Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 63
63 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 17-18 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS iUjrrW’U il „Gamli Nói“ leggur frá landi Svo segir í víðlesinni bók, sem flestir íslendingar hafa undir hönd- um, að við eigum Nóa gamla líf okkar að launa. Það var hann sem ýtti örkinni á flot og forðaði öllum kvikindum jarðar frá drukknun í syndaflóðinu forðum. Það er því ekki úr vegi að launa Nóa lífgjöfína með því að minnast hans nokkrum orðum. í fyrrgetinni bók segir að Nói hafi fengið um það fyrirmæli af himnum ofan að hann skyldi safna öllum dýrum jarðar saman og skyldi vera tvennt af hvoru (væntanlega til að viðhalda stofnunum síðar). Nói hafði nú snör handtök þegar hann sá vatnsborðið hækka ört. Hann greip fíl austur í Indlandi, ísbjöm við Svalbarða, kengúru í Ástralíu og ljón í Kenya og þannig hélt Nói áfram. Nú var líka hver síðastur, örkin sneisafull, eins og síldarbátarnir fyrir norðan, og öll hleðslumerki löngu komin í kaf. Þetta mátti ekki tæpara standa, því land allt hvarf nú í kolgrænt hafið. Ekki getur bókin fyrmefnda um nesti handa öllum þessum dýmm. Nói var þó bæði forsjáll og ráðagóð- ur, hefur hann vafalaust gripið pakka af nóakexi og vasapela af heilögu vatni, það ætti að hrökkva í amk. 3 vikur eða svo lengi sem siglingin gæti staðið. Á öðmm stað í sömu bók er sagt frá því að 2 smá brauð hafi satt hungur nokkurra tugi þúsunda manna, svo dijúgt var nú nestið í „gamla daga“. Nú siglir þá Nói örkinni sinni, eins og Heyerdahl síðar og bíður þess að sjatni í flóðinu. Hversu lengi siglingin stóð vitum við ekki, en allt í einu tekur örkin niðri og veg- ur nú salt á efsta tindi Ararat (ekki Arafat). Stökkva nú mýs og menn fyrir borð og hér lýkur raunar þess- ari frægustu siglingu veraldarsög- unnar. Eftirmálin em nokkm lengri. Þess er þá fyrst að geta að langt er síðan þetta gerðist eða etv. 4—5000 ár og getur því hæglega hafa skolast eitthvað til í frásögn- inni, en hún hefur verið endursögð öld fram af öld á ótal tungumálum og mállýskum, flestum útdauðum í dag. Það verða því þáttaskil hér, eins og endranær, þegar sannprófa skal gamlar frásagnir og goðsagnir og beitt er nýtískulegum, vísindalegum aðferðum. Abraham (Ibrahim) bjó í Ur í Mesopotamiu (landinu milli fljótanna), sem nú heitir írak. Mörg stór flóð hafa hlaupið í Efrat og Tigris, stórfljótin sem mnnu um Mesopotamiu. Tvö hin stærstu sem sögur fara af urðu 3.500 og 2.900 f.Kr. Talið er nú af mörgum að það muni vera annað þessara stórflóða sem Abraham getur um og skráð er í Gamla testamentinu sem enda- lok alls lífs á jörðu. „Heimurinn" fyrir 5000 ámm síðan var landræma við austanvert Miðjarðarhaf og teygði sig í vestur- átt allt til Egyptalands. Þeir sem voguðu sér út úr því sjónmáli áttu á hættu að hrapa út af jörðinni sem var flöt, en hyldýpi allt í kringum jarðskikann. Bent er einnig á að fyrsta bindi af alfræðiorðabók sem væri 2000 ár í smíðum mætti teljast harla úrelt þegar síðasta bindið kæmi út, en svo lengi stóð bókagerðin yfir. Sönnunargögn em fá og stangast hér margt á. Frést hefur þó af ótal leiðöngmm upp á fjallið Ararat í leit að gömlum fúaflölum, eða öðr- um sönnunargögnum. Þar eð ekkert slíkt hefur þó fundist, hafa menn stundum sjálfir haft „sönnunar- gögnin" meðferðis, oftast að næturlagi til þess að geta ljósmynd- að þau daginn eftir. Hér lýkur frásögn Gamla testamentisins af Nóa gamla. Eftir er erfiðasta við- fangsefnið, en það er að samræma frásögnina heilbrigðri skynsemi, að samræma goðsagnakenndar frá- sagnir nútíma vísindum og þekk- ingu. Hvernig á að samræma þróunar- kenningu Darwins og Lamarcks kenningum „bókarinnar" og þeirra biskupa Berkeleys og Jóns Vídalíns? Er þetta etv. óyfirstíganlegt, óbrú- anlegt hyldýpi? Þurfum við um allan aldur að hafa tvær jafnhliða, jafn- réttháar skoðanir, skoðanir eðlis- fræði og náttúrufræði kennarans 6 daga vikunnar, og skoðanir „bókar- innar“ og prestsins á hvíldardaginn, 7. dag vikunnar. Ævintýri, skáldskapur, táknmál eða trú, geri hver upp sína persónu- legu afstöðu. Minna má þó á að enginn tekur skáldsögur og ævin- týri frá þessum tíma bókstaflega. Menn yppta öxlum, brosa og hlæja, þegar þetta er ekki trúarlegs eðlis. Öðru máli gegnir um allt sem snert- ir trúmál frá sama tíma. Það er heilagur, óumdeilanlegur, ófor- gengilegur sannleikur. Hér þarf hvorki að spytja né afla sönnunar- gagna. Hvaða lærdóm má þá draga af sjóferðinni um Nóa?... ert þú nokkurs vísari? Richardt Ryel. Kveðja til Tryggingastofnunar ríkisins: Fáránleikinn í framkvæmd Guðmundur Jóhannssonskrif- ar: _ Ágæti Velvakandi. Þú sem ert miðill aðila, næstum því á hvaðeina sem þú ert beðinn um bæði gott og vont, nú langar mig að biðja þig fyrir eitt af þessu leiðinlega. Svo bar við fyrir nokkru að ég fékk bréf frá Tryggingastofnun ríkisins, þar sem mér var tilkynnt að ég yrði 67 ára tiltekinn dag seint á þessu ári og að ég eigi rétt á elli- lífeyri í tilefni tímamótanna. Bréf- inu fylgdi umsóknareyðublað, sem ég átti að fylla út ef ég vildi'nota þennan rétt. Ein með öðrum kvöðum sam- kvæmt umræddu eyðublaði að því þurfti að fylgja fæðingarvottorð. Með því að ég átti ekki slíkt heimild- arblað, um það að ég væri til, þá flaug mér það svona í hug að þetta hlyti að vera úrelt ákvæði, bæði vegna þess að allar stærri stofnan- ir hafa eintak af svokallaðri þjóð- skrá þar sem aldur manna kemur fram og allavega bar bréfið sem nefnt er hér að framan öll þess merki að Tryggingastofnuninni sé vel kunnugt um aldur minn. Er ég í gleði minni afhenti um- sóknareyðublaðið þá var „Adam ekki lengi í Paradís", því mér var tjáð að umsóknin væri ekki gild nema vottorð fylgdi og hana nú, þar hafði ég það. En mér er spum hver er tilgangurinn þegar ljóst er að hjá þessari stofnun eru allar þær persónuupplýsingar sem hún þarf á að halda til að afgreiða málið svo fremur sem ég ætla að notfæra mér réttinn, er bara verið að sýna vald sitt og snúa fólki milli stofn- ana? Þessi skilyrði sýnist mér svona álíka rökrétt og það að ég verði krafinn um dánarvottorð, þegar sú stund rennur upp, svo stofnunin geti hætt að greiða mér ellilaunin. Báknið lætur ekki að sér hæða eða öllu heldur stjórnendur þess. Þið sem við stjómvölinn sitjið, látið nú kvamimar snúast og hættið að gera hlutina flóknari en þörf er á. Þessir hringdu .. . Er ekki til neinn frí- merkjaklúbbur í Reykjavík? Einn vonsvikinn hringdi: Ég er árangurslaust búinn að leita að frímerkjaklúbbi í Reykjavík. Ef einhver slíkur er starfandi þá þætti mér vænt um að fá fregnir af honum en ég er í s. 39711. Þakkir til ríkis- sjónvarpsins Móðir hafði samband og vildi þakka ríkissjónvarpinu fyiir þætt- ina „Geisla" og „í takt við tímann". Finnst henni allt unga fólkið standa sig mjög vel og vera með gott íslenskt efni. Ekki trufla meira á Stöð 2 Ég er ákaflega þakklát þeim hjá Stöð 2 fyrir að leyfa okkur að fylgjast með dagskrá sinni framundir og jafnvel framyfir 21. Ég er því alls ekki sammála Rósu, sem vill lengri tmflunartíma. Eins vil ég benda henni á að sumsstað- ar í fjölbýlishúsum næst hreint ekki samstaða um að taka Stöðina inn, jafnvel þó einhveijir fegnir vildu. Bílstjórar, hafið aukalykla H.J. hafði samband við Velvak- anda og lá þetta á hjarta: Fyrir nokkm síðan varð ég fyr- ir því óhappi að læsa bílnum mínum með lyklana í svissinum. Lögreglan hjálpaði mér fljótt og vel að opna bílinn. Nú hefur lög- reglan í mörgu að snúast og gætu bíleigendur losað hana við þessa snúninga með því að hafa alltaf til öryggis aukalykla í veskinu. Athugið þetta, bæði karlar og konur. Hver gerir við dúkkur? AGR hringdi: Mig vantar nauðsynlega að ná í einhvem sem gerir við dúkkur? Ég bý í Reykjavík og síminn er 37396. Úrvals dýnan Avanti/2 í öllum rúmum. Við vorum að fá nýjar sendingar af vatnsrúmum. Margar gerðir. tiúsgagn&höllini BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410 Vatnsrúm Vatnsrúm, sem sífellt fleiri kaupa í svefnherbergin sín, er ævagömul uppfinning. Svo er sagt, að fyrir 3000 ámm hafi hinir fomu Persar sofið á geitabelgjum, sem þeir fylltu með vatni. Vatnsrúm okkar tíma er óhemju sterk, mjúk og seig PVC-plastdýna (Polyvinylclorid). Sumir vatnsdýnuframleið- endur fullyrða, að dýnan myndi þola að láta fíl traðka á sér. Eitt er víst — dýnumar þola að krakkamir hoppi á þeim og skoppi — og enn höfum við ekki heyrt um nein hjón sem hef- ur tekist að sprengj’ana. ÞÚ HVlLIST Á VATNSDÝNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.