Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 Gmnnskólinn á Kópaskeri: Tilraun til að nálgast anda gnmnskólalaganna - segir Pétur Þorsteinsson skólastjóri Þ AÐ er myrkur, enda er sólin ekki komin á fætur frekar en aðrir. Klukk- an er rúmlega sex að morgni og blaðamaður staddur í litlum japönsk- um bíl á leið frá Akureyri norður á Melrakkasléttu. Ferðinni er heitið á fámennan stað skammt suður undan heimskautsbaug, Kópasker, þar sem búa um 200 íbúar. Þar er skóli sem einnig er mjög fámennur, nemendur ekki nema 31, en það er einmitt þessi skóli sem er þess valdandi að ferðinni er heitið svo að segja á hjara verald- ar. Á Kópaskeri er að sögn Harðar Lárussonar í Menntamálaráðuneytinu einn helsti tilraunaskóli landsins. „Þetta er sérkennilegt hús og þrælágætt." Pétur Þorsteinson skólastjóri grunnskólans á Kópa- skeri tekur á móti blaðamanni og sýnir honum húsakynni skólans sem teiknuð eru af dr. Magga Jónssyni, skólahúsnæðið er þrý- hymt. Hann telur húsnæðið nýtast mjög vel, homin ekki síður en aðrir hlutar, og segir að eina ástæða þess að fólki finnist þetta skrýtið sé sú að menn séu vanir ferhymdum húsum. En það er ein- mitt þessi vanahugsun sem Pétur er þekktur fyrir að reyna að bijóta upp innan veggja skólans, svo segja má að það sé vel við hæfí að hann sé í svona „skrýtnu" húsi. Hugmyndir Péturs um skólann eru ólíkar því sem flestir þekkja. „Það má segja að við séum hér að gera tilraun til að nálgast anda grunnskólalaganna" segir hann þar sem hann situr inni í skóla- stjóraherberginu, eina herberginu sem ekki er reyídaust, að lokinni skoðunarferð um húsið. Hann seg- ir að það hljóti að vera möguleiki að sinna hveijum nemenda á þann hátt sem kveður á í 2. grein lag- anna, en eflaust verra að eiga við þetta í stærri skólum. Kennarar við skólann eru fímm, þrír í fullu starfí og tveir kenna hlut úr degi. „Við höfum 108 kennslutíma til ráðstöfunar og skiptum þeim á milli okkar" segir hann. Sem stendur veit hann ekki hvort hann fái launin sín útborguð um næstu mánaðarmót, því hann sér í vetur um sérkennslu, en sérkennslan var skorin niður í haust. „Málið á sér iangan aðdrag- anda, við fengum hingað sér- kennslufulltrúa s.l. vor og hann mat þá þörf sem við höfum fyrir sérkennslu, en það reyndust vera 30 stundir á viku. Tímafjöldinn var skorinn niður í 6 stundir í haust, en ég var þá búinn að ráða kennara í starfíð. Ég ákvað þá að „Held að skóla- leiði sé ekki útbreytt vanda- mál hjá okkur “ kenna þetta sjálfur og hugsaði sem svo að ef ég væri læknir með sjúkl- ing myndi ég reyna að neita allra bragða til að lækna hann. Það var ekki hægt að bjóða kennurum upp Þóra Pétursdóttir heitir þessi önnum kafna 11 ára stúlka sem sagði að allt væri skemmtilegt í skólanum. Skólastjórinn leiðbeinir í tölvunáminu. í horninu til hægri má sjá teikniforrit af bíl sem einn nemandinn var að vinna. á að vinna kauplaust, svo ég ák- vað að taka þetta að mér og athuga hvað gerðist." Grunnskólinn á Kópaskeri er svokallaður opinn skóli, húsið er opnað klukkan átta á morgnanna og lokað 7 á kvöldin. Kennsla hefst klukkan níu og er lokið um hálf fjögur á daginn. Nemendur geta þó verið í skólanum allan þann tíma sem skólahúsnæðið er „Sumir segja að skólinn útskrifi ekkertannað en ólæsa lista- menn“ opið, geta komið klukkan átta og farið klukkan sjö og ef þeir þurfa að gera eithvað á kvöldin er alltaf hægt að fá lykil hjá Pétri. Hann segir þau ganga vel um húsnæðið og ekki síður vel á þeim tíma sem enginn er þar nema þau. A hveij- um degi að loknum skólatíma eru þau ábyrg fyrir tiltekt á ákveðnum svæðum hússins, sem er skipt nið- ur á nokkra hópa. Réttindalausasti skól- inn á landinu? Kennsla er að hefjast þennan mánudagsmorgun. Kennaramir sitja inni á kennarastofunni og skipta með sér verkum. Þetta er sjöunda ár Péturs sem skólastjóri á staðnum, en hann hefur kennt í 14 ár og verið skólastjóri megnið af tímanum, fyrst var hann í Grímsey. Kennaramir eru flestir búnir að vera lengi við skólann, tveir nýir komu þó í haust þar sem einn kennarinn var að hætta eftir margra ára starf og þennan dag er hann einmitt að kveðja nemend- ur. „Kennslan fór fyrst fram í gömlu húsi skammt utan við þorp- ið“ segir Pétur, „en fluttist í þetta húsnæði fyrir fímm árum.“ Pétur er ekki með kennsluréttindi og enginn kennaranna við skólann. „Ég vona að þetta sé réttinda- lausasti skólinn á landinu" segir hann, og er hann er spurður hvort það skjóti ekki skökku við að einn aðaltilraunaskóli landsins skuli skipaður réttindalausu fólki svarar hann því til að skólinn væri ef til vill alls ekki svona eins og hann er ef kennaramir væm með kenn- araréttindi. „Við höfum pijónað þessa leið sjálf sem við notum hér í skólanum, en fólkið sem kennir hér hefur allt mikla reynslu og margskonar menntun." Sjálfur segist hann hafa lesið eina bók, Summerhillskólann, áður en hann varð skólastjóri í Grímsey, en þar var hann fyrir 14 árum. „Ég ætl- aði í fyrstu að hafa stundatöflu og hringja út eins og tíðkast í venjulegum skólum, því þannig voru þær hugmyndir sem ég hafði um skólann. Ég sá þó fljótt að það átti ekki við á þessum stað, og sá tími sem ég var í Grímsey lagði að nokkm undirstöðuna að því starfi sem ég hef unnið hér.“ í skólanum em þijár deildir þumlungadeild, miðlungadeild og öldungadeild. í þumlungadeild em krakkar á aldrinum 6-8 ára, hinar deildimar em saman í vetur og í þeim em böm á aldrinum 9-12 ára. Skólavikan hefst á miðviku- dögum en þá fá bömin dagbækur fyrir næstu viku og gera vinnu- samning um hvað þau ætli að gera þá vikuna. í lok samnings- tímabilsins metur nemandinn hvernig til hafí tekist með kennur- um og gerir sér grein fyrir ýmsu, svo sem hvað hafí verið skemmti- legast í vikunni, hvað leiðinlegast, í hveiju hann þurfí að herða sig o.s.frv. Námið byggist upp á sjálfsnámi, hver og einn er á þeim námshraða sem honum er eðlileg- ur, en sameiginlegir tímar em í nokkmm greinum svo sem tungu- málum, tölvu, smíðum, eðlisfræði og handavinnu. Ýmsar sögusagnir hafa spunn- ist um þennan skóla, meðal annars að krökkunum fínnist svo gaman í skólanum að þau vilji helst vera í skólanum allan sólarhringinn. Og ekki er annað að sjá en bömin séu mjög áhugasöm, í tölvutíman- um er t.d. einn 10 ára að búa til teikniforrit til að teikna bíl og annar jafnaldri hans að skrifa inn á tölvuna fmmsamda sögu sem hann hefur ritað í stílabók og myndskreytt með miklum glæsi- brag. Pétur er spurður hvað hæft sé í þessum sögum. „Það ei* rétt, það tekur oft langan tíma að telja þau á að fara heim í hádeginu og þegar við kennararnir emm á leið í mat em þau sem fóru fyrst að „Heffarið nokkrum sinn- um ípílagríms- ferðir til Bretlands“ koma aftur í skólann. Ég held að skólaleiði sé ekki mjög útbreitt vandamál hjá okkur. En við höfum líka orðið vör við ýmsa fordóma, sumir segja að skólinn útskrifí ekkert nema ólæsa listamenn." Sextán þúsund titlar Fimm ár em síðan skólinn tók til starfa í þrýhymda húsinu en áður var hann til húsa í gömlu húsi skammt fyrir utan þorpið. Þar hefur nú verið komið upp veg- legu bókasafni sem sameinað var úr bókakosti þriggja lestrarfélaga, Lestrarfélagi Utbæinga Austur- sléttu, Vestursléttunga og Núps- sveitunga, en auk þess gáfu þau Helgi Kristjánsson og Andrea Jónsdóttir í Leirhöfn safn sitt árið 1952. Mikil vinna hefur verið lögð í að skipuleggja safnið, en um það sáu þær Kristín H. Pétursdóttir og Andrea Jóhannsdóttir. í safn- inu em um 16000 titlar, það er opið tvisvar í viku, en safnið er í umsjón Helgu Helgadóttur og góð þjónusta við fróðleiksfúsa nem- endur í skólanum sem aðra íbúa á Kópaskeri. En skólinn fluttti í nýtt hús- næði fyrir fímm ámm, og vantaði þá ýmis kennslugögn. Nemendur og kennarar tóku höndum saman og ákváðu að safna fyrir tækjum. Þorpsbúar vom hjálplegir og §ár- ins var aflað með því að rækjubát- ur fór á veiðar eftir að hafa veitt upp í kvótann og gaf skólanum aflann. Rækjuvinnslann vann rækjumar ókeypis og þær voru svo seldar, en ágóðinn um 350 þúsund krónur fóm í tækjakaup til skólans. Þetta var svo endurtek- ið næsta ár og á þennan hátt hefur skólinn eignast öll tækin í smíða- stofunni og fúllkominn tölvubún- að. „Þetta er miklu árangursríkara en kaffísala," segir Pétur og bros- ir út í annað. í dag hefur skólinn þvi yfír að ráða ágætum tækjum, og nemendumir em óðum að til- einka sér tölvutæknina, búa til forrit á tölvumálinu Logo. Pétur sér um tölvukennsluna og er greinilega mjög áhugasamur um þess tækni, þennan dag sem blaða- maður staldrar við í skólanum er -----------------------------'mJr Skólabjöllunni hringt til leiks klukkan 9 um morguninn. |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.