Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.11.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 39 Fasteignamarkaður í sjálfheldu víða um land: Vegna lágs verðs íbúðarhúsnæðis segja þingmenn Alþýðubandalags Frumvarp Þórðar Skúlasonar og fleiri þingmanna Alþýðu- bandalags um verðjöfnunarsjóð fasteigna fékk snarpa andstöðu í efri deild Alþingis í gær. Frum- varpið gerir ráð fyrir því að stofnaður verði sérstakur sjóður við Húsnæðisstofnun ríkisins. Ríkissjóður leggur fram stofnfé hans, 30 m.kr. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að „verðjöfnun fast- eigna í landinu", m.a. með því að kaupa íbúðir þar sem húsnæði hefur lækkað mjög í verði. „Markmiðum sínum skal sjóður- inn ná með kaupum og sölu íbúðar húsnæðis". Þórður Skúlason (Abl.-Nv.) sagði óvissu og óöryggi í málefnum landsbyggðarinnar. Jafnvel þar sem atvinnuástand er gott sé íbúðarverð óeðlilega lágt, hvort heldur sem miðað sé við bvggingarkostnað á landsbyggðinni eða söluverð hús- næðis á höfuðborgarsvæðinu. Fólk óttist að tapa miklum fjármunum af þessum sökum, þar sem mark- aðsverð er aðeins brot af bygging- arkostnaði. Sá vandi blasi við víða um land „að fasteignamarkaðurinn er í algjörri sjálfheldu vegna lágs verðs íbúðarhúsnæðis og þess að fáir taka þá áhættu að byggja". Þórður taldi hugmynd sína um sér- stakan verðjöfnunarsjóð húsnæðis í landinu, sem kæmi sem kaupandi Verð í krónum á fermetra Söluverð eftir sveitarfélögum. Fjöldi Söluverð Hlutfall Reykjavík 1107 25 624 100 Seltjarnarnes 13 27 656 108 Kópavogur 202 25 226 98 Garðabær 35 25 339 99 Hafnarfjörður 80 23 162 90 Mosfellssveit 25 23 969 94 Suðurnes 77 19 775 77 ísafjörður 20 19 383 76 Akureyri 163 17 823 70 Grindavík 10 17 173 67 Borgarnes 14 16 927 66 Vestmannaeyjar 20 16 624 65 Hveragerði 5 16 743 65 Selfoss 17 16 151 63 Húsavík 8 16 264 63 Sandgerði 5 15 720 61 Akranes 40 15 115 59 inn á stijálbýlismarkaðinn, stuðla að verðhækkun húsnæðis þar og verðjöfnun á landsmarkaðsmæli- kvarða. Meðfylgjandi tafla, sem fylgir þessu þingmáli, sýnir nafnverð á söl- um íbúðarhúsnæðis í 17 sveitarfélögum, samkvæmt kaupsamningum sem gerðir voru á tímabilinu okróber 1985 til júní 1986. í aftasta dáli er söluverð í Reykjavík tilgreint með tölunni 100. Söluverð á hinum stöðunum 16 er síðan sýnt í samanburði við þá viðmiðunar- tölu. Það er hæst á Seltjarnarnesi, 108, lægst á Akranesi, 59. STUTTAR ÞINGFRETTIR Alþing-i í gær Fundir vóru í báðum þingdeildum í gær. í efri deild mælti mennta- málaráðherra fyrir frumvöprum um Kennaraháskóla íslands og Leiklist- arskóla íslands. Kirkjumálaráð- herra mælti fyrir frumvarpi um veitingu prestakalla. Þórður Skúla- son (Abl.-Nv.) mælti fyrir frum- varpi um verðjöfnunarsjóð fasteigna. í neðri deild var fram haldið fyrstu umræðu um stjómarfrum- varp til breytinga á tekjuskattslög- um (lækkun tekjuskatta 1987 um 300 m.kr.). Miklar umræður urðu um málið. Þá mælti dómsmálaráð- herra fyrir frumvarpi um fasteigna- og skipasölu. Frumvarpi um fram- leiðslu og sölu búvara var vísað til landbúnaðamefndar. Þingflokkafundir vóm síðdegis. Bygging leiguhúsnæðis Krístín Ástgeirsdóttir og fleiri þingmenn Samtaka um kvennalista flytja tillögu til þingsályktunar um byggingu leiguhúsnæðis: „Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjómina að beita sér þegar í stað fyrir átaki í byggingu leiguhús- næðis. Verði varið 250 m.kr. á núgildandi verðlagi til þessa verk- efnis á ári hveiju þar til þörfínni hefur verið fullnægt". Fyrirspurnir Þjóðleikhús: Guðrún Helgadótt- ir (Abl.-Rvk.) spyr menntamálaráð- herra, hve hár hudraðshluta af rekstrarkostnaði Þjóðleikhúss hafi komið úr ríkissjóði sl. tíu ár. Hvers vegna hefur halli á rekstri leik- Stefán Benediktsson (A-Rvk.) sagði fmmvarp af þessu tagi ekki lagfæra eitt eða neitt, heldur mgla hlutina enn meira. Hann benti á að samkvæmt gögnum, sem fmm- varpinu fylgdu, væri staðgreiðslu- verð húsnæðis í Reykjavík 73% áætlaðs byggingarkostnaðar og að lög í landinu, af þessu tagi sem öðm, hlytu að ganga jafnt yfír landsmenn alla. Stefán talaði um frumvarpið sem ■Jólagjafaaðferð" og „ölmusuleið", sem ekki væri samboðin lands- byggðinni. Þessi leið væri ófær nema ef stefna ætti að því að allt húsnæði á íslandi yrði þjóðareign. Skúli Alexandersson (Abl.- Rvk.) sagði auðheyrt á málflutningi Stefáns að hann hyggði ekki á framboð á næstunni. Andstaða hans væri harðari en efni stæðu til. Fmmvarpið markaði leið til að mæta tilteknum vanda landsbyggð- arinnar. Eiður Guðnason (A.-Vl.) sagði vanda þann, sem frumvarpið fjall- aði um, til staðar, en leið sú út úr vandanum, sem það geymdi, væri hinsvegar óraunhæf. Hann minnti t.d. á að hitunarkostnaður hús- næðis í Borgamesi væri fímm sinnum hærri en í Reykjavík. Það væu aðstöðumunur af þessu tagi sem leiddi til fólksflótta úr ódým húsnæði á landsbyggð í dýrt í Reykjavík. Vandamálið yrði að nálgast úr annari átt en þetta óraunhæfa fmmvarp gerði. Valdimar Indriðason (S.-Vl.) sagði fróðlegt að bera saman íbúð- arverð, sem væri mjög mismunandi, einnig milli staða á landsbyggðinni. Þannig væri íbúðarverð á Isafírði mun hærra en á Akureyri og vem- lega hærra en á Akranesi. Sjálfsagt væri að skoða þetta mál vel, en sýnt væri þegar, að sú leið, sem fmmvarpið tíundi, gangi ekki upp. Kolbrún Jónsdóttir (A.-Ne.) taldi framvarpið efla svokallaðan fijálsan markað, ef fram gengi, stuðla að hærra íbúðarverði en ekki lægra. Egill Jónsson (S.-Al.) sagði ekki liggja fyrir heimildir um þróun raungildisverðmætis fasteigna út á landi liðna áratugi, þann veg að hægt væri að bera saman þróun þessara mála eftir ríkisstjómum. Sér segði þó svo hugur um að sam- ansafnaður vandi landsbyggðarinn- ar, sem varðaði margs konar aðstöðumun, væri ekki sízt arfur frá ríkisstjómarámm Alþýðubanda- lagsins. Fleiri tóku til máls, þó ekki verði frekar rakið. Þórður Skúlason, flutningmaður frumvarpsins, sagð- ist furðu lostinn yfír þeim móttök- um, sem hugmyndir hans um verðjöfnunarsjóð íbúðarhúsnæðis hefðu fengið í deildinni. Menn hefðu allt aðra skoðun á þessu máli hjá Fasteignamati ríkisins. hússins ekki fengist greiddur með aukafjárveitingum? Hvenær má búast við að nauðsynlegum viðgerð- um og endurbótum á leikhúsinu ljúki? Telur ráðherra að Þjóðleik- húsið ráði við að fullnægja þeim kröfum um listræna starfsemi á ýmsum sviðum, sem lög standa til, með þeim framlögum sem það fær nú? Er nokkur efi um það hjá núver- andi stjómvöldum að Þjóðleikhúsið skuli áfram starfa samkvæmt lög- um nr. 58/1978? Rekstrarvörur bænda: Ámi Johnsen (S.-Sl.) spyr fjármálaráð- herra: 1) Hveijar era tekjur ríkis- sjóðs af rekstrarvömm bænda á árinu 1985? 2) Hver er uppsafnaður söluskattur af landbúnaðarvöram á árinu 1985? Laun í hlunnindum og fríðindum: Strangari ákvæði um upplýsingaskyldu samkvæmt nýju þingmannafrumvarpi „Allir, sem hafa menn í þjón- ustu sinni og greiða þeim endurgjald fyrir starfa, þar með talin ágóðaþóknun, ökutækja- styrkur, húsaleigustyrkur og hvers konar önnur fríðindi og hlunnindi, efirlaun, biðlaun og lífeyrir, skulu ótilkvaddir af- henda skattstjóra eða umboðs- manni hans skýrslu um greiðslur þessar ókeypis og í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður í samr- áði við kjararannsóknamefnd". Þannig hljóðar fyrsta grein fmm- varps til breytinga á skattalögum, sem þingmenn úr öllum þingflokk- um flytja (Jóhanna Sigurðardóttir, Guðmundur H. Garðarsson, Guðrún Helgadóttir, Jón Baldvin Hanni- balsson, Kristín Halldórsdóttir, Guðmundur J. Guðmundsson og Guðmundur Bjamason). Önnur grein frumvarpsins kveð- ur á um að skattayfirvöld skuli gefa Hagstofu íslands, Þjóðhags- stofnun og kjararannsóknamefnd skýrslur, í því formi er þeir aðilar ákveða, um framtaldar tekjur og eignir, álagða skatta og önnur at- riði er varða skýrslugerð þeirra. í greinargerð er tilgangur fmm- varpsins sagður að „fljótvirk leið verði valin til að fá úttekt á raun- vemlegri tekjuskiptingu í þjóðfélag- inu“. Ný grafíkmappa NÝLEGA kom út hjá félaginu íslensk grafík mappa með 5 myndum eftir 5 listamenn. Myndimar sem em ætingar — dúkskurður og sáldþrykk em eftir Björgu Þorsteinsdóttur, Guðmund Ármann, Jón Reykdal, Sigurð Þóri og Valgerði Hauksdóttur. Grafíkmöppur félagsins íslensk grafík hafa komið út annað hvert ár. Þetta er 5. mappa félagsins, en sú fyrsta kom út árið 1978. Mappan er gefín út í 50 tölusett- um eintökum og er örfáum eintök- um enn óráðstafað segir í fréttatil- kynningu frá félaginu. Morgunblaðið/Einar Falur Fjórir af þeim fimm listamönnum sem verk eiga í nýrri möppu sem íslensk grafík hefur gefið út. M.C. Miker og D.J. Sven, sem réttu nafni heita Lucien Witteveen og Sven van Veen, skemmta í Evrópu í kvöld, föstudags- og laugardagskvöld M.C. Miker og D.J. Sven skemmta í Evrópu FYRSTA skemmtun hollensku skemmtikraftanna M.C. Miker og D.J. Sven verður í veitinga- húsinu Evrópu i kvöld, fimmtu- dagskvöld. Þeir félagar munu einnig skemmta þar föstudags- og laugardagskvöld. Þeir félagar kynntust er þeir unnu sem plötusnúðar í Hollandi og hafa þeir gert saman plötuna Holiday Rap, sem vinsæl varð í Evrópu. Væntanleg er á markaðinn önnur plata með þeim félögum og á henni em m.a. lögin „We are Family", sem Sisters Sledge gerðu þekkt fyrir nokkmm ámm, og „Celebration", sem Cool and the Gang léku og sungu á sínum tíma. Með í förinni til íslands er Hol- lendingurinn Orlando van Vooren, en hann er núverandi Evrópumeist- ari í „scratchi". Hann vann þann titil fyrr á þessu ári í Hippodrome- diskótekinu í London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.