Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 56
56 MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBÉR 1986 fclk f fréttum ÞÓr Eldon Morgunblaðið/Einar Falur Eftirmæli Eldons Bóka- og plötuútgáfan Smekk- leysa mun í lok mánaðarins gefa út bókina „taktu benzín elsk- an“ eftir Þór Eldon. Fréttst hefur að bók þessi verði hinsta gönguför Þórs um ritvöllinn og að hann hygg- ist snúa sér alfarið að bifvélavirkjun í staðinn. Af þessu tilefni var Þór tekinn tali. Hvað ertu að yrkja Þór? Ég segist yrkja til þess að bjarga heiminum, en í raun er ég bara að fjölga sjálfum mér með ljóðlistinni, því ég kemst ekki yfír hið líffræði- lega ferli. Það tekur bæði tíma, á sál og líkama. Ég er eins og aðrir í leit að ódauðleika. — Síðan vona ég náttúrulega að lesendur auðgi sjálfa sig með lestrinum, en það skal tekið fram að ég geri ekki miklar kröfur til lesenda. Geta skáldin lifað á listinni? Jájá, það vel hægt, þó svo að það sé ekki erfiðleikalaust. Póesían er í sjálfu sér ekki það eina sem skáld getur fengist við, það er vel hægt að beita sér á fleiri vígstöðvum þar sem e.t.v. er betur borgað. Hitt er hins vegar víst, að ljóðlistin er ekki og getur ekki verið tómstunda- gaman, eigi hún að vera einhvers virði. Það sést alltaf þegar menn eru að yrkja um helgar og á kvöld- in — einhvemveginn verður alltaf bílskúrabragur á því. Nú yrkir þú um bíla og hyggst fara út í bifvélavirkjun; af hveiju bílar? Því skyldu skáld ekki hafa ánægju af bflum? Bflar eru t.d. mun áhuga- verðari en bókmenntafræði, sem sum skáld þykjast stunda. Hvernig þá? Það er hægt að gera við bfla og gera þá sem nýja, gangfæra og gljáandi. Nú yrkir þú um bíla, ekki yrkja hin skáldin um bókmenntafræði? Þorsteinn frá Hamri er með við- stöðulausar vísanir í bókmennta- söguna, en ef þú vilt getur þú sett orðið „kona“ í staðinn fyrir orðið „bfll“; ljóðin standa og verða mín eftirmæli — kannske. En á þjóðin e.t.v. það á hættu að þú byrjir að yrkja aftur? Ég vona að íslenska þjóðin eigi sem flest á hættu hvað ljóðlistina áhrær- ir, en ef ég verð með eitthvert „come-back“, þá get ég lofað því að það verður á góðum bfl. ■ Nýtt tyrkjarán? Einhveijir vegfarendur um miðbæ Reykjavíkur kunn að hafa talið að Tyrkir hefðu enn gert strandhögg hér á landi og hygðust nú enn stunda Tyrkjarán. Ekki var þó svo slæmt í efni, heldur var aðeins um dimission nemenda í Fjölbrautaskóla Breiðholts að ræða og undir márísku yfírbragðinu leyndist ísiensk æska. Þessi glaðværi hópur lagði leið sína inn í Morgun- blaðshúsið s.l. þriðjudag og fögnuðu því að geta nú senn tekist á við bækumar af fullum krafti, því stúd- entspróf eru á næsta leyti. Við vonum svo bara að lesturinn gangi að óskum. Þetta er framtíð íslands. „Tyrkjastóðið" friðmælist við ljósmyndara. Morgunblaðið/Þorkell Hin mörgn andlit Tinu Síðasta smáskífa Tinu Tumer kann að heita Two People, en í myndbandinu, sem fylgirþví, leik- ur hin síunga 47 ára gamla rokk- söngkona, hvorki fleiri né færri en níu persónur! Myndbandið var gert af David Mallet, þeim hinum sama og gerði myndræmumar við lögin China Girl og Let’s Dance með David Bowie. Þar skiptir Tina býsna ört um gervi, í einni andrá er hún indíáni, því næst Egypti, svo kvikmynda- stjama af fímmta áratugnum og svo framvegis. Hermt er að Tina hafí haft gaman af gervunum. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef getað gert tilraunir með nýja búninga og ný gervi á þennan máta — Það er nokkuð gaman að hafa nýja og nýja grímu að hlaupa á bak við.“ „David Mallet er hálfgerður harðstjóri að vinna með. Hann hélt mér hlaupandi inn og út úr förðun- arvagninum allan daginn. Einu sinni vom teknar fímm mismunandi þættir á tveimur klukkustundum. Ég held að enginn á staðnum hafi tekið þátt í öðru eins.“ Hinir ýmsu búningar sem Tina var í komu frá hinum og þessum tískuvöruverslunum, en yfirumsjón með útliti myndbandsins hafði Jenni nokkur Boulton, en hún hafði sama starfa í myndinni Mad Max III— Beyond The Thunderdome, sem Tina lék annað aðalhlutverkið í. Myndbandið með Tinu er vænt- anlegt í loftið skömmu fyrir jól. Sem sjá má eru gervi Tinu mörg og margvísleg. COSPER — Nei, vinur minn, en ef þú hefðir gáfur Jóns Baldvins og út- lit Ólafs Ragnars hefði það komið til mála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.