Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 mnmn „ Hvernig getur nokkur gullfíska- renrux riiSurúr vusk'i ?" ást er... io-3 .. . að hugsa ávallt blítt til hans. TM Reg. U.S. Pat. Oft.-all rights teserved »1984 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffínu — -tarmowSK' Kattamatur í 10 ár er meira en nokkrir hest- ------ burðir af dósum. HÖGNI HREKKVÍSI W pýf?1 ij 0 # VET 0-5 ©1986 .íS McNaught Synd., Inc. '-VS V elvakandi skrifar: Um kvæðin „Glerbrot“ o g gátuna um eldspýtuna Hafi Velvakandi ekki vitað það fyrir þá veit hann nú að íslendingar eru enn ákaflega elskir að ljóðum. Honum hafa borist fjölmargar ábendingar varðandi kvæðið „Gler- brot", en það er eftir Freystein Gunnarsson fyrrum skólastjóra. Það birtist í ljóðabók Freysteins, sem út kom 1935 og nefndist ein- faldlega „Kvæði“. Seinna bindi ljóðabókarinnar kom fyrir sjónir almennings árið 1943. Hér á eftir fer kvæðið eins og það er í ljóðabók Freysteins á bls. 16. Ég fann það um síðir, að gæfan er gler, svo grátlega brothætt hún reyndist mér, því æskan er léttstíg og Ieikur sér að Ijómandi gullinu friða. En glerið er brothætt, og gijótið er víða. Mér gersemin dýra var gefin í hönd, í gáskanum héldu mér engin bönd; ég lék mér á æskunnar ljómandi strönd, sá leikur varð gullinu’ að meini. Ég braut það í ógáti’ á örlagasteini. Núskilégþað fyrst, hvað ég skemmti njér við, er skemmt hef ég dýrasta leikfangið. Nú sit ég í rökkrinu’ og risla mér við að raða brotunum saman. Ég særi mig á þeim. - En samt er það gaman. Þá var spurt um vísu „um eld- spýtumar", eins og það var orðað. Margir hafa orðið til að hringja í Velvakanda og gefa honum nánari upplýsingar um vísu þessa. Greini- legt er að hún er allgömul, jafnvel samin fyrir 1914. Ekki vissu við- mælendur Velvakanda hver höfund- ur hennar væri en flestir lærðu þeir hana í æsku og þá sem gátu. Spurt var um hvem eða hvað svo væri kveðið? Eins og gengur var vísan ekki nákvæmlega eins í meðfömm allra þeirra er hringdu en þó bar furðu lítið á milli. Skal nú gátan birt hér um leið og öllum er þakkað, bæði þeim er höfðu samband vegna „Glerbrots" Freysteins og eins hinum er fóm með þrautina um eidspýtuna fyrir Velvakanda. Höfundur kvæðisins „Glerbrot" er Freysteinn Gunnarsson fyrr- verandi skólastjóri, en á árunum 1935 og 1943 kom út eftir hann ljóðabókin „Kvæði“ i' tveimur bindum. Er Ijóðið að finna i fyrra bindinu á bls.16. Þó að ég sé mögur og mjó margra næ ég hylli. Ég í skógi eitt sinn bjó aldinhjánna á milli. íslenska óperan-Þjóðin Fjárveitingavaldið Takk fyrir frábærar sýningar á II Trovatore sem þjóðin hefur orðið aðnjótandi að undanfömu, m.a. í sjónvarpi (sem ég vona að verði endurflutt í samvinnu við rás 2 fljót- lega). Tillaga til landsmanna: Eigum við ekki að styðja Islensku ópemna og listamenn hennar í gegnum fjár- veitingavaldið (Ríkið) og tryggja 10 söngvumm fastráðningu við ópemna frá næstkomandi áramót- um og í t.d. 5 ár til reynslu. Þá getur þetta listafólk snúið sér alfar- ið að áframhaldandi uppbyggingu þessarar stórgóðu byijunar, sem er þroskamikill vaxtarbroddur vaxinn upp úr hugsjónajarðvegi og svita- dropum. Skrifíð blaðinu og ljáið þannig málinu lið. Tillaga til ópemnnar: Er ekki hugsanlegt að þið gætuð hagnast á útgáfú hljómplötu á uppfærslu ykkar á II Trovatore þar sem jafn- framt fylgdi íslenskur texti og myndir úr sýningunni? Jakob P. Jóhannsson Nú er ég í fjötur færð fcld að höfði grima. Inni í búri bundin særð bíð svo langan tíma. (Nú er ég í fjötur færð feld að höfði gríma. Og því svöðusári (dauðasári) særð ef svall um langan tíma.) Tekur mig þín harða (eða;hægri) hönd húmið gýn mér nauða. Li&a ég er leysast bönd Ijós þitt verð í dauða. (Grípur mig þín harða hönd á húmið tekur nauða. Lifiia tekur leysast bönd ljós svo verð í dauða.) Víkverii skrifar Ottalega sýnist annars þessi svokallaða herferð gegn um- ferðarglópunum hafa skilað rauna- lega litlum árangri. Alls engum fljótt á litið, satt best að segja. Víkverji, sem þarf að vera talsvert á ferðinni, sér að minnsta kosti ekki betur en að fyrrnefndir greifar séu ennþá í fullu fjöri og hafí jafn- vel aldrei verið sprækari. Þetta var enda æði daufleg her- ferð. Það skal meira til en nokkurra daga umvöndunartón, sem forhert- ustu ökuþóramir kalla raunar nöldur. Þessir utangarðsmenn í umferðinni halda ótrauðir áfram að hunsa stefnuljósin til dæmis, láta sig eftir sem áður hafa það að sýna þau ekki einu sinni við fjölfömustu gatnamót, jafnvel hvorki í morgun- öngþveitinu né í síðdegisglundroð- anum þegar ástandið er stundum þannig þar sem mest gengur á að það er bfil við bfi svo langt sem augað eygir. XXX Mest er ljósfælnin samt við ak- reinaskiptin. Stefnuljós? Ætli meira en helmingur reykvískra öku- manna hirði um að vera að fárast útaf svoleiðis hégóma — eða viti þá bara betur? Núna uppúr um- ferðarráðstefnunni, sem trygginga- félögin stóðu meðal annars að, kom enda ökukennari fram í útvarpinu og lýsti yfír þeirri skoðun sinni skýrt og skorinort, að það sem héti öku- kennsla hér uppi á Islandi væri mestmegnis kák og sýndar- mennska. Þá hefur Víkveiji heldur ekki orðið tiltakanlega var við það, að þeir sem aka á stöðuljósunum ein- um saman hafi mikið rumskað við þau margendurteknu tilmæli sem komu fram í herferðinni, sem fyrr er getið, að þeir létu af þessum ósið. Þeir komu enn sem fyrr alsæl- ir útúr myrkrinu með þessar grútartýrur framan á tijónunni og hafa augsýnilega aldrei heyrt á það minnst að fyrrgreind ljós eiga að gegna því hlutverki einvörðungu að vara aðra ökumenn við því að farartækið, sem sýnir þau, sé kyrr- stætt. Ætli þeir þykist vera að spara rafmagnið eða perumar jafnvel eða ætli þeir þykist ef til vill vera að sýna öðrum ökumönnum svona ein- staka nærgætni? Hætt við samt að þeir síðamefndu séu ekki neitt óskaplega þakklátir þegar þeir fá þessa öðlinga í fangið. XXX Maður nennir aftur á móti ekki lengur að vera að fárast útaf svigköppunum hér á götunum, þessum sem vingsast eins og þeyti- spjöld á milli akreinanna eins og þeir væm staddir á skíðum í Blá- fjöllunum eða á hraðbát hér úti á Flóanum eða væm bara svona haugafullir, einsog kemur líka stundum á daginn sem alkunnugt er. Það þýðir ekki nokkum skapað- an hlut að reyna að koma vitinu fyrir þessa samborgara okkar. Mað- ur gæti eins reynt að tala um fyrir símastaur. Þeir em nefnilega að hamast við að vera „kaldir", að sýna okkur heybrókunum hvemig þeir kalli nú ekki allt ömmu sína né séu þeir þær tepmr og aumingj- ar að fara eftir einhveijum herjans umferðarreglum. Fijálsbomir menn með hundrað hestöfl undir vélarhlífínni. En hvað hestöflin em mörg undir höfuðskel- inni er svo önnur saga. XXX egar Filippus prins var í Kína á dögunum og þótti fara dálít- ið hæpnum orðum um augnsvipinn á landsmönnum, upplýsti DV í frétt þama að austan að Kínveijar væm „frá sér numdir" af reiði. Nú er spumingin sú hvort þeir geti kannski líka orðið „öskuglaðir".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.