Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 17 sJaNÚ^eR 69-11 -00 Auglýsingar 22480 Afgreiðsla 83033 dóttir, Jón Axel, Hrafnkell Sigurðsson og Daði Guðbjörns- son. Einnig má nefna Steingrím E. Kristmundsson, en hann sýnir bæði teikningar og málverk, og ég leit málverk hans hýrara auga en teikningamar. Þá má nefna ívar Valgarðsson, sem sýnir nokkrar viðkvæmar smámyndir, gerðar af blandaðri tækni og skúlptúra úr steinsteypu, sem mér leizt vel á. Verk eftir Guðrúnu Tryggvadótt- ur kunni ég ekki að meta, og grafík eftir Sólveigu Aðalsteinsdóttur sagði mér lítið í látleysi sínu. Þór Vigfússon gerir flugvél úr gipsi og málar síðan skrautlega vængi og skrokk, ég er hræddur um að ég fatti ekki meininguna. Þama em ellefu listskapendur á ferð, og eins og allir geta séð, sem þessa sýningu skoða, em þessir ein- staklingar afar misjafnir í mynd- gerð sinni. Ekki vil ég fara nánar út í að meta verk þeirra hér, því að þetta em allt ungir kraftar, sem enn em í mótun og ógemingur að gera sér grein fyrir, hvemig æxlast til hjá þeim á komandi tímum, en sannleikurinn er sá, að margir sýna verk sín, áður en þeir em tilbúnir í slaginn, og enn aðrir bíða of lengi og verða seinir fyrir. Það hefur verið svo mikið um sýningar að undanfömu, að með ólíkindum er í því fámenni, sem við eigum að búa við. Ef allt, sem fram kemur er merkilegt, væri það kraftaverk, og guði sé lof, að svo er ekki. Nýlistasafnið Verk eftir Jóhönnu Kristínu Ingvadóttur. ið á sinn stað, því að uppistaðan í vinnu þessa hóps er tvímælalaust olíumálverkið, og þeir listamenn, sem stunda það af hvað mestum móði em til að mynda Ómar Stef- ánsson, Jóhanna Kristín Ingva- Jakkaföt Stakir jakkar Frakkar Buxur Peysur Skyrtur Silkibindi Skór Treflar gerir muninn Bankastræti. Sími 29122. Myndlist Valtýr Pétursson Hópur af ungu listafólki hefur tekið sig saman og efnt til samsýn- ingar í Nýlistasafninu. Þessi hópur samanstendur af þremur konum og átta körlum. Sumt af þessu fólki hefur þegar vakið á sér eftirtekt, en annað hefur verið minna í vindin- um. Það er eins og gengur og Steindór Marinó sýnir í Gallerí Listveri við Austur- strönd 6 á Seltjamarnesi hefur Steinþór Marinó Gunnarsson efnt til sýningar á myndum sínum. Það em 70 myndir á þessari sýningu, gerðar í vatnslit og olíulit, ásamt nokkmm „monotypum", en lista- maðurnn hefur þýtt þetta útlenda orð yfir á íslenzku og nefnt það einþrykk. Finnst mér það ágæt þýðing, sem fleiri ættu að notfæra sér. Vatnslitamyndimar em þarna í meirihluta. Steinþór Marinó er enginn byij- andi í faginu. Hann hefur margoft haldið sýningar á verkum sínum, bræður hans em þekktir myndlist- armenn og afkomendur framúr- stefnu — listamaður og þekktur vefari. Steinþór Marinó heldur sig mest við landslagið í myndum sínum, og sjávarsíðan er honum kær. Hann hefur að undanförnu valið sér viðfangsefni frá Norður- landi, einkum frá Siglufirði og úr atvinnulífinu þar nyrðra. Ég fæ ekki betur séð en að olíumálverk Steinþórs séu mun fremri vatnslita- myndum hans, en að mínum dómi em þær viðvaningslegar tæknilega og verka ekki eins sannfærandi og sum olíumálverk hans. Einkum þótti mér Steinþóri takast vel í Þingvallamynd, sem hangir á vegg við uppgang í efri sal, en því er heldur ekki að leyna, að mörg af olíuverkum Steinþórs Marinós em nokkuð of sæt í litatónum og missa því marks sem málverk. Þessi sýn- ing í Listveri er keimlík því, sem áður hefur sézt frá hendi Steinþórs Marinós, og hann kemur ekki á óvart, nema ef vera skyldi með við- fangsefni sín að norðan. Það hefur verið svo fjömgt sýn- ingalíf hér í borg að undanförnu, að farið er að gæta vissrar þreytu á því sviði, enda er svo komið, að fólk er hætt að nenna að sækja sýningar, en það má hlera hjá að- standendum sýninga. Er það sannarlega illa farið, ef fólk er orð- ið svo mettað af framboðinu af myndlist, að ekki sé lengur hægt að halda sýningar án þess að kosta stórfé til og fá ekkert í aðra hönd nema armæðuna. Þá sannast hið fornkveðna, að öllu má ofgera. gerist, fólk er mismunandi fljótt og mismunandi áijáð í að koma verk- um sínum á framfæri, og raun- vemlega hefur það ætíð verið þannig. I myndskreyttum bæklingi, sem seldur er á þessari sýningu, segir orðrétt: „Við vildum fá fram lista- verk sem við vissum að lægju einhversstaðar óáreitt á vinnustof- um eða í geymslunum og láta Nýlistasafnsgustinn leika um þau og dusta af þeim rykið." Svo mörg voru þau orð, og af þeim má ráða, að aðstandendur þessarar sýningar virðast hafa visst álit á þeim mynd- verkum, sem til sýnis em. Þama kennir að vísu margra grasa, og ólíkt fólk er á ferð í flestum tilfell- um, en eitt á það þó sameiginlegt, þ.e. að vera með á nótunum í því, sem er að gerast í Evrópu. Enn- fremur virðast allir þátttakendur í sýningunni hafa fengið nægju sína af því, sem kallað var konsept, enda um þrúgandi leiðinlega hræringu að ræða, sem var ágæt fyrir Sviss- ara og slíkt alvömfólk, en varla til mikilla átaka fyrir eins hresst fólk og Islendingar em að jafnaði. Enda fer það ekki milli mála á þessari sýningu, að málverkið er aftur kom-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.