Morgunblaðið - 02.12.1986, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986
[sautján komma eitt prósent]
Nafnvextir á Kjörbók eru 17,1% allt frá fyrsta degi.
Vextir eru reiknaöir tvisvar á ári þannig að
ársávöxtun getur farið yfir 18%.
Að auki er svo verðtryggingarákvæði
sem tryggir að eigendur Kjörbóka
njóta ávallt hagstæðustu kjara, hvað svo sem
verðbólgunni líður.
Kjörbókin er algjörlega óbundin, - einstök
ávöxtunarleið.
Mundu að þú þarft ekki að sætta þig við lægri vexti
en 17,1% og verðtryggingarákvæði að auki.
Notaðu Kjörbók.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Eg þekki menn...
Eg þekki menn er lauga sig í tinnusvörtu táli
tröllum kné sín beygja.
Menn er horfa á réttlætið til ösku brennt á báli
og bara sitja og þegja.
Menn sem kjósa hreinlega að halla réttu máli
hafa margt að segja.
Vita aldrei mæti þess að vera „drengur góður“
er vopnum slíkum beita.
Hvað varðar þá ef gerist sumra gleðidagur hljóður
sem grómsins alltaf leita.
Skyldi þessi rottuhópur gerast göngumóður
mun Gróa skjólið veita.
Leggur sínar krumlur yfir þessa þokkapjakka
sem þjóta um tún og engi.
Hnusa, grafa, klóra, bíta, naga, niður rakka
nærast vel og lengi.
Margir eiga kerling Gróu kynstur öll að þakka
kannski allt sitt gengi.
Jóhann Halldór Albertsson
Höfundur er lögfræðingur
Ný listaverkakort frá
Listasafni ASI og Lögbergi
LISTASAFN ASÍ og bókaforlag-
ið Lögherg hafa gefið út tvö ný
iistaverkakort. Á öðru kortinu
er myndin „Kompósisjón“ eftir
Jóhannes Jóhannesson, en á hinu
myndin „Norðurljós'* eftir Vetur-
liða Gunnarsson. Bæði málverkin
eru í eigu Listasafns ASÍ og eru
úr frumgjöf Ragnars í Smára til
stofnunar safnsins. Árið 1961 gaf
Ragnar „samtökum íslenskra
erfiðismanna" 120 verk eftir
ýmsa af mætustu listamönnum
þjóðarinnar. Prentsmiðjan Oddi
sá um litgreiningn og prentun
kortanna.
Þess má geta, að um nokkurra
ára skeið hefur verið samstarf milli
Listasafns ASÍ og Lögbergs um
útgáfu listaverkabóka og korta. Út
eru komnar 6 bækur í röðinni „ís-
lensk myndlist", sú sjötta kom á
markað á dögunum og fjallar um
Ásgrím Jónsson.
Bækur þessar og listaverkakort
eru til sölu í Listasafni ASÍ og
helstu bókaverslunum.
Orgeltónleikar
_________Tónlist
Egill Friðleifsson
Ungur Akumesingur, Bjöm
Steinar Sólbergsson, kvaddi sér
hljóðs sl. föstudagskvöld og hélt
orgeltónleika í Fríkirkjunni í
Reykjavík.
Bjöm lauk námi frá Tónskóla
þjóðkirkjunnar árið 1981, en þar
höfðu þau Fríða Lámsdóttir og
Haukur Guðlaugsson kennt honum.
Eftir það lá leiðin til Rómar og síðan
einnig til Parísar, þar sem hann
lauk einleikaraprófí, „Prix de Virtu-
osite", í júní sl. í haust hóf hann
störf sem organisti við Akureyrar-
kirkju og mega þeir norðanmenn
teljast heppnir að fá jafn vel mennt-
aðan og ágætan músíkant til starfa.
Á efnisskránni vom verk eftir
þá J.S. Bach, F. Liszt, C. Franck,
M. Duruflé, J.P. Leguay og C.M.
Widor. Eins og sjá má var frönsk
músík þama fyrirferðarmikil, enda
fáir ef nokkrir sem sinnt hafa orgel-
inu betur á þessari öid en einmitt
Frakkar.
Bjöm Steinar Sólbergsson hóf
leik sinn með preludíu og fúgu í
G-dúr BWV 541 eftir J.S. Bach.
Nokkuð virtist sviðsskrekkur há
Bimi í upphafi og var preludian
órólega flutt en betur gekk með
fúguna, sem á köflum var laglega
leikin, og á það einnig við um þætt-
ina úr Tríóinu í G-dúr, sem á eftir
fylgdi. Þá heyrðum við lokaþátt úr
fantasíu og fúgu um sálminn „ad
nos salutarem undam“ eftir F.
Liszt. Það er stórt stökk að hlaupa
úr tæmm stíl gamla Bachs í þykkan
og ábúðarmikinn tónbálk Liszts þar
sem krómatíkin kom mjög við sögu.
„Piéce heróique" eftir C. Franck er
gott verk með sterkri framvindu
sem leiðir til áhrifaríks lokaupp-
gjörs og var hér alivel flutt. En
best þótti mér Bimi takast upp við
seinni hluta efnisskrárinnar.
Scherzo op. 2 eftir M. Dumflé, en
harin lést á þessu ári, er fínleg og
nett tónsmíð, gædd sann-frönskum
anda, þar sem þeir Ravel og De-
bussy era ekki langt undan, og var
hér ljómandi vel leikin. Sömuleiðis
var gaman að kynnast tónsmíð J.P.
Leguay — Madrigal VII. Þótt verk-
ið minni lítið á hefðbundinn madrig-
al er það framsækið og áleitið og
vildi ég gjaman heyra það oftar.
Raddir orgelsins vom þama nýttar
á skemmtilegan og Iitríkan hátt.
Bjöm lauk svo tónleikunum með
þætti úr VI sinfóníu orgelsnillings-
ins C.M. Widor og átti þar góða
spretti.
Bjöm Steinar Sólbergsson er
efnilegur tónlistarmaður. Hann lék
á köflum ágætavel, einkum á síðari
hluta tónleikanna. Hann skortir
öryggi og reynslu enda ungur að
ámm og á framtíðina fyrir sér. Sem
fyrr segir mega Akureyringar vel
við una að hafa fengið slíkan mann
til starfa.