Morgunblaðið - 02.12.1986, Page 31

Morgunblaðið - 02.12.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 31 Starfsmenn hinnar nýju framköllunarþjónustu við Eiðistorg. Ný framköllunarþjón- usta hjá FUJI-umboðinu LJÓSMYNDAVÖRUR, Fuji- umboðið á íslandi, hefur opnað nýja framköllunarþjónustu við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Þessi nýja framköllunarþjónusta er til húsa í sama húsnæði og bóka- og ritfangaverslunin Hugföng. Þessi framköllunartæki frá FUJI eru svonefnd „Minilab 23“, sem eru fljótvirkustu framköllunartæki heimsins, framkalla og skila full- unnum myndum til viðskiptavina á innan við klukkustund. Þar sem fjölbreytni í ljósnæmi litfilma (100 asa, 200 asa, 400 asa, 1000 asa og 1600 asa), hefur aukist mjög á síðustu árum, hefur þörfin fyrir nákvæmari framköllun aukist mjög. FUJI Minilab 23 framköllun- artækin eru búinn fullkomnum tölvustýrðum lit- og ljóssetningar- búnaði, sem tryggja bestu gæði á vinnslu myndanna. Þessi nýja framköllunartækni frá FUJI ryður sér til rúms um allan heim og hafa yfir 1000 slík tæki verið sett upp t.d. í Bandaríkjunum. Hér á Islandi var fyrsta slíka tækið sett upp hjá Ljósmyndavörum hf. í Skipholti 31 í Reykjavík fyrir hálfu öðru ári. Síðan hafa FUJI Minilab framköllunartæki verið sett upp hjá „Líttu inn hjá Óla“ Keflavík, Fótó í Vestmannaeyjum, Myndasmiðj- unni Egilsstöðum, Ljósmyndastofu Leós ísafirði, Filmunni Hamraborg í Kópavogi. A næstunni bætast í hópinn Ljós- myndastofa Ólafs Árnasonar á Akranesi, Hraðfilman í Breiðholti og nokkrir aðrir staðir sem tilkynnt verður um síðar. Kosturinn við þessa nýju fram- köllunartækni er m.a. fólginn í því að framköllunarþjónustan flyst nær viðskiptavinunum hvar sem þeir búa og sparast því stór kostnaðar- liður sem er smölun á filmum víðsvegar að, eins og háttur var á áður. Ennfremur sparast mikið vinnuafl vegna sjálfvirkni tækj- anna, þar sem þessi nýja FUJI framköllunarsamstæða vinnur verk, sem áður þurfti 6 mismun- andi tæki og mikla handavinnu til að sinna. Að auki er öll innkaup á rekstrarvörum gerð sameiginlega fyrir allar ofangreindar vinnustofur og hafa þannig náðst mjög hag- stæðir samningar, sem þýðir lægra verð til viðskiptavina. Það sem skiptir viðskiptavinina miklu máli er auðvitað verðið — alls staðar sem þessi nýja tækni hefur verið tekin í notkun hefur verðlækkun á framköllunarþjón- ustunni fylgt í kjölfarið. FUJI framköllunarþjónustan er um 15% ódýrari, en önnur framköllun hér á landi um þessar mundir. (Fréttatilkynning) Prófkjör Alþýðu- flokks á Vestfjörðum: Ekki talið fyrr en eftir viku YFIR 1300 manns kusu i próf- kjöri Alþýðuflokksins i Vest- fjarðakjördæmi, en þar var kosið um tvö efstu sæti listans. Tveir voru í framboði, Karvel Pálma- son alþingismaður og Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri. Atkvæði verða ekki talin fyrr en í fyrsta lagi eftir viku vegna erfiðra samgangna á Vestfjörð- um og einnig eiga póstatkvæði eftir að skila sér. Skipting atkvæðanna skiptist þannig á staði að á ísafirði kusu 478, í Bolungarvík 203, á Patreks- firði 135, á Flateyri 70, á Þingeyri 57, í Súðavík 54, á Suðureyri 32, á Bíldudal 30, og á Tálknafírði 15. 115 kusu utan kjörstaðar í Reykjavík og 50-60 póstatkvæði eru á leiðinni. í prófkjöri flokksins fyrir síðustu alþingiskosningar kusu 970 manns. Bonnie Tyler til Islands NÚ Á næstu dögum er von á bandarísku rokksöngkonunni Bonnie Tyler hingað til lands og er í ráði að hún haldi tónleika i LaugardalshöII föstudaginn 5. desember. Bonnie Tyler er rokkaðdáendum að góðu kunn, en fyrr á árum þótti hún vera með allráma rödd og var henni því oft líkt við Rod Stewart. Með þeirri rödd söng hún lagið sem hún sló í gegn með, en það var lagið „It’s a Heartache", sem enn heyrist gjarnan á öldum ljósvakans. Eftir það lag varð hljótt um Bonnie í nokkur ár, en næst þegar í henni heyrðist hafði hún fengið lagahöfundinn Jim Steinman til liðs við sig, en hann er höfundur þeirra laga sem Meat-Loaf gerði hvað vin- sælust hér um árið. Hann samdi m.a. fyrir hana lögin „Total Eclipse of The Heart“ og „Holding Out for a Hero“, sem bæði slógu eftirminni- lega í gegn. Á tónleikum Bonnie, munu hljómsveitimar Skriðjöklar, Rik- shaw og Foringjamir koma fram, en auk þess mun söngvarinn Eirík- ur Hauksson syngja með Foringjun- um. Miðar & tónleikana eru til sölu í öllum hljómplötuverslunum og kosta 1.000 krónur hver. (Fréttatilkynning) [tuttugu komma þrjú prósent] Ávöxtun á Kjörbók fyrstu 11 mánuöi þessa árs er 20,3%, sem jafngildir verðtryggðum reikningi með 5,7% nafnvöxtum. Þessi yfirburða ávöxtun næst m.a. með verðtryggingarákvæði Kjörbókarinnar. Ávöxtunin er ársfjórðungslega borin saman við ávöxtun 6 mánaða bundinna vísitölutryggðra reikninga. Ef verðtryggóa ávöxtunin er lægri gilda vextirnir, en efhún erhærri ergreidd verðtryggingaruppbót. Mundu að þú þarft ekki að sætta þig við óverótryggða ávöxtun þótt þú leggir fé á óbundinn reikning. Notaðu Kjörbók. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.