Morgunblaðið - 02.12.1986, Síða 60

Morgunblaðið - 02.12.1986, Síða 60
60 a»pí ^qMrJP,an o Gnr\AnTTTaiarT aiah TWWT-Tnaov MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, EMIL JÓNSSON, fyrrum ráöherra, andaöist í Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 30. nóvember. Ragnar Emilsson, Vilborg E. Bonyai, Jón Emilsson, Sigurður G. Emilsson, Sighvatur Birgir Emilsson, Guðrún Emilsdóttir, John Frederick Bonyai, Arnþrúður Jóhannsdóttir, Guðfinna Björgvinsdóttir, Anna Einarsdóttir, Sigurður I. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, DÝRFINNA INGVARSDÓTTIR frá Klrkjubæ í Vestmannaeyjum, Álftamýri 10, Reykjavlk, lést aðfaranótt 1. des. á Hjúkrunardeild Hrafnistu, Hafnarfirði. F.h. barnabarna og barnabarnabarna, Ingunn Sigurðardóttir, Þorsteinn B. Sigurðsson, Sigurður G. Sigurðsson, Oddhildur Guðbjörnsdóttir, Snorri D. Halldórsson. t Móðir mín, GUÐMUNDA BJARNADÓTTIR, Lönguhlíð 23, lést í Borgarspítalanum laugardaginn 29. nóvember. Grétar Sigurðsson. t GUÐRÚN HELGA JÓNSDÓTTIR, Kolfreyju, Fáðskrúösfirði, andaðist 25. nóvember í Hátúni 10b. Jarösett verður fimmtudag- inn 4. desember kl. 10.30 frá kapellunni í Fossvogi. Jón Þorsteinsson, og börn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JENSÍNA ARNFINNSDÓTTIR frá Brekku, Nauteyrarhreppi, andaðist í Borgarspítalanum þann 30. nóv. sl. Jón Arnar Magnússon, Guðmundur Kr. Magnússon, Kristin Magnúsdóttir, Sigriður Gyða Magnúsdóttir, Margrót G. Magnúsdóttir, Ragnar H. Magnússon, Edda Magnúsdóttir, barnabörn og Elín Ólafsdóttir, Kristfn Þórðardóttir, Ingvar Jónsson, Eirfkur Jónsson, Matthfas Bjarnason, Hulda Engilbertsdóttir, Björk Júlíusdóttir, Guðni Jónsson, barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaöir, ALFREÐ RASMUSSEN, skósmiður, Teigaseli 4, R. lést laugardaginn 29. nóvember. Margrót Þóröardóttir, dætur og tengdasynir. t Systursonur minn, faðir okkar, , HRAFN HARALDSSON, andaöist þann 28. nóvember sl. Jaröarförin verður auglýst síðar. Laufey Svava Brandsdóttir, Jón Bergþór Hrafnsson, Gunnar Hrafnsson, Haraldur Hrafnsson, Einar Hrafnsson, Ragnar Hrafnsson, Þórir Hrafnsson. Halldór Símonar- son - Minning Fæddur 9. júlí 1897 Dáinn 25. nóvember 1986 í dag, þriðjudaginn 2. desember, er til grafar borinn frá Fríkirkjunni í Reykjavík Halldór Símonarson, sem lézt 25. nóvember síðastliðinn, 89 ára að aldri. Það er margs að minnast, þegar aldraður höfðingsmaður kveður þetta líf og leggur út á æðri leiðir meira að starfa Guðs um geim. En þegar hugurinn reikar um liðnar samverustundir í meira en hálfa öld kemur í ljós, að minningamar eru flestar svo persónubundnar að þær verða ekki færðar í letur. Halldór Símonarson var gjörvi- legur og vel gerður, meðalmaður á vöxt og bar sig höfðinglega. Fram að andláti sínu var hann líkamlega vel á sig kominn og bar aldurinn ekki utan á sér. En síðustu æviárin þjáði hann sá sjúkdómur, sem stundum fylgir háum aidri og ekki er unnt að lækna, þótt draga megi úr afleiðingum hans með lyfjum. Það sem mér fannst einkenna Halldór umfram marga aðra menn var hin meðfædda alúð og snyrti- mennska, sem einkenndi líf hans og allar gerðir. En mest dáði ég í fari Halldórs hógværð hans og hið stillta skap og velvild tii náungans. Varla vissi ég dæmi þess að hann segði stattu fjær við nokkum mann. Hógværð Halidórs var meira eðlis- iæg og meðfædd en áunnin. Það mætti því tileinka honum þessi orð sálmaskáldsins séra V. Briem: Sælir þeir, sem hógvært hjarta hafa’ í líking Frelsarans. Þeir, sem helzt með hógværð skarta, hlutdeild fá í arfleifð hans. Halldór Símonarson fæddist 9. júlí 1897 á Bjamastöðum í Hjalla- hverfi í Olfusi. Foreldrar hans voru hjónin Símon Símonarson bóndi og Ingiríður Eiríksdóttir, sem bjggu allan sinn búskap á Bjamastöðum, svo sem gert höfðu forfeður Símon- ar frá árinu 1800 og ættmenn þeirra hjóna óslitið síðan og gera enn. Ingiríður og Símon eignuðust sex böm og vom þau þessi: Símon, bif- reiðarstjóri í Rvík, Þórður Jóhann, bóndi á Bjamastöðum, Amþrúður, húsfrú í Rvík, María, húsfrú í Rvík, Halldór, sjómaður og iðnverkamað- ur, sem hér er kvaddur, Guðmundur Elías, sjómaður í Rvík, og fóstur- sonur þeirra hjóna, Sæmundur Þórðarson, sem ávallt var minnst sem eins af systkinunum. 011 em systkinin nú látin og kveður Halldór síðastur þeirra, 89 ára, eins og fyrr segir. Halldór Símonarson ólst upp í foreldrahúsum og vann öll sveita- störf heima á Bjamastöðum fram yfir fermingaraldur. En fjórtán ára fer hann fyrst til sjóróðra á vertíð í Þorlákshöfn á opnum bátum, en vinnur svo sveitastörfin annan tíma ársins. Vom þetta störf hans næstu 12—13 árin. Ekki var um mikil fjár- ráð ungra manna að ræða á þessum tíma, því sjálfsagt þótti að bömin styrktu bú foreldra sinna án kaup- greiðslna. En Halldór átti sér markmið, sem hann stefndi að ótrauður, en það var að komast í Stýrimannaskólann, ljúka þaðan prófi og komast á tog- ara, en þetta var draumur margra ungra manna á þessum tíma. Og með því að Halldór var staðfastur og mikill reglumaður tókst honum að eignast þær krónur, sem nægðu til að ná þessu takmarki. Árið 1920 fer Halldór til Reykjavíkur og árið 1925 fær hann inngöngu í Stýrimannaskólann og lýkur þaðan stýrimannaprófi fiski- manna árið 1926. Á þessum árum var ekki auðvelt að fá skiprúm á togara, sem var mjög eftirsótt. Úr því rættist þó vonum betur, og fékk hann togarapláss með aðstoð frænda síns Guðmundar Markús- sonar skipstjóra, og með honum var hann skipvetji á bv. Hannesi ráð- herra meira en áratug. Halldór mun þó aðallega hafa unnið við fiskveið- amar og netabætingar, enda var ekki óalgengt á þessum árum að 3—4 „réttindamenn" væru meðal hásetanna. Þetta mun þó ekki hafa háð Halldóri neitt, því hann var þann veg skapi farinn, að vegtyllur freistuðu hans ekki. Hann vissi einnig sem var að þeir sem á dekk- inu störfuðu sköpuðu verðmætin úr því sem aflaðist, en ábyrgðin á skipinu hvfldi á hinum, sem í brúnni stóðu. Halldór Símonarson var sem fyrr og reyndar allt sitt líf staðfastur atorku- og reglumaður, sem hugs- aði lengra en til líðandi stundar. Árið 1930 ræðst hann í það stór- virki einhleypur maðurinn að byggja þriggja hæða hús á kjallara á Barónsstíg 78. Það sem kannski var merkilegast við þessa fram- kvæmd var, að byijað var á byggingungi í aprílmánuði um vorið og húsið fullbúið og flutt í það í október um haustið. Þó var tæknin ekki komin lengra en svo árið 1930, að öll steinsteypan var hrærð á brettum með handafli og hífð upp í fötum í veggi og gólf. í þessu húsi finnast engir steypugailar eða sprungur í veggjum og öll vinna á tréverki og málningu er einnig iðn- aðarmönnunum til sóma. Árið 1935 verða þau tímamót í lífi Halldórs Símonarsonar, sem hann alla tíð blessaði og þakkaði, en 2. nóvember það ár gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Ólu Guðrúnu Magnúsdóttur, og höfðu þau því lifað saman í farsælu og ástríku hjónabandi í 51 ár, þeg- ar Halldór lézt. Með hjónabandinu hafði Halldór náð þeirri höfn, sem hann hafði lengi þráð, enda mun vandfundinn heimakærari maður en hann var. Þau hjónin Óla Guðrún og Hail- dór eignuðust þijár dætur, sem allar eru giftar konur og búa í Reykjavík, en þær eru: Margrét, gift Axel Jóns- syni bifreiðarstjóra, og eiga þau tvö böm; Bergljót, gift Leifi Isieifssyni framkvæmdastjóra, þau eiga fimm syni; Ásdís, gift Kristjáni Eyjólfs- syni lækni, þau eiga tvö börn. Óla Guðrún Magnúsdóttir og Halldór Símonarson hafa að sjálf- sögðu búið allan sinn búskap á Barónsstíg 78. Þar hafa einnig búið dætur þeirra um lengri eða skemmri tíma, svo og sum bamabömin. Þannig hafa stórhugur og framsýni Halldórs, er hann lét reisa hið myndarlega hús, orðið fjölskyldunni skjól og skjöldur. Óhætt mun að fullyrða að heimilið hafi verið kast- ali Halldórs og heilagt vé og íjöl- skyldan var áreiðanlega það dýrmætasta af öllu góðu, sem hon- um hlotnaðist í þessu lífi. Nokkm eftir að Halldór kvæntist hætti hann sjómennsku. Eftir það vann hann ýmis störf í landi, mest við byggingar, m.a. með mági sín- um, Júlíusi Loftssyni múrarameist- ara. Eftir að hann hafði nær áratug unnið við þessi störf slasaðist hann + Föðurbróöir minn, GÍSLI STEINGRÍMSSON frá Húsavik, lést laugardaginn 29. nóvember í Borgarspítalanum. Fyrir hönd vandamanna, Vigdis Birgisdóttir. illa á fæti í umferðarslysi. Þetta slys varð þess valdandi að Halldór varð að skipta um starf. Fékk hann þá vinnu í Hampiðjunni og þar starfaði hann alls í um 28 ár sem iðnverkamaður eða þar til hann hætti störfum 77 ára. Hér hefur í stómm dráttum verið rakin starfssaga Halidórs, en ekk- ert minnst á áhugamál hans. Hann var einlægur fylgjandi jafnaðar- stefnunnar og fylgdist vel með sijómmálastarfi flokkanna. Ein- sýnn var hann ekki og sá og viðurkenndi það, sem honum fannst vel gert, hver sem í hlut átti. En sárt þótti honum þegar fomstu- menn jafnaðarmanna þráttuðu og börðust innbyrðis og létu eigin hagsmuni glepja sig frá hugsjóninni um jöfnuð og jafnrétti. Halldór var mikill bókamaður og las mjög mikið, jafnt ævisögur, skáldsögur og ljóð eldri skáldanna, en sérstakar mætur hafði hann á íslendingasögunum og Snorra- Eddu, en þessar bækur þaullas hann aftur og aftur. Mér er nær að halda að hann hafi kunnað sum- ar þeirra utan bókar ásamt Snorra- Eddu. Halldór myndaði sér ákveðna skoðun um uppmna og sagnfestu íslendingasagna og skýrði Eddu- kvæðin á sinn sérstaka hátt. Þessar skoðanir sínar bar hann undir nokkra íslenzkufræðinga, en þeir tóku lítt undir hugmyndir hans, enda höfðu þeir flestir aðra skoðun á þessum fræðum. Því miður mun Halldór lítið sem ekkert hafa skrif- að um þessi fræði sín. Um leið og ég óska Halldóri Símonarsyni velfamaðar á þeim leiðum, sem nú bíða hans, kveð ég hann með þessu versi séra V. Briem, sem ég veit að var honum að skapi: Eg fel mig þinni fóðumáð, minn faðir elskulegi, mitt líf og eign og allt mitt ráð og alla mína vegi. Þú ræður öllu’ og ræður vel af ríkdóm gæzku þinnar. Þín sljóm nær jafrt um himins hvel og hjólið auðnu minnar. Eiginkonu Halldórs, Ólu Guð- rúnu Magnúsdóttur, dætrum þeirra, tengdasonum og öðrum ástvinum bið ég Guðs blessunar. Ellert Ág. Magnússon Blömastofa Friöjinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytlngar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.