Morgunblaðið - 27.11.1986, Page 64

Morgunblaðið - 27.11.1986, Page 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 Héðinn Gilsson átti stórleik - sanngjarn sigur FH-inga yfir Valsmönnum „ÞETTA var mjög mikilvægur sig- ur og óg er ánægður meö mfna menn. Það er Ijóst að við verðum með f toppbaráttunni og við hlökkum til að takast á við Vfkinga •t næsta leik,“ sagði Viggó Sig- urðsson, þjálfari FH, eftir að lið hans hafði unnið Val 23:21 í 1. deild karia í handknattleik í Hafn- arfirði í gærkvöldi. FH er greinilega á uppleið og vann sanngjarnan sigur í spenn- andi og fjörugum leik. Valsmenn byrjuðu betur og komust í 4:2, en þá tóku FH-ingar Júlíus Jónasson, aðalógnvald Vals, úr umferð, skor- uðu næstu 6 mörkin og breyttu stöðunni í 8:4 sér í vil. Eftir þetta jafnaðist leikurinn og í hálfleik var staðan 12:9. Seinnr hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði, en þegar staðan var 13:11 kom góður kafli hjá leik- mönnum FH, sem skoruðu 5 mörk í röð og staðan 18:11 um miðjan hálfleikinn. Valsmenn minnkuðu muninn og þegar tæp mínúta var eftir voru FH-ingar aðeins einu marki yfir og greinilega farið að gæta tauga- veiklunar. En Stefán Kristjánsson skoraði síðasta mark leiksins, þeg- ar nokkrar sekúndur voru til leiks- loka og tryggði FH tveggja marka sigur, 23:21. Júlíus Jónasson var langbestur hjá Val þrátt fyrir að hafa verið í strangri gæslu allan leikinn, en að öðru leyti voru Valsmenn slakir og varnarleikur þeirra hreint ömurleg- ur á köflum. Hjá FH var Héðinn Gilsson í sérflokki og sýndi sannkallaðan stjörnuleik. Magnús Árnason var góður í markinu. Guðjón Árnason og Pétur Petersen voru einnig góðir, en lítið fór fyrir Þorgils Ótt- ari Mathiesen, sem skoraði ekki mark. Mörk FH: Héöinn Gilsson 7, Óskar Ár- mannsson 3/3, Pótur Petersen 3, Guöjón Árnason 3, Stefán Kristjánsson 3, Gunnar Beinteinsson 2. Óskar Helgason 2. Mörk Vals: Július Jónasson 7/3, Þóröur Sigurösson 4, Stefán Halldórsson 3, Geir Sveinsson 2, Jakob Sigurðsson 2, Pálmi Jónsson 1, Þorbjörn Guðmundsson 1, Valdimar Grímsson 1. GA/S.G. Víkingur í basli Morgunblaðiö/Bjarni Eiríksson • Héðinn Gilsson, FH, sýndi sannalaðan stjörnuleik með liði sínu gegn Val. Hann skoraði 7 mörk og var allt í öllu. 1. deild kvenna: VÍKINGUR átti i mestu erfiðleik- um með Hauka í 1. deild karia í handknattleik í gærkvöldi. Leikur- inn fór fram í Hafnarfirði og unnu gestirnir 24:23 eftir að staðan hafði verið 13:10 þeim í vil í háif- leik. Þrátt fyrir sigur var þetta ekki dagur Víkings. Haukar sýndu aftur á móti allt annan leik en gegn FH um helgina, börðust vel og þegar 5 mínútur voru til leiksloka var staðan 21:21. Mörk HAUKA: Sigurjón Sigurðsson 8/2, Ágúst Sindri Karlsson 5, Árni Sverrisson 4, Ingimar Haraldsson 2, Pétur Guðnason 2, Helgi Harðarson 1, Gunnar Einarsson 1. Mörk VÍKINGS: Árni Friðleifson 4, Guö- mundur Guðmundsson 4, Bjarki Sigurðs- son 4, Hilmar Sigurgíslason 4, Karl Þráinsson 4/1, Siggeir Magnússon 3, Ein- ar Jóhannesson 1. AP/simamynd • Frá leik Bayer Uerdingen og Barcelona f Krefeld i gærkvöldi. Atli og félagar máttu þola tap gegn sterku tiði Spánverja. Evrópukeppnin: Uerdingen steinlá Frá Jóhanni Inga Gunnarsayni, fróttamanni ATLI Eðvaldsson og félagar f Uerdingen báru allt of mikla virð- ingu fyrir Barcelona í Evrópu- keppni félagsliða f gærkvöldi og töpuðu 2:0. Leikurinn var frekar leiðinlegur á að horfa og skapaðist engin stemmning á meðal áhorfend- anna, sem voru 30 þúsund. Mikið var um baráttu á miðjum vellinum, Uerdingen náði aldrei að byggja upp sóknarleik og átti varla mark- tækifæri, en Barcelona beitti skyndisóknum og voru Hughes og Lineker nærri því að skora í fyrri hálfleik. Roberto Fernandez skoraði Morgunblaðslns f V-Þýskalandl. fyrra mark Barcelona á 76. mínútu. Hörkuskot hans utan vítateigs fór í stöng og inn. Þremur mínútum síðar skoraði Hughes eftir auka- spyrnu. Knötturinn fór yfir Atla, Hughes stökk hæst og skallaði i markið af stuttu færi. Barcelona var nær því að skora þriðja markið en Uerdingen að komast á blað og máttu heima- menn þakka fyrir að tapa ekki með meiri mun, þrátt fyrir að Herget léki með. Svo virðist sem Uerding- en eigi erfitt uppdráttar gegn spænskum liðum, en í fyrra féll lið- ið úr keppninni eftir tap gegn Atletico Madrid. FH og Fram á toppnum FH og Fram sigruðu bæöi í leikj- um sínum f 1. deild kvenna í handknattleik í gærkvöldi og eru á toppnum. Fram vann Val 22:20, en FH vann KR 15:13. Þá vann Stjarnan Ármann 35:17. Leikur Vals og Fram var jafn, en Valsstúlkurnar voru betri í fyrri hálfleik og höfðu þá tveggja marka forystu, 12:10. Framarar skoruðu 5 fyrstu mörkin í seinni hálfleik, en Valsarar gáfust ekki upp og Inter Milan vann í Prag í gærkvöldi voru leikirnir í 16 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða f knattspyrnu leiknir. Inter Milan vann f Tékkóslóvakíu og Spartak Moskava átti f erfiðleikum heima. Inter Milan vann Dukla Prag 1:0 í Tékkóslóvakíu að viðstöddum 30 þúsund áhorfendum. Tékkarnir sóttu meira í leiknum, fengu nokk- ur góð marktækifæri, en vörn ítalanna var þétt fyrir og Walter Zenga var vel á verði í marki Int- er. Alessandor Altobelli skoraði eina mark leiksins á 18. mínútu. Leikmenn Inter lögðu áherslu á að halda fengnum hlut og það tókst. Spartak Moskva vann FC Tyrol frá Áusturríki 1:0. Andrei Rudakov skoraði á 22. mínútu. Dundee United vann Hadjuk Split frá Júgóslavíu 2:0. Leikurinn fór fram í Skotlandi og skoruðu McNally og John Clark mörkin. Rangers og Borussia Mönc- hengladbach gerðu 1:1 jafntefli í Glasgow. lan Durrant skoraði fyrir Rangers á 14. mínútu, en Uwe Rahn jafnaði á 44. mínútu. Ran- gers sótti og sótti, en lánið lék ekki við Skotana. Torino vann Beveren 2:1 á ít- alíu eftir markalausan fyrri hálfleik. Heimamenn áttu meira í leiknum, Antonio Comi skoraði úr víta- spyrnu á 47. mínútu og Ezio Rossi skoraði með skalla á 58. mínútu. En Brian Fairclough minnkaði muninn á 84. mínútu og nægir Beveren að vinna seinni leikinn 1:0 til að komast áfram. Groningen vann Victoria Guimaraes frá Portúgal 1:0 og skoraði Kock eina mark leiksins, sem fram fór í Hollandi, á 5. mínútu. Gautaborg gerði góða ferð til Belgíu og vann Ghent 1:0. Jary Rantanen skoraði á 64. mínútu. Stjörnunni boðið til Júgóslavíu STJARNAN, Garðabæ, féll úr Evr- ópukeppni bikarhafa í handknatt- ieik f sfðustu viku, en forráða- menn mótherjanna, Dinos Slovan, hrifust af leik liðsins og buðu félaginu að taka þátt í sterku móti f Ljubljana f ágúst á næsta ári. „Dinos Slovan hefur árlega und- anfarin 6 ár haldið 6-8 liða mót með þátttöku liða frá Júgóslavíu og Þýskalandi. Innbyrðisleikir okk- ar á dögunum urðu til þess að Stjörnunni var boðið á mótið næsta ár," sagði Jón Ásgeir Ey- jólfsson, formaður Handknatt- leiksdeildar Stjörnunnar, við Morgunblaðiö. „Fjárhagslegt tap varð á þátt- töku okkar í Evrópukeppninni að þessu sinni, en við höfum eignast nýja vini og teljum það mikinn ávinning að fá þetta boð. Keppnin verður á undirbúningstímabilinu fyrir næsta íslandsmót og ef við þiggjum boðið, kemur hún okkur örugglega til góða auk þess sem strákarnir geta farið 'stutt sum- arfrí í leiðinni." þegar 10 mínútur voru eftir var staðan 17:16 fyrir Fram. Fjórum mínútum síðar hafði Valur jafnað 19:19, en þá skoruðu Framarar þrjú mörk í röð og unnu 22:20. Guðrún Kristjánsdóttir, lands- liðskona úr Val, meiddist í leiknum og verður frá í einhvern tíma. Ein- ar Sveinsson og Aðalsteinn Örnólfsson dæmdu öll smáatriði Fram í hag. Mörk VALS: Erna Lúðviksdóttir 6/2, Katrín Frederiksen 5, Soffía Hreinsdóttir 4, Guðrún Kristjánsdóttir 2, Rósbjörg Jónsdóttir 2, Harpa Siguröardóttir 1. Mörk FRAM: Guðríður Guðjónsdóttir 7/3, Arna Steinsen 4/1, Ingunn Bernódus- dóttir 4, Margrét Blöndal 3, Jóhanna Halldórsdóttir 3, Súsanna Gunnarsdóttir 1. FH sigraði KR FH byrjaði vel í Hafnarfirðinum og var yfir í hálfleik 9:4. Seinni hálfleikur var mun jafnari, KR-stúlkurnar söxuðu á forskotið, en urðu að sætta sig við tveggja marka tap, 13:15. Sigurbjörg Sigþórsdóttir var best hjá KR og skoraði 6 mörk, en Rut Baldursdóttir skoraði 7 mörk fyrir FH og þar af 5 úr víta- köstum. Einstefna hjá Stjörnunni Stjarnan vann Ármann 35:17 í Höllinni eftir að staðan í hálfleik hafði verið 14:11. Eins og tölurnar gefa til kynna var sigurinn öruggur pftir jafnan fyrri hálfleik. Erla Rafnsdóttir var atkvæða- mest hjá Stjörnunni og skoraði 13 mörk. Margrét Theódórsdóttir og Guðný Gunnsteinsdóttir skoruðu 6 mörk hver. Ellen Einarsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Margrét Hafsteinsdóttir skoruðu 4 mörk hver fyrir Ármann. KF/ÁS Staðan Staðan í 1. daild karlo er nú þessi: Vikingur 6 5 0 1 139-126 10 Breiðablik 5 4 1 0 118-104 9 FH 6 4 0 2 158-131 8 KA 8 3 1 2 135-142 7 Fram 5 3 0 2 120- 97 6 Valur 6 3 0 3 166-143 6 Stjarnan 4 2 0 2 105-105 4 KR 6 2 0 4 116-137 4 Haukar 6 1 0 5 126-162 2 Ármann 6 0 0 6 126-149 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.