Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 43 Héraðakvótinn er skömmtunarkerfi eftir Óðin Sigþórsson í sjónvarpsþætti um „siðferði í íslenskum stjórnmálum", lýsti laga- prófessor við Háskóla íslands þeirri skoðun, að íslenskir stjómmála- menn hefðu þá áráttu við lausn vandamála, að smíða um þau kerfí og setja í lög. Slíkar kerfíslausnir leiddu af sér önnur vandamál sem einnig væri nauðsynlegt að setja um lög og fella í kerfí og þannig gengi oft til koll af kolli, þangað til ekki væri hægt að greina á milli orsakar og afleiðingar. Mér hafa oft komið þessi orð í hug, þegar ég leiði hugann að því hversu flók- in og þung yfírbyggingin er á okkar litla þjóðfélagi. Þetta á ekki síst við, þegar rætt er um landbúnaðar- málin og afskipti hins opinbera á þeim vettvangi. Ég hygg, að fyrir áratug eða svo, hafí fáum dottið í hug, hvflík ofstjóm og frelsisskerð- ing biði þeirra, er þennan atvinnu- veg stunda. Það hafa orðið straumhvörf í málefnum íslenskra bænda. Þar kemur að mínu mati aðallega þrennt til. í fyrsta lagi hefur innan- landsmarkaðurinn dregist saman. Aðalorsök þess má rekja til minnk- andi niðurgreiðslna sem nú eru innan við fjórðungur að raungildi þess sem mest var. Þá má nefna að neysluvenjur þjóðarinnar hafa breyst með ljölbreytilegra framboði matvæla. Vinnslu og dreifíngaraðil- ar hafa mætt vaxandi samkeppni og eru menn ekki á eitt sáttir um frammistöðu þeirra á markaðnum. í öðru lagi hafa markaðsaðstæður erlendis breyst_ gífurlega á undan- fömum árum. Á öndverðum síðasta áratug skilaði útflutningur búvara verulegum gjaldeyri. Þannig feng- ust um 70% heildsöluverðs fyrir dilkakjötið og 40—50% fyrir mjólk- ina þegar best gerðist. Hér hefur orðið gerbreyting á. Þær vestrænu þjóðir sem áður fluttu inn búvöru og skópu eftirspum sem hélt uppi viðunandi verði, hafa kappkostað að efla eigin landbúnað og em margar hveijar útflytjendur í dag. Þessa gætir sérstaklega á dilka- kjötsmarkaðnum. Þetta hefur leitt af sér verðhrun og dæmi sem við stöndum frammi fyrir í dag, lítur þannig út, að með hveijum lítra mjólkur framleiddum með verð- ábyrgð ríkissjóðs fyrir erlendan markað, þarf ríkissjóður að greiða 35 krónur á þessu ári. Tilsvarandi tala mun vera um 200 kr. fyrir kfló kjöts. Þá vil ég í þriðja lagi tilnefna sérhæfínguna og tæknivæðingu íslensks landbúnaðar. Þrátt fyrir mikla fólksfækkun í sveitum lands- ins, hefur afkastagetan aukist gífurlega. Til þess að létta bústörf- in hafa bændur tekið tæknina í sína þjónustu í vaxandi mæli. Þetta er þróunin í öllum hinum vestræna heimi og íslenskir bændur eru eng- ir eftirbátar í þeim efnum. Forsenda þessa hefur verið stækkun búanna og bættur húsakostur á jörðunum. Þetta hefur gert sveitafólkinu kleift að sækja fram til betri lífskjara sem öðrum þjóðfélagsþegnum. Ég tel að þetta þrennt hafí aðal- lega skapað það atvinnuumhverfí sem bændur búa við í dag. Það er við þesar aðstæður sem stjómar- flokkamir hefj'ast handa um endurskoðun á framleiðsluráðslög- unum frá 1947. Innan Sjálfstæðis- flokksins fóru fram miklar umræður um þessi mál. Því er ekki að leyna, að skarpur skoðanamunur ríkti innan flokksins á hvem veg standa bæri að málum. Því voru það okkur gífurleg vonbrigði þegar til kom að lagasmíðin skyldi fara fram án nokkurs samráðs eða um- ræðna við málefnanefnd né aðra aðila innan flokksins, sem um þessi mál fjalla. Það breytir engu þar um, þótt vísað sé til þess, að þannig hefí það verið hjá báðum stjómar- flokkunum. Það er ljóst, að við endurskoðun búvörulaganna, er beygt hressilega af braut þeirrar landbúnaðarstefnu, sem fylgt hefur verið. Lögin marka þá stefnu, að búvöruframleiðslan skuli aðlöguð innanlandsmarkaðn- um á næstu fímm ámm. Þetta þýðir, að mjólkurframleiðslan færist niður í 100 milljón lítra á ári. Það er talið, að innanlandsmarkaðurinn sé um 97 milljónir til neyslu og vinnslu og gera verður ráð fyrir einhverri umframframleiðslu, til að tryggja nægilegt framboð af mjólk og mjólkurvörum í lakari fram- leiðsluárum. Kindakjötsframleiðslan færist niður í um það bil 9.500 tonn, en það er það magn sem menn vonast til að geta afsett innanlands. Þó ber að geta þess, að á sl. veðlags- ári náðist ekki að selja nema 9.200 tonn og ljóst er að dilkakjötið fer halloka fyrir öðrum kjöttegundum ef eitthvað er. Því til viðbótar getum við vænst þess, að nýta Færeyjar- markaðinn á næstu árum sem er um 600 tonn og gefur 50% fram- leiðslukostnaðar. Til samanburðar má geta þess, að núgildandi búvöru- samningar tryggja fullt verð fyrir 11.800 tonn af dilkakjöti og 105 milljónir lítra mjólkur á verðlagsár- inu ’87—’88, en framleiðsla síðasta verðlagsárs nam 111,5 milljónum lítra af mjólk, en 12.215 tonnum af kindakjöti. Það má þvi öllum ljóst vera, að enn er eftir gífurlegur samdráttur og þá sérstaklega í sauðfjárrækt- inni. Þessi samdráttur er knúinn fram á mjög skömmum tíma og ég óttast afleiðingamar fyrir hinar dreifðu byggðir. Það gefur auga- leið, að miðað við markaðshorfur á næstu árum er ekki rúm fyrir fleiri en um það bil 2.500 bændur í hinum hefðbundnu búgreinum ef afkoma þeirra á að vera viðunandi. Ég hygg, að ekki sé fjarri lagi að ætla, að framleiðslugetan í dag liggi á bilinu 30—35% umfram innanlands- markaðinn. Hluti þessarar fram- leiðslugetu er í formi nýrra fjárfestinga sem ekki hefur verið hægt að taka í notkun vegna sam- dráttaraðgerða í framleiðslunni. Þeir bændur sem þannig er ástatt um, eru að sjálfsögðu misjafnlega á vegi staddir fjárhagslega. Staða sumra þeirra er slík, að þeir geta ekki risið undir skuldaídafanum þótt þeir fengju ótakmarkaðan framleiðslurétt. Reynslan kennir okkur, að skuldbreytingar eru engin lausn á fjárhagsvandræðum bænda. Bíll valt •• á Oxna- dalsheiði BIFREIÐ valt út af veginum á Öxnadalsheiði á sunnudag. Hann fór eina og hálfa veltu og lenti á þakinu. Tvennt var í bilnum og sluppu bæði ómeidd. Bfllinn er talsvert skemmdur. Erfítt reyndist að ná honum upp á veginn en það tókst þó að lokum. Ohappið átti sér stað á miðri heiðinni, skammt vestan við Sess- eljubúð. Að öðru leyti en þessu var heigin róleg hjá lögreglunni á Akureyri. Slökkviliðið var hins vegar kallað út einu sinni um helgina. Þá kvikn- aði í fólksbifreið í Glerárþorpi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en bifreiðin er talsvert skemmd. í nýju framleiðsluráðslögunum er gert ráð fyrir verulegum stuðn- ingi við nýjar búgreinar og fjár- hagslega endurskipulagningu búreksturs á lögbýlum. Til þessa verkefnis verður varið u.þ.b. 1,5 milljörðum á næstu fimm árum. Þar er um að ræða stighækkandi hlut- fall af útflutningsbótum úr 2% ’86, í 5% 1990. Á sama tímabili munu ij'árframlög vegna útflutningsbóta nema 2—2,5 milljörðum. I heild gera þessir fjármunir 1,2 milljónir á núgildandi verðlagi á hvert 400 ærgilda bú í landinu eða um 3.000 krónur á hvert ærgildi. Hér er um gífurlega fjármuni að ræða og mik- ilvægt er að þeim sé ráðstafað á sem skynsamastan hátt með tilliti til framtíðarinnar. Það hlýtur að orka tvímælis að binda ráðstöfun méirihluta þessa íjármuna í lögum til útflutnings- bóta, eða allt að 2,5 milljarða eins og ég gat um áðan, þegar ákvörðun hefur verið tekin um að laga fram- leiðsluna að innanlandsmarkaði eða því sem næst eftir 5 ár. Slík ráðstöf- un veikir þann möguleika að afstýra stórfelldri byggðaröskun. Það er mín skoðun, að þessu fjármagni hefði verið miklu betur varið, til að hjálpa þeim bændum, sem standa höllum fæti, til að mæta samdrætti í framleiðslunni með fjölbreyttari atvinnuuppbyggingu. Þannig hefði tilboð Framleiðnisjóðs getað verið helmingi hærra en það er nú og raunverulega leyst ijárhagsvanda þeirra sem óhjákvæmilega hrekjast eignalausir af jörðum sínum á næstu árum. Það virðist vera Óðinn Sigþórsson ríkjandi viðhorf hjá bændum að samdrátturinn eigi að bitna á öðrum en þeim sjálfum og helst á annarri sveit en þeirra eigin. Þetta gerir það að verkum að menn vega ekki og meta nægilega hvort rekstrar- grundvöllur sé fyrir búum þeirra, heldur bíta á jaxlinn og ákveða að þrauka. Ekki verður séð í framtíð- inni hvaða aðili á að fjármagna búrekstur sem ekki stendur undir sér í stórum stfl í framtíðinni. Hér að framan gat ég þess að umræður hafa verið miklar innan Sjálfstæðisflokksins um stefnu- mörkun í landbúnaði og grundvall- armarkmið í því sambandi. Á landsfundum flokksins hefur verið ályktað ýtarlega um málefni íslensks landbúnaðar. Að sjálfsögðu eru skoðanir skiptar í svo stórum flokki um ýmsa þætti, fyrirkomulag og framkvæmd, en allajafna hefur þá eitt atriði öðrum fremur samein- að flokksmenn í afstöðu sinni. Það er að sú yfírlýsing að íslenskir bændur séu sjálfstæðir atvinnurek- endur og ekkert megi gera sem ógnað geti fjárhagslegu sjálfstæði þeirra. Áræðni og dugnaður skuli njóta sín jafnframt því sem ábyrgð fylgi hverri gjörð. Þetta eru þau grundvallaratriði sem ég hefði viljað sjá fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins standa vörð um við endurskoðun framleiðsluráðslag- anna. Orðið frelsi, er orðið marg þvælt og meiningarlítið í munni stjómmálamanna. Helst hefur það verið notað af andstæðingunum í stjómmálaumræðunni til að skil- greina öfgar og stjómleysi. Máltæk- ið segir, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Núver- andi framkvæmd á svokölluðu héraðskvótakerfí er ekkert annað en skömmtunarkerfið í sinni verstu mynd. Gárungamir segja, að fram- leiðslumagninu sé skipt með reglu- gerð frá landbúnaðarráðherra en hlutverk búnaðarsambandanna sé að útdeila eymdinni heima í héraði og taka á móti skömmunum frá bændum. Á sama tíma berast okkur þær fregnir að vígð hafí verið í Reykjavík fullkomnasta mjólkur- stöð á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað, og byggingarkostnaður sé um 850 milljónir króna. Þessi upphæð samsvarar ijárfestinga- kostnaði uppá 700 þúsund á hvert 30 kúa flós í landinu, ef við gefum okkur að . 1.200 slík framleiði upp í búvörusamningana. Það eru erfíðir tímar framundan í íslenskum landbúnaði. Ég vona að það verði gæfa okkar allra að Sjálfstæðisflokkurinn taki forystu þessara mála og leiti lausna á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar. Nú er mikilvægast að standa vörð um atvinnufrelsi og fjárhagslegt sjálfstæði bændastéttarinnar. Hvorttveggja er í hættu. Höfundur er bóndi og hreppatjóri íEinaraneai.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.