Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 Hugleiðingar um starfslok eftir Margréti Thoroddsen Þann 7. október sl. birtist í Morg- unblaðinu athyglisverð grein eftir læknana Ólaf Ólafsson og Þór Halldórsson um mannréttindi og eftirlaunaaldur. Þar segir m.a.: „Það eru mannréttindi að halda óskertum starfsréttindum svo lengi sem hæfni og starfsorka bjóða." Áður hafði ég lesið í Þjóðviljanum svipuð ummæli eftir landlækni, en þá sagði hann jafnframt: „Lög, sem koma í veg fyrir það, eru andstæð læknisfræðilegum staðreyndum og bijóta trúlega gegn mannréttinda- skrá Sameinuðu þjóðanna, sem kveður skýrt á um rétt allra til vinnu." Haustið 1982 flutti ég nokkur erindi í Ríkisútvarpinu um málefni aldraðra og þar vakti ég m.a. at- hygli á að æskilegt væri að endur- skoða Iög um aldurshámark opinberra starfsmanna. Vonaðist ég til að það yrði kveikja að umræð- um um þessi mál, en mér varð ekki að ósk minni þá. Þessvegna fagna ég sérstaklega að málsmetandi menn skuli hafa opnað þessa um- ræðu nú. Freistaðist ég því til að endurtaka nokkuð af því, sem ég sagði í umræddu útvarpserindi. Árið 1935 voru samþykkt lög á Alþingi um aldurshámark opinberra starfsmanna, þar sem þeim er gert skylt að hætta störfum við 70 ára aldur, að undanskildum þó ráð- herrum, alþingismönnum og fleir- um, sem kosnir eru í almennum kosningum. Um gildi þessarar lagasetningar á þeim tíma skal ég ekki tjá mig, en þó veit ég dæmi þess, að menn með fulla starfsorku, sem þá voru skyldaðir til að hætta, biðu verulegt tjón á sál og líkama af þeim sökum. En ástæðan til þess að ég drep á þetta hér er sú, að jafnvel þó þetta hafí verið réttlætanlegt fyrir 51 ári, þá hafa viðhorfin breyst svo mikið, að ærin ástæða væri til að taka þessi mál til gaumgæfilegrar endurskoðunar. Samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands var meðalaldur karlmanna 60,9 ár á árunum 1930—1940, en samkvæmt nýjustu tölum er hann orðin 74,74 ár. Meðalaldur karl- manna hefur sem sagt hækkað um tæp 14 ár. Sambærilegar tölur hjá konum hafa hækkað á þessum árum úr 65,6 árum í 80,22 ár eða um tæp 15 ár. En það er ekki aðeins, að meðal- aldur fólks hafi tekið slíkum stökkbreytingum, heldur hefur hin stórbætta heilbrigðisþjónusta haft þau áhrif, að fólk er einnig við miklu betri heilsu fram eftir aldri. Að vísu er sumt fólk um sjötugt orðið lasburða og treystir sér ekki til að vinna lengur. Svo eru aðrir, sem hlakka til að komast á eftirlaun til að hafa tækifæri til að sinna sínum hugðarefnum. Hitt er staðreynd, að fyöldi fólks á þessum aldri er við bestu_ heilsu og hefur ágætt starfsþrek. í starfí mínu hef ég mikið samband við fólk í þessum aldurshópi og hef ég orðið áþreifanlega vör við, hve mörgum fellur þungt að þurfa að hætta að vinna. Þeim er það mikið kvíðaefni og fínnst að í því felist einhverskonar útskúfun frá sam- félaginu og eru margir, sem brotna undan því fargi. Starfsgleði er það afl, sem gefur lífí margra aldraðra fyllingu, og öllum er nauðsynlegt, jafnt ungum sem öldnum, að hafa næg viðfangs- efíii. Fáir þola einangrun og aðgerðaleysi án þess að brotna sam- an líkamlega eða andlega. Verður þetta fólk þá baggi á þjóðfélaginu í stað þess að vera áfram virkir þjóðfélagsþegnar. Væri því ekki sanngjamt að breyta lögum um hámarksaldur þannig, að fólki væri í sjálfsvald sett hvort það vill villa lengur en til sjötugsaldurs? En jafnframt ætti að vera meiri sveigjanleiki, þannig að opnir væru möguleikar á flutn- ingi í starfi og þessir aldurshópar ættu kost á að vinna hluta úr stafí og þá við rólegri störf þar sem minna álag væri, helst hjá sömu stofnun. Mjög athyglisverð er sú tilhögun hjá kennurum, að kennsluskylda minnkar með hækkandi aldri. Ef til vill mætti taka upp eitthvað svip- að form hjá öðrum starfsstéttum. Ég minntist í upphafi sérstaklega á lög um hámarksaldur opinberra starfsmanna, en auðvitað ættu sömu reglur að gilda fyrir aðrar starfsstéttir. Þó er það svo, að menn í einkageiranum virðast oft geta haldið starfí sínu lengur eftir að eftirlaunaaldri er náð og að það sé fremur komið undir samkomu- lagi launþega og vinnuveitenda. Að mínu mati hefur þjóðfélag okkar vart efni á að missa góða og stöðuga starfskrafta frá vinnu vegna aldurs, heldur væri hægt að nýta reynslu þeirra eldri, t.d. við ýms ráðgjafarstörf. Gæti það einnig orðið til þess að meiri virðing væri borin fyrir eldra fólkinu, sem byggt hefur upp þetta þjóðfélag. Nýlega var ég að blaða í bók, sem út kom fyrir nokkrum árum og heitir Aftanskin. Var hún gefín út á'vegum sjómannadagsráðs og eru þetta ritgerðir og minningar manna með sjötíu ára lífsreynslu eða meira að baki. Er margan fróð- leik að fínna um líf og störf þessara manna, sem margir eru þjóðkunnir. En áberandi fínnst mér hve hjá mörgum þeirra kemur fram það álit, að það sé óhagstætt að binda starfslok við ákveðinn aldur. Baldur Johnsen, yfírlæknir, er einn þeirra, sem skrifa í þessa bók, og ber grein hans yfírskriftina: „Enginn er eldri en einstakar frum- ur hans og líffæri." Þar ræðir hann um hina miklu fjölgun fólks, sem kemst yfír sjötugt og áttrætt og eigi það sér eflaust margar orsakir. Nefnir hann þar fyrst bætta holl- ustuhætti svo og lífsskilyrði, §ölda- Margrét Thoroddsen „Starfsgleði er það afl, sem gefur lífi margra aldraðra fyll- ingu og öllum er nauðsynlegt, jafnt ung- um sem öldnum, að hafa næg viðfangsefni. Fáir þola einangrun og aðgerðaleysi án þess að brotna saman líkam- lega eða andlega. Verður þetta fólk þá baggi á þjóðf élaginu í stað þess að vera áfram virkir þjóðfélagsþegn- ar.“ bólusetningar og aðrar ónæmisað- gerðir. Einnig útrýmingu margra alvarlegra sjúkdóma, uppgötvun fúkalyfjanna og hinar geysilegu framfarir á sviði læknisfræðinnar. Hann bendir líka á Qölda frammá- manna í ýmsum löndum, sem hafí haldið fyllstu starfskröftum fram yfír sjötugt. Síðan segir Baldur: „Það er þess- vegna ekki að undra, þótt við spyijum sjálf okkur, hvort skil- greining ellinnar sé ekki að ein- hveiju leyti röng og þurfti að taka upp nýja túlkun á henni. Ekki sé nóg að miða við ár, sem liðin séu síðan maðurinn fæddist. Það væri e.t.v. meira í samræmi við stað- reyndir að gera rannsókn á heil- brigði einstaklingsins og síðan að reyna að meta þann árafjölda, sem hann ætti eftir að lifa og starfa. Miða þannig aldurinn fremur við starfsgetu heldur en við æviárin." Síðar í grein sinni segir hann: „Það er augljóst að taka verður upp alveg nýja afstöðu í mati starfsgetu gamla fólksins og þar með afskrifa hin gömlu skrifstofíitilbúnu hámörk starfsgetu og láta í þess stað hina raunverulegu hæfni ráða, sem ákveðin verði eftir nákvæma lækn- isfræðilega rannsókn á hlutaðeig- andi starfsmanni." Þetta eru mjög athyglisverð ummæli læknis, sem var um árabil forstöðumaður Heil- brigðiseftirlit ríkisins. Ummæli læknanna Ólafs Ólafs- sonar og Þórs Halldórssonar eru á svipaða lund, þar sem þeir segja í umræddri blaðagrein: „Áður fyrr var rosknu fólki talið hollast að setjast í helgan stein og hvflast, en það kemur ekki heim við nútíma læknisfræðiþekkingu. Vinnulok við 65—70 ára aldur leiða oft til óvirkni (stöðnunar). Slíkt er ekki læknis- fræðilega réttlætanlegt eins og nú horfir við og leiðir oft til ótíma- bærrar hrömunar og innlagnar á stofnanir eins og mörg dæmi em til um. Meðferð öldrunar er ekki algjör hvfld heldur örvun huga og líkama." (Leturbreyting lækn- anna.) Hér hafa verið tilfærð ummæli þriggja valinkunnra lækna um álit þeirra á lögskipuðum starfslokum. En nú væri áhugavert að heyra álit sljómmálamanna á þessum málum, því eflaust kæmi til kasta Alþingis að §alla um þau mál. Skyldu ekki einhveijir núverandi eða verðandi alþingismenn hafa áhuga á að beita sér fyrir því að lög um starfslok verði tekin til end- urskoðunar og gerð sveigjanlegri? Væri nema eðlilegt að álit mikils- virtra lækna væri lagt til grundvall- ar og einnig höfð hliðsjón af því hve gífurlega meðalaldur íslend- inga hefur hækkað síðan lög um hámarksaldur opinberra starfs- manna voru sett fyrir 51 ári. Höfundur er deildarstjóri ífélags- máia- og upplýsingadeild Trygg- ingastofnunar ríkisins. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Reggi og Gorbi Það er að bera í bakkafullan lækinn að dásama auglýsinguna og landkynninguna mjklu, sem fundur stórleiðtoganna á íslandi í septem- ber hafði í för með sér. Það er varla að maður kíki á fréttaþátt í sjón- varpi eða hlusti á útvarp, að ekki heyrist ýmsar útgáfur á nafninu á borginni við Sundin: Reykjavík, Rægjavíg, Rekkjavik, Rægeviik, Regjaveig, Rekkivík. Næstum tveimur mánuðum eftir hinn sögu- lega fund, er enn verið að deila um það, hvað raunverulega hafí verið sagt og gert á þessari örlagaríku helgi í Höfða. Allur heimurinn veit, hve vel fundurinn var undirbúinn. Fjöldinn allur af fólki lagði þar hönd á plóg- inn og vann nótt sem nýtan dag. Brosandi borgarstjómarmenn gerðu sitt, efablandnir embættis- menn gerðu sitt, fjálglegir Qöl- miðlamenn gerðu sitt, svipljótir Sovétmenn gerðu sitt, bamalegir Bandaríkjamenn gerðu sitt, spaug- lausir stjómarmenn gerðu sitt, luralegir lögreglumenn gerðu sitt og glottandi gestgjafar gerðu sitt. Semsagt, allir unnu eins og skepnur og skiluðu sínu, nema tveir. Hveijir voru það? Það voru kallamir, Reggi og Gorbi! Þegar til baka er litið, þá var hegðun þeirra all furðuleg. Þeir héldu allri heimsbyggðinni í spennu heila helgi, og fjölmiðlar voru upp- fullir af fréttum um stórkostlegan árangur og alheimsafvopnun. Síðan koma þeir kappamir út úr Höfða á sunnudagskvöld, grútfúlir og með manndrápssvip, og segja, að alit hafí verið plat, enginn árangur hafi náðst og enginn framhaldsfundur verið ákveðinn. Fljótlega þar á eftir fór að breyt- ast tónninn, þegar embættismenn- imir tókuað túlka hvað fram hafði farið. Og nú söng hver með sínu nefí. Rússar sökuðu Regga um að hafa verið ósveigjanlegan. Þeir sögðust hafa boðist til að henda á hauginn öllum sínum beztu eld- flaugum, ef Kanar vildu gera slíkt hið sama, og ef þeir vildu hætta við stjömustríðsáætlanir sínar. Regga-menn könnuðust ekkert við þessa túlkun, en sögðu, að tillögur Gorba hefðu verið óraunhæfar og óaðgengilegar. Hefðu þær verið settar fram með því markmiði einu að reyna að eyðileggja stjömu- stríðsrannsóknimar. Fyrst enginn virðist raunveru- lega vita, hvað gerðist í Höfða, get ég ekki séð, af hveiju það ætti ekki að vera óhætt fyrir mig að koma með mínar tilgátur um það, hver orðaskipti þeirra leiðtoganna hafi verið. Ekki vil ég þreyta ykkur á að birta allar samraeður þeirra, heldur grípa niður hér og þar. Þeir eru búnir að heilsast átröpp- unum, og em nú seztir niður inni í stofu. REGGI: „Gaman að sjá þig aft- ur, Gorbi. Þú lítur vel út. Þér er nú óhætt að taka ofan hattinn. Ljós- myndaramir em famir og ég veit vel um valbrána á skallanum. Vertu ekkert feiminn við mig, þótt ég sé útsendari auðvaldsins!" GORBI: „Við emm hattamenn, Rússar. í Moskvu em vetur harðir, og við leiðtogamir þurfum að standa tímum saman uppi á Kreml- armúmum á byltingardaginn. Við fengjum allir heilahimnubólgu, ef við hefðum ekki höfuðföt. Þú lítur sjálfur nokkuð vel út, Reggi, fyrir mann kominn á áttræðisaldurinn. Ertu í magabelti?" REGGI: „Hvemig var uppskeran hjá ykkur í haust? Er ekki hægt að selja ykkur eitthvað af komvöm á næstunni? Það em allar geymslur að springa hjá okkur þrátt fyrir það, að við borguðum bændum hundmðir milljóna dollara fyrir að draga úr ræktun." GORBI:„Biddu fyrir þér, okkar uppskera var ekki nærri nógu góð. Mér dettur í hug, að kannski væri hægt að hjálpa ykkur til að minnka ykkar uppskem og okkur til að auka okkar. yið skulum bara hafa bændaskipti! Ég sendi ykkur 10.000 rússneska bændur og fæ í staðinn jafnmarga ameríska. Það ætti að jafna metin!" Þeir hlógu báðir. Svo snem þeir sér að alvarlegri málum. GORBI: „Heyrðu Reggi, eigum við ekki að fara að hætta þessu vígbúnaðarkapphlaupi? Við eyðum báðir allt of miklum peningum í þetta. Líka get ég fullvissað þig um það, að við höfum engan áhuga á að leggja undir okkur Bandaríkin. Ég veit ekki, hvað við ættum við þau að gera. Sömuleiðis þykist ég viss um, að þið hafíð ekki áhuga á að ráða yfír Rússlandi. Mér sýnist þið eiga fullt í fangi með að stýra ykkar eigin landi. Þú ræður ekki einu sinni yfír þinginu í Washing- ton!“ Nú hló Gorbi einn. REGGI: „Ég trúi því vel, að Bandaríkin myndu verða of stór biti fyrir ykkur kommana. Þið verð- ið að láta ykkur nægja að leggja undir ykkur eitthvað af smærri löndum, en við skulum nú ekki vera að karpa um það, en ræða frekar afvopnunarmál. Ég legg til, að við drögum báðir til baka eldflaugar okkar í Evrópu." GORBI: „Hví stoppa þar? Ég segi burt líka með langdrægu eld- flaugamar á landi í Rússlandi og Ameríku!" REGGI: „Þá er eins gott að ræða líka eldflaugar i kafbátum og lang- fleygar sprengjuflugvélar. Við skulum bara leggja spilin á borðið." Körpuðu þeir nú drykklanga stund, en svo stakk Reggi upp á því, að þeir tækju sér hvfld, fengju sér kaffí og spiluðu Olsen Olsen. Þá tóku þeir upp léttara hjal. REGGI: „Hvemig gengur þér að fá landsmenn þína til að minna Vodkadrykkjuna?" GORBI: „Álíka vel og þér gengur að fá þína þegna til að minnka eitur- lyfjanotkun." Reggi var lunkinn í Olsen-keppn- inni, og varð Gorbi þá leiður á því, og þeir tóku aftur að ræða af- vopnunarmálin. Kom nú í ljós, að stjömustríðsundirbúningur Ameríkana var mikið hom í síðu Gorba, og lét hann það í ljós óþvegnum orðum. REGGI: „Þetta er bara öfund í þér, því ykkur hefír ekki tekist að finna út, hvemig á að skjóta niður kjama-eldflaugar með leysigeislum frá gervihnöttum. Þú ert bara öf- undsjúkur!" GORBI: „Við erum langt á undan ykkur í geimferðum og rannsókn- um. Okkar menn eru að byggja risastórar geimstöðvar og dveljast þar uppi mánuðum saman." REGGI: „Okkar vísindamenn eru ykkar langtum fremri og þið getið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.