Morgunblaðið - 02.12.1986, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Einar J. Skúiason hf.
Einar J. Skúlason hf. óskar eftir starfsfólki
vegna sívaxandi verkefna.
A. Til starfa í tæknideild okkar
Við óskum eftir verkfræðingum/tæknifræð-
ingum á veikstraumssviði, rafeindavirkjum
og/eða fólki með sambærilega menntun.
1. Til starfa við þjónustu og viðgerðir á
stærri tölvukerfum þ.m.t. margs kyns jað-
artækjum.
2. Til starfa við þjónustu og viðgerðir á
einkatölvum.
3. Til starfa við hvers kyns skrifstofuvélavið-
gerðir.
Starfsreynsla og þekking á skrifstofutækjum
og tölvubúnaði, þar sem við á, er æskileg.
B. Til starfa í hugbúnaðardeild okkar
Við óskum eftir fólki með háskólamenntun í
tölvunarfræðum eða skildum greinum og/
eða fólki með haldgóða starfsreynslu á sviði
kerfishönnunar og forritunar. Góð undir-
stöðuþekking á vinnslu einkatölva svo og
vinnuumhverfi stærri tölvukerfa er æskileg.
C. Til starfa í sölu- og þjónustudeild
okkar
Við óskum eftir fólki með reynslu í sölu á
hvers kyns skrifstofutækjum og/eða tölvu-
búnaði. Við leitum að fólki með góða undir-
stöðumenntun og fágaða framkomu til
sölustarfa svo og til að leiðbeina viðskipta-
vinum okkar við uppsetningu og notkun
skrifstofu- og tölvubúnaðar.
Einar J. Skúlason hf. stofnað 1939, sér-
hæfir sig í sölu og þjónustu á skrifstofu- og
tölvubúnaði. Hjá fyrirtækinu starfa nú 38
manns.
Óskað er eftir að umsækjendur geti hafið
störf á fyrri hluta árs 1987.
Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmál
og öllum umsóknum svarað.
Óskað er eftir að umsóknir póstleggist,
merktar trúnaðarmál til:
EinarJ. Skúlason hf.,
c/o Kristján Auðunsson framkvæmdastjóri,
P.O. BOX8196
128 Reykjavík.
eða afhendist auglýsingadeild Morgunblaðs-
ins merktar:
„E - 1696“.
Umsóknarfrestur er til 9. des. nk.
Einar J. Skúlason hf.
ORKUSTOFNUN
CRENSÁSVEGI 9 - 108 REYKJAVlK
Stærðfræðingur
Orkustofnun óskar að ráða starfsmann til
lausnar hagnýtra stærðfræðilegra viðfangs-
efna og forritunar í því sambandi vegna
jarðhitaverkefna. Æskilegt er að viðkomandi
hafi háskólamenntun á sviði tölulegrar grein-
ingar og reynslu í forritun. Frekari upplýsing-
ar um starfið veitir Axel Björnsson yfirdeildar-
stjóri.
Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun,
og fyrri störf, ásamt afriti af prófskírteinum
sendist starfsmannastjóra Orkustofnunar
fyrir 19. des. nk.
Orkustofnun,
Grensásvegi 9,
101 Reykjavík.
Kranamaður
Kranamaður óskast á byggingarkrana.
Upplýsingar í símum 34788 og 685583
þriðjudag til föstudags kl. 9.00-17.00.
Steiritakhf
bygginga verktaki,
Bíldshöfða 16—112 Reykjavík.
Vélstjórar
Vélstjóra með full atvinnuréttindi vantar á
flutningaskip.
Nesskip hf.,
Austurströnd 1,
170 Seltjarnarnesi.
Sími: 625055.
Sölustarf
— skrifstofustarf
Maður óskast til sölu- og akstursstarfa.
Starfsmaður óskast til símvörslu og skrif-
stofustarfa. Enskukunnátta nauðsynleg.
Bæði störfin krefjast stundvísi, reglusemi og
góðrar rithandar. Góðir tekjumöguleikar.
Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl.
eigi síðar en 8. des., merktar: „Traust fyrir-
tæki - 1697“.
Siglufjörður
Blaðberar óskast í Laugveg, Hafnartún og
Hafnargötu.
Uppl. hjá umboðsmanni í síma 71489.
Tölvuviðhald
Bandarískur rafeindafræðingur með níu ára
reynslu í viðhaldi og gæðaeftirliti á rafeinda-
tækjum og tölvum óskar eftir vinnu.
Get byrjað strax. Upplýsingar í s: 656163
eða 656530.
Lyfjatæknir
eða vanur starfsmaður óskast í Háaleitisapó-
tek. Heilsdagsstarf.
Upplýsingar gefur yfirlyfjafræðingur í síma
84829.
Vélritun
Tek að mér vélritun um allt hugsanlegt efni,
t.d. ræðuna, ritgerðina.
Kristín, sími 78021.
Garðabær
Fóstrur
Fóstra óskast að leikskólanum Bæjarbóli.
Ófaglært fólk með reynslu kemur einnig til
greina.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
656470.
Tæknimaður
óskast til viðhalds á tækjum hjá innflutnings-
fyrirtaeki. Hentugt fyrir rafvirkja eða vélstjóra.
Svar óskast sent til auglýsingadeildar Mbl.
merkt: „Æ — 198" fyrir 8. des. nk.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Sjálfstæðisfélagið
Þjóðólfur Bolungarvík
heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 4. desember kl. 20.00 i
Verkalýðshúsinu.
Dagskrá: Bæjarmálaumræða og önnur mál.
Stjórnin.
Kópavogur — Spilakvöld
Spilakvöld sjálfstæöisfélaganna i Kópavogi verður í Sjálfstæðishúsinu
Hamraborg 1, þriöjudaginn 2. desember kl. 21.00 stundvislega. Góð
kvöldverðlaun. Mætum öli.
Austurbær og Norðurmýri
Aðalfundur
Félags sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri verður haldinn
föstudaginn 5. desember nk. kl. 17.30 í sjálfstæðishúsinu Valhöll.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Kópavogur — Kópavogur
Jólafundur stjálfstæðiskvennafélagsins Eddu veröur haldinn laugar-
daginn 6. desember kl. 19.00. í Hamraborg 1, 3. hæð.
Dagskrá:
1. Kvöldverður.
2. Skemmtiatriði.
3. Jólahugvekja.
Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi fyrir fimmtudagskvöld til Friðbjargar
s: 45568 eða Erlu s: 41707.
Sjálfstæðiskvennfélagið
Vorboðinn Hafnarfirði
Jólafundur félagsins veröur haldinn þriðjudaginn 2. desember nk.
kl. 20.30 sundvíslega í Fjaröarseli (íþróttahúsinu við Strandgötu).
Fjölbreytt dagskrá:
- Kaffihlaöborð.
- Jólahappdrætti með glæsilegum vinningum.
- Jólahugvekja.
Félagskonur mætið stundvislega og takiö með ykkur gesti.
Stjórnin.
Reykjaneskjördæmi
Fundur i kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi
verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1 (3. hæð), Kópa-
vogi, miðvikudaginn 3. desember 1986 kl. 20.30.
Fundarefni:
Tekin ákvöröun um framboöslista Sjálfstæðisflokksins i Reykjanes-
kjördæmi við næstu alþingiskosningar.
Stjórnin.
Stjórnin.
Stjórnin.