Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 19
19 verðbreytingar afurðanna að raun- virði og taka jafnframt tillit til áhrifa gengisbreytinga milli Banda- rfkjadals og Evrópumynta á afurða- verðið. Eins og mynd 2 sýnir, virðist hafa verið allgóð samsvörun milli verðjöfnunar og verðbreytinga, þegar á heildina er litið, þ.e. greitt er inn þegar verð hækkar og út þegar verð lækkar. Þó kemur fyrir, að greitt hafi verið úr sjóðnum á árum, sem verð freðfískafurða fór hækkandi. Það er auðvitað and- stætt tilgangi sjóðsins. En þessi dæmi má þó oft skýra með töfum í áhrifum sjóðsins vegna þess að breytingar verða innan ársins. Óhætt virðist að fullyrða, að freð- fiskdeild sjóðsins hafi, þegar á heildina er litið jafnað tekjur milli ára á hveija framleidda einingu í fyrstihúsunum á fyrri helmingi átt- unda áratugarins. Eftir það eru línumar ekki eins skýrar. Ekki má gleyma tveimur mikilvægum atrið- um í þessu sambandi. Annars vegar virðist sem verulega hafi dregið úr verðsveiflum á freðfiski á síðustu árum samanborið við fyrstu starfs- ár sjóðsins og hins vegar virðist freðfískverð hafa farið fremur lækkandi ár frá ári á fyrri hluta níunda áratugarins þangað til á þessu ári. Við þessar aðstæður var varla við því að búast, að sjóðurinn væri mjög virkur. Eftir síðustu hækkun á verði freðfisks er hins vegar komið mjög nærri því, að fé renni í sjóðinn að óbreyttu viðmið- unarverði. A það mun þó ekki reyna fyrr en í byijun næsta árs. Starfsemi saltfiskdeildarinnar hefur verið með líkum hætti og freð- fiskdeildarinnar, þegar litið er yfir öll starfsárin, þótt verðbreytingar á saltfiski og freðfiski falli ekki alveg á sama tíma. í saltfiskdeild eru reyndar einnig dæmi um frávik frá því, sem kalla mætti virka verðjöfn- un.^ A þessu ári verða greiddar veru- legar fjárhæðir inn í saltfiskdeild, eða um það bil 150 m.kr. enda hefur saltfiskverð hækkað mikið á árinu. Mynd 3 er gerð með sömu aðferð og mynd 2 og sýnir yfirlit yfir verð- breytingar á skelflettri rækju og greiðslur úr og í sjóðinn hennar vegna. Þar sést glöggt, að sjóðurinn hefur þjónað hlutverki sínu vel fyr- ir rækjuvinnsluna, sem býr við afar óstöðugt markaðsverð. Á sfðustu mánuðum hefur rækjuverð verið mjög hátt, m.a. vegna mikils aftur- kipps í afla Norðmanna. Greiðslur í sjóðinn af söluverði rækju verða því verulegar á þessu ári og eru þegar orðnar meira en 200 miiljón- ir króna, en við það bætist að líkindum nokkuð á síðustu mánuð- um ársins. Þegar á heildina er litið, gætu inngreiðslur í sjóðinn, þegar allar deildir hans eru teknar saman, orð- ið nærri hálfur milljarður króna á þessu ári. Sjóðurinn dregur því fyr- ir sitt leyti úr þenslu í þjóðarbú- skapnum þetta ár. Ábendingar nefndar- innar um Verðjöfnun- arsjóðinn Nefndin skilaði lokaáliti sínu 10. október síðastliðinn. Meirihluti nefndarinnar gerir ekki tillögu um breytingar á gildandi lögum um Verðjöfnunarsjóðinn og telur, að full ástæða sé til þess að sjóðurinn starfí áfram. Minnihlutinn, fulltrúar fiskvinnslunar, í nefndinni leggur hins vegar til, að hann verði lagður niður eða verulegar breytingar verði gerðar á starfseminni. Meirihlutinn telur, að reynslan af starfseminni undanfarin ár sýni, að sjóðurinn hafi yfirleitt þjónað því hlutverki, sem honum er ætlað að gegna, og hann geti einnig fram- vegis gert gagn með því að draga úr áhrifum verðsveiflna. Ekki megi þó ætla sjóðnum of stóran hlut í þessu efni, og einnig þurfi að leita annarra leiða til þess að bregðast við slíkum sveifum. Þá benti meirihlutinn á, að það gæti verið heppilegt við ríkjandi skilyrði í gengismálum, þar sem gengi helstu viðskiptamynta okkar er nú miklum breytingum undirorp- ið, að samræma gengisviðmiðun við MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 ákvörðun viðmiðunarverðs, þannig að f öllum deildum sjóðsins verði miðað við SDR-gengi fremur en gjaldmiðil markaðslands eða sölu- samnings. Líklegt virðist, að með þessu móti verði að nokkru tekið almennt tillit til mismunandi af- komu greina, sem ýmist selja afurðir sínar á Evrópu- eða Banda- ríkjamarkaði. Þetta telur nefndin hins vegar vera framkvæmdarat- riði, sem stjóm sjóðsins eigi að flalla um á hveijum tíma. Nefndarmenn urðu ekki sammála um það, hvort verðjöfnun eigi að ná til ísfisks, sem settur er óunninn er á markað erlendis. Fulltrúar sjó- manna og útvegsmanna leggjast eindregið gegn þvf, að verðjöfíiun taki til ísfisks, og telja reyndar ekki unnt að koma henni við með skynsamlegu móti. Fulltrúar fisk- vinnslunar vilja — ef á annað borð verður um verðjöfnun að ræða — að reynt verði að finna leiðir til þess að láta ísfísk sæta sömu regl- um um verðjöfnun og unninn físk. sinni haft áhrif á það, hvort aflanum er ráðstafað til vinnslu hér á landi eða fluttur fsaður úr landi. Því verð- ur naumast haldið fram, að verð- jöfnun hefði skipti sköpum um ísfisksölur á þessu ári, en þær að- stæður gætu komið upp að hún gerði það. Það sem sennilega ræður einna mestu um vaxandi áhuga á ísfisksölu í gámum, annað en hag- stætt verð á fiskinum, er sú stað- reynd, að hlutur sjómanna er miklu betri, þegar þannig er selt. Þetta er fyrst og fremst tekjuskiptingar- mál milli samningsaðila, en er ekki á verksviði hins opinbera. Um rækju, sem fryst er óskel- flett um borð í veiðiskipum, gegnir svipuðu máli og um fsfiskinn að þessu leyti. Nýlega hefur verið tek- in ákvörðun um það í sjóðsstjóminni að láta jafna verð á heilfrystri smá- rækju, sem ýmist fer beint til útflutnings eða til vinnslu hér á landi. Það er brýnt að finna lausn á þessu máli, sem tryggi að starf- semi sjóðsins hindri það ekki, að Mynd 2 VERÐJÖFNUNARSJOÐUR FISKIÐNAÐARINS Frebfiskur 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 Ár HEIMILD: ALIT S JODANEFNDAR. Mynd 3 VERÐJÖFNUNARSJOÐUR FISKIÐNAÐARINS FRYST RÆKJA 20 10 -10 -20 -30 -40 ' P .mm. .a. . Æm 1 I . .Jffl o ^ÍXjg I TT | 1 ■ Ver&jöfnun 111 Ver&breytlng 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 Ár HEIMILD: ÁLIT SJODANEFNDAR Til dæmis þannig að greitt verði verðjöfnunargjald af hverri ísfisk- sölu, þegar greitt er í sjóðinn af unnum botnfíski, sambærilegt við það sem greitt er til jafnaðar af unnum fiski, en án tillits til sölu- verðs á ísfíski. Hið gagnstæða gildi, þegar greitt er úr sjóðnum út á unninn fisk. Verðjöfnun á fsfíski miðist því ekki beinlínis við söluverð á honum. Aðrir nefndarmenn skipt- ust í afstöðu sinni til þessa máls, og nefndin gerði ekki ákveðnar til- lögur um það. Þetta mál er vandasamt, bæði um form og efni. Strangt tekið er sjóðurinn lögum samkvæmt bund- inn við unnar afurðir — afurðir fískiðnaðarins — eins og heiti hans ber með sér. ísfiskur verður varla talinn til afurða fískiðnaðarins. Þegar af þessari ástæðu virðist þurfa lagabreytingu til að láta Verðjöfnunarsjóðinn ná til ísfisks. Án efa er erfítt að setja viðmiðunar- verð fyrir ísfisk, þar sem markaðs- aðstæður eru síbreytilegar nánast frá degi til dags og gæði aflans einnig. Hvað sem þessu líður, getur sjóðurinn hins vegar með starfsemi framleiðendur geti jafnan valið hag- kvæmasta kost við ráðstöfun aflans. Stofnfjársjóður fiskiskipa Nefndarmenn urðu sammála um drög að frumvarpi um breytingar á lögum um Stofnfjársjóð fiskiskipa, til að einfalda framkvæmd þeirra með tilliti til hinna nýju ákvæða um greiðslumiðlun i skiptaverðslög- unum frá því í vor. Megintilgangur þessa frumvarps er annars vegar að gera það alveg skýrt, að eftir afnám sjóðakerfisins er Stofnfjár- sjóðurinn eingöngu greiðslufarveg- ur innan útgerðarinnar — reyndar fyrir hvert útgerðarfyrirtæki um sig — og kemur hlutaskiptum ekki lengur við á nokkum hátt, og hins vegar að auðvelda eigendum skipa, sem standa í skilum eða eru skuld- lausir við Fiskveiðasjóð íslands, að fá endurgreitt án tafar það fé, sem berst inn á reikning þeirra í Stofn- fjársjóði samkvæmt greiðslumiðl- unarlögum. Sjávarútvegsráðherra hefur nú lagt þetta frumvarp fram á Alþingi. Þáttaskil í sjávarútvegi Lagasetningin í vor um afnám sjóðanna felur í sér róttækar breyt- ingar á fjárhagslegu skipulagi sjávarútvegsins. Hún einfaldar allar greiðslur og tengir betur saman hagsmuni, þannig að verðmyndun- arkerfíð þjónar betur en áður þeim tilgangi að sýna raunveruleg verð- mæti í viðskiptum á skýran og ótvíræðan hátt. Hliðargreiðslur, sem færa fé á milli fyrirtælq'a og greina án þess að ljóst sé, hver borgar hveijum hvað, mgla menn því ekki lengur í ríminu. Fram- kvæmd þessarar víðtæku skipu- lagsbreytingar í fjármálum sjávarútvegsins hefur gengið von- um framar. Helst vom það ákvæði um slysa- og örorkutryggingu og lífeyrissjóðsmál smábátamanna, sem vöfðust fyrir mönnum í byijun. Það er í sjálfu sér mjög eðlilegt, því þetta em nýmæli í lögum og eðlilegt að nokkum tíma taki að fínna þeim heppilegan farveg. Allir smábátamenn, sem greiða í greiðslumiðlunarkerfið, em í dag sjálfkrafa slysa- og örorkutiyggðir, og greiða nokkurt iðgjald í lífeyris- sjóð, en á því hafði verið misbrestur. Hver smábátamaður hefur sinn sér- reikning og fær sitt fé endurgreitt, þegar hin lögbundnu gjöld hafa verið greidd. Landssamband smá- bátaeigenda virðist ánægt með þessa greiðslutilhögun. Raunar er ekki annað að heyra en flestir aðr- ir séu einnig sáttir við þær breyting- ar, sem fylgt hafa afnámi sjóðakerfisins. Þessi lög marka nokkur þátta- skil í íslenskum sjávarútvegi. Framskógur millifærslna hefur ver- ið mddur, þannig að verðmyndun á fiski er nú ljós og allur saman- burður á fiskverði, bæði hér innanlands og við fiskverð erlendis, er auðveldari. Nú ætti að vera hægara að losa um verðmyndun í sjávarútvegi á íslandi; gefa fiskverð fíjálst og jafnvel koma á fót upp- boðsmörkuðum, þar sem gmndvöll- ur er fyrir þeim. Sannleikurinn er sá, að verðmyndun í sjávarútvegi var orðin alltof flókin. Sú einföldun á verðmyndunarkerfínu og hluta- skiptunum, sem fylgir afnámi sjóðanna, dregur bæði úr skrif- finsku, og þar með kostnaði, og úr hættu á ágreiningi um það, hvað séu réttar greiðslur milli aðila. Þess- ar breytingar gætu orðið upphaf nýrrar sóknar í sjávarútvegi, sem byggist á framtaki manna til að nýta sér bestu markaðstækifærin sem bjóðast hvetju sinni. Ný og skýr yfirsýn yfír verðmyndun á físki hér á landi ætti að koma í veg fyr- ir, að menn sigli með aflann vegna þess eins, að þeir miði í sínum verð- samanburði við skráð lágmarksverð — verð sem í gamla kerfinu sýndi oft ekki nema rúmlega helming þess heildarverðs, sem í rejmd fékkst fyrir hann. Útflutningur á ísuðum fiski í gámum er þó að sjálfsögðu — ef rétt er á haldið — mikilvæg við- bótarleið til tekjuöflunar í sjávarút- vegi, en dregur ekki úr verðmæta- sköpun, eins og stundum er haldið fram. Það er mikilvægt að leita sífellt bestu lausna við ráðstöfun aflans milli ísfiskútflutnings og vinnslu hér á landi, en eins og gef- ur að skilja hlýtur sú skipting ætíð að vera breytingum undirorpin. Reynslan sýnir, að best fer á því, að samkeppni fái að njóta sín, þar sem henni verður við komið; en þó þurfa menn að geta treyst á óbrenglaða verðmyndun. Með öðr- um orðum: Það á að leyfa hveiju fyrirtæki í sjávarútvegi að nýta sína möguleika sem best innan þeirra heildartakmarkana, sem veiðiþol fiskstofnanna setur. Afnám sjóðakerfisins mun án efa leiða til aukinnar hagkvæmni í rekstri sjávarútvegsins, þegar til lengdar íætur, og þar með auka tekjur þeirra sem við hann starfa. Höfundur er forstjóri Þjódhags- stofnunar og var formaður nefndar, sem vann að endurskoð- un sjóða sjávarútvegs. Greinin er meðal annars byggð á erindum, sem höfundur flutti á þingi Sjó- mannasambandsins ogá Fiski- þingi 1986. Vantar 1.2 milljónir í Rauða- krosshúsið Merkjasala föstudag og laugardag RAUÐI KROSSINN gengst fyrir merkjasölu n.k. föstudag og laug- ardag til söfnunar fyrir Rauða- krosshúsið, hjálparstöð fyrir börn og unglinga að Tjarnargötu 35, en 1.2 miRjónir króna vantar til að gera upp rekstrarreikninga þessa árs. „Reynslan hefur sýnt að mikil þörf er á þessari starfsemi" sagði Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri Rauða krossins á fundi með fréttamönnum. Rauðakrosshúsið hefur verið starf- rækt frá 14. desember í fyrra, en það er neyðarathvarf fyrir unglinga undir 18 ára aldri. Á því eina ári sem liðið er frá því starfsemin hófst, hafa 80 gestir komið þar, 120 sinnum til gist- ingar, sumir þvi oftar en einu sinni. Meðaldvalartími er 3-7 dagar, einn gestanna hefur þó dvalið t 11 vikur. Unglingamir koma þegar þörf þeirra er mest, fá mat og húsaskjól og að- stoð við að leysa úr vandamálum sínum, án þess að þurfa að panta tfma hjá sérfræðingi. Hjálparstöðin er opin allan sólarhringinn en auk þess er símaþjónusta allan sólar- hringinn og hægt að sækja þangað ráðleggingar. Fimm starfsmenn em á staðnum, forstöðumaður er Ólafur Oddsson. Þann 14. desember verður tekin upp aukin símaþjónusta fyrir böm og unglinga á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum frá 15-18, en það er gert í samvinnu við bamahóp kvennaathvarfs. Þessi símaþjónusta er hugsuð fyrir foreldra sem em í erfiðleikum, en vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér. Þá geta þau böm sem enn em inni á heimilunum haft samband við hjálparstöðina, en fjöldi bama leitar þangað vegna erfiðleika í sambándi við foreldra, drykkjuskap- ar eða vímuefnaneyslu þeirra, and- legs eða líkamlegs ofbeldis. Með aukinni símaþjónustu ætlar Rauði krossinn að vinna fyrirbyggjandi starf meðal unglinganna. Gert er ráð fyrir að 5.2 milljónir þurfi til að reka Hjálparstöðina á næsta ári, Rauði krossinn ætlar að leggja fram 25% fjármagnsins auk sjálfboðastarfs. „Við vonumst til að geta safnað því sem á vantar" sagði Jón Ásgeirsson, „vonumst eftir að fá stuðning frá nálægum sveitarfélög- um, ríkinu og öðmm félagasamtök- um.“ Merkjasölunni verður stjórnað frá Rauðakrosshúsinu Tjamargötu 35 og sjálfboðaliðar velkomnir að sögn Ól- afs Oddssonar. Þeir sem vilja styrkja starfsemina geta auk þess lagt inn á reikning Rauða krossins í Iðnaðar- bankanum, númer reikningsins er hið sama og símanúmer R.K., 622266. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Færeyingar og Samar leggja fram bækur ÁKVEÐIÐ hefur verið að Færey- ingar og Samar leggi fram bækur til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs 1987, en áður hefur verið skýrt frá því í Morgun- blaðinu hvaða bækur íslendingar, Danir, Svíar, Norðmenn og Finnar leggja fram. Frá Færeyjum kemur skáldsagan „Leikur tín er sum hin ljósi dagur" eftir Jens Pauli Heinesen. Frá Sama- landi kemur ljóðabókin „Losses Beaivegiiji" eftir Rauni Magga Lukk- ari. Rithöfundasambönd Grænlend- inga, Færeyinga og Sama mega hver um sig leggja fram eina bók, en hin löndin tvær bækur hver. Ákvörðun verður tekin um verðlaunahafa i Stokkhólmi þann 20. janúar nk., en afhending verðlaunanna fer fram á þingi Norðurlandaráðs að venju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.