Morgunblaðið - 02.12.1986, Síða 6

Morgunblaðið - 02.12.1986, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 Kristileg stoð Nýjum útvarpsstöðvum fjölgar í kjölfar rýmri útvarpslaga þannig hóf ný útvarpsstöð: Alfa útsendingar í fyrradag en sú stöð bætir enn einum streng í hörpu ljós- vakans hinum kristna streng. Fagna ég af heilu hjarta og vona að hið bjarta ljós trúarinnar skíni af bylgjum Ölfu yfir landslýð. Ann- ars var ég persónulega ekki alveg sáttur við stefnuyfirlýsingu út- varpsstjórans Einars Sigurbjörns- sonar á Bylgjunni: Við flytjum boðskap til hinna kristnu og einnig hinna sem við teljum ekki vera kristna. Sagði ekki Kristur er Farísearnir spurðu hann hvenær Guðs ríki kæmi: Ekki munu menn segja: Sjá.þar er það eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður. Sverrir Sverrisson flutti ávarp við upphaf dagskrár hinnar nýju stöðvar og lýsti á áhrifamikinn hátt aðdraganda þess að Alfa komst á laggimar. Gat Sverrir þess að þeg- ar 1929 hefði verið fyrir hendi á Akureyri fullkominn útsendingar- búnaður sérsmíðaður á Englandi samkvæmt pöntun kristilega út- varpsfélagsins en þá gripu einokun- arherramir í taumana. Nú er því oki aflétt og er það einlæg von mín að fijálshuga og víðsýnir menn ráði dagskrárstefnu Ölfu og vonandi verða þar fremstir í flokki prestar þjóðkirkjunnar sem geta miðlað okkur leikmönnum af gnægta- brunni þekkingar sinnar. Einhliða trúboð á máski við í Afríku en ekki á íslandi. En í alvöru talað er nokkur þörf fyrir kristna útvarpsstöð er hinn rétt tvöþúsundáragamli texti er lýs- ir baráttu ljóssins við myrkrið ekki úreltur og ljóti kallinn bara til í huga bamanna? í fyrrakveid var á dagskrá Stöðvar 2 er leið að mið- nætti sjötti hluti hins stórmerka heimldarflokks: Glæpir hf. í þessum þætti var greint frá því hvernig Mafían hvítþvær hina óhreinu pen- inga er fást af okurviðskiptum .lottói og fjárkúgun. Virðast lítil takmörk fyrir því hversu auðveld- lega blóðpeningamir rata inní hið opna hagkerfi. Var lýst í þættinum því kverkataki er Mafían hefir náð til dæmis á sorphreinsuninni í New York og einnig hvemig Mafíósamir mjólka þar fataiðnaðinn. Var rætt við nokkra kaupmenn í New York er sögðu hreint út að þeir ættu ekki annars úrkosti en að skipta við Mafíuna. Sannarlega fróðleg lexía fyrir þá fijálshyggjupostula er halda því fram að afnám laga og reglna á viðskiptasviðinu auki ætíð á fijálsræðið og samkeppnina. í New York virðist raunin hafa orð- ið sú að ósvífnustu og harðskeytt- ustu innflytjendumir það er ítalimir hafa í raun náð að einoka ^olmarga þætti viðskiptalífsins. Aðferðin er sáraeinföld. Fátækir innflytjendur hafa ætíð þurft á fjármagni að halda til að koma undir sig fótunum í harðskeyttum viðskiptaheimi New York borgar. ítalimir buðu fram lánsfé sem ekki fékkst í bönkunum nú og ef menn gátu ekki borgað „vextina" eignuðust lánadrottnam- ir gjaman hlut í fyrirtækjunum og fyrr en varði réðu þeir nánast öllum markaðinum. í heimildar- myndinni var til dæmis sýnt frá brúðkaupi í New York þar sem Mafían lagði ekki bara til veislu- föngin heldur og límúsínumar, skreytingamar, brúðarkjólinn, hljómsveitina sum sé allan pakk- ann. í fyrrgreindu brúðkaupi gékk háttsettur Mafíuforingi í hjónaband og þar mættu náttúrulega félagarn- ir nafnkunnir kaupsýslumenn flestir hveijir. Og að sjálf sögðu var prest- ur mættur á staðinn því Mafíósamir vilja sýnast trúræknir. í þessum myndaflokki fínnst mér hið illa hafa opinberast í mynd blóðpeninganna er streyma frá eiturlyfjasölunni og ekki hvað síst frá okurvöxtunum. Síðan hverfa þessir peningar inní hagkerfíð og fyrr en varir eru verk- færi Satans orðnir hvítþvegnir engiar í samfélagi er dýrkar hina ríku. x, . Olafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Rás 1: Sálmabókin 1886 22 ■I í kvöld flytur 00 séra Sigutjón ““ Guðjónsson er- Sr. Siguijón Guðjónsson. indi um merka sálmabók frá árinu 1886. Hún er einkum merkileg fyrir þær sakir að þar stóðu að útgáfu sjö góð sálma- skáld, og komu þá fram í fyrsta skipti fjöldinn allur af sálmum, sem enn þann dag í dag em þeir sálmar, sem helst eru sungnir við messugjörð. Þessi skáld vom m.a. þeir Matthías Jochumssom, Steingrímur Thorsteins- son, Helgi Hálfdánarsson og Bjöm Halldórsson í Laufási. Hafa líklega aldrei verið uppi á sömu tíð jafn- mörg sálmaskáld svo atkvæðamikil sem þama vóm og ber bókin þess glögg merki. Huey Lewis & The News njóta nú mikilla vinsælda á „Eurochart", sem áhorfendur Stöðvar tvö taka þátt í að velja. Stöð tvö: Um myndrokk ■■■■ Daglega er á noo ólæstri dagskrá — Stöðvar tvö myndrokk ýmiskonar, sem hingað er sent með gervi- hnetti Music Box. Því miður hefur ekki verið unnt að birta dagskrá hvers þáttar, en hér á eftir verður greint frá helstu skiptingu tónjistar. Á mánudögum em leikin lög af breska vinsældalist- anum og stjómar Simon Potter þeim þætti. Á þriðjudegi situr skiýt- inn fíigl að nafni Timmy í sjónvarpssal og kynnir ný- bylgjulög. Þungarokksunnendur geta tekið fram leðuijakk- ana á miðvikudögum, því þá er þátturinn Power Hour á dagskrá í umsjá Amöndu og Dante. Á fimmtudögum em kynntar nýjar kvikmyndir og gjaman þau lög úr þeim, sem líkleg þykja til vin- sælda. Á föstudag klukkan fimm em leikin lög af bandaríska vinsældalistan- um, en eftir miðnætti er margþætt dagskrá skreytt viðtölum við þekkt fólk, tískusýningum o.fl. Á laugardögum klukkan fímm em leikin gömul vin- sæl lög, en eftir miðnætti em kynnt hundrað vinsæl- ustu lög Evrópu. Það skal tekið fram að áhorfendur Stöðvar tvö geta tekið þátt í því vinsældavali, með því að gefa upp þijú uppá- haldslög sín. UTVARP ÞRIÐJUDAGUR 2. desember 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Páll Benediktsson, Þor- grimur Gestsson og Lára Marteinsdóttir. Fréttir eru sagöar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 7.20 Daglegt mál. Guömund- ur Sæmundsson flytur þáttinn. 9.00 Fréttir. 9.03 Jólaalmanakið. „Brúðan hans Borgþórs", saga fyrir börn á öllum aldri. Jónas Jónasson les sögu sína (2). Jólastúlkan sem flettir alm- anakinu er Sigurlaug M. Jónasdóttir. 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesiðúrforustugreinum dagblaðanna. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Heilsu- vernd. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Glópagull", ævisöguþættir eftir Þóru Einarsdóttur. Hólmfríður Gunnarsdóttir bjó til flutnings og byrjar lesturinn. 14.30 Tónlistarmaður vikunn- ar. Haukur Morthens. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá Vesturlandi. Umsjón: Ásþór Ragnarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö. Stjórn- andi: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Síðdegistónleikar. a. Jörg Baumann og Klaus Stoll leika saman á selló og kontrabassa Rondó í C-dúr og Stef með tilbrigöum i G-dúr eftir Ignaz Pleyel og Sónötu eftir Franz Benda. b. Kvartett i d-moll fyrir flaut- ur og fylgiraddir eftir Georg Philipp Telemann. Franz Vester, Joost Tromp og Jeanette van Wingerden leika á flautur, Brian Pollard á fagott, Anne Bylsma á selló og Gustav Leonhardt á sembal. 17.40 Torgið — Samfélags- mál. Umsjón: Bjarni Sig- tryggsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guð- SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 2. desember 18.00 Dagfinnur dýralæknir (Dr. Dolittle). Sjötti þáttur. Teiknimyndaflokkur gerður eftir vinsælum barnabókum eftir Hugh Lofting. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. 18.20 Fjölskyldan á Fiðrildaey (Butterfly Island). Nýr flokk- ur. Fyrsti þáttur. Ástralskur myndaflokkur í átta þáttum fyrir börn og unglinga um ævintýri á Suð- urhafseyju. Þýðandi Gunnar Þorsteinsson. 18.50 Skjáauglýsingar og dag- skrá 18.55 íslenskt mál Sjötti þáttur. Fræðsluþættir um myndhverf orðtök. Um- sjónarmaður Helgi J. Hall- dórsson. 19.00 Poppkorn Tónlistarþáttur fyrir táninga á öllum aldri. Þorsteinn Bachmann kynnir músík- myndbönd. Samsetning: Jón Egill Bergþórsson. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Sómafólk (George and Mildred). 4. Barnahjal. Breskur gam- anmyndaflokkur. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar 20.40 ( örlagastraumi (Maelstrom). 5. Ofan í hringiðuna. Breskur framhaldsmynda- flokkur í sex þáttum. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. 21.30 Heimurinn fyrir hálfri öld 3. Skynsemin bíður ósigur. (Die Welt der 30er Jahre). Þýskur heimildamynda- flokkur í sex þáttum um það sem helst bar til tíðinda á árunum 1929 til 1940 í ýmsum löndum. ( þriðja þætti verður lýst skamm- æru lýöveldi i Þýskalandi og valdatöku Hitlers, sigri fas- ista á italiu, innrás Muss- olinis i Abessiníu og loks borgarastyrjöld á Spáni. Þýðandi Veturliöi Guðna- son. Þulur Guðmundur Ingi Kristjánsson. 22.25 Kastljós Þáttur um erlend málefni. 23.00 Fréttir í dagskrárlok. STÖDTVÖ ÞRIÐJUDAGUR 2. desember 17.00 Myndrokk 18.00 Teiknimynd 18.30 Morðgáta (Murder She Wrote). Banda- rískur leynilögregluþáttur. 19.30 Fréttir 19.55 f návígi Innlendur þáttur í umsjón Páls Magnússonar. 20.25 Klassapíur (Golden Girls). Bandarískur gamanþáttur. 20.50 Þrumufuglinn (Airwolf). Bandarískur fram- haldsþáttur. 21.35 Hengingarólin (Rope 80). Bandarisk kvik- mynd eftir Alfred Hitchcock frá 1948. Tveir ungir menn, Douglas og Dick, myrða einn skólafélaga sinn að gamni sínu og dirfast svo til þess að bjóða vinum og fjölskyldu til ibúöar sinnar eftirá, með likið faliö í íbúð- inni. Aðalhlutverk eru leikin af James Stewart, John Dall, Cedric Hardwicke og Joan Chandler. 22.50 Þjófur á lausu (Bustin Loose). Bandarisk kvikmynd með Richard Pry- or og Cicely Tyson i aðal- hlutverkum. Barnaathvarfinu í Claremont er lokað vegna fjárhagsörð- ugleika. Vivian Perry ákveð- ur að bjarga börnunum og fær til liðs við sig vandræöa- manninn Joe Braxton sem á yfir höfði sér margra ára fangelsisdóm. Upphefst nú ævintýralegt ferðalag þvert yfir Bandaríkin. Endursýn- ing. 00.15 Dagskrárlok. mundur Sæmundsson flytur. 19.35 Lestur úr nýjum barna- og unglingabókum. Um- sjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Ágústa Ólafsdóttir. 20.00 Tætlur. Umræðuþáttur um málefni unglinga. Stjórn- endur: Sigrún Proppé og Ásgeir Helgason. 20.40 íþróttaþáttur. Umsjón: Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson. ÞRIÐJUDAGUR 2. desember 9.00 Morgunþáttur i umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Barnadagbók i umsjá Guðríður Haralds- dóttur að loknum fréttum kl. 10, Matarhornið og get- raun. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 21.00 Perlur. José Feliciano og Eartha Kitt. 21.30 Útvarpssagan: „Jólafrí í New York" eftir Stefán Júli- usson. Höfundur les (4). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Sálmabókin 1886. Séra Sigurjón Guðjónsson flytur erindi. 23.00 íslensk tónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 13.00 Skammtað úr hnefa. Stjórnandi: Jónatan Garð- arsson. 15.00 I gegnum tíðina. Þáttur um islensk dægurlög i um- sjá Ragnheiðar Daviðsdótt- ur. 16.00 í hringnum. Gunnlaugur Helgason kynnir lög frá átt- unda og níunda áratugnum. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni - FM 90,1 18.00-19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 ,989 ái rarei7i )AGUR 2. desember 07.00—09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar. Fréttalína, afmæliskveðjur og spjall til hádegis. Siminn er 611111. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Haröar- dóttur. Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgj- ast með því sem helst er í fréttum, spjalla við fólk og segja frá. Flóamarkaöurinn er á dag- skrá eftir kl. 13. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil ar siðdegispoppið og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00-19.00 Hallgrimur Thorsteinsson í Reykjavík síðdegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson kynnir 10 vin- sælustu lög vikunnar. 21.00—23.00 Vilborg Hall dórsdóttir. Vilborg sniður dagskrána við hæfi ungl inga á öllum aldri. Tónlist og gestir í góðu lagi. 23.00—24.00 Vökulok. Þægi leg tónlist og fréttatengt efni í umsjá fréttamanna Bylgj unnar. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp lýsingar um veður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.