Morgunblaðið - 02.12.1986, Síða 21

Morgunblaðið - 02.12.1986, Síða 21
MORGUNBLAJÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 21 brjóta um blaðið og málefnið til mergjar. Læt ég því myndir fylgja máli. Þeir sem fylgjast með sjón- varpssendingum sjá vaksýn. Vakverpi mætti nefna vaka þann, sem nú mun æ oftar sjást við sjón- deildarhring. Rökrétt er, því að mannvirki þetta gleypir vakorku þá, ' sem fellur á keilusniðsflötinn og verpir henni inn í eins konar trekt- arvaka. Ut kemur víðsýni Islend- inga. Utvarp Bráðum verður tæknin komin á það stig, er reyndar með gildistöku tjávarpslaga komin svo langt, að greina verður á milli útvarps og landvarps. Landvarp er varp það, sem jarðbundið er inni í strengjum, þótt ýtt sé út með vaktíðnistraum- um. í þröngum skilningi er þetta ekki vak, en eigi sé ég ástæðu til þess að amast almennt við tilslökun- um í rökfræði, þegar kerfíshlutar eru tengdir vakinu. Stuðningsmenn Nú er komið að því að leita stuðn- ings manna á Norðurlandi við þessa orðvakningu. Veit Sveinki vel, að smekkmenn vilja ekki mynda orð úr skammstöfunum. Má þó gera undantekningu. Það, sem sent verð- ur út þráðlaust frá Ríkisútvarpinu, má segja að sé Radíó Ríkisútvarp. Svo kynna menn sig um allan heim. Því telst rétt að segja: Ríkisútvarp, vak — RÚVAK. Mætti þá vekja alla landsmenn, sem vakviðavekjara hafa á náttborðinu með ávarpinu: Þetta er rúvak, góðan dag.. . Gufu- radíó Reykjavík verður gamaldags. Fleiri þarf til fulltingis, ef áhrif skal hafa á íslenzka tungu. Ekki ætla ég mér þá dul í einni grein að gera út um málið. Reyna skal ég þó mitt bezta. Ekki er ensk tunga hin ómerki- legasta, sem til er í heiminum. Bull er, að binda megi hugsanir manns við íslenzkan orðaforða. Slíkt væri remban ein að segja svo, hver sem gerði, og hananú. En Þymirós er á meðal íslenzkra blóma, Keflavíkurvallarradíóið. Skammstafanir eru ær og kýr þeirra í KEF. Hið stytzta skiljanlega kynni að vera K-vak. Ættu þá sum- ir að geta sætzt á, að vak geri þetta framandi kvak, á ensku quack. Annars er að verða gamaldags að amast yfír kvakinu. Nú miklast menn á vak-Bylgju yfir því að þjóna betur hermönnum en herstjóm ger- ir. Vonandi amast þó ekki valda- menn í vestri við íslenzkum vaköldum. Nú veit ég ekki, hverra fleiri skyldi höfða til um stuðning góðum málstað, kannski til þín, les- andi góður. Óteljandi orð vantar til þess að lýsa þeim fyrirbærum, sem menn hafa séð í vaktækninni. Treysti ég félögum mínum, hveijum á sínu Spakmælabókin BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örl- ygur hefur gefið út Spakmæla- bókina — fræg og fleyg orð í gamni og alvöru. Torfi Jónsson safnaði efninu, setti saman og þýddi. Efni bókarinnar skiptist í eftir- farandi meginkafla: Um sjálfan mig, Um minn betri mann, Um mig og alla hina, Um vináttu, Um ástina, Um konur og karlmenn, Um hjónabandið, Foreldrar og börn, Listin að lifa, Um siðfræði, Sannleikur og lygi, Um mál og vog, Vinna — hvíld — ferðalög, Um peninga, Skoðun — tíska, Um hyggindi, Fróðleikur, Bókmenntir, Um listir, Um trú, Nokkur orð um tímann, Um heilbrigði og sjúk- dóma, Einstaklingur — samfélag, Speki og spaugsemi, Nafnaskrá. Hver þessara meginkafla skiptist svo í fjölda undirkafla. Spakmælabókin er sett, um- brotin og fílmuð hjá Filmur og prent, en prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar. Hún er bundin hjá Amarfelli hf. Kápu hannaði Hrafnhildur Sigurðardóttir. Torfi Jónsson. sviði, vel til þess tengja þrjá stafí við annan stofn. Sjaldan, held ég, þurfi s til þess að tengja. Mér fínnst megi fara fijálslega að og setja s á milli, þar sem vel þykir fara á vörum. Niðurlag- Þótt umtalsverðar sveiflur hafí vaknað út frá þessum stormi um hugðarefni mitt, vona ég samt að ekki verði vansæmandi íslenzkri tungu. Ég fínn mig á þeim vett- vangi minni máttar en margur almúgamaðurinn er, vil bæta mitt ráð. Ætla ég mér, borgarinn, ekki stórt, er reyndar feiminn að fara fram. Látum þó þetta flakka. Tungan er ekki, frekar en listin, tungan vegna tungunnar. Eins og ég áður sagði rugluðust tungumar, er guð fór út í upphafi. Þá varð vak. Sameinumst um orðið. Höfundur er verkfræðingur. DmMÆlD—íMÆl L ausnin/ STEYPTAR AKRÍL-NEGLUR Efþú ert ekkiánœgÓ meðþínar e/g/n neglur, hafðuþá samband við Ebbu hjá hárstofu Cortex Œ B B BI B B B BERGSTAÐASTRÆTI28A, S: 621920. Það er ekki alltaf hægt að hlaupa úr vinnunni til þess að greiða reikningana Enda ástæðulaust þegar hægt er að fara í Hraðbankann hvenær sem er sólarhringsins. Afgreiðslustaðir Hraðbankans eru á eftirtöldum stöðum: • Borgarspftalanum • Landsbankanum Breiðholti • Landsbankanum Akureyri • Landspltalanum • Búnaðarbankanum, aðalbanka • Búnaðarbankanum viö Hlemm • Búnaðarbankanum Garðabæ • Sparisjóði Vélstjóra • Samvinnubankanum Háaleitisbraut • Útvegsbankanum Hafnarfirði • Sparisjóði Keflavíkur • Sparisjóði Reykjavfkur og nágrennis • Landsbankanum, aðalbanka. NOTAÐU SKYNSEMINA - NOTAÐU HRADBANKANN! og gerðu upp reikningana AUKhf X2.12/ SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.