Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 I 35 i og stjomun ála á Islandi Ingimar Signrðsson „Ég er þeirrar skoðun- ar að ekki sé þörf frekari lagasetningar hvað snertir hina ein- stöku þætti umhverf is- mála hér á landi, þar sem þeim er öllum þeg- ar sinnt af fagráðu- neytum og stofnunum á þeirra vegum og er því nægjanlega að lagahlið- inni búið. Ég tel hins vegar brýna þörf bera til að kveða á um stjórn- un umhverfismála.“ samráði við þau ráðuneyti sem fara með mál er snerta umhverfisvemd. Ákveðinn þáttur hefur þegar verið staðfestur og kveður hann á um starfsleyfisskyldu fyrirtækja sem valdið geta mengun, sbr. reglugerð nr. 390/1985 og gjaldskrá nr. 355/1986. Að gerð mengunar- vamareglugerðar starfar stjóm- skipuð nefnd, sem í eiga sæti fulltrúar frá Hollustuvemd ríkisins, menntamálaráðuneyti, samgöngu- ráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og félagi íslenskra iðnrekenda og er að vænta tillagna frá nefndinni um næstkomandi ára- mót. Samkvæmt lögum nr. 109/1984 annast sveitarfélögin og standa undir kostnaði við heilbrigðiseftirlit í héruðum, þar með talið mengunar- eftirlit, þannig að ábyrgð á því, sem kallað er frumeftirlit er í höndum sveitarfélaga, þ.e.a.s. heilbrigðis- nefnda og heilbrigðisfulltrúa, sem starfa undir yfimmsjón Hollustu- vemdar ríkisins. Hlutverk þessara aðila er að sjá um að framfylgt sé ákvæðum þeirra laga og reglna, sem á þessu sviði gilda. Hollustu- vernd ríkisins hefur eingöngu beint eftirlit (frumeftirlit) sé um að ræða sérhæfð verkefni, ýmist samkvæmt sérlögum eða ákvörðun ráðherra. Hér er fyrst og fremst um að ræða eftirlit, sem krefst sérkunnáttu, sem ekki er hægt að ætlast til að heilbrigðisfulltrúar sveitarfélag: anna hafi almennt yfir að ráða. í reynd fer Hollustuvemd ríkisins með eftirlit með sérhæfðum iðnaði og stóriðju, sem veldur mengun. Geislavarnir ríkisins annast öryggisráðstafanir gegn geislun frá geislavirkum efnum og geislatækj- um þ.m.t. geislavarnaeftirlit eins og það er skilgreint í lögum nr. 117/1985 og reglugerðum sam- kvæmt þeim. sbr. reglugerð 356/1986 um ráðstafanir gegn jón- andi geislum. Eiturefnanefnd starfar sam- kvæmt lögum nr. 85/1968, um eiturefni og hættuleg efni en í 13. gr. þeirra laga var lengi að finna eitt veigamesta ákvæði í íslenskri löggjöf um mengun. í þeirri grein er Qallað um eiturefni og hættuleg efni sem úrgangsefni í iðnrekstri, atvinnurekstri eða á annan hátt og þá skuli þess gætt að hættuleg efni valdi hvorki tjóni á mönnum né dýrum. Náttúruvemdarráð starfar samkvæmt lögum nr. 47/1971 um náttúruvemd en tilgangur þeirra laga er að stuðla að samskiptum manns og náttúru, þannig að ekki spillist að óþörfu líf, land né meng- ist sjór, vatn eða andrúmsloft. Lögin eiga að tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lög- málum og vemdun þess, sem þar er sérstaklega sögulegt. Lögunum er ætlað að auðvelda þjóðinni um- gengni við náttúru landsins og auka kynni manna af henni. I 29. gr. náttúruvemdarlaga em mjög skýr og skorinorð ákvæði um mengun og er þar átt við mengun í víðasta skilningi. Þar segir að sé hætta á mengun lofts, láðs eða lagar við fyrirhugaða mannvirkjagerð eða jarðrask, þá beri að leita álits Nátt- úmvemdarráðs áður en fram- kvæmdir heljast og sé slíkt vanrækt getur Náttúmvemdarráð krafist atbeina lögreglustjóra til vamar því, að verkið verði hafíð eða því haldið áfram. Einhver fyrstu lög, sem hafa að geyma mengunarvamaákvæði em vatnalög nr. 15/1923. í 9. kafla þeirra em ákvæði um óhreinkun vatns m.a. frá iðjuvemm. Þótt lögin séu rúmlega 60 ára gömul og sjón- armið hafi þá verið önnur gagnvart umhverfínu en í dag, hefur fram- kvæmdavaldið töluverð völd samkvæmt lögunum til þess að kveða á um vemd gegn skaðlegri óhreinkun vatns jafnt frá iðjuverum sem og frá annarri starfrækslu, að vísu eingöngu ef hluteigandi sveit- arstjómir koma sér ekki saman um hvað gera skuli. Um mengun sjávar gilda sérlög, lög nr. 32/1986, um vamir gegn mengun sjávar. Tilgangur laganna er að vemda hafíð og strendur landsins gegn mengun, sem stafar frá skipum, loftförum, pöllum eða öðmm mannvirkjum á sjó og frá landstöðvum af völdum olíu og ann- arra efna, sem talin em upp í fylgiskjali með lögunum, ef þau stofna heilsu manna í hættu, skaða lifandi auðlindir hafsins og raska lífríki þess og spilla umhverfinu eða tmfla lögmæta nýtingu hafsins. Eftirlit með framkvæmd laganna og reglugerðum settum samkvæmt þeim er í höndum Siglingamála- stofnunar ríkisins. Þau lög sem fjallað er um hér að framan tel ég skipta mestu máli varðandi framkvæmd mengun- arvama hér á landi þ.e.a.s. gagn- vart hinu ytra umhverfí. Um innra umhverfi, starfsumhverfí, fjalla lög nr. 47/1980, um aðbúnað, öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum. Vinnueftirlit ríkisins fer með eftirlit samkvæmt þeim lögum. Auk þess- ara grundvallarlaga má nefna sérlög um ýmiss konar iðnrekstur, t.d. um Sementsverksmiðju ríkisins, Áburðarverksmiðju ríkisins, Kísil- gúrverksmiðju við Mývatn, Ál- bræðslu við Straumsvík, Jám- blendiverksmiðju í Hvalfirði og Steinullarverksmiðju á Sauðákróki. Ollum þessum verksmiðjum ber samkvæmt íslenskum lögum að hafa starfsleyfi heilbrigðisráðherra, þar sem sett em skilyrði um meng- unarvamabúnað og hversu miklu megi sleppa út í umhverfið af meng- andi úrgangi. Á síðari ámm hafa verið sett sérstök ákvæði í lög um hinar ein- stöku verksmiðjur, sem fyrirskipa ströngustu megnunarvamir að mati heilbrigðisyfírvalda. Framtíðarstjórn umhverfismála Við gerð laga um umhverfismál þarf eins og áður segir að kveða á um stjómun umhverfismála og ör- yggi þjóðfélagsþegnanna. Sérstak- lega þarf að undirstrika að hve miklu leyti æðstu valdhafar þjóð- félagsins eigi að geta skipað fyrir um þessi mál, tekið „pólitískar" ákvarðanir sem fyrst og fremst taka mið af efnahagslegum atriðum. Til þessa hafa markmið umhverfís- málaréttarins fyrst og fremst beinst að því að ná árangri í verndun ytra umhverfis. Því er ekki óeðlilegt að vaknað hafí spumingar um það, hvort takmarka eigi umhverfís- málaréttinn og miða hann eingöngu við mengun og óþægindi, sem stafa af notkun fasteigna. Segja má að alþjóðaumhverfísmálaréttur miðist í dag við vamir gegn allri starf- semi, sem hættuleg er hinu ytra umhverfi og eigi því að ná til allra aðgerða, sem að gagni geta komið í baráttunni gegn mengun í vfðasta skilningi. Ég er þeirrar skoðunar að ekki sé þörf frekari lagasetningar hvað snertir hina einstöku þætti um- hverfismála hér á landi, þar sem þeim er öllum þegar sinnt af fag- ráðuneytum og stofnunum á þeirra vegum og er því nægjanlega að lagahliðinni búið. Ég tel hins vegar brýna þörf bera til að kveða á um stjómun umhverfísmála, að koma á lögformlegum tengslum og sam- stjóm hinna einstöku ráðuneyta og stofnana, sem með þessi mál fara, sérstaklega með það fyrir augum að vinna að stefnumótun og sam- ræmingu umhverfismála og samnýtingu þeirra starfskrafta, sem að þessum málum vinna. Vegna þess að umhverfísmál heyra undir svo mörg ráðuneyti, sem raun ber vitni, er hætta á að ýmislegt skorti á um samræmingu og jafn- vel að stofnanir á vegum hins opinbera séu að vinna að sömu verk- efnum án þess að vita hver af annarri. Ég tel að hægt sé að kippa þessum atriðum á klakk án þess að setja á laggimar sérstakt um- hverfismálaráðuneyti, en margir virðast halda að í því sé lausnin fólgin. Ef steypa ætti öllum um- hverfísmálum, eins og þau eru skýrð í víðustu merkingu, undir eitt og sama ráðuneyti er viðbúið að um mjög stórt ráðuneyti yrði að ræða og það miklu stærra heldur en tíðkast hér á landi. Undir slíkt ráðuneyti þyrfti vitanlega að setja málaflokka eins og gróðurvemd og gróðureyðingu, vemdun auðlinda- lögsögu og skipulagsmál auk þeirra mála, sem til þessa hafa verið flokk- uð undir hið hefðbundna hugtak umhverfísmál. Eins og málum er háttað í dag er viðbúið að ráðu- neyti þeirrar gerðar yrði ófullburða þegar í byijun, með veikar stoðir undir þungu höfði. Fyrsta skrefíð til lausnar tel ég vera að koma á samræmdri yfír- stjóm umhverfísmála og að skipu- leggja samstarf þeirra aðila, sem starfa að umhverfísmálum sam- kvæmt ýmsum sérlögum svo og annarra aðila, sem íjalla um skipu- lagsmál, náttúruvemdarmál, mengunarvamamál og aðra þætti umhverfismála og á ég þá sérstak- lega við ýmis samtök og félög. Slíkri samstjóm yrði að mínu viti best komið fyrir í stjómamefnd þeirra ráðuneyta sem með þessi mál fara og hugsanlega annarra aðila er starfa að þessum málum bæði á vegum þess opinbera og sem áhugamenn. Viðfangsefni slíkrar nefndar yrði fyrst og fremst að efla vamir gegn hvers konar mengun og öðrum skaðlegum umhverfís- áhrifum og að vinna að vemdun náttúmgæða landsins, með því t.d. að fjalla um reglur varðandi meng- unarvamir og náttúmvemd og aðra þætti umhverfísvemdar og standa fyrir setningu reglna og staðla varð- andi stórframkvæmdir, sem haft geta í för með sér mengun, t.d. vegna stóriðju, flugvalla- og hafna- framkvæmda o.s.frv. Ennfremur að §alla um rannsóknir og fræðslu á þessu sviði, hvemig bæta skuli fyr- ir umhverfisspjöll og hvemig spoma skuli gegn þeim. Ég tel að sérstak- lega verði að taka á tveimur þáttum, sem ég vil kalla séríslenskt vandamál, annars vegar gróðureyð- ingunni og hins vegar frárennslis- menguninni í íjörum landsins, vegna ófullnægjandi frárennslis og hreinsibúnaðar frá byggð og iðn- aði. Ég tel að hér sé um forgangs- verkefni að ræða sem eðlilegast væri að ríkisvaldið beitti sér fyrir lausn á í samráði við sveitarféiögin, enda þekkir mengun engin landa- mæri. Niðurlag Forsögu þeirrar umræðu, sem átt hefur sér stað varðandi stjómun umhverfísmála má rekja rúmlega tíu ár aftur í tímann, til ársins 1975, þegar ríkisstjómin skipaði nefnd, sem falið var að endurskoða og samræma ákvæði laga um um- hverfís- og mengunarmál í þvi skyni að sett yrði heildarlöggjöf um þau efni. Frumvarp þessa efnis var borið fram á Alþingi 1977 og 1978 en hlaut ekki afgreiðslu. Síðan hefur stjómarfrumvarp ekki verið borið fram. Hins vegar hafa nokkrir þing- menn Sjálfstæðisflokksins lagt fram á Alþingi í tví- ef ekki þrígang fmmvarp til laga um umhverfis- mál, sem er í reynd sama frumvarp og samið var 1975, en þau hafa ætíð dagað uppi eftir nánast enga umræðu á Alþingi. Reynslan hefur sýnt að skipa verður fyrir um sam- stjóm umhverfismála með lögum, þar sem taka þarf á mörgum atrið- um og snertifletir hinna ýmsu ráðuneyta eru margir. Lausnin er að mínu mati ekki fólgin í lagasetn- ingu um stórt og ofvaxið umhverfís- málaráðuneyti heldur um samræmda yfírstjóm umhverfís- mála, þar sem tekið yrði á þeim þáttum sem áður eru nefndir. Höfundur er yfirlögfræðingur í heilbrigðis- og tryggingnmála- ráðuneytinu. Hann er formaður stjómar Hollustuvemdar ríkisins ogá sætiístjóm Geislavama ríkis- Aðalfundur Æðarrækt- arfélags íslands 1986: 35-40 millj. kr. útflutn- ingstekjur af æðardúni BEINAR útflutningstekjur af æðardúni í ár eru á milli 35 og 40 millj. kr., og er æðarvarp stundað á yfir 400 bæjum. Þetta kom meðal annars fram á 17. aðalfundi Æðarræktarfélags Islands, sem haldinn var 8. nóv- ember sl. í fréttatilkynningu frá félaginu segir, að í máli formanns félags- ins, Sigurlaugar Bjamadóttur, hafi komið fram, að félagið er að vinna að í samráði við sjávarút- vegsráðuneytið og Hafrannsókn- arstofnun að gerð verði könnun á því hversu mikið af æðarfugli far- ist árlega í grásleppunetum. Einnig benti hún á að umræða væri í gangi um sjóðagjöld af æðardún og virtust flestir fundar- menn meðmæltir því að greiða áfram í Stofnlánadeild, þó gegn því að lánað væri út á fleiri fram- kvæmdir en nú er gert. Sigurlaug sagði að á síðasta ári hefði ÆÍ átt þátt í því að sett var lágmarksverð á æðardún til útflutnings og varð það til þess að birgðir þær sem komnar voru sl. vor seldust upp á sumarmánuð- um. Þá hefur utanríkisráðuneytið tekið því vel að auglýsa æðardún og afla markaða í gegn um sendi- ráðin. Næsta sumar verður efnt til landbúnaðarsýningar í Reykjavík og mun ÆÍ taka þátt í þeirri sýningu. Nefnd á vegum menntamálaráðuneytis, sem ÆÍ á fulltrúa í, er að vinna að því að kanna aðferðir við fækkun máva og hrafna. Magnús Friðgeirsson, fram- kvæmdastjóri Búvörudeildar SÍS, sagði að dúnn seldist ekki eins ört og sl. haust en þó væru horfur ekki slæmar. í athugun væri að senda 300 kg af æðardún til Jap- ans fljótlega og binda menn vonir við markað þar. Magnús sagði verð fyrir hvert kg af hreinsuðum æðar-dún til bænda vera 15.300 kr. Að lokum sagði Magnús, að enn bærist of mikið af lélegum dún til hreinsunar og þyrfti þar um að bæta. Ámi Snæbjömsson, ráðunaut- ur, sagði að verið væri að gera skrá um allar varpjarðir á landinu. Talsvert ber á því að öm geri usla í æðarvörpum og era margir æðarbændur þreyttir á þeim und- irtektum sem þau mál fá. Nokkrir aðilar vora með ungauppeldi á sl. vori og er nú komin talsverð reynsla á þátt og auðveldar það leiðbeiningar til þeirra sem nú era að byija. Árni hefur látið gera nýja grein varpskýla hjá Vímeti hf. í Borgamesi og verða þessi skýli reynd á nokkram stöðum næsta vor. Æðarræktarfélag íslands er nú fullgildur aðili að Stéttarsambandi bænda og gerði fulltrúi félagsins, Sveinn Guðmundsson bóndi í Mið- húsum, grein fyrir störfum sínum á aðalfundi Stéttarsambandsins og að þar hefði hann lagt kapp á að kynna mikilvægi æðarræktar. Á aðalfundinum vora samþykktar tillögur um að stofna tvær nýjar æðarræktardeildir, aðra í Vestur- Húnavatnssýslu og hins í Suður- Þingeyjarsýslu og Eyjafírði. Aðalstjóm ÆÍ skipa nú: Sigur- laug Bjamadóttir frá Vigur, formaður, séra Þorleifur Krist- mundsson Kolfreyjustað og Hermann Guðmundsson Stykkis- hólmi. í varastjóm era: Ámi G. Pétursson Vatnsenda og Agnar Jónsson Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.