Morgunblaðið - 27.11.1986, Side 42

Morgunblaðið - 27.11.1986, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 Metsölublað á hverjum degi! Áhrif B vítamínskorts eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Tegundir Bvítamína Einkenni á taugakerf i við skort á B vítamínum Þíamín (B,) Kjarkleysi, þunglyndi, taugalömun Ribóflavín (B?) Þunglyndi, skynvilla, vitfirring Níasín Þunglyndi, skynvilla, vitfirring Pantóbensvra Svefnleysi, persónuleikabreytingar B6 vítamín Sinnuleysi, þunglyndí, svefnleysi Fólasín Þunglyndi, rugl, minnistap B12vítamín Sinnuleysi, mænu- og taugarýrnun, dauði Bíotín Þunglyndi, sinnuleysi, svefnleysi Eins og sjá má getur B-vítamínskortur valdiö ótrúleg- ustu einkennum á taugakerfi. Sem betur fer er alvar- leg B-vítamínvöntun úrsögunni á íslandi. En vægur skortur er sennilega algengur. Úr mjólkurmat fáum við milli þriðjungs og sjöttungs af mikilvægustu B-víta- mínunum. Auk þess hefur kalkið, og fleiri steinefni áhrif á taugakerfið. Og hvaðan fáum við 70% kalksins? Gettu! Helgi Hólm fyrrverandi landsliösmaöur og þjálfari ífrjálsum íþróttum: ’Það þarf sterkar tauöar í startíð. Drekktu mjólk!"* Viðbúnir.tilbúnir.bang! (viðbragðsstöðu fyrir hlaup er hvertaug þanin til hins ítrasta. Par ræður styrkur, jafnvægi og öryggi úrslitum. Helgi Hólm íþróttakennari og þjálfari veit lengra nefi sínu um taugamar í startinu - og hvemig mjólk getur aukið andlegt og líkamlegt þrek. Það þarf sterkar taugar í fleira en íþróttir. Yfirvegun og andleg vellíðan skiptir alla máli og rannsóknir sýna að mataræði hefur ævinlega mikil áhrif á skaphöfn og geð. Aö minnsta kosti 20 bætiefni, - vítamín, steinefni og aminósýrur - hafa margslungin áhrif á andlega líðan og skortur á þessum efnum bitnar oft fyrst á taugakerfinu. Mjólk er ein besta uppspretta bætiefna í daglegu fæði okkar. Úr mjólkurmat fáum við á milli þriðjungs og sjöttungs af mikilvægustu B-vítamínum auk kalks og steinefna sem hafa mikil áhrif á taugakerfið. Þess vegna er mjólk góð fyrir svefninn - og á morgnana - og um miðjan daginn! I-'- MJÓLKURDAGSNEFND Aðalsteinn Bernharðsson, margfaldur íslandsmeistari og landsliðsmaður í frjálsum íþróttum, drekkur mikið af mjólk. Þannig styrkir hann taugar og bein og rennir styrkum stoðum undir afrek sín á hlaupabrautinni. Inga Rún Vigfús- dóttír - Kveðjuorð Fædd 26. september 1935 Dáin 3. nóvember 1986 3. nóvember síðastliðinn andaðist á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum Inga Rún Vigfúsdóttir. Banamein hennar var krabbamein. Inga Rún er fyrst úr hópi stúdenta MA 1958 að deyja á sóttarsæng. Inga verður bekkjarsystkinum sínum minnisstæð fyrir margra hluta sakir. Hún var tveimur árum eldri en flestir í bekknum, — hafði ferðast erlendis og unnið á skrif- stofu. Þegar hún kom nítján ára inn í hóp sextán ára bekkjarsystkina þá fann hún til aldurs síns og sár- móðgaði meðal annars bekkjarfé- laga sína með því að segja að þeir væru „krakkar á tyggigúmmístig- inu“. Annars gleymdist þessi aldursmunur fljótt, hún var svo glaðlynd og starfssöm, og það sóp- aði að þessari smávöxnu stúlku hvar sem hún fór. Inga vakti líka eftirtekt útlitsins vegna. Hún var lítil og grönn, létt á sér og stælt með geysimikið, rauðbrúnt, þykkt hár, sem hún tók saman í tagl. Þeir voru ófáir piltamir sem féllu í þá freistni að grípa í þetta fallega hár. Inga var listræn, atorkusöm og hugmyndarík í besta lagi og til dæmis ætíð valin í hópa sem áttu að sjá um skreytingar fyrir skemmtanir og þess háttar. Hugur hennar stóð líka til náms í listum. Þannig fór að Inga Rún giftist úr landi og settist að í Bandaríkjunum. Þar lætur hún nú eftir sig eigin- mann, John Garcia, og fjögur böm á aldrinum 9—26 ára. Síðast fengum við bekkjarfélag- amir að sjá Ingu 1983 þegar hún kom til Islands með eiginmanni sínum og kom í hóp 25 ára stúd- enta þegar þeir héldu hátíð í tilefni afmælisins. Þá var hún enn eins grönn og stælt og á menntaskólaár- unum og sama skemmtilega stelp- an. Það er alltaf tómarúm eftir þegar góðir vinir flytja úr landi og auðvit- að enn tilfinnanlegra þegar fréttin berst að vinurinn sem fór komi ekki oftar í heimsókn. Meira er þó misst fyrir nánustu ástvini. Við vottum fjölskyldu og að- standendum Ingu Rúnar í Banda- ríkjunum og hér heima samúð okkar. Aðalsteinn Davíðsson Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.