, rak umfangsmikla matvöm- verzlun og hafði sérhæft sig í verzlun með osta. Heima fyrir átti hann mikið og fallegt safn af klukk- um frá ýmsum tímum og af mörgum þjóðlöndum. Einnig átti hann gott safn íslenskra bóka, sem hann lagði mikla rækt við og batt inn að mestu leyti sjálfur af mikilli smekkvísi. Guðrún þurfti og á miklu og sérstöku húsrými að halda vegna listar sinnar. Það var ánægjulegt að heimsækja þau í Bagehoj og spjalla við þau um heima og geima. Ef talið barst að æskustöðvum Ól- afs var þó gmnnt á klökkva hans, því að tilfínningar hans vom næm- ar og heitar. Þó að vel færi um hann suður við Eyrarsund átti Is- land samt hug hans allan. Meðan farþegaskip gengu til Kaupmanna- hafnar hliðraði hann sér hjá að fylgja vinum sínum til skips, honum var það beinlínis um megn. Það var honum ekkert hégómamál, að hann skrifaði nafn sitt alltaf Ólafur Al- bertsson frá Hesteyri. Þau em víst sannmæli orð míns gamla kennara og vinar Áma Pálssonar prófessors, að hvergi hafí ísland verið elskað eins mikið og í Kaupmannahöfn. Á seinni ámm átti Guðrún við vanheilsu að stríða, og Ólafur mátti reyna þá þungbæm sorg, að hún andaðist haustið 1982. Þá var Ólaf- ur kominn fast að áttræðu. Settist þá útlegðarkenndin að honum enn meira en fyrr. Þá varð honum tíðrætt um forlögin, sem hverjum manni væm búin og ekki yrði við spomað. Það var okkar aðalum- ræðuefni, þegar við Kristín heim- sóttum hann í næstsíðasta sinn á Begehoj 48 haustið 1984. Var þess nú skammt að bíða, að hann færi að hugsa sér fyrir varanlegum dval- arstað í ellinni. Aftur gafst okkur Kristínu færi á að sitja hjá honum dagstund sumarið 1985. Hafði hann þá mjög dregið saman seglin og fluttist skömmu síðar á öldmnar- heimili í Danmörku. Þar undi hann sér þó ekki, og varð það úr, að hann fluttist á dvalarheimili Hrafn- istu í Hafnarfirði á síðastliðnu sumri. Var hann þá mjög þrotinn að kröftum, en líðan þó bærileg eftir hætti. Við Kristín áttum því láni að fagna, að hann gat heim- sótt okkur tvisvar eftir að hann kom til landsins, í síðara skiptið aðeins örfáum dögum áður en hann fékk það mikla áfall, sem dró hann til dauða. Hann var bamslega glaður yfír því að sjá gamla Hesteyringa. Hann lá réttan mánuð meðvitundar- laus í Borgarspítalanum áður en andlát hans bar að, hinn 23. þessa mánaðar. Sé eyjunni borin sú fjöður, sem flaug, skal hún fljúga endur til móðurstranda - kvað Einar Benediktsson, sem vissi hvað það var að dveljast langdvöl- um á erlendri gmnd. Sá draumur bjó einnig alla tíð með Ólafi að hverfa til íslands þó að hann drægi bát sinn seint í naust. í dag verður bálför Ólafs Alberts- sonar gerð frá Fossvogskirkju. Sjálfur hafði hann gert þá ráðstöf- un, að aska hans yrði varðveitt í legstað foreldra hans vestur á Hest- eyri. Sannarlega var Ólafur alkom- inn heim, er hann steig fæti á íslenzka gmnd á liðnu sumri. Systmm Ólafs, systkinabömum, öðm frændliði og venzlamönnum vottum við Kristín innilegustu sam- úð við fráfall hins góða drengs. Friður sé með Ólafi Albertssyni og minningu hans. Bjarni Vilhjálmsson Þegar ég leitast nú við að festa á blað nokkur minningabrot um góðvin minn og stakan öðling, Ólaf Álbertsson frá Hesteyri, kemur mér fyrst í hug sá reginmunur, sem varð á lífí hans og aðstöðu allri er hann vandist í uppvextinum við ysta haf og hversu vel hann hafði búið um sig, þegar hann hafði fund- ið sér starfsvettvang og búið sér heimili í borginni við Sundið. Hver er sinnar gæfu smiður, segir hið fomkveðna, og það gat Olafur sagt flestum betur, þótt hann tæki sér aldrei slík orð í munn vegna hæ- versku sinnar og lítillætis. I þessu sambandi rifjast sérstak- lega upp fyrir mér samtal, sem við áttum á heimili Ólafs í Helierup í Kaupmannahöfn fyrir allmörgum ámm. Við vomm þá að gamni okk- ar að reyna að gera okkur grein fyrir þeim breytingum, sem orðið höfðu á kjömm sveitunga okkar frá því um og eftir aldamótin þegar feður okkar urðu að sækja lífsbjörg- ina út á sollið Grænlandshaf — Ishafið að kalla má — á opnum fleytum. Þá var sótt norður að Straumnesröst í misjöfnum veðmm frá Skáladal, þar sem vermenn höfðust við á ári hveiju frá páskum og fram í 12. viku sumars, en þá tók við annað annatímabil, hey- skapurinn. Þar í víkinni fast við Ritinn hírðust menn í þröngum moldarkofum og aðalviðurværið var skrínukostur sem hver maður var búinn með að heiman. Var það við- urværi oft næsta fátæklegt og skammturinn þeim mun naumari sem birgðir heimilanna vom knapp- ari. En á vetmm og haustin fóm menn einnig á flot daglega er gaf, en fyrir því rem menn frá þessari smávík við Ritinn en ekki að heim- an, að þaðan var styst á miðin, og auk þess kom það til, að í norðan- og norðaustanáhlaupum, sem oft komu eins og hendi væri veifað, vom meiri möguleikar á að hleypa inn í Skáladal, þótt ógemingur væri að ná lengra inn í víkina. Þessir harðsæknu fiskimenn létu hvorki kulda né vosbúð aftra sér né letja, ef meiri möguleikar vom á að fá afla á einum stað en öðmm. Munu þó aðstæður í Skáladal hafa verið einhveijar þær ömurlegustu, sem þekktust á þeim tíma. En á árangri þessarar baráttu valt af- koma heimilanna og þeir sem vom þróttmestir í þessari glímu við ógn- þunga íshafsölduna áttu frekast von um að komast af. Atvik nokkurt, sem gerðist þegar Ólafur var á 8. ári og lýsir þessari baráttu vel, leið honum aldrei úr minni og það var og lengi í minnum haft í Aðalvík og á Hesteyri. Haust- ið 1910 fór Albert sem oftar til róðra úr Skáladal. Tíðindalaust var fram á jólaföstu, en þá gerði hann ráð fyrir að halda heim aftur, þegar til þess gæfí. Rétt fyrir jólin gerði ágætisveður, svo að Albert lét beita og reri síðla nætur. Ætlun hans var að ná landi svo snemma, að hann gæti farið heim samdægurs. Haldið var vestur á Múla, sem em gmnnmið vestan Ritsins. Þegar tólf lóðir höfðu verið lagðar sveip- uðu snarpar vindþotur sjóinn, sem fóm ört vaxandi. Var nú ljóst að óveður mundi brátt skella á. Stöðv- aði Albert þá þegar lögnina og hóf að draga þær lóðir, sem lagðar höfðu verið, en þegar þeim hafði verið náð inn var komið norðaustan hvassviðri og þung alda. Albert sá strax, að tilgangslaust var með öllu að reyna að beijast gegn storminum t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, HREFNU MATTHÍASDÓTTUR, Álfheimum 60, Reyk)avík. Jón Pétursson, Margrót Lilja Einarsdóttir, Matthías Pétursson, Sigurjóna Sigurðardóttir, Ingibjörg Pétursdóttir, Pétur Rafn Ágústsson og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og út- för systursonar, bróður og mágs, ÖRNÓLFS NIKULÁSSONAR sölustjóra. Guðlaug Pétursdóttir, Pétur O. Nikulásson, Sigrfður Guðmundsdóttir, Þóra Ólafsdóttir, Margrét Kristinsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför sonar okkar og bróður, HALLDÓRS JÚLÍUSAR VIGFÚSSONAR, Hábergi 3, Reykjavík. Ragnheiður Sigfúsdóttir, Vigfús Þorsteinsson, Steingrímur Vigfússon, Regfna Vigfúsdóttir, Sigfrfð Dóra Vigfúsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EMMU JÓNSDÓTTUR, Aðalgötu 3, Ólafsfirði. Guð geymi ykkur öll. Fanney Jónsdóttir, Rafn Magnússon, Þorsteinn Jónsson, Hólmfrfður Jakobsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. norður fyrir Rit og ná Aðalvík. En þó stormur stæði út úr Jökulfjörð- um, þá var nú eina hugsanlega vonin að ná til Sléttu. Hélt hann því inn með Grænuhlíðinni en veður fór stöðugt versnandi. Þó hafði hann ekki mikla trú á að hægt væri að ná til Sléttu. Þegar svo komið var inn með Grænuhlíðinni, æddu rokspildumar á móti þeim út úr Jökulfjörðunum og var á engra manna færi að beijast gegn þeim. Hvert átti þá að leita undankomu eða landtöku? Vestur yfir Djúp var bátnum ekki fært í þessu aftaka- veðri og hríðarkófí í svartasta skammdeginu. Eina vonin til bjargar var að hleypa gegnum brim og boða upp í Grænuhlíðina. Þetta gerði Albert, þegar hann hafði athugað land- tökuskilyrði mjög gaumgæfílega. Undir hlíðinni miðri er sker eitt og utan þess virtist honum brot land- brimsins einna minnst. Lögin voru að vísu stutt, en um líf eða dauða var að tefla. Þegar Albert hafði heitið á menn sína að róa nú lífróð- ur, flaug bátur hans — Þorskur— yfír ölduhryggina, sat á faldi brim- löðursins og hlýddi öruggri hand- ieiðslu hins trausta stjómanda og sneri hvergi frá réttri stefnu. Land- takan tókst, þótt brotaldan sendi þeim væna skvettu, þegar Þorskur hafði tekið niðri. Það var mál manna fyrir vestan að þetta hefði engum verið fært nema Albert. Slíkt var álit kunn- ugra á afburða sjómennskuhæfí- leikum hans. En afreki þeirra var ekki lokið með giftudjúgri landtöku. Albert og menn hans urðu að skilja bátinn eftir í fjörunni og ganga síðan í aftakahríð og frosti eftir klettasyllum inn að Sléttu. Þetta var afrek sem lifði með fólkinu, meðan byggð hélst á þessum hjara — og Ólafur dáði eðlilega allt sitt líf. Eftir fyrstu sveitastörfin, er unglingar vöndust, hóf Ólafur róðra með föður sínum, sextán ára gam- all, og var verstöðin þá Skáladalur. Við róðra var hann um þriggja ára skeið, en það mun hafa verið fyrir áeggjan móður hans, Guðrúnar Benjamínsdóttur, hinnar mestu mannkostakonu, að það varð úr að sonurinn valdi sér annan bjargarveg en forfeður hans um aldir. Mér er ekki grunlaust um, að lending Al- berts undir Grænuhlíð, þótt giftu- samlega tækist, hafi átt sinn þátt í þessari ákvörðun. Hvað sem um það er, þá hélt Ólafur að heiman tæplega tvítugur og lá leiðin þá til Isafjarðar, þar sem hann vann fyrst við verslun en síðan við skrifstofustörf. Fórust þau honum vel úr hendi og kom þar til reglusemi hans og snyrti- mennska. Hann hafði því aðeins stuttan stans á ísafírði, því að hann fysti að fara út í „hinn stóra heim" og í þeim efnum varð Kaupmannahöfn oftast fyrst á þessum árum, þegar íslendingar áttu í hlut. Ætlunin var að ganga þar í verslunarskóla, sem hann og gerði og lauk tilskyldu námi. Það var árið 1928, sem Ólafur hélt til Kaupmannahafnar til að bijóta sér þar braut í stærra um- hverfí en þá gafst hér á íslandi. Hann kom heim aftur árið 1930, en aðeins til skammrar dvalar. Eft- ir það varð vettvangur hans að öllu leyti meðal Dana. Það sama ár gekk hann að eiga danska konu, Gudrun Starsen að nafni, sem stundaði þá nám í Lista- akademíunni þar. Það olli Ólafi vini mínum nokk- urri undrun og sárindum, að tengdamóðirin tilvonandi vantreysti hæfni hans til að sjá dóttur hennar farborða á sómasamlegan hátt og það varð úr, að gerður var kaup- máli með þeim, svo að hag dóttur- innar væri a.m.k. borgið, hvernig sem færi um viðskiptagengi Ólafs. Þetta reyndist ástæðulaus var- fæmi, því að Ólafur var fljótur að koma undir sig fótunum og varð brátt efnahagslega sjálfstæður, óháður kaupmaður, sem naut virð- ingar sem slíkur. Þar komu til seigla sú, dugur og útsjónarsemi, sem hann hafði tekið í arf frá forfeðrum sínum. Við Unnur kona mín komum jafnan í heimsókn til þeirra hjóna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.