Morgunblaðið - 02.12.1986, Síða 18

Morgunblaðið - 02.12.1986, Síða 18
í’8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 REDOXON Mundu eftir C-vítamíninu. Aðlögunartíma í bú- rekstrarbreyting- um verður að lengja Um búsetu og nýtingu landgæða 3. METSÖLUBOKIN? POTTÞETT UNGLINGABOK EFTIR METSÖLUHÖFUNDINN EÐVARO INGÓLFSSON eftir Vigfús B. Jónsson Það hefur löngum sótt í það horf hér á landi, að fólk utan af lands- byggðinni flytti búsetu sína til höfuðborgarsvæðisins. Slíkir flutn- ingar hafa verið miklir að undan- fömu og rekja menn það gjaman til þess, að farvegir fjármagnsins liggi um of til höfuðborgarsvæðisins og launamisgengi hefur myndast milli fólksins þar og fólksins í hinum ýmsu byggðum landsins. Því meiri sem þessir fólksflutn- ingar eru því meir falla eignir þeirra í verði, sem landsbyggðimar yfir- gefa og sumar byggðir veikjast svo að til landauðnar horfir á stómm svæðum. Þvílík þróun getur ekki talist góð, enda áhyggjuefni alls fólks sem hugsa vill á raunhæfan hátt. Það er ljóst að við íslendingar getum ekki lifað sem borgríki við Faxaflóa og eigum ekki framtíð sem sjálfstæð þjóð án þess að nýta á skynsamlegan hátt öll lands- og sjávargæði hvar sem þau er að finna. Það hlýtur því að vera lífsnauðsyn að veija hinn hefð- bundna byggðahring umhverfis landið eins og við verður komið. Hér er ekki bara um að ræða efnislega hluti, heldur og menning- arlega því þrátt fyrir eðlilega mikinn innflutning erlendrar þekk- ingar og menningar, þá hljótum við alltaf að byggja okkar menningu á íslenskum gmnni og skulum þá minnast þess, að rætur hinnar íslensku menningar liggja um allar byggðir landsins. En byggðir, sem greinilega standa verst em bændabyggðimar þar sem heil sveitarfélög riða til falls og þá einkum þær, sem byggja afkomu sína á sauðfjárbúskap. Upphaf vandans er að sjálfsögðu það, að ekki reyndist unnt að finna markað fyrir vömr hinna hefð- bundnu landbúnaðargreina. Vorið 1985 vom sett ný lög um framleiðslu, stjómun og sölu land- búnaðarafurða. Þessi lög gerðu ráð fyrir því að framleiðslu hinna hefð- bundnu landbúnaðarvara yrði stilit við innanlandsmarkaðinn og jafn- framt reynt að taka upp nýbúgrein- FRAMLAG OKKAR TIL JÓLABAKSTURSINS í ÁR, KÓKOSBOLLUKREM OG TERTUKREM í tilefni jólanna gef- um við nú 20% afslátt af kókos- bollukremi og tertu- kremi. Aður kr. 75.- Nú kr. 59,50. Fæst í næstu matvöru- verslun M A L A ar til móts við samdráttinn í hinum hefðbundnu, þá er í lögunum gert ráð fyrir 5 ára aðlögunartímabili til þessarar umþóttunar. Það er að líkum að aldagömlum framleiðsluháttum og búrekstrar- formum verður ekki breytt á örskömmum tíma, enda þegar ljóst að sá aðlögunartími, sem umrædd lög gera ráð fyrir, er alltof stuttur og þarf að lengja hann að mun. Slík framlenging er auðvitað ekki útlátalaus, en dýrara gæti það orð- ið ef þetta vandamál, sem að sjálf- sögðu er vandamál allrar þjóðarinn- ar, leystist ekki heldur bara flyttist til í þjóðfélaginu og þá auðvitað beint inn á hinn almenna vinnu- markað í landinu. Allir ættu að geta séð aðstöðu þess fólks, sem þegar hefur verið úthlutað svo naumu sölumarki að ekki er lífvænt af. Leið þess hlýtur að liggja úr heimahögum, ef ekki fæst að gert. Vert er að vekja athygli á því að þetta mikla kjötfjall, sem barist er við, er ekki nærri því allt úr lambakjöti og hefur ekki minnkað þótt bændur hafí stórfækkað sauð- fjárstofninum. Það vekur því furðu, að ekki skuli tekin upp nein stjómun í öðr- um kjötframleiðslugreinum. Þar sem dilkakjötsframleiðslan er þjóð- hagslega séð langhagkvæmust bæði með tilliti til auðlindanýtingar svo og þess, að hún leggur ullar- og skinnaiðnaðinum til geysimikið hráefni. Þá vekur það einnig furðu að sú fækkun, sem fram hefur farið á sauðfjárstofninum, virðist hafa ver- ið framkvæmd gjörsamlega án tillits til gróðurfars landsins. Nú hefur Framleiðnisjóður gert bændum tilboð um kaup á fram- leiðslurétti þeirra og geta þeir, sem því taka annað hvort hætt búskap eða tekið upp nýjar búgreinar. Um tilboð þetta má sjálfsagt margt gott segja, en þó virðist það geta verið tvíbent í sumum tilfellum. Það er tæpast eðlilegt að hver sem er eigi rétt á slíku því þeir, sem ekki þurfa á því að halda, gætu misnot- að aðstöðu sína og væri ekki óeðlilegt að hafa samráð við sveitar- stjómir og ráðunauta um þvílíka verslun. Hitt er svo rétt að íhuga að þótt Vigfús B. Jónsson „Vert er að vekja at- hyg-li á því að þetta mikla kjötfjall, sem barist er við, er ekki nærri því allt úr lamba- kjöti og hefur ekki minnkað þótt bændur hafi stórfækkað sauð- fjárstofninum. “ bændur eigi ýmissa kosta völ varð- andi nýtingu landgæða og með breyttum atvinnuháttum, ef þeir fá nægan tíma til, þá er greinilega fyrir stafni ófyrirséð fækkun byggðra bóla á Islandi. Hins vegar er ekki sama hvar og hvemig sú fækkun fer fram og ófært að kylfa sé látin ráða kasti í því efni. Mér finnst eðlilegt, að fólk, sem byggir kostalitlar, illa uppbyggðar og af- skekktar jarðir eigi kost á því, að selja þær til ríkis eða sveitarfélaga svo það þurfi ekki að ganga alls- laust frá sínu. Við verðum að hafa þrek til að horfast í augu við stað- reyndir og gera það upp við okkur hvaða byggð ból á Islandi við getum varið falli. Ég vil svo að lokum taka það fram, að í mínum augum stendur byggt ból ekki undir nafni nema að fólkið, sem þar býr, eigi í öllu falli jafngóða afkomumöguleika og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Höfundur er bóndi á Laxamýri t N-Þing. og varaþingmaður Sj&lf- stæðisflokkains á Norðurlandi eyatra. Bjamfríður Leósdóttir og Elísabet Þorgeirsdóttir. Lífssaga Bjarn- fríðar Leósdóttur BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér bókina í sannleika sagt, en svo nefnist lífssaga Bjamfríðar Leósdóttur á Akra- nesi. Elisabet Þorgeirsdóttir skráði. í frétt frá Forlaginu segir m.a.: „Bjamfríður rekur sögu sína á op- inskáan og heiðarlegan hátt. Lýsing hennar á hlutskipti drykkjumanns- konunnar er ein eftirminnilegast frásögn bókarinnar. Hún segir tæpitungulaust frá baktjaldamakki og sölumennsku hugsjóna í verka- lýðshreyfingunni og hlífir hvorki sjálfri sér né öðrum. Að baki alvör- unni býr leiftrandi skopskjm, hvort heldur hún segir frá óvæntum ævin- týrum áhugaleikara á Akranesi, lýsir hlutskipti þeirra sem tóku út þroska sinn á stríðsámnum eða rify ar upp landleguslagsmál á síldarár- unum.“ í sannleika sagt er 256 bls. Aug- lýsingastofan Krass/Anna Ágústs- dóttir hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.