Morgunblaðið - 02.12.1986, Side 56

Morgunblaðið - 02.12.1986, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 HelgiS.S.Elí eserson — Laugardaginn 4. október sl. var til moldar borinn frá Seyðisfjarðar- kirkju Helgi Steinþór Sigurlínus Elíeserson, en hann hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár, þijú síðastliðin ár var hann í sjúkra- húsi Seyðisfjarðar og andaðist þar þann 24. september sl. Helgi fæddist á Bakkafirði þann 27. apríl 1910, sonur hjónanna Elíeser Sigurðssonar og Þorgerðar Albertsdóttur, en auk hans áttu þau Hjálmar og Bjöm, sem voru yngri en Helgi. Aður hafði Þorgerður átt einn son, Sófus, en hann mun lítið hafa alist upp meðal þeirra. Elíeser var með útgerð frá Bakkafirði og einnig frá Seyðisfirði á sumrin og mun fjölskyldan hafa flutt þangað þegar Helgi var ungur. Þegar Helgi var að komast á unglingsárin missti hann föður sinn og var honum þá komið fjrir á Hánefsstöðum hjá Vilhjálmi Ama- syni og- Björgu Sigurðardóttur. Minning Eftir það var Helgi um tíma hjá séra Bimi Þorlákssyni og Björgu Einarsdóttur en að því loknu hjá Siguijóni Oddssyni og Hallfríði Hermannsdóttur með Siguijóni stundaði Helgi sjó. Um þetta leyti giftist Þorgerður seinni manni sínum Hallgrími Schiöth og fór þá Helgi aftur á heimili móður sinnar. Þorgerður og Hallgrímur áttu ekki bam saman en tóku í fóstur Hallgerði Guðmundsdóttur frá Sandvík. Mjög var kært á milli Helga og hennar. 19. maí 1934 giftist Helgi eftirlif- andi konu sinni, Ingveldi Bjama- dóttur frá Stokkseyri. Bjuggu þau á Seyðisfirði og stundaði Helgi þá sjómennsku. Mun hann hafa verið eftirsóttur til sjós en hann var jafn- an vélstjóri á þeim bátum er hann var á. Hann var afar góður verk- maður, samviskusamur og afburða snyrtimenni. Á stríðsárunum hætti Helgi til sjós og fór að vinna í landi. En svo mun honum hafa boðist vélgæslu- starf hjá Rafveitu Seyðisíjarðar við rafstöðina í Fjarðarseli. Þar starfaði hann í 14 ár. Eftir það fór Helgi að vinna hjá Rafmagnsveitum ríkis- ins og starfaði þar þangað til hann MJUKIR JÓLAPAKKAR Mikiö úrval affallegum jassballettbúningum og sundbolum í öllum litum. varð að láta af störfum vegna van- heilsu. Fimm böm áttu þau hjón: Bjam- dísi, gift Kjartani Ingvarssyni; Elíeser, kvæntur Jónínu Jóhanns- dóttur; Hallgerði Sjöfn, gift Kristni Ámasyni, og búa þau öll á Egils- stöðum; Helga Sævar, kvæntur Sigurlaugu Jónsdóttur, býr í Reykjavík, og Magnús, sem býr á Seyðisfirði með móður sinni. Eftir að ég kom í fjölskylduna var ég í nánast daglegu sambandi við Helga um nokkur ógleymanleg ár. Þegar ég nú lít til baka kemur fyrst í huga minn hin geysilétta lund, léttleiki og kímni. Þótt kímnin og skopið væru ofarlega vildi Helgi engan særa, lund hans var hrein og sagði hann umbúðalaust huga sinn. Um veikindi sín hafði Helgi ekki mörg orð en reyndi oftast að líta á hinar björtu hliðar lífsins. Helgi var góður heimilisfaðir, hjálpsamur, skilningsríkur, greiðvikinn þegar til hans var leitað og vildi hvers manns vandamál leysa. Hann var bamgóð- ur og hændust böm jafnan að honum. Þessum kveðjuorðum um tengda- föður minn læt ég hér með lokið. S.J. Morgunbladið/Kr. Ben. Sinawik-konur i Grindavík gáfu sér rétt tíma frá skreytingarvinn- unni til að stilla sér upp í myndatöku með smá sýnishom af því sem verður á boðstólum hjá þeim fyrir jólin. Grlndavík: Smawik-konur undirbúa sölu jólaskreytinga _n. SÍÐASTLIÐIÐ þriðjudagskvöld héldu Sinawik-konur í Grindavík jólafund sinn með tilheyrandi jólakaffi og piparkökum. Jólafundinn nota þær til undir- búnings árlegrar fláröflunar til styrktar byggingu heimilis aldraðra í Grindavík með sölu á aðventu- krönsum og ljósum, jólaskreyting- um, leiðisgreinum og krossum, sem hefst um næstu helgi. Að þessu sinni munu þær vera í hluta af Kiwanishúsinu í Grindavík þar sem hinn hlutinn er upptekinn vegna keramiksnámskeiða. Opnun- artíminn verður milli kl. 20.00 og 22.00 á kvöldin og einnig um helg- ar. Mikil vinna er í Grindavík og allar konurnar útivinnandi svo þær treysta sér ekki að hafa opið á eftir- miðdögum eins og undanfarin ár. Allar skreytingar verður að panta en einnig verður sala á öllu sem tilheyrir og þarf til skreytinga. Félag Sinawik-kvenna í Grindavík hefur starfað í 7 ár og eru inntökuskilyrði að vera gift Kiwanismanni. Formaður félagsins er Ingeburg Guðmundsdóttir Wóhlers og sagði hún fréttaritara blaðsins þegar hann leit inn til þeirra á fund- inn að í félaginu væru 14 konur sem allar störfuðu af miklum krafti og hjálpsemi bæði innbyrðis og út á við ef aðstoðar væri þörf. „Tilgangurinn með félaginu er að styrkja mennina okkar í starfi og er það meira unnið í kyrrþey heldur en að við trönum okkur fram“, sagði Ingeburg. Kiwanismenn í Grindavík munu síðan hefja sína árlegu jólatijáasölu í desember eins og undanfarin ár. RYKSUGAN Míele hún er vönduð og vinnur ★ 1000 watta kraftmikill mótor ★ Afkastar 54 sekúndulítrum ★ Lyftir 2400 mm vatnssúlu ★ 7 lítra poki ★ 4 fylgihlutir í innbyggðri geymslu ★ Stillanleg lengd á röri •k Mjög hljóðlát (66 db. A) ★ Fislétt, aðeins 8,8 kg ★ Þreföld ryksía ★ Hægt að láta blása ★ 9,7 m vinnuradíus ★ Sjálfvirkur snúruinndráttur ★ Teppabankari fáanlegur ★ Taupoki fáanlegur ★ Rómuð ending ★ Hagstætt verð Reyndu hana á næsta útsölustað: Mikligaröur v/Sund JL-húsiö, rafdeild Rafha, Hafnarf. Gellir, Skipholti Teppabúöin, Suöurlandsbreut Raforka, Akureyri KB, Borgarnesi KHB, Egilsstööum Verzl. Sig. Pálma, Hvammstanga KH, Blönduósi Straumur, ísafiröi KASK, Höfn Rafbúöin RÓ, Keflavík Árvirkinn, Selfossi Kjarni, Vestmannaeyjum Rafþj. Sigurd., Akranesi Grímur og Árni, Húsavík Rafborg, Patreksfiröi Einkaumboö á íslandi ® JÓHANN ÓLAFSS0N & C0 mmmmmmmmmmm^mmmmmmmm* * STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR áritar bók sína TÍMA0ÓFURINN í verslun okkar í dag milli kl. 4 og 6. Sendum áritaóar bækurí póstkröfu. EYMUNDSSON Austurstræti 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.