Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 Tekjuskattur einstaklinga eftirBjörn Björnsson Tekjuskattur einstaklinga er að líkindum umtalaðasti og óvinsælasti tekjustofn ríkisins. Umtalið og fyr- irhöfnin við skattinn er tvímæla- laust í öfugu hlutfalli við þýðingu skattsins fyrir það opinbera. Þegar af þessari ástæðu væri löngu tíma- bært að taka þennan skatt og þá um leið aðra beina skatta til ræki- legrar umQöllunar og endurskoðun- ar. Einnig er ljóst, að víða um lönd hefur að undanfömu átt sér stað mikil umræða um tekjuskattinn. Ljóst er að ýmsir þættir þeirrar umræðu eru nánast alþjóðlegir. Tekjuskattskerfið var til þess búið að stuðla að jöfnuði meðal launamanna. Undandráttur og und- anþágur hafa beyglað þetta kerfi svo mjög að engu tali tekur. Þeir sem hæstar hafa tekjumar nýta sér götin í kerfínu. Þeir sem hafa að- stöðu til þess að svíkja em líka þeir sem ætlað er að bera þyngstu skattana. Dæmi um þetta em bif- reiðastyrkir og bifreiðahlunnindi. A framtölum í ár em þessir liðir á annan milljarð króna. Að stærstum hluta er hér um hreinan undandrátt að ræða. Réttlætið hefur þannig snúist í argasta óréttlæti. Þær umræður sem urðu í kjölfar álagn- ingar tekjuskatts nú í sumar endurspegla þá djúpstæðu óánægju sem ríkir með tekjuskattskerfíð. Hvemig eigum við að breyta því? Skattakerfið á að vera einfalt. Það er forsenda skattasiðgæðis, sem kannski er svo dautt að ekki takist að blása lífí í. Núverandi kerfí er þannig upp byggt, að eitt prósent þjóðarinnar skilur það og hálft prósent hefur atvinnu af því að segja hinum 99 prósentunum hvað í því felist. Þessu skulum við breyta og helst gera þannig úr garði, að hvert barn geti skilið. Þetta er hægt að gera með einföldu staðgreiðslukerfí, jafnvel þannig að ekki verði nauðsynlegt fyrir launa- fólk að telja fram. Til þess að þetta sé mögulegt verður að grisja undan- þágu- og frádráttarfmmskóginn, meginreglan verður að vera að frá- dráttarliðir falli niður. í stað fmmskógarins eiga að koma skattaafslættir, sem verða að vera sem fæstir, en fjóra má nefna: 1. Almennur afsláttur, að stærst- um hluta millifæranlegur til maka, nýti hann ekki eigin frá- drátt. 2. Afsláttur vegna bama. 3. Húsnæðisafsláttur. 4. Sjómannaafsláttur. í stað skattstigans er að líkindum hægt að kómast af með eitt skatt- hlutfall. Forsenda þess er að nýr tekjuskattur sameini í einum skatti núverandi tekjuskatt, útsvar, sjúkratryggingargjald, kirkjugarðs- gjald, sóknargjald og framlag til Framkvæmdasjóðs aldraðra. í nýjum skattalögum og/eða í lögum um tekjustofna sveitarfélaga verður að kveða á um skiptingu skattsins milli ríkis og sveitarfélaga og á önnur þau verkefni, sem núver- andi skattar standa undir. Þau sveitarfélög, sem ekki kjósa að nýta sér að fullu sinn hluta skattsins, hafa ótal möguleika á að skila þegn- Björn Björnsson unum til baka því sem er umfram álagningarþörf. En getur verið að þetta sé hægt? Gengur dæmið upp? Já, það gerir það. Við getum rætt kerfí af þessu tagi alveg burt séð frá því hvort við teljum að beinir skattar eigi að lækka mikið, litið eða ekki neitt. Málið er svo einfalt, að núverandi kerfí með öllum þess flækjum skilar okkur engu umfram það, sem ekki er hægt að ná með miklu einfald- ara kerfí. Tökum dæmi. Ef við skoðum ein- stakling sem einungis nýtur almenns afsláttar og gefum okkur eftirfarandi forsendur: Skattahlutfall = 40%. Almennur afsláttur kr. 12.000 á mánuði. Niðurstaðan, m.v. almennar tekjubreytingar frá 1985 til miðs árs í ár er eftirfarandi, í þús. króna. Mánaðar- fekjur í Áætl. gjöld ámán. Nýr Skatta- lækkun júli '86 1986 skattur ámán. 20 0,0 0,0 0,0 30 2,3 0,0 2,3 50 8,8 8,0 0,8 100 28,5 28,0 0,5 Einfaldi skatturinn þýðir hækkun skattleysismarka sem verður að vera eitt markmiðanna með breyt- ingunni. Um miðjan og efri hluta tekjustigans er breytingin lítil sem engin. Einfaldar forsendur skila nánast sömu niðurstöðu og það margflókna kerfi sem við búum við í dag. Auðvitað verða ekki allir endar hnýttir fastir í stuttu máli um þetta efni. Aðalatriðin sem stefna á að eru einföldun og staðgreiðsla. Ástæðan fyrir því að við höfum ekki fengið staðgreiðslukerfi, eftir áratuga viðleitni, er að menn hafa leitast við að yfírfæra flókið eftirá- greiðslukerfi yfír í staðgreiðslu. Þetta er ekki hægt. Verkalýðshreyfíngin á að taka frumkvæðið að upptöku einfalds staðgreiðslukerfis skatta. Áhuginn á því nær tvímælalaust langt út fyrir hennar raðir. Við getum leitað liðsinnis um þetta þrifnaðarmál alls staðar í þjóðfélaginu. Spurningin er sú hvort stjórn- málamenn þekki sinn vitjunartíma í þessu efni. Goð o g hetj- ur í heiðn- um sið BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg- ur hf. hefur gefið út bókina Goð og hetjur í heiðnum sið, en eins og segir í undirtitli bókarinnar er hér um að ræða fornan islenskan menningararf. Höf- undur bókarinnar er Anders Bæksted en þýðandi Eysteinn Þorvaldsson lektor. í frétt frá útgefanda segir: „Bók- in Goð og hetjur í heiðnum sið er stærsta og vandaðasta rit um goð- sögur og hetjusögur sem komið hefur út á íslensku. Hér er brugðið upp skýrum myndum af heiðnum átrúnaði og stórbrotinni veröld goð- sagnanna. Jafnframt er sýnt fram á hvernig hin heiðnu lífsviðhorf birt- ast ljóslifandi í hetjum forsagnanna, einkalífí þeirra, framgöngu og ör- lögum. Raktar eru helstu goðsögur norræna manna og sagt frá hlut- verki þeirra í daglegu lífí forfeðra okkar. Einnig eru hér endursagðar norrænar hetjusögur miðalda sem byggja á ævagömlum sagnaarfi þar sem hin fomu goð eru jafnan í námunda við róstusamt mannlíf. Bókin er ríkulega myndskreytt og í rauninni listaverkabók á sínu sviði. Þar á meðal er fjöldi litmynda úr íslenskum handritum. Þýðandinn segir í formála sínum Harmaminn- ing Leonóru Kristínar MÁL OG menning hefur sent frá sér Harmaminningu Leonóru Kristínar í Blátumi i þýðingu Björns Th. Björnssonar. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir: „Leonóra Kristín var dóttir Kristjáns IV. Danakonungs og eig- inkona Korfítz Ulfeldt greifa. Hún var dæmd til fangavistar í Blá- tumi, þeirri illræmdu prísund í miðri Konungshöllinni í Kaupmannahöfn sem margir íslendingar urðu líka að gista, fyrir drottinsvik og sat þar í meira en tvo áratugi. Meðan hún dvaldi í fangelsinu ritaði hún Harmaminningu, þar sem hún segir frá meinlegum örlögum sínum, jafnframt því sem hún lýsir á áhrif- amikinn hátt lífí sínu í fangelsinu, meðföngum sínum og samskiptum við yfírvöld. 1685 veitti Kristján V. henni loks frelsi, og hún lauk ævi sinni í Maribo-klaustri 13 árum síðar. Handrit hennar að Harma- minningu var gleymt og grafíð í hartnær tvær aldir, en eftir að það fannst aftur og var gefíð út í Dan- mörku 1869, hefur það komið út æ Tæknilega ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að taka upp nýtt skattakerfi þegar um mitt næsta ár. Hægt er að hugsa sér að fyrir- framgreiðsla skatta fari fram skv. gildandi kerfí, en nýja kerfið taki við á miðju ári. Skattar ársins 1987 yrðu síðan endanlega gerðir upp skv. framtali á árinu 1988. Samtímis endurskoðun tekju- skattsins geta aðrir þættir skatta- mála komið til uppskurðar og nýju kerfí verður líka að fylgja virkt og stóreflt skattaeftirlit. Starfsmenn skattyfirvalda, sem nú vinna baki brotnu við að elta uppi tittlingaskít hjá launafólki eru miklu betur komnir í eftirlit með skattskilum fyrirtækja og einstaklinga í at- vinnurekstri. Skattsvikurum á að refsa með fjársektum, sviptingu atvinnu-, iðnaðar-, og verslunar- leyfa eftir atvikum og gróf brot á að fara með sem hreinan fjárdrátt, setja menn í tugthús fyrir og láta þá greiða fyrir gistingu. Höfundur er hagfræðingur Al- þýðusambands Islands. AflOtRS SÆKSTeO QOÐ HETJUR í HEIÐMUM 5IÐ UndirstöðuverH um foman íslenshan menningararf Alþýðtegt fraeðmt um goð«- og he^usögur m.a.: Bæksted var gjörkunnugur norrænni menningu og ekki síst íslenskum fombókmenntum enda metur hann þær mikils og þær eru ein helst undirstaða þessa verks. Þetta er ítarlegasta rit sem komið hefur út á íslensku, bók sem tengir svo skýrlega saman fræðslu um heiðinn átrúnað og heiðin lífsvið- horf sem birtast í fornum, norræn- um hetjusögum. Mörkin milli goðsagna og hetjusagna eru oft óljós og stundum hefur blandast efni milli þeirra.“ Bókin Goð og hetjur í heiðnum sið er sett og prentuð í prentstofu G. Benediktssonar og bundin í Am- arfelli hf. Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson. ofan í æ og verið þýtt á fjölmörg tungumál." Auk þess að þýða verkið ritar Bjöm Th. Bjömsson að því söguleg- an inngang og hann hefur einnig útbúið _ skýringar sem verkinu fylgja. í bókinni eru jafnframt hart- nær fjörutíu myndir frá samtíma höfundar, sem fengnar em að láni úr dönskum söfnum. Harmaminn- ing Leonóru Kristínar er 340 bls. að stærð, unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Hilmar Þ. Helgason gerði kápu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.