Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 Reykjavík: 150 ár frá fyrsta bæj arráðsfundi Tímamótanna minnst með útgáfu tveggja bóka í GÆR voru 150 ár liðin frá því fyrsta bæjarstjóm Reykajvíkur kom saman til fundar þann 26. nóvember 1836. Til að minnast þessara tímamóta og um leið 200 ára afmælis borgarinnar hefur Reykjavíkurborg gefið út tvær bækur, „Reykjavík - Byggðar- stjóm í þúsund ár“, eftir Pál Líndal og „Reykjavík - Bæjar- og borgarfulltrúatal 1836 - 1986“, sem Páll Líndal og Torfi Jónsson hafa tekið saman. „Það má segja að ég hafi byijað að skrifa fyrri bókina, sem ég vil kalla sýnisbók um sögu bæjar- og borgarstjómar, fyrir 30 árum þegar ég byijaði að skrá hjá mér minnisat- riði varðandi fundi bæjarstjómar," sagði Páll Líndal höfundur bókar- innar „Reykjavík - Byggðarstjóm í þúsund ár“. Hann sagði að fyrstu gerðarbækumar hefðu verið skrif- aðar á dönsku allt fram til ársins 1843 þegar farið var að skrifa þær á íslensku. í formála segir að bók- inni sé ætlað að gefa yfírlit um þróun sveitarstjómarmála og er henni skipt niður í tímabil allt frá þjóðveldisöld fram til ársins 1970. Páll sagði að reynt hefði verið að höfða til nútímans og væri þar að fínna ýmsan fróðleik um starfs- hætti og hlutverk bæjar- og borgarstjómar fyrr og nú. Sem dæmi mætti taka að starfandi var nefnd sem sá um að útvega mjólk til bæjarbúa, öðmm nefndum var ætlað að sjá um að næg kol feng- just og að útvega kálgarða. Þá er getið um stysta fund bæjarstjómar sem stóð í 1 mínútu og lengsta fund sem haldinn hefur verið og stóð samfellt í 22 klukkustundir. I Bæjar- og borgarfulltrúatali 1836 - 1986, í samantekt þeirra Páls Líndal og Torfa Jónssonar em æviskrár rúmlega 400 bæjar- og borgarfulltrúa í Reykjavík frá upp- hafí fram til ársins 1986. Árið 1942 komu varafulltrúar til sögunnar og er þeirra getið sem setið_ hafa einn fund en öðmm sleppt. í ritinu er fyrst og fremst miðað við árslok 1985 en þó teknir með þeir sem tóku sæti í borgarsstjóm sem aðal- Torfi Jónsson og Páll Líndal höfundar bókanna „Reykjavík - Bæjar- og borgarfulltrúatal 1836 - 1986“ og „Reykjavík - Byggðarstjóm í þúsund ár“. menn árið 1986. í bókarlok er skrá yfír þá 11 borgarstjóra sem setið hafa frá árinu 1908. Þar em og æviágrip þeirra Páls Einarssonar, sem fyrstur gengdi embætti borgar- stjóra og Egils Skúla Ingibergsson- ar en þeir vom ráðnir til starfa af pólitískum fulltrúum í bæjar- og borgarstjóm. Utgefandi bókanna er Reykjavík- urborg. Setning og umbrot sá Teiknistofa Kristjáns Svanssonar um og ísafoldarprentsmiðja sá um prentun og bókband. Sögufélagið sér um dreifíngu bókanna. VEÐUR r r r r r r r r r r r í DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR ! DAG: YFIRLIT á hádegi f g*r: 500 km suðsuðaustur af Hvarfi er 973 millibara djúp lægð sem fer austnorðaustur. Yfir norðanverðu Grænlandi er 1018 millibara hæö. SPÁ: Austan- og síðan norðaustanátt og víða strekkingsvindur. Skýjað um mest allt land og slydda eöa rigning á austur- og suð- austurlandi en lítilsháttar slyddu- eða snjóél á annesjum fyrir norðan. Hiti nálægt frostmarki nema við austur- og suðaustur- ströndina en þar verður 2 til 5 stiga hiti. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR og LAUGARDAGUR: Norðlæg átt og frost um allt land. Snjókoma eða él norðanlands en úrkomulaust að mestu syðra. TÁKN: O Heiðskírt Léttskýjað •a Hálfskýjað * Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: 0° Hltastig: ' Vindörin sýnir vind- 10 gráður á Celsíus stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir er 2 vindstig. * V Él / / / / / / Rigning = Þoka / / / = Þokumóða * / * i Súld * / * Slydda / * / oo Mistur * # * 4 Skafrenningur * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma hlti ve&ur Akureyri 0 snjókoma Reykjavík -2 skýjað Bergen 6 skýjað Helsinki 9 þokumóða Jan Mayen 0 snjóél Kaupmannah. 10 alskýjað Narssarssuaq -4 skýjað Nuuk -11 renningur Osló 7 rigning Stokkhólmur 10 skýjað Þórshöfn 5 skýjað Algarve 18 skýjað Amsterdam 11 skýjað Aþena vantar Barcelona 16 léttskýjað Berlín 11 skýjað Chicago S rigning Glasgow 6 skúr Feneyjar 12 léttskýjað Frankfurt 10 skýjað Hamborg 18 skýjað Las Palmas 21 alskýjað London 9 léttskýjað Los Angeles 12 helðskírt Lúxemborg 8 súld Madrld 11 mistur Malaga 18 skýjað Mallorca 18 léttskýjað Miami 24 léttskýjað Montreal 2 þokumóða Nlce 16 léttskýjað NewYork 6 rigning Paris 10 lóttskýjað Róm 17 þokumóða Vln 6 þokumóða Washington vantar Kelloggstyrkur til matvælaráð- stefnu, sem haldin verður hér á landi Kelloggstofnunin í Banda- ríkjunum hefur veitt Rannsókna- stofnun landbúnaðarins styrk til að standa fyrir alþjóðlegri ráð- stefnu í matvælafræði í sam- vinnu við Háskóla íslands, Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins og Samtök evrópskra matvælaf ræðinga. Ráðstefnan verður haldin dagana 9.-11. september 1987 og mun fjalla um „Áhrif vinnslu á næringar- gildi matvæla". Ráðstefnuna sækja helstu sérfræðingar á sviði næring- ar- og matvælafræði frá Evrópu og Bandaríkjunum. Ráðstefnustjóri verður dr. Jón Óttar Ragnarsson. Kelloggstofnunin hefur á und- anfömum árum veitt styrki til uppbyggingar fæðurannsókna í landbúnaði og til eflingar samvinnu um uppbyggingu á matvælafræði- námi við Háskóla Islands. Þessir styrkir hafa stuðlað að aukinni menntun á sviði matvælafræði í landinu og breytt allri aðstöðu við rannsóknir og aðra þekkingaröflun í næringarfræði og matvælavinnslu í landbúnaði, segir í frétt frá RALA. Fleiri aðilar svo sem Framleiðsluráð landbúnaðarins og Framleiðnisjóð- ur landbúnaðarins hafa einnig tekið þátt í þessari uppbyggingu með styrkveitingum til fæðudeildar RALA. Bifreið valt i hörðum árekstri á mótum Stekkjarbakka og Álfabakka í gær. Algengt er að árekstrar verði á þessum gatnamótum. Valt á hliðina eftir árekstur TVEIR árekstrar urðu á mótum Stekkjarbakka og Álfabakka í gær. Fyrri áreksturinn varð fyrir há- degi. Þá skullu tveir bílar svo harkalega saman að annar þeirra valt á hliðina og varð að draga hann af vettvangi. Engin meiðsli urðu á fólki. Um kvöldmatarleytið varð aftur árekstur á sömu gatna- mótum, en aftur slapp fólkið með skrekkinn og án meiðsla. Mjög algengt er að árekstrar verði á þessum gatnamótum, en stöðvunarskylda er á þá ökumenn sem aka eftir Stekkjarbakka. Á sunnudagskvöld varð einhver mis- brestur á því að ökumaður virti þá skyldu og skullu þá tveir bílar sam- an. Þeir skemmdust báðir mikið, en meiðsli á fólki voru lítil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.