Morgunblaðið - 02.12.1986, Qupperneq 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986
\
\
—V-
y
s, H«nn leng'isl! hvert 5inn sem 'eg fer
mcb hann út abjjarigci!"
|
ást er___
. . . að faðma hana
fallega.
TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reservea
®19B4 Los Angeles Times Syndicate
Láttu þumalfingurinn fylgja.
Ég er búin að borga fyrir hann
líka.
Ég var búinn að vara þig við
stálpressunni!
Um þessa mynd ræðir Ólöf en á henni eru Magnús Guðjónsson, Sveinbjöm Sveinbjarnarson, Árelíus
Níelsson, Pétur Sigurgeirsson biskup, Valgeir Ástráðsson og Úlfar Guðmundsson. Það er bæði rétt og
skylt að biðja séra Sveinbjöra velvirðingar á að nafn hans skyldi falla niður í áðuraefndum myndatexta
en hitt er einnig rétt að komi fram að blaðamenn Morgunblaðsins leggja á það mikla áherslu að nafn-
greina menn á myndum er birtast í blaðinu.
Hann heitir séra Svein-
björn Sveinbjarnarson
Þann 9. október sl. birtist í Morg-
unblaðinu frétt um endurvígslu
Stokkseyrarkirkju vegna nýaflok-
inna viðgerða, ef ég man rétt.
Greininni fylgdi mynd af flmm
hempuklæddum prestum ásamt
biskupi vorum i hátíðarskrúða.
Voru nöfn flmm þessara manna
Óðinn Pálsson skrifar í grein
sinni „íslendingar hætti sölu áfeng-
is“, þ. 18.11. 1986:
Hvergi stendur að nýja vínið
hafi verið áfengt og er ég viss um
að Kristur hefur aldrei bruggað né
drukkið áfengi, því þá væri hann í
sama flokki og Satan og þjónar
hans.
í Matteus 11:18 stendur: „Jó-
hannes kom og át hvorki né drakk
talin upp en einu sleppt. Duldist
þó ekki þeim er tilþekkja að það
var Sveinbjöm Sveinbjamarson
prófastur í Hmna, sem um þessar
mundir er að láta af embætti fyrir
aldurssakir.
Því miður kemur það fyrir að
myndir em illa merktar í blöðum,
og menn segja: Hann hefír illan
anda. Mannssonurinn kom, át og
drakk, og menn segja: Sjá, átvagl
og vínsvelgur! Vinur tollheimtu-
manna og syndara." Hann Óðinn
er ekki búinn að lesa Biblíuna nógu
vel.
Virðingarfyllst,
S.R. Haralds.
hverju sem um er að kenna. Gaman
væri ef Velvakandi birti mynd þessa
aftur svo menn sjái svo ekki verði
um villst hver er hver á umræddri
mynd.
Virðingarfyllst
Ólöf Benediktsdóttir
Skrifið eða hringið tii
Yelvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 17 og 18, mánu-
daga til föstudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa. Meðal efnis,
sem vel er þegið, em ábendingar
og orðaskiptingar, fyrirspumir og
frásagnir, auk pistla og stuttra
greina. Bréf þurfa ekki að vera
vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og
heimilisföng verða að fylgja öllu
efni til þáttarins, þó að höfundur
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér i
dálkunum.
Mannssonurinn
kom, át og drakk
Víkverji skrifar
*
Alaugardaginn ætlaði Víkveiji
að sækja hádegisverðarfund á
vegum Samtaka um vestræna sam-
vinnu og Varðbergs og hlýða á
Michael Voslensky ræða um leið-
togafundinn í Reykjavík og sam-
skipti austurs og vesturs. Þegar til
átti að taka, kom í ljós, að ræðu-
maðurinn var strandaglópur í New
York, þar sem Flugleiðir höfðu fellt
niður áætlunarflugið aðfaranótt
laugardagsins.
Þetta kom jafnt fundarboðendum
sem fundarmönnum í opna skjöldu.
Eina haldbæra skýringin á þessari
ráðstöfun flugfélagsins var sú, að
ekki hefðu nægilega margir far-
þegar látið skrá sig í vélina með
Voslensky til að félaginu þætti taka
því að senda hana yfír hafíð til
Luxemborgar.
Sú spuming vaknar, hvort þetta
komi oft fyrir og hvort þetta sé
viðunandi framkoma gagnvart
þeim, sem skipta við flugfélagið.
Víkveiji telur, að niðurfeliing áætl-
unarflugs vegna skorts á farþegum
gangi þvert á þær hugmyndir, sem
viðskiptavinir flugfélaga gera sér
um þá þjónustu, sem þeir eru að
kaupa.
XXX
Michael Voslensky er einn hæst
setti maður í sovéska stjóm-
kerfinu, sem hefur leitað hælis á
Vesturlöndum. Hann hefur skrifað
heimsfræga bók, Nomenklautura,
um sovéska stjómkerfið og þá hefð-
arstétt, sem þar ræður ríkjum í
nafni alþýðunnar. Hann kom hingað
síðastliðið vor og flutti erindi á veg-
um sömu félaga og boðuðu til
fundarins á laugardag. Voru nokk-
ur hundmð manns á þeim fundi.
Líkaði honum dvölin hér á landi svo
vel, að hann vildi koma hingað aft-
ur. Voslensky er búsettur í Vestur-
Þyskalandi og er eftirsóttur
fyrirlesari víða um lönd. Þótti hon-
um ákjósanlegt að fá tækifæri til
að ræða við Islendinga á heimleið
frá Bandaríkjunum. Af fyrrgreind-
um ástæðum varð ekki af því að
þessu sinni.
Það á eftir að koma í ljós, hvort
Michael Voslensky velur þann kost
oftar að hafa hér viðdvöl til að
flytja fyrirlestur.
XXX
Vissulega er áhætta tekin með
því að boða fund í hádegi með
ræðumanni, sem ætlar að koma til
landsins snemma sama morgun.
Þegar ákvarðanir eru teknar um
það, treysta menn því alfarið, að
þeir, sem annast flutninga til lands-
ins, standi við sitt. Það er úr
sögunni, að ástæða þyki til að gefa
flugfélögum 24 eða 48 stunda
svigrúm til að standa við auglýsta
áætlun. Vonandi er niðurfellingin á
flugi Voslenskys einsdæmi en hún
kom sér illa fyrir alla, sem þar áttu
hlut að máli.
í lokin er rétt að geta þess að
undanfama daga hefur Víkveiji
haft þá ánægju með skömmu milli-
bili að hitta tvo sænska embættis-
menn, sem voru á leið frá
Bandaríkjunum til Svíþjóðar með
Flugleiðum. Hældu þeir félaginu á
hvert reipi og fannst mikið til þess
koma, hve mikla áherslu það legði
á að gera þeim, sem ferðast á „Saga
Class" milli Bandaríkjanna og
Skandinavíu, allt til hæfís.