Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 „Beingreinir“ reyndur hjá IJtgerðarféhigi Akureyringa Starfsmaðurt danska fram- leiðandans kynnir íslenzkum frystihúsamönnum beingrein- inn. Morgunblaðið/Skapti. MENN frá danska fyrirtækinu Lumetech sýndu um 70 mönnum frá íslenskum fiskframleiðend- um í gær vél sem fyrirtækið hefur framleitt - einhver nefndi vélina beingreini í gær og það virðist virkilega gott nafn á hana vegna þess að hún greinir bein í fiskflökum. Hópurinn var á Akureyri; beingreimrinn hefur verið settur upp hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa og þess vegna var allur hópurinn staddur hér nyrðra til að sjá hann vinna. Það er Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna sem keypti vélina og fékk að setja hana upp hjá ÚA. Lumetech fyrirtækið er dóttur- fyrirtæki Sameinuðu bruggverk- smiðjanna, eins og Carlsberg og Tuborg bjórverksmiðjumar heita eftir sameininguna. Lumetech er ungt fyrirtæki, var stofnað í júlí á þessu ári. Steen Reenberg er for- seti fyrirtækisins og hann var staddur hér nyrðra í gær. Blaða- maður ræddi við hann og spurði bvemig vélin virkaði. „Það er sér- stakt ljós sem lýsir í gegnum flökin - þegar það er notað á ákveðinni bylgjulengd sjást beinin á skermi sem er við vélina," sagði Reenberg. Tveir bakkar era við enda vélarinn- ar, í annan fara flök sem í era bein eða of mörg bein eftir atvikum og í hinn beinlaus flök. Tölvuskermi sem tengdur er við vélina má skipta í 2500 litla ramma og stilla má vélina þannig að í „beinakassann" fari flök sem í era bein sem grein- ast í tveimur römmum eða þremur römmum eða eins mörgum og vill. Reenberg sagði að kalla mætti vél þessa hátæknivel. Hún væri til mik- illa bóta vegna gæðaeftirlits - í þeim flökum sem færa í gegnum hana ættu ekki að vera nema 6 bein í 100 kflóum, en í dag má reikna með að um 10-20 bein séu í jafn miklu magni sem unnið er í höndunum. I Einn beinagreinir hefur verið notaður í Færeyjum síðan í aprfl síðastliðinum og sagði Reenberg reynsluna af honum mjög góða. „Ein vél hefur nú einnig verið í notkun í Kanada í fimm vikur og líkaði mjög vel - þar til allt í einu að eitthvað bjátaði á. En það var ekki sök vélarinnar því í ljós kom að menn höfðu þvegið hana að inn- an með vatni go það er ekki heppilegt!“ Lumetech hefur þegar selt 11 beinagreina. Sjö era í Fær- eyjum, einn á íslandi, tveir í Danmörki og einn í Kanada. Reen- berg sagðist síðan eiga vona á að einn yrði keyptur til Noregs fljót- lega, og einig til Englands og Bandaríkjanna. Reenberg sagði fyr- irtæki sitt líklega koma fljótt á markaðinn með vél sem fyndi bein í kjúklingakjöti, svínum og nauta- kjöti - einnig vél sem fyndi orma í flski. „Ég vonast til að við náum að koma þessu á markað á næsta ári. En það era menn í fískvinnsl- unni sem hafa sýnt þessu lang mestan áhuga og þess vegna vinn- um við á því sviði eins og er. Það vora Færeyingar og íslendingar sem sýndu beingreininum mestan áhuga í fyrstu - Danir vora nokkuð á eftir. Það var erfiðara að sann- færa þá um ágæti hans. Mér var sagt í gær að forsætisráðherrann ykkar, sem er staddur í Svíþjóð, hefði spurt starfsmenn ASEA þar í landi, hvort þeir gætu ekki búið til vélmenni sem gæti týnt bein úr físki. Ég verð að segja að hann hefði frekar átt að vera hér á Akur- eyri en í Svíþjóð því það sem hann er að tala um er ekki eins fjarlægt og hann heldur. Við eram nefnilega að hann vél sem týnir bein úr fiski - ég vona að við verðum komnir með hana á markaðinn innan tveggja ára,“ sagði Reenberg. Daninn var spurður um hve miklu magni beingreinirinn gæti annað á dag. „Það fer eftir því hve mikil gæði menn fara fram á. Það á að vera hægt að renna 8-10 tonnum af flökum í gegnum hann á 8 tíma vakt - þá á ég við til að fá hágæða- vöra. Hver verksmiðja verður svo að gera það upp við sig hve góða vöra hún vill, hve mikið hún þarf að vinna á dag.“ Reenberg sagðist vonast til að íslendingar keyptu 15-20 beingreina af fyrirtæki sínu á næstu tveimur áram. Hann sagði þá íslendinga sem hann hefði sýnt vélina mjög áhugasama og það hefði verið mjög mikilvægt að geta sýnt þeim vélina vinna. „Þeir era mjög móttækilegir og hafa greini- lega gríðarlegan áhuga á þessu máli. Þeir spyrja mikils og það sýn- ir að þeir hugsa um framtíðina og vilja vinna sem besta vöra. Og ekki skemmir að sýna vélina einmitt hér hjá ÚA. Þessi er stórglæsileg verk- smiðja sem þið getir verið mjög stoltir af.“ Reenberg sagði það mjög mikil- vægt fyrir fyrirtæki sitt að eiga samvinnu við íslenska fiskframleið- endur. „Fyrirtækið er ungt og því er mikilvægt að á meðan það stígur sín fyrstu skref geti framleiðendur sagt okkur hvaða vandamál þeir hafi mestan áhuga á að við leysum. Þetta heldur lífi í fyrirtækinu.“ Hjalti Einarsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar Hraðfrystihúsanna, var einn þeirra sem skoðaði beingrein- inn hjá ÚA í gær. Eins og áður kom fram var það SH sem keypti vélina og fékk að setja hana upp hjá ÚA. Hjalti sagði að hún yrði í notkun í a.m.k. tvo mánuði og eftir þann tíma hefði ÚA forkaupsrétt að henni. þess má geta að vélin kostar um 4,5 milljónir íslenskra króna. „Þessi vél er eingöngu eftirlist- vél. Hún framleiðir ekkert. En hún ætti að stórfækka beinum í þeim fiski sem seldur er sem beinlaust. Margir af okkar helstu kaupendum legga mikið upp úr þvf að fiskurinn sé algjörlega beinlaus - sérstaklega þeir sem kaupa blokkina," sagði Hjalti í gær. „Nú er að opnast möguleika til að gera ýmis störf í vinnslusal sjálf- virk og þá kemur þessi vél að miklu gagni. Ef kemur vél á markaðinn sem sker beingarðinn úr flökum yrði þessi mjög góð þar á eftir til öryggis. Hún myndi þá kasta frá flökum þar sem bein væra eftir. Það er vissulega öryggi í henni einni en hún verður mun hagkvæmnari ef hin kæmi.“ Hjalti sagði ekki nokkum vafa á að íslensk frystihús ættu eftir að kaupa beingreini - spumingin væri aðeins sú hve fljótt það yrði. „Það verður mikil breyting hjá íslenskum frystihúsum á næstu 5-10 áram. Okkar hús era mjög tæknilega full- komin miðað við það sem gerist í heiminum og það er því ekki óeðli- legt að okkar hús verði í fararbroddi hvað þetta varðar," sagði Hjalti. Ungir Sjálf- stæðismenn: Fullveldis- fagnaður VÖRÐUR, félag ungra Sjálfstæð- ismanna, heldur sinn árlega fullveldisfaguað á laugardaginn, 29. nóvember, í húsnæði Sjálf- stæðisflokksins í Kaupangi við Mýrarveg. Fagnaðurinn hefst kl. 21.00. Þingmenn flokksins í kjördæminu mæta á staðinn ásamt leynigesti, sem afhjúpaður verður á staðnum. Björn leikur í Fríkirkjunni í Reykjavík BJÖRN Steinar Sólbergsson, or- gelleikari í Akureyrarkirkju, heldur orgeltónleika í kvöld i Fríkirkjunni í Reykjavík. Þeir hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Lizst, Franck, Durufle og Widor. Hársnyrti- stofan Samson opnarí Sunnuhlíð NÝ hársnyrtistofa opnaði ný- lega i Verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð á Akureyri. Heitir hún Hársnyrtistofan Samsou. Eigandi er Sólrún Stefánsdótt- ir, hárskurðarmeistari. Sólrún lærði á Rakarastofu Hafsteins i Brekkugötu áður en hún opn- aði sina eigin stofu. Hún sér um alla almenna hársnyrtingu og er stofan opin á venjulegum verslunartíma - þegar verslun- armiðstöðin er opin. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sólrún með ungan herramann i stólnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.