Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 Nytjaskógiir í Laugardal eftirEinar Gunnarsson í Laugardalsáætlun var gert ráð fyrir stórefldri asparrækt. Myndin sýnir ösp sem vaxin er upp af rótarskotum aspa, er felldar voru eftir „Hákonarhretið" 1963. (Myndin er tekin i Múlakoti 1984. E.G.) Hugmyndir um skógrækt á 10 bújörðum í innanverðum Laugar- dal, Ámessýslu, má rekja til fundar, sem haldinn var 4. des. 1984. Þá áttu bændur viðræður við fulltrúa Skógræktar ríkisins, Búnaðarfélags Islands og Búnaðarsambands Suð- urlands. Sauðfé hafði þá verið skorið nið- ur á flest öllum bæjum á þessu svæði, þar sem riðuveiki hafði orðið vart á svæðinu. Á fjórum bæjum rann umsaminn fjárleysistími út haustið 1985. Aðrir höfðu samninga við Sauðfjárveikivamir til haustsins 1986. Höfðu bændur kynnt sér ýmsar nýbúgreinar, er gætu komið í stað sauðfjárræktar, enda áttu þeir rétt á stuðningi vegna slíkra umskipta. Að athuguðu máli leist bændum best á að fara út í skóg- rækt. Ástæður þess að hugmyndin skaut upp kollinum á stund og stað voru: 1. Samfellt svæði, alls um 2.000 ha gróðurlendi, frá Snorrastöðum í vestri til Brúarár í austri var < að mestu orðið fjárlaust. 2. Hvorki var talið hagkvæmt fyrir viðkomandi bændur, bændastéttina í heild né þjóðfélagið, að tekin yrði upp sauðfjárrækt að nýju á um- ræddu svæði vegna aðsteðjandi vanda í markaðsmálum sauð§ár- afurða. 3. Þarna gafst tækifæri til friðunar á gróðurlendi, sem áður var í mik- illi hættu vegna ofbeitar. 4. í fyrsta skipti í sögu skógræktar og landbúnaðar var hægt að gera skógrækt að aukabúgrein og það í svo miklum mæli, að hægt væri að tala um nytjaskóga. 5. Yfírstandandi búháttabreyting- ar gerðu það að verkum, að unnt væri að leggja stund á skógrækt án teljandi girðingarkostnaðar. 6. Skilyrði til skógræktar í upp- sveitum Ámessýslu em tálin vera með því besta, sem gerist hérlendis og því eðlilegt að lögð sé áhersla á að nýta þá landkosti til þess ama. 7. Áðalbúgreinin, nautgriparækt og mjólkurframleiðsla, var talin falla vel að skógrækt. Niðurstaða að ofangreindu var því sú, að þeim fjármunum, sem annars yrði varið til útflutningsbóta og annars kostnaðar, er áfram- haldandi sauðfjárbúskapur myndi leiða af sér, væri betur varið til skógræktar og landbóta. Þann 25. júní 1985 hafði ekkert markvert verið aðhafst í máli þessu, en þann dag funduðu bændur auk fulltrúa Búnaðarsambands Suður- lands. Bændur kusu þá nefnd, er vinna skyldi að framgangi þessa máls. í nefnd þessa voru kosnir þeir Friðgeir Stefánsson, bóndi Laugardalshólum, Ámi Guðmunds- son, bóndi Böðmóðsstöðum og Guðmundur Birkir Þorkelsson, Miðdal. Um mánaðamótin ágúst/sept- ember 1985 var undirrituðum falið að gera lauslega landkostakönnun á viðkomandi jörðum og skila skýrslu um málið hið fyrsta. Auk undirritaðs vann fulltrúi Búnaðar- sambands Suðurlands við skýrslu- gerðina. Skýrslu þessa fengu bændur og landbúnaðarráðuneytið í hendumar þann 10. september sama ár. Þann 18. sept. 1985 hittu fulltrú- ar landbúnaðarráðuneytis, Skóg- ræktar ríkisins og Búnaðarsam- bands Suðurlands bændur á Laugarvatni. Á fundinum kom fram eindreginn vilji málsaðila fyrir því „Ljóst er að forsendur fyrir upphaflegnm skógræktaráformum eru brostnar, þar sem samstaða allra bænda er ekki lengur fyrir hendi, og að skógrækt- aráætlunin getur ekki náð til mikilvægs lands í hinu upphaf Iega skóg- ræktarsvæði miðju.“ að skógræktaráætlunin nái fram að ganga. Þó kom fram, að bændur þeir, er höfðu lokið sínum fjárleys- istíma, höfðu pantað 280 líflömb. Þar á meðal var einn aðalhvatamað- ur bænda í skógræktarmálinu, Friðgeir Stefánsson. Komumenn bentu á, að því aðeins yrði skóg- rækt.aráætlun í Laugardal að veruleika, að hún yrði samþykkt af fjárveitinganefnd Alþingis. Al- varleg þversögn fælist í því, að nokkrir bændur í dalnum væru að hefla sauðfjárhald að nýju samtímis því að sótt væri um fjárveitingar á grundvelli þess að það væri lagt niður. Sættust bændur á þessi sjón- armið og var ákveðið að þeir frestuðu íjártöku til næsta árs. Töldu þeir sig þó eiga rétt á skaðabótum vegna þessa og varð það að samkomulagi, að þrír menn, einn frá landbúnaðarráðuneyti, einn frá bændum og einn frá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins mætu það, hvort um skaða væri að ræða, og ef svo væri, þá hve mikinn. Það varð því úr, að bændumir fjórir frestuðu töku á líflömbum og að frekari undirbúningur yrði að hefjast af fullum krafti. Tíminn var þá orðinn naumur til þess að koma inn beiðni um fjárveitingu til fjár- veitinganefndar Alþingis. Undirrituðum var falið að vinna þessa undirbúningsvinnu. Auk skipulagsvinnu þurfti að leggja fram áætlun um kostnað og arð- semi. Var það mikil hvatning hve mik- ill hugur var í bændum, en þó ekki síður hjá landbúnaðarráðuneytinu og annars staðar í stjórnstöðvum landbúnaðarins. Miklum og ánægjulegum tíma eyddi ég í að heimsækja alla ábú- endur til þess að ræða og fá hugmyndir um hvemig standa megi að þessu verkefni. Bændur fengu í hendumar lista með spumingum, sem svarað var frá öllum bæjum nema Laugardals- hólum og Ketilvöllum. I svörunum kom fram, að aðeins einn bóndi hafði áhvílandi lán á framkvæmd- um vegna sauðfjárhalds. Hafði hann þegar hafist handa við breyt- ingu á mannvirkjum til nautgripa- halds. í Morgunblaðinu 17.11.86 er því haldið fram, að ekki hafi verið svarað spurningu um hvemig koma ætti til móts við bændur sem fjárfest höfðu á síðustu .árurn vegna sauðfjárhalds. Slík spuming kom ekki fram. Spumingalisti þessi var m.a. gerður til þess að hægt væri að fá svör við því, eftir hvaða leiðum væri hægt að skapa búunum tekj- ur, þannig að sem mest af rekstr- arfé skilaði sér til búanna. Heildartekjur (nettó) af sauðfé á svæðinu voru framreiknaðar til að vera 2 millj. kr./ári. Launakostnað- ur af skógræktarverkefninu var áætlaður 2,5 millj. kr. Auk greiðslu fyrir vinnu buðust bændum tekjur vegna leigu á vélum og aðstöðu auk hugsanlegra tekna fyrir gistiað- stöðu og fæði fyrir aðkomuvinnu- kraft. Einnig átti að vera mögulegt fyrir bændur að taka að sér verk sem verktakar og þannig auka telqumöguleika. Því miður reyndist það örðugt fyrir bændur að gefa haldgóðar upplýsingar um þá þætti, er hér var um að ræða. Þar af leiðandi var ekki hægt að segja fyrirfram um, hve mikið af fjármagninu rynni í kassa búanna. Það var þó yfírlýst stefna að tilgangur framkvæmd- anna væri að með þeim yrði bændum gefinn kostur á sambæri- legum kjörum og þeir hefðu haft með sauðfjárbúskap. Kæmi fram ósamræmi, yrði leitast við að fínna lausn til bóta. Undirritaður gekkst fyrir fundi á Laugarvatni 30. október 1985. Bændur og eiginkonur þeirra mættu vel og var andinn góður, nema hvað til nokkurs uppgjörs kom milli hinna ólíku hópa, bænda, sem töldu sig eiga rétt á bótum og þeirra, sem ekki gerðu kröfur um bætur. Þeir sem ekki ráku bótakröf- ur höfðu af því miklar áhyggjur að bótakröfur þessar spilltu fyrir mál- inu. Síðar reyndust þessar áhyggjur ekki hafa verið ástæðulausar. Um- ræður þessar hreinsuðu andrúms- loftið og fannst undirrituðum að þær hefðu aukið samstöðu manna. Kosið var í nefnd, er koma skyldi fram fyrir hönd bænda. Friðgeir Stefánsson gaf ekki kost á sér vegna anna. Voru menn þó leiðir yfír því, þar sem Friðgeir hafði stað- ið fremst í því að koma þessu af stað. Guðmundur Birkir Þorkelsson tók við af honum sem formaður nefndarinnar. Var um það talað að dagleg samskipti milli undirritaðs og bænda færu fram við formann- inn. Sama gilti varðandi samskipti við landbúnaðarráðuneytið. Þann 20. nóvember 1985 sendi landbúnaðarráðuneytið fjárveit- inganefnd Alþingis beiðni um fjárveitingu af fjárlögum ársins 1986. Með beiðninni fylgdi áætlun um kostnað og arðsemi fram- kvæmda, ásamt viljayfirlýsingu allra viðkomandi bænda. Fyrstu vikuna á þessu ári var ljóst, að fjár- veiting fengist í verkefni bæði frá Alþingi og úr Framleiðnisjóði. Strax og þetta var ljóst fór land- búnaðarráðuneytið þess á leit við alila málsins, að hafist yrði handa við gerð samninga. Lagði ráðuneyt- ið á það áherslu, að gerð grundvall- arsamnings yrði hraðað. Lögfræð- ingur landbúnaðarráðuneytisins, Jón Höskuldsson, og undirritaður höfðu veg og vanda að gerð þessa samnings. Um mánaðamótin febrú- ar/mars var samningurinn þannig úr garði gerður, að allir málsaðilar gátu sætt sig við hann. Samningar hafa því verið tilbúnir til undirritun- ar frá því í byijun mars 1986 og ekki hefur staðið á ráðherra að undirrita þá. Við gerð þessara samninga var Nýjar gardúiur á 50krónur! Ef gardínurnar þínar þola vatn þá þola þær líka Bio-tex - undraþvotta- efni sem gerir gömlu gardínurnar sem nýjar á 15 mínútum. Þú setur ylvolgt vatn í bala eða baðker og 1 dl af bláu Bio-tex í hverja 10 1 af vatni. Þegar duftið hefur blandast vatninu leggur þú gardínurnar í. Eftir að hafa dregið gardínurnar fram og til baka í vatninu í u.þ.b. 10 mín. skolar þú þær í hreinu vatni og hengir til þerris. Árangurinn er augljós, gardínurnar verða sem nýjar og íbúðin fyllist ferskara lofti. Blátt Bio-tex í allan handþvott og grænt Bio-tex í þvottavélina (forþvottinn). Undraefni í allra hendur. Fæst / næstu verslun. Halldór Jónsson hf. Dugguvogi 8-10, sími 686066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.