Morgunblaðið - 02.12.1986, Side 1

Morgunblaðið - 02.12.1986, Side 1
80 SIÐUR B 272. tbl. 72. árg.________________________________ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 Prentsmiðja Morgrmblaðsins Sérstakur fundur stórveldanna í Genf: Kampelman vill minnka ágrein- ing um afvopnun Genf, Reuter. MAX Kampelman, aðalsamn- ingamaður Bandaríkjamanna í afvopnunarviðræðum við Sovét- menn, sagði í gær að Banda- ríkjamenn og Sovétmenn hefðu nú komist að samkomulagi um veigamikil atriði varðandi kjarnorkuvopn og geimvarnir og nú ætti að reyna að minnka þann ágreining, sem væri milli stórveldanna. I dag hefst sér- stakur fundur Bandaríkja- manna og Sovétmanna í Genf og stendur hann fram á föstu- dag. „Ég tel að í Genf hafi samkomu- lag náðst um mikilvæg atriði," sagði Kampelman við blaðamenn í gær. „Nú viljum við athuga nán- ar þann ágreining, sem enn er milli stórveldanna, og leita sam- komulags." þær samþykktir, sem gerðar voru í Reykjavík. Viktor Karpov, aðalsamninga- maður Sovétmanna, sagði í Moskvu í síðustu viku að hann hefði fyrirskipanir um að ná sam- komulagi frá æðstu ráðamönnum í Kreml og „því fyrr, sem það tækist, því betra". Vopnasölumálið: AP/Símamynd Ronald Reagan á fundi með þriggja manna nefnd, sem hann skipaði til að kanna starfsemi „Þjóðaröryggisráðsins". Lægsta gengi dollara í 6 ár London, Reuter. GENGI Bandaríkjadollara lækk- aði í gær og hefur ekki verið lægra gagnvart vestur-þýsku marki og hollensku gyllini síðan í janúar 1981. Fjaðrafokið vegna vopnasölu Bandaríkjamanna til Irana hefur vakið ugg meðal gjaldeyriskaupmanna. A gjaldeyrismörkuðum er talið að íranmálið eigi eftir að veikja stjórn Ronalds Reagan Bandaríkja- forseta og draga athygli hennar frá efnahagsmálum bæði heima fyrir og erlendis. Um tíma í gær kostaði dollarinn um 1,9555 vestur-þýsk mörk en þegar gjaldeyrisviðskiptum lauk í London kostaði hann 1,9610 mörk. Reagan mundi fagna óháðri rannsókn ef nauðsyn krefði Washington, Aþenu, Reuter og AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti kvaðst í gær mundu fagna þvi ef skipaður yrði sérstakur saksóknari til að kanna hvernig á því stóð að greiðslur fyrir vopnasendingar til Irana voru lagðar inn á reikninga skæruliða í Nicaragua. Á fundi þessum verða samn- ingamenn Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, sem átt hafa í samningaviðræðum um geimvamir og meðal- og langdrægar eldflaug- ar undanfarinn 21 mánuð. Bjartsýni Kampelmans undan- famar vikur hefur stangast á við yfírlýsingar sovéskra embættis- manna. Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sov- étríkjanna, og ýmsir háttsettir embættismenn hafa sakað Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og stjóm hans um að draga til baka Robert Dole, fráfarandi þingfor- seti repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hvatti Reagan til að kalla saman þing til sérstaks fundar vegna þessa máls. Það væri í fyrsta skipti, sem slíkt yrði gert síðan 1948. Robert Byrd, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, mælti gegn því að þing yrði kallað saman sérstaklega. Hann sagði að það myndi aðeins gera illt verra. „Rannsókn dómsmálaráðuneytis- ins heldur áfram með fullum stuðningi mínum og samstarfí. Ef talið er að skipa þurfi óháðan aðilja til að rannsaka málið fagna ég því,“ sagði forsetinn á fundi með þriggja manna nefnd, sem hann skipaði til að rannsaka starfsemi embættis- manna í „Þjóðaröryggisráðinu". Reagan kvaðst hafa skipað starfsmönnum ráðsins að taka ekki þátt í aðgerðum, sem varði þjóðar- öryggi, fyrr en nefndin hefði greint frá niðurstöðum sínum. Reagan skipaði nefndina eftir að upp komst að Oliver North, ofursti og starfsmaður í ráðinu, hefði búið þannig um hnútana að 30 milljónir Bandaríkjadollara, sem íranar greiddu fyrir vopn, hefðu verið lagð- ar á reikninga skæruliða í Nic- aragua. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, sagði í gær að ísraelar þyrftu ekki að hafa áhyggjur þótt Bandaríkjamenn rannsökuðu aðild þeirra að vopnasölumálinu. Rann- sókn myndi ekki hafa í för með sér Emil Jónsson er látinn EMIL Jónsson, fyrrum forsæt- isrádherra, lést á Hrafnistu I Hafnarfirði sunnudaginn 30. nóvember síðastliðinn á 85. ald- ursári. Emil Jónsson var i hópi merkustu stjórnmálamanna um sína daga og áhrifamikill for- ystumaður Alþýðuflokksins. Ráðuneyti hans 1958 til 1959 var aðdragandinn að viðreisn- arstjórninni 1959 til 1971, en sú stjórn hefur markað hvað dýpst spor í stjórnmálasögu þjóðarinnar síðustu áratugi. Emil átti sæti í þeirri ríkisstjórn frá upphafi. Emil Jónsson fæddist 27. októ- ber árið 1902 í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Jón Jónsson múrarameistari og kona hans Sig- urborg Sigurðardóttir. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1919, aðeins 17 ára gamall. Hann lauk prófi í for- spjallsvísindum frá Háskólanum í Kaupmannahöfn 1920 og prófi í byggingaverkfræði við Tæknihá- skólann í Kaupmannahöfn 1925. Að loknu prófi varð Emil aðstoð- arverkfræðingur hjá bæjarverk- fræðingi í Óðinsvéum í Danmörku, en sneri heim árið 1926 og tók við starfi bæjarverk- fræðings í Hafnarfirði. Því starfi gegndi hann til ársins 1937 er hann tók við starfi Vita- og hafn- armálastjóra, sem hann gegndi til ársins 1957, með nokkrum frávik- um vegna ráðherrastarfa. Hann var bankastjóri Landsbankans 1957 og 1958. Emil hóf snemma afskipti af stjórnmálum og var um árabil í forystusveit Alþýðuflokksins, sat í miðstjórn flokksins frá 1930 til 1971 og formaður frá 1956 til 1971. Hann var bæjarstjóri í Hafnarfirði 1930 til 1937 og bæj- arfulltrúi frá 1930 til 1962. Emil varð alþingismaður Hafnaríjarð- arkaupstaðar 1934 og sat nær óslitið á þingi til ársins 1971. Hann var samgönguráðherra 1944 til 1947, samgöngu- og við- skiptaráðherra 1947 til 1949, utanríkisráðherra 1956, forsætis- Emil Jónsson. ráðherra 1958 til 1959, sjávarút- vegs- og félagsmálaráðherra 1959 til 1965 og utanríkisráð- herra 1965 til 1971. Árið 1925 kvæntist Emil Guð- finnu Sigurðardóttur frá Kolsholti í Flóa. Hún lést fyrir nokkrum árum. Þau áttu saman 6 börn. að samband ríkjanna versnaði. Greint var frá því í gríska dag- blaðinu Dimokratikos Logos á laugardag að Bandarílqamenn hefðu sent írönum vopn að andvirði eins milljarðs dollara. Sagði í blað- inu að þetta kæmi fram í segul- bandsupptökum af viðræðum Roberts McFarlane, útsendara Bandaríkjastjórnar, við írana. í frétt gríska blaðsins sagöi cnn- ig að hluti þess fjár, sem íranar greiddu fyrir vopnin, hefði runnið í vasa hreyfingarinnar Jihad (Heil- agt stríð), sem hefur bandaríska gísla í haldi. Hér væri um 2 milljón- ir dollara að ræða. Metfé fyr- ir mál- verk eft- ir Manet London, Reuter. MÁLVERK eftir franska málar- ann Edouard Manet var selt í gærkvöldi fyrir 7,7 milljónir sterl- ingspunda (um 446 milljónir ísl. kr.) á uppboði hjá Christie’s í London. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur í heiminum fyrir málverk impressionista. Peter Rose, blaðafulltrúi Christ- ie’s, sagði við blaðamenn að ónefndur Evrópumaður hefði keypt málverkið „La Rue Mosnier aux Paveurs". Uppboðssalurinn var troðfullur. Undrunarkliður fór um mannþröng- ina þegar tilboð í myndina hækkuðu upp í sjö milljónir punda á tölvu- skermi fyrir aftan uppboðshaldar- ann. Þá var myndin slegin hæstbjóðanda, sem verður að láta tíu prósent sölulaun af hendi rakna að auki. Myndin var máluð í París 1878 og sýnir útsýni úr íbúðinni, sem Manet bjó í á árunum 1872 til 1878.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.