Morgunblaðið - 02.12.1986, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 02.12.1986, Qupperneq 62
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 62 Fall er fararheill * A gervihnattaöld: Viðbrögð apa við sjónvarpsefni könnuð Þeir sem halda því fram að sum- ir sjónvarpsþættir séu einungis fyrir apa, kunna að hafa réttara fyrir sér en þá hefur grunað til þessa. Ekki alls fyrir löngu könnuðu atferlisfræðingar nefnilega við- brögð tveggja órangútana við hinum ýmsu sjónvarpsþáttum. At- hugunin fór fram í dýragarðinum í Brownsville í Texas og var athugað hversu lengi hver þáttur hélt at- hygli apanna og hvernig þeir brugðust við atburðum á skjánum. Svo einkennilegt sem það kann að virðast, þá þekktu aparnir per- sónur í sundur og höfðu misjafnan bifur á þeim. T.a.m. hentu þeir öllu lauslegu í sjónvarpið í hvert skipti sem fólið J.R. í Dallas birtist á skjánum. „Persónurnar í sápuóper- Órangútanmn FnU kemur aug* um eru oft svo yfírgengilegar að jafnvel apamir þekkja illmennin á skjánum", segir Dr. Wendy James Aldridge við Pan American -háskól- ann, sem stjómaði rannsóknunum. Af þeim þáttum, sem apamir voru látnir horfa á, kom í Ijós að þátturinn Morðgáta (Murder She Wrote) var langvinsælastur. í öðru sæti var „Night Court" og í þriðja sæti „60 minutes", en í fjórða sæti \urki síuum. var þátturinn Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show). Á eftir honum kom „Miami Vice“, þá „Family Ties“, „Dallas", „Dynasty“ og „Klassapíur". „Apamir sýndu mest viðbrögð við mikilli hreyfíngu á skjánum. Þeim brá jafnmikið og venjulegu Jóhannes Páll páfi II. Páfi meðal barna og- bágstaddra í Astralíu Nú fara próf í hönd og situr móri samviskunnar vafalaust á öxl margra og nagar þá í handar- bökin og aðra þá líkamshluta sem til næst. Ekki ættu menn þó að orvænta þótt ýmis ljón reynast vera á menntabrautinni, því margir ágætismenn hafa orðið fyrir skakkaföllum í námi. — Jerry Lewis kýldi rektor kaldan, Lee Marvin var rekinn úr 12 grunnskól- um, Carrie Fisher hætti 15 ára gömul í skóla og svo mætti lengi telja. Jerry Lewis var kallaður fyrir rektor vegna sprengingar sem orðið hafði í efnafræðistofu skólans, en Jerry var alkunnur hrakfallabálkur og féll því grunur á hann. Rektor gerði þau mistök að hreyta þjóðem- isfordómum út úr sér, en það var meira en Jerry þoldi, svo hann kýldi , rektor með þeim afleiðingum að eitthvað lét undan og gekk Jerry þá út. Hann reyndi að fara í iðn- skóla, en guggnaði á því og fór til Hollywood, hvaðan hann hefur ekki komið. Michal J. Fox hætti í skóla fímmtán ára, lék í kanadískum sjón- varpsþætti um tíma, en hélt svo til Kalifomíu á vit frægðar og frama. John Travolta hætti námi sextán ára. „Ég var hálfgerður æringi í skóla, en ég mætti líka mjög litlum ^skilningi skólayfírvalda. Ég hafði áhuga á skemmtanaiðnaðinum, en þau ekki. Annað hvort varð ég að fara eða þau og ég hafði vit á því að vægja". Carrie Fisher, dóttir Debbie Reynolds og Eddie Fisher, byrjaði að skemmta fólki í næturklúbbi móður sinnar þegar hún var aðeins tólf ára gömul og þremur árum síðar hætti hún í skóla til þess að helga sig „bransanum" algerlega. Dean Martin hætti í skóla fyrr en hann vill láta uppi, en viðurkenn- ir að til þessa dags, sé bókin „Fagri Blakkur" sú eina sem hann hafí lesið spjaldanna á milli. Lucille Ball hætti í skóla fímmtán ára til þess að fara í leiklistarskóla, þar var Bette Davis hins vegar aðal- nemandinn og Lucille náði ekki að njóta sín fyrr en löngu síðar. Bo Derek hætti námi 16 ára gömul til þess að leika í mynd, sem síðan var aldrei sýnd. Robert Mitchum var foringi vandræðaunglingagengis í New York þegar hann var rekinn úr skóla, íjórtán ára gamall. Þegar hann varð leiður á götunni laug hann um aldur og fékk pláss á versl- unarskipi. Fjórum árum síðar var hann á leið upp stjömuhimininn. Lee Marvin var rekinn úr 12 skólum áður en hann varð 16 ára gamall. Loks gafst hann upp og skráði sig í landgönguliðið. Þar mannaðist hann og lærði að leika þann harðnagla, sem hann hefur leikið æ síðan. Hver segir að bókvitið sé það eina sem í askana verði látið? Hver skyldi trúa því að Michael J. Fox væri venjulegur fallisti? 8takkafbarZUsSkóIa’ °arnaðaldri. Jóhannes Páll páfí annar hefur að undanfömu verið á löngu og ströngu ferðalagi um Eyálfu og heimsótti nú síðast borgina Mel- bourne í Ástralíu. M.a. kom páfi við í kaþólskum skóla og ræddi þar við bömin og svaraði spumingum þeirra. Einnig heimsótti hann hæli á vegum kirkjunnar fyrir bágstadda og afvegaleidda menn. Páfínn talaði einnig gegn fóstur- eyðingum og líknardrápi og varaði lækna við því að þeir yrðu að hlíta siðferðislegum boðum — en þeirri athugasemd var greinilega beint gegn svokölluðum glasabamarann- sóknum, en læknar í Melboume eru í fremstu röð á því sviði. Þrátt fyrir að heimsókn páfa ein- kenndist af virðuleik og hefðum, átti hannn þó stundir þar sem hægt var að slaka örlítið á. Ein þeirra var í kaþólskum skóla, en þar eyddi páfí dágóðri stund í góðu yfírlæti. Hann sagði bömunum dæmisögur og gaf þeim heilræði. Einnig fengu bömin að spyija hann spuminga og létu þær ekki á sér standa. „Yðar heilagleiki! Gætuð þér bent okkur á hvar þér voruð særður?“, spurði hnokki einn og átti þar við skotsárið, sem páfí fékk þegar Tyrkinn Mehmet Ali Agca skaut hann árið 1981. Páfi benti brosandi á síðuna á sér og sagðist vona að hann þyrfti ekki að sýna sárið svo honum yrði trúað. Þegar páfi var spurður að því hverskonar tónlist honum félli best sagði hann „Musica _sacra“, en bætti hlæjandi við: „Ég er samt engin fommaður þó ég haldi upp á sígílda tónlist. Ég hef t.a.m. mikinn áhuga á rokki!" Vakti þessi athuga- semd mikla athygli. Seinna heimsótti páfí um 40 ógæfumenn á hæli í eigu kirkjunnar og.þar leiddi hann bænastund, sem að sögn viðstaddra var þrungin trú- arhita og tilfínningum. 110.000 manns komu til úti- messu, sem páfí söng í Melboume og þar predíkaði hann aftur gegn fóstureyðingum og líknardrápi. „Það er hnignað þjóðfélag sem ekki vill eignast böm, vill ekki elska þau og virða. Um líknardráp sagði hann: „Það sem gerir lífíð heilagt er ekki hvernig lifað er, heldur það krafta- verk að við skulum yfírleitt vera til“. Páfi varaði lækna við þeirri ábyrgð sem í því fælist að gera til- raunir með líf og átti þar við „glasabarnarannsóknir". Til þess að taka af allan vafa bætti hann því við að kaþólska kirkjan væri síður en svo á móti framþróun, að hún fagnaði hverri nýrri lækningu. „En læknar og vísindamenn lúta sömu siðferðislögum og aðrir menn, sérstaklega þegar mennskir sjúkl- ingar eiga í hlut hvort sem átt er við mannsfóstur eða smæsta örvef. Lífíð er ginnheilagt hversu veik- burða og vamarlaust sem það er, sama hversu vanþróað eða fullkom- ið það er“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.