Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 Héðinn Gilsson átti stórleik - sanngjarn sigur FH-inga yfir Valsmönnum „ÞETTA var mjög mikilvægur sig- ur og óg er ánægður meö mfna menn. Það er Ijóst að við verðum með f toppbaráttunni og við hlökkum til að takast á við Vfkinga •t næsta leik,“ sagði Viggó Sig- urðsson, þjálfari FH, eftir að lið hans hafði unnið Val 23:21 í 1. deild karia í handknattleik í Hafn- arfirði í gærkvöldi. FH er greinilega á uppleið og vann sanngjarnan sigur í spenn- andi og fjörugum leik. Valsmenn byrjuðu betur og komust í 4:2, en þá tóku FH-ingar Júlíus Jónasson, aðalógnvald Vals, úr umferð, skor- uðu næstu 6 mörkin og breyttu stöðunni í 8:4 sér í vil. Eftir þetta jafnaðist leikurinn og í hálfleik var staðan 12:9. Seinnr hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði, en þegar staðan var 13:11 kom góður kafli hjá leik- mönnum FH, sem skoruðu 5 mörk í röð og staðan 18:11 um miðjan hálfleikinn. Valsmenn minnkuðu muninn og þegar tæp mínúta var eftir voru FH-ingar aðeins einu marki yfir og greinilega farið að gæta tauga- veiklunar. En Stefán Kristjánsson skoraði síðasta mark leiksins, þeg- ar nokkrar sekúndur voru til leiks- loka og tryggði FH tveggja marka sigur, 23:21. Júlíus Jónasson var langbestur hjá Val þrátt fyrir að hafa verið í strangri gæslu allan leikinn, en að öðru leyti voru Valsmenn slakir og varnarleikur þeirra hreint ömurleg- ur á köflum. Hjá FH var Héðinn Gilsson í sérflokki og sýndi sannkallaðan stjörnuleik. Magnús Árnason var góður í markinu. Guðjón Árnason og Pétur Petersen voru einnig góðir, en lítið fór fyrir Þorgils Ótt- ari Mathiesen, sem skoraði ekki mark. Mörk FH: Héöinn Gilsson 7, Óskar Ár- mannsson 3/3, Pótur Petersen 3, Guöjón Árnason 3, Stefán Kristjánsson 3, Gunnar Beinteinsson 2. Óskar Helgason 2. Mörk Vals: Július Jónasson 7/3, Þóröur Sigurösson 4, Stefán Halldórsson 3, Geir Sveinsson 2, Jakob Sigurðsson 2, Pálmi Jónsson 1, Þorbjörn Guðmundsson 1, Valdimar Grímsson 1. GA/S.G. Víkingur í basli Morgunblaðiö/Bjarni Eiríksson • Héðinn Gilsson, FH, sýndi sannalaðan stjörnuleik með liði sínu gegn Val. Hann skoraði 7 mörk og var allt í öllu. 1. deild kvenna: VÍKINGUR átti i mestu erfiðleik- um með Hauka í 1. deild karia í handknattleik í gærkvöldi. Leikur- inn fór fram í Hafnarfirði og unnu gestirnir 24:23 eftir að staðan hafði verið 13:10 þeim í vil í háif- leik. Þrátt fyrir sigur var þetta ekki dagur Víkings. Haukar sýndu aftur á móti allt annan leik en gegn FH um helgina, börðust vel og þegar 5 mínútur voru til leiksloka var staðan 21:21. Mörk HAUKA: Sigurjón Sigurðsson 8/2, Ágúst Sindri Karlsson 5, Árni Sverrisson 4, Ingimar Haraldsson 2, Pétur Guðnason 2, Helgi Harðarson 1, Gunnar Einarsson 1. Mörk VÍKINGS: Árni Friðleifson 4, Guö- mundur Guðmundsson 4, Bjarki Sigurðs- son 4, Hilmar Sigurgíslason 4, Karl Þráinsson 4/1, Siggeir Magnússon 3, Ein- ar Jóhannesson 1. AP/simamynd • Frá leik Bayer Uerdingen og Barcelona f Krefeld i gærkvöldi. Atli og félagar máttu þola tap gegn sterku tiði Spánverja. Evrópukeppnin: Uerdingen steinlá Frá Jóhanni Inga Gunnarsayni, fróttamanni ATLI Eðvaldsson og félagar f Uerdingen báru allt of mikla virð- ingu fyrir Barcelona í Evrópu- keppni félagsliða f gærkvöldi og töpuðu 2:0. Leikurinn var frekar leiðinlegur á að horfa og skapaðist engin stemmning á meðal áhorfend- anna, sem voru 30 þúsund. Mikið var um baráttu á miðjum vellinum, Uerdingen náði aldrei að byggja upp sóknarleik og átti varla mark- tækifæri, en Barcelona beitti skyndisóknum og voru Hughes og Lineker nærri því að skora í fyrri hálfleik. Roberto Fernandez skoraði Morgunblaðslns f V-Þýskalandl. fyrra mark Barcelona á 76. mínútu. Hörkuskot hans utan vítateigs fór í stöng og inn. Þremur mínútum síðar skoraði Hughes eftir auka- spyrnu. Knötturinn fór yfir Atla, Hughes stökk hæst og skallaði i markið af stuttu færi. Barcelona var nær því að skora þriðja markið en Uerdingen að komast á blað og máttu heima- menn þakka fyrir að tapa ekki með meiri mun, þrátt fyrir að Herget léki með. Svo virðist sem Uerding- en eigi erfitt uppdráttar gegn spænskum liðum, en í fyrra féll lið- ið úr keppninni eftir tap gegn Atletico Madrid. FH og Fram á toppnum FH og Fram sigruðu bæöi í leikj- um sínum f 1. deild kvenna í handknattleik í gærkvöldi og eru á toppnum. Fram vann Val 22:20, en FH vann KR 15:13. Þá vann Stjarnan Ármann 35:17. Leikur Vals og Fram var jafn, en Valsstúlkurnar voru betri í fyrri hálfleik og höfðu þá tveggja marka forystu, 12:10. Framarar skoruðu 5 fyrstu mörkin í seinni hálfleik, en Valsarar gáfust ekki upp og Inter Milan vann í Prag í gærkvöldi voru leikirnir í 16 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða f knattspyrnu leiknir. Inter Milan vann f Tékkóslóvakíu og Spartak Moskava átti f erfiðleikum heima. Inter Milan vann Dukla Prag 1:0 í Tékkóslóvakíu að viðstöddum 30 þúsund áhorfendum. Tékkarnir sóttu meira í leiknum, fengu nokk- ur góð marktækifæri, en vörn ítalanna var þétt fyrir og Walter Zenga var vel á verði í marki Int- er. Alessandor Altobelli skoraði eina mark leiksins á 18. mínútu. Leikmenn Inter lögðu áherslu á að halda fengnum hlut og það tókst. Spartak Moskva vann FC Tyrol frá Áusturríki 1:0. Andrei Rudakov skoraði á 22. mínútu. Dundee United vann Hadjuk Split frá Júgóslavíu 2:0. Leikurinn fór fram í Skotlandi og skoruðu McNally og John Clark mörkin. Rangers og Borussia Mönc- hengladbach gerðu 1:1 jafntefli í Glasgow. lan Durrant skoraði fyrir Rangers á 14. mínútu, en Uwe Rahn jafnaði á 44. mínútu. Ran- gers sótti og sótti, en lánið lék ekki við Skotana. Torino vann Beveren 2:1 á ít- alíu eftir markalausan fyrri hálfleik. Heimamenn áttu meira í leiknum, Antonio Comi skoraði úr víta- spyrnu á 47. mínútu og Ezio Rossi skoraði með skalla á 58. mínútu. En Brian Fairclough minnkaði muninn á 84. mínútu og nægir Beveren að vinna seinni leikinn 1:0 til að komast áfram. Groningen vann Victoria Guimaraes frá Portúgal 1:0 og skoraði Kock eina mark leiksins, sem fram fór í Hollandi, á 5. mínútu. Gautaborg gerði góða ferð til Belgíu og vann Ghent 1:0. Jary Rantanen skoraði á 64. mínútu. Stjörnunni boðið til Júgóslavíu STJARNAN, Garðabæ, féll úr Evr- ópukeppni bikarhafa í handknatt- ieik f sfðustu viku, en forráða- menn mótherjanna, Dinos Slovan, hrifust af leik liðsins og buðu félaginu að taka þátt í sterku móti f Ljubljana f ágúst á næsta ári. „Dinos Slovan hefur árlega und- anfarin 6 ár haldið 6-8 liða mót með þátttöku liða frá Júgóslavíu og Þýskalandi. Innbyrðisleikir okk- ar á dögunum urðu til þess að Stjörnunni var boðið á mótið næsta ár," sagði Jón Ásgeir Ey- jólfsson, formaður Handknatt- leiksdeildar Stjörnunnar, við Morgunblaðiö. „Fjárhagslegt tap varð á þátt- töku okkar í Evrópukeppninni að þessu sinni, en við höfum eignast nýja vini og teljum það mikinn ávinning að fá þetta boð. Keppnin verður á undirbúningstímabilinu fyrir næsta íslandsmót og ef við þiggjum boðið, kemur hún okkur örugglega til góða auk þess sem strákarnir geta farið 'stutt sum- arfrí í leiðinni." þegar 10 mínútur voru eftir var staðan 17:16 fyrir Fram. Fjórum mínútum síðar hafði Valur jafnað 19:19, en þá skoruðu Framarar þrjú mörk í röð og unnu 22:20. Guðrún Kristjánsdóttir, lands- liðskona úr Val, meiddist í leiknum og verður frá í einhvern tíma. Ein- ar Sveinsson og Aðalsteinn Örnólfsson dæmdu öll smáatriði Fram í hag. Mörk VALS: Erna Lúðviksdóttir 6/2, Katrín Frederiksen 5, Soffía Hreinsdóttir 4, Guðrún Kristjánsdóttir 2, Rósbjörg Jónsdóttir 2, Harpa Siguröardóttir 1. Mörk FRAM: Guðríður Guðjónsdóttir 7/3, Arna Steinsen 4/1, Ingunn Bernódus- dóttir 4, Margrét Blöndal 3, Jóhanna Halldórsdóttir 3, Súsanna Gunnarsdóttir 1. FH sigraði KR FH byrjaði vel í Hafnarfirðinum og var yfir í hálfleik 9:4. Seinni hálfleikur var mun jafnari, KR-stúlkurnar söxuðu á forskotið, en urðu að sætta sig við tveggja marka tap, 13:15. Sigurbjörg Sigþórsdóttir var best hjá KR og skoraði 6 mörk, en Rut Baldursdóttir skoraði 7 mörk fyrir FH og þar af 5 úr víta- köstum. Einstefna hjá Stjörnunni Stjarnan vann Ármann 35:17 í Höllinni eftir að staðan í hálfleik hafði verið 14:11. Eins og tölurnar gefa til kynna var sigurinn öruggur pftir jafnan fyrri hálfleik. Erla Rafnsdóttir var atkvæða- mest hjá Stjörnunni og skoraði 13 mörk. Margrét Theódórsdóttir og Guðný Gunnsteinsdóttir skoruðu 6 mörk hver. Ellen Einarsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Margrét Hafsteinsdóttir skoruðu 4 mörk hver fyrir Ármann. KF/ÁS Staðan Staðan í 1. daild karlo er nú þessi: Vikingur 6 5 0 1 139-126 10 Breiðablik 5 4 1 0 118-104 9 FH 6 4 0 2 158-131 8 KA 8 3 1 2 135-142 7 Fram 5 3 0 2 120- 97 6 Valur 6 3 0 3 166-143 6 Stjarnan 4 2 0 2 105-105 4 KR 6 2 0 4 116-137 4 Haukar 6 1 0 5 126-162 2 Ármann 6 0 0 6 126-149 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.