Morgunblaðið - 02.12.1986, Síða 46

Morgunblaðið - 02.12.1986, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 Hvers vegna herflug völl við Sauðárkrók? Sjálfstæð stefna íslendinga í varnarmálum er löngu tímabær eftir Vigfús Geirdal Það eru mikil tíðindi þegar nest- or íslenskra blaðamanna og helsti talsmaður Framsóknarflokksins í utanríkismálum um áratugaskeið, Þórarinn Þórarinsson, sér sig knú- inn til að vara við þeirri vígbúnaðar- uppbyggingu sem nú er að eiga sér ■stað hér á íslandi eins og hann gerði í Tímanum 11. júní sl. og síðan á flokksþingi Framsóknarflokksins er hann lýsti því yflr að hann myndi segja sig úr flokknum ef gerður yrði herflugvöllur á Sauðárkróki. í Tímagreininni sagði Þórarinn m.a.: „Hér er vafalítið mál á ferð, sem vert er að þjóðin fari að ræða en láti ekki liggja í þagnargildi. Öll rök benda til þess, að hér geti orðið um annað og meira en varaflugvöll að ræða, ef til framkvæmda kæmi.“ Það er rík ástæða til að stjóm- málamenn úr öllum flokkum taki þessi orð Þórarins sem hvatningu til að fara að reyna af alvöru að ná samstöðu um sjálfstæða stefnu íslendinga í öryggis- og vamarmál- um. En því miður gera viðbrögð Steingríms Hermannssonar forsæt- isráðherra við vamaðarorðum Þórarins ekki tilefni til bjartsýni; það er ekki að sjá að íslensk stjóm- völd hafi dregið nokkum lærdóm af hvalamálinu og „Rainbow-mál- inu“ svokallaða. Er Steing-rímur svona mikið barn? í samtali við Albert Jónsson fréttamann ríkisútvarpsins lýsti Steingrímur Hermannsson því ný- verið yfír að það að ræða við Atlantshafsbandalagið um hugsan- lega þátttöku þess væri eingöngu komið til af því að þar væri fram- kvæmdasjóður sem hefði veitt fé til framkvæmda sem ekki væm hemaðarlegs eðlis, svo sem til vega í Norður-Noregi. Ábending hefði komið frá NATO um að það kynni að vera hægt að fá fé úr þessum sjóði í varaflugvöll hér ef hervélar bandalagsins gætu notað hann í neyðartilvikum. Afstaða ríkisstjóm- arinnar væri sú að ef af þessu yrði þá yrði flugvöllurinn algerlega und- ir stjóm íslendinga og afnot vamarliðsins myndu eingöngu eiga við neyðartilfelli; alls ekki yrði um herflugvöll að ræða. Hér eiga við orð Þórarins Þórarinssonar: „ís- lendingar em tæplega þau böm, að þeir láti sér til hugar koma að slíkt mannvirki og fullkominn vara- flugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll verði látið vamarlaust, eftir að hon- um hefur verið komið upp.“ Er Steingrímur svona mikið bam? Mannvirkjasjóður NATO hefur aldrei fjármagnað neinar vegafram- kvæmdir í Norður-Noregi sem ekki em hemaðarlegs eðlis. Ef sjóðurinn leggur fé í flugvallargerð þá verður sá flugvöllur ekki „algerlega undir stjóm íslendinga". Bandarískar heimildir hafa allt aðra sögu að segja en Steingrímur Hermannsson hvers vegna áhugi er á því að gera „varaflugvöll" við Sauðarárkrók. Stefnt að því að geta háð kjarnorku- styrjöld með „hag- kvæmum árangri“ Herflugvöllur á Sauðárkróki og aðrar hemaðarframkvæmdir Bandaríkjanna og NATO hér á landi verða að skoðast í ljósi hemaðar- stefnu Bandaríkjanna almennt en sérstaklega þó stefnu þeirra í sjó- hemaði hér í Norðurhöfum. Samkvæmt leyniskjali „Defense Guidance 1984—1988“, sem banda- ríska stórblaðið New York Times birti 30. maí 1982, er meginmark- mið Bandaríkjanna eftirfarandi: „Ef fæling bregst og allsheijarkjam- orkustytjöld við Sovétríkin hefst, verða Bandaríkin að geta borið sig- ur úr býtum og neytt Sovétríkin til að hætta átökum samkvæmt þeim skilmálum sem Bandaríkin setja." Að mati margra áhrifamanna í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu var þessi yfírlýsing talin marka al- gjört fráhvarf frá fælingarstefnun- inni svokölluðu, þ.e. hótun um gagnkvæma gjöreyðingu ef Sovét- ríkin réðust á NATO-ríki, sem NATO-leiðtogar guma af að hafi tryggt frið í 40 ár; hér væri beinlín- is stefnt að því að sigra „veldi hins illa“ í allsherjarkjamorkustytjöld ef ekki vildi betur. Til að geta náð þessu markmiði hefur vígvæðing Bandaríkjanna miðast við það sem kallað er „auk- in geta til að heyja styijöld" (incre- ased war-fighting capability) eða m.ö.o., stefnt er að umframgetu (overkill) á öllum sviðum vígbúnað- ar svo að tryggt sé að nægilegur hluti herafla Bandaríkjanna komist af og geti „sigrað" Sovétríkin. í þessu skyni er t.d. stjömustríðs- áætlunin gerð, í samræmi við þessa stefnu er verið að byggja upp 600 skipa flota, dreifa flotahöfnum og öðmm herstöðvum á fleiri staði, búa til hreyfanlega eldflaugapalla eða styrkja eldflaugasíló, leggja vara- flugbrautir fyrir herflugvelli og af þessum sökum er unnið að því að styrkja stjóm- og eftirlits- fjar- skipta- og njósnakerfi Bandaríkja- hers. Hér á íslandi birtist þessi stefna í nýjum ratsjárstöðvum, sprengiheldum flugskýlum, sér- staklega styrktri stjómstöð, stór- auknu olíubirgðarými í Helguvík og nú síðast áformum um „varaflug- völl“ við Sauðárkrók. „Við verðum að ... steypa Island“ Grundvallarstefna Bandaríkja- flota í Norðurhöfum er: „Hernaðar- yfírburðir, einkum á sjó og í lofti; yfír, á og undir yfirborði sjávar á svæðum eins og Noregshafí, Græn- lands — Islands — Noregs-hliðinu, samgönguleiðum yfír Norðurhöf og Atlantshaf og á Mið-Atlantshafi.“ Ekki er lengur um fasta vamarlínu í hinu svokallaða GIUK-hliði að ræða heldur felst „vörnin" í sóknar- aðgerðum sem miða að því að eyða sovéska Norðurflotanum sem næst flotastöðvum hans á Kolaskaga ef til átaka kemur. Fremst munu fara bandarískir árásarkafbátar og kaf- bátaleitarflaugvélar héðan frá íslandi og Bretlandseyjum sem eiga að gera út af við kafbátaflota Sovét- manna norður í Barentshafi. Síðan fylgja í kjölfarið samræmdar að- gerðir flugsveita frá íslandi, Bret- landseyjum og Noregi undir stjóm AWACS-flugvéla. Þessar flugsveit- ir eiga að eyða sem mestu af sovéska flugflotanum, helst áður Vigfús Geirdal „Herflugvöllur á Sauð- árkróki og aðrar hernaðarf ramkvæmdir Bandaríkjanna og NATO hér á landi verða að skoðast í ljósi hern- aðarstefnu Barida- ríkjanna almennt en sérstaklega þó stefnu þeirra í sjóhernaði hér í Norðurhöfum.“ en hann kemst í loftið. Á þriðja stigi þessara aðgerða er talið óhætt að flórir flugmóðurskipaflotar sigli norður fyrir ísland, tryggi alger yfirráð á þessu hafssvæði og hefji árásir á sovéskt landsvæði. Að síðustu siglir floti landgönguliðs- skipa upp að ströndum Norður- Noregs og Kolaskaga og hersveitir munu ráðast á land. Meðan þessu öllu fer fram er jafnframt gert ráð fyrir að gífurlegir liðs- og birgða- flutningar eigi sér stað yfir Atlants- hafíð til að efla herstyrk NATO í Mið-Evrópu. Ef sóknarstefna Bandaríkjanna á að vera framkvæmanleg verður Bandaríkjaher að hafa tryggt bak- land á íslandi og öðmm eylöndum í Norður-Atlantshafí. Vegna stór- aukinna vegalengda, sem sóknarað- gerðimar hafa í för með sér, er t.d. ekki lengur hægt að tryggja hem- aðarlega yfírburði í lofti með flugvélum sem gerðar em út frá herstöðvum í Bandraíkjunum. Hemaðarframkvæmdir hér á landi og þó einkum hinar nýju langdrægu F-15C-ormstuþotur gegna vissu- lega hlutverki í framkvæmd þessar- ar stefnu. „Við verðum að steypa Noreg, steypa ísland," sagði James Watkins, aðmíráll og þáverandi yfírmaður Bandaríkjaflota, í mars 1984, er hann og John Lehman, flotamálaráðherra Bandaríkjanna, lýstu hinni nýju sóknarstefnu Bandaríkjaflota fyrir hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Við sama tækifæri kom fram að einn nefndarmanna, Sam Nunn, sem nýtur sérstakrar virðingar vegna þekkingar sinnar á vígbúnað- armálum, taldi þessa stefnu vera feigðarflan. Hvers vegna herf lug- völl við Sauðárkrók Með hliðsjón af þessum hernað- aráformum er auðvelt að sjá hvers vegna Bandaríkjaher vill „varaflug- völl“ við Sauðárkrók: 1. Sauðárkrókur er sem svarar 15—20 mínútna flugi nær „ógn- inni“ en Keflavíkurflugvöllur ef miðað er við F-15-ormstuþotur. Aðstaða fyrir ormstuþotur á Sauð- árkróksflugvelli myndi geta sparað Bandaríkjaher töluvert eldsneyti, hægt yrði að fara styttri eftirlits- ferðir og einnig yrði mögulegt að bregðast skjótar við aðvömnum ratsjárstöðva og AWACS-véla. Það nöturlega er að aukin „stríðsgeta" Keflavíkurstöðvarinnar gerir hana um leið að mikilvægara skotmarki og því er allt í einu komin „þörf“ á öðrum flugvelli, framvarðarstöð, til að vetja hana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.