Morgunblaðið - 02.12.1986, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 02.12.1986, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 47 2. Herflutningar Bandaríkjanna og NATO til Evrópu á hættu- eða stríðstímum verða svo umfangs- miklir að útilokað er að eldsneytis- flugvélar geti veitt öllum þeim flugvélum eldsneyti sem á ferðinni verða. Bandaríski flugherinn ráð- gerir því að skammdrægar orrustu- flugvélar (1500 vélar) „stikli á eyjum“ á leiðinni til Evrópu, ýmist um Kanada, Grænland, Island og Bretlandseyjar eða Flórída, Bermúda og Azoreyjar. Bandaríkja- her telur því mikilvægt að hafa „varaflugvöll" á íslandi þar sem olíubirgðastöð og önnur þjónusta verður fyrir hendi hvað sem líður fullyrðingum íslenskra stjómvalda um eitthvað annað. Forsætisráðherra sagði á dögun- um að stærð „varaflugvallarins" myndi ráðast af þörfum farþega- flugs. DC-8-þotur Flugleiða þurfa a.m.k. 2500 metra langa flugbraut og slík braut nægir bandarískum orrustuþotum, Orion-kafbátaleitar- vélum og jafnvel AWACS-vélunum. Ekki er samt ólíklegt að farið verði fram á að lögð verði 3000 metra löng braut eins og þær sem em í Keflavík en það þýðir að jafnvel langdrægar sprengiþotur gætu lent á Sauðárkróki. Áhugi Bandaríkjahers og NATO á „varaflugvelli" takmarkast síður en svo við Sauðárkrók. „Varaflug- brautir" hafa verið lagðar við fjölmarga herflugvelli í Evrópu. Skipulagsuppdrættir fyrir Keflavík- urflugvöll gera ráð fyrir slíkri aukaflugbraut. Flugvöllur við Sauðárkrók er alls ekki eini herflugvöllurinn sem ætl- unin er að gera á Norður-Atlants- hafssvæðinu. I Stomoway á Suðureyjum á Bretlandi hófust fyr- ir nokkrum ámm framkvæmdir við herflugvöil sem mun skapa aðstöðu fyrir breskar og bandarískar her- flugvélar 300 kílómetrum nær GIUK-hliðinu en áður var. í Færeyj- um hafa skyndilega skotið upp kollinum hugmyndir sem em mjög í stíl við Sauðárkróksumræðuna, þ.e. að gera „alþjóðlegan" flugvöll á Glyvursnesi. Mannvirkjasjóður NATO styrkir aðeins hernaðarframkvæmdir Það hefur ítrekað komið fram að áformað sé að mannvirkjasjóður NATO fjármagni framkvæmdir við hinn fyrirhugaða „alþjóðaflugvöll" á Sauðárkróki. En hvað þýðir það að mannvirkjasjóðurinn ætlar að leggja fé í þessar framkvæmdir? I fyrsta lagi að íslendingar eiga ekkert fmmkvæði að þessum fram- kvæmdum. íslendingar eiga ekki aðild að mannvirkjasjóðnum og hafa hvorki ástæðu né rétt til að sækja um fjárveitingu úr honum. Bandarísk hemaðaryflrvöld fara fram á það við mannvirkjasjóðinn að hann leggi fé í herflugvöll á Sauðárkróki á þeirri forsendu að bandarískt þjóðaröryggi kreíjist þess. Hlutskipti íslenskra stjóm- valda er aðeins að samþykkja ákvörðun sem þegar hefur verið tekin — og eins og marg oft hefur komið á daginn þarf ekki einu sinni að bera málin undir Alþingi. í öðru lagi kostar mannvirkja- sjóðurinn eingöngu hemaðar- framkvæmdir, t.d. kom ekki til greina að hann veitti fé í flugstöðv- arbygginguna á Keflavíkurflugvelli, sem á þó að gegna tvíþættu hlut- verki í þágu hemaðar og almenns farþegaflugs. M.ö.o. þá verður „varaflugvöllur“ við Sauðárkrók fyrst og síðast hemaðarmannvirki. Oskammfeilið að nota aimannaheill sem yfirskin Það er ekki ástæða til að draga í efa að varaflugvöllur fyrir herflug- vélar geti einnig komið að notúm fyrir almennt millilandaflug og það kemur sér reyndar mjög vel að geta notað almennar flugsamgöng- ur sem skjöld fyrir hemaðarstarf- semi. Mannvirkjasjóður NATO mun hins vegar ekki borga neina mann- virkjagerð sem á að þjóna almenn- ingi eingöngu og því skal fullyrt að þessar framkvæmdir koma ekki til með að spara eina einustu krónu fyrir okkur íslendinga. Málið snýst hins vegar ekki um það hvort íslensk flugfélög geti haft not af „varaflugvelli" Banda- ríkjahers við Sauðárkrók eða ekki. íslenskar millilandaflugvélar hafa haft þörf fyrir varaflugvöll í áratugi án þess að íslensk stjómvöld hafí haft af því miklar áhyggjur. Ástand öryggismála við íslenska flugvelli hefur alla tíð verið til skammar og sömu sögu er að segja um þann aðbúnað sem farþegum víðast hvar um landið er boðið upp á. Það lýsir því ótrúlegri óskammfeilni og mannfyrirlitningu að yfírvöld skuli hvað eftir annað leyfa sér að nota ferðaöiyggi íslensks almennings til að réttlæta bandarískar hemaðar- framkvæmdir. Staðreyndir málsins em þær að ósk um „varaflugvöll" við Sauðár- krók er komin frá flotastjóm NATO sem þýðir í reynd að hún er komin frá Bandaríkjaher. Við staðarval hefur verið farið eftir erlendum hemaðarhagsmunum en ekki tekið mið af íslenskum aðstæðum, t.d. byggðaþróun á Norðurlandi, eins og gert hefði verið ef um íslenskt frumkvæði hefði verið að ræða. Ekki hefur veríð gerð minnsta tilraun til að leggja sjálfstætt mat á það hvort þessar hernaðar- framkvæmdir og stefnan að baki þeim þjóni vamarhagsmunum okkar Islendinga. Ráðamenn hafa g'leymt barnalærdómnum Hvert skólabam veit að íslend- ingar glötuðu sjálfstæði sínu á 13. öld ekki síst vegna þess að þeir réðu ekki lengur siglingum til lands- ins; þeir urðu háðir erlendu valdi um aðdrætti. Stofnun Eimskipafé- lags íslands var stór áfangi í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar vegna þess að hún sýndi að íslendingar ætluðu að ráða samgöngum sínum sjálfir; þeir ætluðu ekki að endur- taka mistökin. Vamir samgöngu- leiða eru einmitt grundvallaratriði í vamarstefnu sérhverrar þjóðar. Því miður virðist ein alvarlegasta afleiðing 35 ára erlendrar hersetu hér á landi vera sú að ráðamenn landsins hafa glejrmt bamalær- dómnum; stefnan virðist vera sú að færa öll ráð samgöngumála okk- ar í hendur erlendu valdi. Tvö helstu skipafélög okkar hafa brennt sig á því að verða um of háð flutningum á vegum Banda- ríkjahers með alvarlegum afleiðing- um. Alþjóðlegar flugsamgöngur okkar fara um bandarískan herflug- völl og marga dreymir um að miðstöð innanlandsflugs verði flutt þangað líka; Bandarílqaher getur lokað þessari samgönguleið okkar hvenær sem honum þóknast. Við tökum þátt í að reisa flugstöðvar- byggingu sem Bandaríkjaher getur yfírtekið hvenær sem hann telur vera hættutíma (við skulum hafa hugfast að forsendan fyrir dvöl Bandaríkjahers hér á landi er að nú séu ekki friðartímar). Við emm háðir bandarískum hemaðarrat- sjám um flugumferðarstjóm og siglingatæki íslenskra skipa og flugvéla eru upp á náðir banda- rískrar Lóranstöðvar komin, sem nú er verið að ræða um að leggja niður. Landhelgisgæslan og önnur öryggis- og björgunarstarfsemi eru í Qársvelti vegna þess að treyst er á að Bandaríkjaher bjargi okkur. Og nú á að treysta á það að milli- landaflugvélar okkar geti notað bandarískan herflugvöll á Sauðár- króki fyrir varaflugvöll. Svo verða menn hissa þegar herraþjóðin kemur fram við okkur eins og nýlendu! Hvar er sjálfs- forræði okkar? Er ekki kominn tími til að við förum að móta sjálfstæða íslenska öiyggis- og vamarstefnu? Höfundur er einn af forsvara- mönnum herstöðvaandstæðinga og situr í stjómamefnd Friðar- sambands Norðurhafa (North Atlantic Network). „JOLATILBOÐ FJOLSKYLDUNNAR FRA PANASONIC Nú, þegar fjölskyldan slær saman í eina veglega jólagjöf, ermikið atriði að vanda valið. Á tímum gylliboða er nauðsynlegt að staldra við og hugsa sig vel um, því nóg er framboðið og ekki vantar hástemmdu lýsingarorðin. Við viljum þess vegna benda ykkur á Panasonic sem vænlegan kost, sérstaklega þegar það er haft í huga, að Panasonic myndbandstækin fara sigurför um heiminn og eru í dag lang-mest keyptu tækin. Einnig má minna á, að sem stærsti myndbands- tækjaframleiðandi heims, eyða þeir margfalt meiri peningum í rannsóknir og tilraunir en nokkur annar framleið- andi. Það þarf því engum að koma á óvart að samkvæmt umfangsmestu gæðakönnun sem framkvæmd hefur verið hjá neytendasamtökum í sjö V-Evrópulöndum varð niðurstaðan sú, að myndbandstækin frá Panasonic biluðu minnst og entust best allra tækja. Þessar staðreyndir segja meira en hástemmt auglýsingaskrum. Jólatilboð á NV-G7 frá 37.850- m WJAPIS BRAUTARHOLT 2 SÍMI 27133
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.