Morgunblaðið - 03.12.1986, Side 2

Morgunblaðið - 03.12.1986, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 Unnið að nýjum samningum Olís o g Landsbanka Islands ÓLI Kr. Sigfurðsson, aðaleigandi og forstjóri Olíuverslunar ís- lands, og ráðgjafar hans áttu í gær fund með bankastjóm Landsbankans sem er aðalvið- skiptabanki fyrirtækisins. Jónas Haralz bankastjóri sagði að nauðsynlegt væri að gera nýja samninga um viðskipti bankans og Olís, fyrri samningar væm úr gildi fallnir þar sem Olís hefði ekki staðið við þá. Sagði Jónas að samningum bank- ans og fyrirtækisins hefði verið frestað á dögunum vegna viðræðna um yfírtöku Olíufélagsins Skeljungs á Olís og hefði þurft að ganga til þessara samninga nú þó svo fyrri eigendur hefðu átt fýrirtækið áfram. Jónas sagði að málin hefðu verið rædd á fundinum og banka- stjórar Landsbankans meðal annars óskað eftir ákveðnum upplýsingum frá forráðamönnum Olís sem þeir ýmist hefðu veitt strax eða ætluðu að afla sér og koma síðar á fram- færi. Viðræðum yrði síðan haldið áfram. Eldur í Hofsjökli ELDUR kom upp í lest í flutninga- skipinu Hofsjökli á sunnudags- morgun. Skipið var þá statt út af Grænlandi. Skipveijar náðu fljót- lega að slökkva eldinn. Engin slys urðu á mönnum, en einhveijar skemmdir urðu á skipinu og farmi þess, sem er aðallega bílar. Skipið er væntanlegt til landsins í kvöld ítalir sækja skreið hingað NOKKUR hreyfing hefur upp á síðkastið verið á sölu skreiðar til annarra landa en Nígeríu, en hertir hausar hafa haldið áfram að seljast þangað. ítalir hafa meðal annars verið hér á landi að falast eftir skreið. Nú er talið að um 100.000 pakkar af skreið séu til í landinu. Á vegum Skreiðarsamlagsins eru nú að fara um 2.000 pakkar af skreið til Kamerún og hafa þá alls farið þangað um 4.000 pakkar. Ennfremur hefur eitthvað verið selt til Júgóslavíu. Þá hafa ítalir sótzt eftir skreið héðan í auknum mæli, þar sem Norðmenn hafa ekki átt nóg til að sinna eftirspum frá Ítalíu. ítalir hafa komið hingað og farið um landið til að flokka úr birgðum framleiðenda það sem þeir telja nógu gott, en kröfur um gæði skreiðar eru mun meiri á Ítalíu en í Nígeríu. Verð fyrir skreið, sem seld er til Ítalíu, er mun hærra en fyrir þá, sem fer til Nígeríu, meðal annars vegna meiri gæða. Af skreiðarskipinu Horsam, sem sigldi til Nígeríu í ágúst sl., hafa takmarkaðar fréttir fengizt og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er skipið enn í Lagos með megnið af skreiðarfarminum um borð. Við- skiptaráðuneytið er nú að kanna hvemig á því stendur. * ■ ' Tí 1"í < • i *sm< & Nýja baðhúsið við Bláa lónið sem er í smíðum. Morgunblaðið/Kr.Ben. Bláa lónið: Þrjú tilboð írekstur baðhúss Grindavík VERIÐ er að girða Bláa lónið við Svartsengi af þessa dagana, en framkvæmdir við nýja bað- húsið hafa tafist. Að sögn Júlíusar Jónssonar skrifstofustjóra hitaveitu Suður- nesja er nú ráðgert að nýja baðhúsið verði tekið í notkun upp úr miðjum desember. í frétt fyrir stuttu misritaðist kostnaður við framkvæmdimar. Rétt er að áætl- aður kostnaður við húsið, girðing- una og vegaframkvæmdir á svæðinu er 13 milljónir króna. Fyrir stuttu vom opnuð tilboð í rekstur baðhússins. Alls bámst þijú tilboð. Hæsta tilboðið var frá SPOEX, samtökum phsoriasis- og exemsjúklinga, 300 þús. krónur yfír árið og er þá hiti og rafmagn innifalið í þeirri upphæð. Einnig kom tilboð frá Víkingaferðum í Keflavík, 240 þús. krónur, og það þriðja frá Kristínu Gunnþórsdótt- ur og Sigurgeiri Þ. Sigurgeirssyni í Grindavík, einnig 240 þús. krón- ur. Þá hefur verið óskað eftir því við forráðamenn SPOEX-samtak- anna að hús þeirra við lónið verði fjarlægt með tilkomu nýja bað- hússins. Kr.Ben. * Upplagseftirlit Verzlunarráðs Islands: Morgunblaðið er selt í 46.719 eintökum á dag Aukning frá í fyrra 2.530 eintök eða 5,73% UPPLAGSEFTIRLIT Verzlunar- ráðs íslands hefur birt upplýs- ingar um upplag Morgunblaðsins og Dags á Akureyri fyrir tíma- bilið apríl til september 1986, en einungis þessi tvö dagblöð eru aðilar að upplagseftirlitinu enn sem komið er. Þar kemur fram að Morgun- blaðið hefur að meðaltali selst í 46.719 eintökum dag hvem á þessu sex mánaða tímabili. Sömu mánuði árið 1985 seldist Morgunblaðið í 44.189 eintökum að meðaltali dag hvem. Aukning milli ára er 2.530 eintök eða 5,73%. í júní sl. birti upplagseftirlitið tölur um söluna fyrstu þijá mánuði ársins 1986. Þá mánuði seldist Morgunblaðið í 45.377 eintökum að meðaltali dag hvern. Ef það tímabil er borið saman við tímabilið apríl til september 1986 sést að söluaukning Morgunblaðsins er 1.342 eintök að meðaltali, eða 2,96%. Dagur á Akureyri seldist í 4.882 eintökum að meðaltali dag hvem mánuðina apríl til september í ár borið saman við 4.883 eintök mán- uðina janúar til marz. Allt árið 1985 seldist Dagur í 4.852 eintök- Viðræður við Rio Tinto Zink: um að meðaitali á degi hveijum. Næstu tölur um dagblöð, þ.e. fyrir tímabilið október/desember 1986 og janúar/marz 1987, verða birtar 15. mai 1987. Á sama tíma verða birtar upplagstölur tímarita fyrir árið 1986, en sjö tímarit eiga aðild að upplagseftirliti Verzlunar- ráðsins. Framkvæmd eftirlitsins er þann- ig háttað, að útgefendur veita trúnaðarmanni Verzlunarráðs ís- lands, sem er löggiltur endurskoð- andi, upplýsingar um dreifíngu og seld eintök. Hefur hann aðgang að bókhaldi útgefendatil að sannreym þær upplýsingar. Stofnkostnaður verksmiðjunnar hefur hækkað um a.m.k. 30% Næsti fundur ákveðinn þann 18. þessa mánaðar ENGAR niðurstöður liggja fyrir eftir viðræðufund samninga- nefndar um stóriðju og fulltrúa Rio Tinto Zink um byggingu kísilmálmverksmiðju við Reyðar- fjörð, eftir fund i gær og fyrra- dag. Þess hafði verið vænst að hægt yrði að taka afstöðu til þeirra tilboða sem liggja fyrir, en vegna þess hve stofnkostnað- ur hefur hækkað frá upphafleg- um áætlunum, var ákveðið að kanna málið frekar og bíða með það að taka af skarið hvað ein- stök tilboð varðar, til næsta fundar, sem ákveðinn hefir verið þann 18. þessa mánaðar. „Við höfum fundað stíft, þessa tvo daga,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson formaður samninga- nefndar um stóriðju í samtali við Morgunblaðið í gær, „en markmiðið var að taka afstöðu til þeirra til- boða sem liggja fyrir. Við vorurn að gera okkur vonir um að við gætum tekið afstöðu til tilboða verktaka og tekið ákvörðun um hvaða tilboði verður tekið, en það tókst ekki. Meginvandamálið er það, að stofnkostnaðurinn er of hár,“ sagði Birgir ísleifur, „en hann er a.m.k. 30% hærri en hann var samkvæmt upprunalegum áætlun- um.“ Birgir ísleifur sagði að megin- ástæða þess að stofnkostnaður hefði hækkað væri verðfall dollar- ans að undanfömu, en hann hefði iækkað um 30% t.d. gagnvart þýska markinu frá því að viðræður við Rio Tinto Zink hófust. Að sama skapi hefði kostnaður við aðföng hækkað. Birgir ísleifur kvaðst gera sér vonir um að viðræðunefndimar gætu á fundinum þann 18. þessa mánaðar tekið afstöðu til þess hvom tilboðanna verður tekið. INNLENT Bræla á loðnumiðum BYRJAÐ var að hvessa á loðnu- miðunum síðdegis í gær, en þá höfðu 10 skip tilkynnt um afla, samtals 5.890 lestir. Á mánudag varð aflinn 3.960 lestir af 5 skip- um. Auk þeirra skipa, sem áður hefur verið getið í Morgunblaðinu, til- kynnti Svanur RE um 700 ’lesta afla á mánudag. Síðdegis á þriðju- dag höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla: Rauðsey AK 600 lestir Skarðsvík SH 620, Magnús NK 530, Eskfírðingur SU 630, Guðrún Þorkelsdóttir SU 630, Kap 11 VE 400, Ljósfari RE 500, Hilmir 11 SU 480, Hilmir SU 1.100 og Bergur VE 400 lestir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.