Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 Metsölublað á hverjum degi! Áhrif B vítamínskorts eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Tegundir Bvítamína Einkenni á taugakerf i við skort á B vítamínum Þíamín (B,) Kjarkleysi, þunglyndi, taugalömun Ribóflavín (B?) Þunglyndi, skynvilla, vitfirring Níasín Þunglyndi, skynvilla, vitfirring Pantóbensvra Svefnleysi, persónuleikabreytingar B6 vítamín Sinnuleysi, þunglyndí, svefnleysi Fólasín Þunglyndi, rugl, minnistap B12vítamín Sinnuleysi, mænu- og taugarýrnun, dauði Bíotín Þunglyndi, sinnuleysi, svefnleysi Eins og sjá má getur B-vítamínskortur valdiö ótrúleg- ustu einkennum á taugakerfi. Sem betur fer er alvar- leg B-vítamínvöntun úrsögunni á íslandi. En vægur skortur er sennilega algengur. Úr mjólkurmat fáum við milli þriðjungs og sjöttungs af mikilvægustu B-víta- mínunum. Auk þess hefur kalkið, og fleiri steinefni áhrif á taugakerfið. Og hvaðan fáum við 70% kalksins? Gettu! Helgi Hólm fyrrverandi landsliösmaöur og þjálfari ífrjálsum íþróttum: ’Það þarf sterkar tauöar í startíð. Drekktu mjólk!"* Viðbúnir.tilbúnir.bang! (viðbragðsstöðu fyrir hlaup er hvertaug þanin til hins ítrasta. Par ræður styrkur, jafnvægi og öryggi úrslitum. Helgi Hólm íþróttakennari og þjálfari veit lengra nefi sínu um taugamar í startinu - og hvemig mjólk getur aukið andlegt og líkamlegt þrek. Það þarf sterkar taugar í fleira en íþróttir. Yfirvegun og andleg vellíðan skiptir alla máli og rannsóknir sýna að mataræði hefur ævinlega mikil áhrif á skaphöfn og geð. Aö minnsta kosti 20 bætiefni, - vítamín, steinefni og aminósýrur - hafa margslungin áhrif á andlega líðan og skortur á þessum efnum bitnar oft fyrst á taugakerfinu. Mjólk er ein besta uppspretta bætiefna í daglegu fæði okkar. Úr mjólkurmat fáum við á milli þriðjungs og sjöttungs af mikilvægustu B-vítamínum auk kalks og steinefna sem hafa mikil áhrif á taugakerfið. Þess vegna er mjólk góð fyrir svefninn - og á morgnana - og um miðjan daginn! I-'- MJÓLKURDAGSNEFND Aðalsteinn Bernharðsson, margfaldur íslandsmeistari og landsliðsmaður í frjálsum íþróttum, drekkur mikið af mjólk. Þannig styrkir hann taugar og bein og rennir styrkum stoðum undir afrek sín á hlaupabrautinni. Inga Rún Vigfús- dóttír - Kveðjuorð Fædd 26. september 1935 Dáin 3. nóvember 1986 3. nóvember síðastliðinn andaðist á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum Inga Rún Vigfúsdóttir. Banamein hennar var krabbamein. Inga Rún er fyrst úr hópi stúdenta MA 1958 að deyja á sóttarsæng. Inga verður bekkjarsystkinum sínum minnisstæð fyrir margra hluta sakir. Hún var tveimur árum eldri en flestir í bekknum, — hafði ferðast erlendis og unnið á skrif- stofu. Þegar hún kom nítján ára inn í hóp sextán ára bekkjarsystkina þá fann hún til aldurs síns og sár- móðgaði meðal annars bekkjarfé- laga sína með því að segja að þeir væru „krakkar á tyggigúmmístig- inu“. Annars gleymdist þessi aldursmunur fljótt, hún var svo glaðlynd og starfssöm, og það sóp- aði að þessari smávöxnu stúlku hvar sem hún fór. Inga vakti líka eftirtekt útlitsins vegna. Hún var lítil og grönn, létt á sér og stælt með geysimikið, rauðbrúnt, þykkt hár, sem hún tók saman í tagl. Þeir voru ófáir piltamir sem féllu í þá freistni að grípa í þetta fallega hár. Inga var listræn, atorkusöm og hugmyndarík í besta lagi og til dæmis ætíð valin í hópa sem áttu að sjá um skreytingar fyrir skemmtanir og þess háttar. Hugur hennar stóð líka til náms í listum. Þannig fór að Inga Rún giftist úr landi og settist að í Bandaríkjunum. Þar lætur hún nú eftir sig eigin- mann, John Garcia, og fjögur böm á aldrinum 9—26 ára. Síðast fengum við bekkjarfélag- amir að sjá Ingu 1983 þegar hún kom til Islands með eiginmanni sínum og kom í hóp 25 ára stúd- enta þegar þeir héldu hátíð í tilefni afmælisins. Þá var hún enn eins grönn og stælt og á menntaskólaár- unum og sama skemmtilega stelp- an. Það er alltaf tómarúm eftir þegar góðir vinir flytja úr landi og auðvit- að enn tilfinnanlegra þegar fréttin berst að vinurinn sem fór komi ekki oftar í heimsókn. Meira er þó misst fyrir nánustu ástvini. Við vottum fjölskyldu og að- standendum Ingu Rúnar í Banda- ríkjunum og hér heima samúð okkar. Aðalsteinn Davíðsson Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.