Morgunblaðið - 02.12.1986, Page 30

Morgunblaðið - 02.12.1986, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 Forval Alþýðubandalagsins Það sem ég er að gera fær mikiim hljómgnmn - segir Guðrún Helgadóttir alþingismaður „ÉG VIL auðvitað þakka þeim góður á þessum lista og þær þurfa fjölmörgu sem studdu mig í for- valinu og ég tek þetta mikla fylgi sem stuðning við þann málstað sem ég hef staðið fyrir og það gleður mig að það sém ég er að gera fær svona mikinn hljóm- grunn,“ sagði Guðrún Helgadóttir alþingismaður í samtali við Morg- unblaðið en Guðrún endaði í 2. sæti forvals Alþýðubandalagsins í Reykjavík. „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá þessa nýju félaga, Alfheiði og Olgu Guðrúnu svona ofarlega á listanum. Hlutur kvenna er óvenju ekki að kvarta," sagði Guðrún. - Nú hefur verið talað um flokka- drætti og ágreining innan Alþýðu- bandalagsins. Hefur prófkjörið lægt þessar öldur? „Það er varla hægt að tala um flokkadrætti, heldur hefur þar ein- faldlega verið ágreiningur um málefni þar sem fólk hefur viðrað skoðanir sínar. En vissulega hefur forvalið afmarkað Alþýðubandalagið betur og listinn er þannig skipaður að ég vænti þess að hann vinni góð- an sigur í komandi kosningum," sagði Guðrún Helgadóttir. Mjög ánægður með úrslit forvalsins Frá kjörfundi í forvali Aiþýðubandalagsins i Reykjavík um helgina. Morgunblaðið/Þorkell W M w \ 1 ■ ■ frfZ — segir Ásmundur Stefánsson „ÉG er mjög ánægður með þessi úrslit og tel þetta vera sigur- stranglegan lista," sagði Ásmund- ur Stefánsson forseti Alþýðusam- bands íslands sem hafnaði í 3. sæti í forvali Alþýðubandalagsins um helgina. - Nú færð þú færri atkvæði sam- tals en báðar konurnar sem lenda í næstu sætum fyrir neðan þig. Ert þú sattur við það? „Ég held að þetta sýni frekar hvað staða kvenna er sterk innan flokks- ins. Konumar komu allar mjög sterkt út í þessu forvali og ég bendi sérstak- lega á góða kosningu Alfheiðar Ingadóttur í 4. sætið." - En nú lendir þú í 3. sæti með ekki fleiri atkvæði og Þröstur Ólafs- son lendir í 6. sæti. Er verkalýðs- hreyfingin að missa áhrif sín innan flokksins? „Það er ljóst að það skemmdi fyr- ir okkur Þresti að við vorum báðir að sækjast eftir sæti ofarlega á lista, og ég tel það því sýna styrk verka- Iýðshreyfingarinnar að ég skyldi ná öruggu sæti.“ - Þröstur vill kenna átburðum í sambandi við samningaviðræðumar öðru fremur um hans úrslit. Ert þú sammála því? „Lygafrétt DV hafði vissulega mjög neikvæð áhrif bæði hvað varð- aði mig og Þröst. Það hafa einhveijir séð sér hag í að koma höggi á okkur með þessu móti. Svavar Gestsson hlaut flest atkvæði í 1. sæti Þröstur Ólafsson endaði í 6. sæti SVAVAR Gestsson formaður AI- þýðubandalagsins fékk flest atkvæði í forvali sem flokkurinn hélt í Reykjavík um helgina. Guðrún Helgadóttir alþingismað- ur fékk flest atkvæði i 1.-2. sætið, Ásmundur Stefánsson for- Samþykktir Dagsbrún- ar spilltu fyrir mér - segir Þröstur Olafsson „ÉG GERI ráð fyrir að þeir at- burðir sem gerðust í undangeng- inni viku, þegar Dagsbrún dró sig út úr samningaviðræðunum, hafi spillt verulega fyrir mér. Þetta var ekki túlkað sem skoðana- ágreiningur heldur upphlaup og skemmdarstarfsemi. Mér finnst það vera mjög ómálefnalegt að kenna forvadinu um þessar sam- þykktir Dagsbrúnar um kröfu- gerð í samningunum þvi þær hafa legið fyrir í næstum 7 vikur,“ sagði Þröstur Ólafsson fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar en hann endaði í 6. sæti í forvali Al- þýðubandalagsins i Reykjavík eftir að hafa stefnt á annað sætið. „Annars hef ég svosem ekkert um þessi úrslit að segja annað en að staðreyndimar liggja fyrir og niður- stöðumar á borðunu. Þetta er hinsvegar ekki það sem ég stefndi að, það er alveg ljóst." sagði Þröstur. seti Alþýðusambands íslands fékk flest atkvæði í 1.-3. sætið og Álfheiður Ingadóttir blaða- maður fékk flest atkvæði í 1.-4. sætið. Þröstur Ólafsson fram- kvæmdastjóri Dagsbrúanr, sem sóttist eftir öðru sæti listans, endaði i 6. sæti í forvalinu. Svavar Gestsson fékk 603 at- kvæði í 1. sæti listans en alls tóku 891 þátt í forvalinu. Svavar fékk 80 atkvæði í 2. sætið, 30 atkvæði í 3. sæti, 37 atkvæði í 4. sæti, 17 í 5. sæti, 14 í 6. sæti og 22 í 7. sæti, alls 683 atkvæði. Guðrún Helgadóttir fékk 192 atkvæði í 1. sætið, 236 atkvæði í 2. sætið, 137 atkvæði í 3. sætið, 73 atkvæði í 4. sætið, 37 atkvæði í 5. sætið, 22 í 6. sætið og 17 í 7. sætið, alls 714 atkvæði. Ásmundur Stefánsson fékk 5 atkvæði í 1. sætið, 209 í annað sætið, 144 í 3. sætið, 63 i 4. sætið, 62 í 5. sætið, 40 í 6. sæt- ið og 39 í 7. sætið, alls 562 atkvæði. Álfheiður Ingadóttir fékk 6 atkvæði í 1. sæti, 104 í 2. sæti, 200 í 3. sæti, 147 í 4. sæti, 91 í 5. sæti, 85 í 6. sæti og 68 í 7. sæti, alls 701 atkvæði. Olga Guðrún Ámadóttir rithöf- undur fékk flest atkvæði í 1.-5. sæti. Hún fékk 5. atkvæði í 1. sæti, 39 í 2. sæti, 117 í 3. sæti, 136 í 4. sæti, 125 í 5. sæti, 118 í 6. sæti, 95 í 7. sæti og alls 637 at- kvæði. Þröstur Ólafsson fékk 42 atkvæði í 1. sætið, 111 í 2. sæti, 48 í 3. sæti, 69 í 4. sæti, 67 í 5. sæti, 56 í 6. sæti og 38 í 7. sæti, alls 431 atkvæði. Guðni Jóhannesson formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík fékk 3 atkvæði í 1. sæt- ið, 59 í 2. sætið, 90 í 3. sætið, 64 í 4. sætið, 61 í 5. sæti, 40 í 6. sæti og 39 í 7. sæti, alls 433 atkvæði. Af öðmm frambjóðendur hlaut Amór Pétursson flest atkvæði, 419, Jóhannes Gunnarsson fékk 391 at- kvæði, Pálmar Halldórsson fékk 377 atkvæði, Steinar Harðarson fékk 250 atvæðí, Hörður. J. Odd- fríðarson fékk 178 atkvæði og Haraldur Jóhannesson fékk 117 atkvæði. Alls voru á kjörskrá 1454 en atkvæði greiddu 891 eða 61,3%. Þar af vom gild atkvæði 859. Fullveldishátíð stúdenta í Háskólabíó: Rætt um innra starf Háskólans. Fyrsta skóflustungan að nýjum hjóna- görðum tekin að lokinni hátíðinni Stúdentar héldu hátíðlegan í gær, sem endranær, fullveldis- daginn 1. desember. Hátíðar- samkoma var í Háskólabíó og að hátíðinni lokinni tók dr. Sigmundur Guðbjarnarson fyrstu skóflustunguna að nýj- um hjónagörðum. Heiðursgestur á hátíð stúdenta var Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands og var viðstaddur Sverrir Hermannsson menntamálaráð- herra. Eyjólfur Sveinsson formað- ur stúdentaráðs setti hátíðina og lýsti yfir ánægju sinni með það að stúdentar skyldu geta samein- ast um það að halda l.des hátí- ðlegan í stað þess að hátíðin væri misnotuð á pólitískan hátt. Hátí- ðamefndin, sem sá um fram- kvæmd hátíðarhaldanna í fyrra, breytti fyrirkomulaginu frá því sem áður var, þ.a. fulltrúar deild- arfélaganna skiptast á um að haida hátíðina og að þessu sinni voru það Orator, félag laganema, félag viðskiptafræðinema og félag stúdenta í heimspekideild sem sáu um framkvæmdina. Gestir á hátíðinni í gær fylltu hálft bíóið og hlaut dagskráin góðar undirtektir. Valborg Snæv- arr flutti erindi um akademískt nám og kennsluhætti og að því loknu söng Háskólakórinn nokkur lög. Að þeim söng loknum flutti aðalræðumaður dagsins, Flosi Ól- Morgunblaðið/Þorkell Dr. Sigmundur Guðbjarnarson háskólarektor flytur stutt ávarp að lokinni fyrstu skóflustungunni að nýjum hjónagörðum, þar sem hann óskaði tilvonandi íbúum velfarnaðar. afsson ræðu, sem Qallaði aðallega stæði. Að loknu hléi flutti Jón um það hvemig á veru sinni þama Torfi Jónsson erindi, þar sem hann reifaði ýmis viðhorf varðandi kennsluhætti í Háskólanum. Því næst flutti Páll Valsson íslensku- nemi ávarp þar sem m.a. benti á þjóðfélagslegt gildi æðri mennt- unar, hvort sem meta mætti þá menntun til beinharðra peninga eður ei. Síðasta atriðið á hátíðinni var atriði úr leikritinu „ Upp með tepþið Sólmundur", flutt af leikur- um úr Leikfélagi Reykjavíkur. Að lokinni hátíðinni í Há- skólabíó var haldið að gömlu hjónagörðunum við Suðurgötu og tók dr.Sigmundur Guðbjamarson háskólarektor skóflustungu að nýjum hjónagörðum, sem ætlunin er að rísi austan við gömlu garð- ana. í nýju görðunum er gert ráð fyrir að verði samtals 150 íbúðir, en í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 88 námsmannafbúðum, auk ýmislegrar sameiginlegrar að- stöðu fyrir garðbúa, svo sem lesstofur, leikherbergi fyrir böm, leikfimiaðstöðu, verslun og fleira. íbúðimar eru 2-3 herbergja og verða minni íbúðimar 50 fermetr- ar að gólffleti. Gert er ráð fyrir því að fyrstu íbúðimar verði teknar í notkun haustið 1988.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.