Morgunblaðið - 03.12.1986, Síða 45

Morgunblaðið - 03.12.1986, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 45 Vísnavinir í lOáraaf- mælisstuði Hljömplötiir Árni Johnsen Að vísu heitir nýútkomin hljómplata Vísnavina, gefin út i tilefni 10 ára afmælis félagsins. 14 lög eru á plötunni, flest eftir þá sem flytja þau og textarnir einnig. Að vísu er fjölbreytt plata og kennir þar margra grasa eins og í starfi Vísnavina að öllu jöfnu. Vísnavinir áttu vissulega möguleika á því að gera eld- hressa plötu, en hafa valið þann kostinn að bera á borð sitt lítið af hveiju sem félagsmenn eru að fást við og er það vissulega skemmtilega gert, en þó hef ég það á tilfinningunni, að það hefði mátt skipuleggja betur efnisval. AÐ VÍSLL... Bestu lögin á plötunni eru að mínu mati Breytir borg um svip eftir Kristínu Lilliendahl, en hún syngur lagið sjálf á sérlega skemmtilegan hátt, enda afbragðs góð söngkona og sérstæð. Þá má nefna lagið Til kökusalans á hom- inu, lag Guðrúnar Hólmgeirsdóttur við ljóð Ruben Nilsson í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar, en Guðrún syngur lagið sjálf með sinni skemmtilegu rödd. Einnig vil ég nefna lögin Rósin, Nótt í erlendri borg og Bjórvísur. Rósina syngur Anna Pálína Ámadóttir með glæsi- rödd og Bjórvísuna syngur Bræðra- bandið, en þeir em skemmtilegur og fjörmikill sönghópur sem kann lagið á tmkksöngvum. Bergþóra bregst ekki frekar en fyrri daginn í Nótt í erlendri borg. Eins nýliðans á plötunni er einnig vert að nefna sérstaklega fyrir góð tilþrif, en það er Guðbergur ísleifsson sem syngur lag sitt Elsku póstur, textinn er eftir hann og Öm Smára Gíslason. Það er meira smekkur á lögum sem ræður því sem ég kalla bestu lögin á plötunni fremur en flutning- ur, því öll lögin em vel flutt, en misjafnlega mikið í lagt eins og gengur í lífsins komidí. Fyrri hluti plötunnar er fremur hæglátur, en síðan æsist leikurinn og það gefur í veðrið. Að vísu er góð plata, ljóð- ræn og skemmtileg söngplata sem gefur góða mynd af Vísnavinum, þar sem allir fá tækifæri sem vilja spreyta sig. Plötuumslag og fylgirit með söngvum og upplýsingum um flytj- endur em til mikillar fyrirmyndar, en helsti ljóður á útgáfu íslenskra hljómplatna em ónógar upplýsingar á plötuumslögum. Áfram með smér- ið, Vísnavinir, þetta var aðeins 10 ára afmælið. V^terkurog k J hagkvæmur auglýsingamiöill! Það er gaman í skóginum og þar býr bangsafjölskyldan, pabbinn, mamman og litlu bangsabörnin sem leika sér úti allan daginn. Bangsabörnin eiga rólur, rennibraut, sandkassa og fleiri leikföng. í fallega bangsahúsinu eru borð stólar, rúm og skápar fullir af fötum svo bangsafjölskyldan geti skipt um föt áður en hún fer í gönguferð. Skógarbangsarnir — skemmtileg og falleg leikföng ‘fc SÍMIT2877 * Laugavegi I8a sfmar 11135-14201

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.