Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 25 + ! I I I ! 4- það í meiri alvöru en oftast áður en láta þorra gömlu húsanna í mið- bænum víkja. En við sem höfum býsnast á fátækum forfeðrum að nota skinnbækur i skó og klæði hljótum að spyija hvort við köstum menningarverðmætum á glæ með niðurrifí þessara húsa. Áður en lengra er haldið þarf að athuga hvort húsin séu sérstök að einhverju leyti sökum upprunalegs stíls og byggingarsögu. Hvenær voru þau reist og hveijir voru höf- undar þeirra og smiðir? Vitna þessi hús um merka atburði í byggingar- sögunni eða almennri tæknisögu? Sýna þau e.t.v. séríslenska þróun? Eru þau til vitnis um framfarir á ákveðnu skeiði í hagsögulegum skilningi, kannski vitnisburður um þáttaskil í atvinnu- og hagsögu? Hveijir áttu heima í húsunum og eru einhver ummerki til vitnis um veru þeirra? Hvaða starfsemi hefur farið fram í húsunum og má sjá einhver merki hennar? III Húsið í Lækjargötu 8 minnir með lofthæð sinni og miklum kvisti á nýja tíma t byggingarsögunni. Af þeim sökum einum ætti að sýna því sóma. Og auðvitað ætti að nægja því til varðveislu að það er orðið meira en aldargamalt, er á upp- runalegum stað, var vel vandað í upphafi og við það tengdar minn- ingar um merkisfólk. Varðveitt hús, reist fyrir 1900, eru fá og þarf að gefa sérstakan gaum af þeirri ástæðu einni. Og það eykur varð- veislugildi hússins í Lækjargötu 8 að til eru dagbækur Jónasar Jónas- sens sem lýsa daglegu lífí þar á bilinu 1870-1910. Margir meta tilverurétt gamalla húsa eftir því hvort þau falla vel inn í umhverfi sitt. Leitun mun að gömlum húsum í miðbænum sem falla betur að umhverfi sínu en húsin við Skólabrú, fyrir austan dómkirkjuna. Þau mynda sam- Lækjargata 8 og Skólabrú. ræmda heild. Verði núverandi húsi í Lækjargötu 8 kippt burt raskast heildin nema þá að annað álíka hús komi í staðinn en ekki er ætlunin að svo verði. Skipuleggjendur ætla hins vegar að láta standa húsið á hominu við Skólabrú að sunnanverðu, Lækjar- götu 10, sem er sambærilegt hús að stærð og lögun. En húsið Lækj- argata 10 er ekkert mikilvægara fyrir heildina og samræmið en Lækjargata 8. Hefur heildarskipu- leggjendum sést yfir þetta? Líklega ræður tillögum þeirra að húsið Lækjargata 10 hefur ekki verið afskræmt eins og Lækjargata 8. En þessu húsi Jónasar Jónassens má auðveldlega bjarga; til þess þarf aðeins lýtalækna sem kunna til verka — og nokkurt fé. IV Dr. Jónassen bjargaði mörgum sjúkum fátæklingi og krafðist ekki þóknunar en ávann sér virðingu, vináttu og þakklæti Reykvíkinga. Húsvemdunarsinnar vinna langt í frá eins göfugt, merkt og fómfúst björgunarstarf. En þeir hafa bjarg- að húsum á Torfunni með óeigin- gjamri baráttu sem flestir munu kunna að meta. I ár er barist fyrir varðveislu þeirra umhverfis- og menningarverðmæta sem fólgin em í gömlum húsum í Kvosinni. Eg hef beint athyglinni að húsinu í Lækjar- götu 8 og umhverfi þess og þykir hér skýrt dæmi um verðmæti sem kastað muni verða á glæ, fari svo fram sem horfir. Ég skora á ráða- menn að fara þá leið í endurreisn gamla miðbæjarins að reyna að halda í sem mest af gömlu svip- móti hans. Látum Torfuna gefa tóninn, gerum upp bestu og merk- ustu timburhúsin í Kvosinni! Höfundur er sagnfrseðingur og starfsmaður stofnunar Áma Magnúasonar. Sauma- handbók BÓKAÚTGÁFAN Óðinn hefur sent frá sér Saumabókina — sem er þýsk að uppruna, unnin af sérfræðingum fyrir timaritið Neue Mode en þýðandi bókar- innar er Fríður Ólafsdóttir, lektor í handmenntum. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir að í bókinni sé útskýrt nákvæmlega, hvemig öll vinna við snið og saumaskap fer fram. „Næstum hveiju atriði fylgir vinnuteikning sem sýnir greinilega hvað gert er hveiju sinni. M.a. eru nákvæmar leiðbeiningar um: mál- töku, sniðningu, mátun, kraga, ermar, vasa, klaufar, falda, fóður, hnappagöt, herrabuxur, dömubux- ur, rennilása, breytingar á sniðum, meðhöndlun mismunandi efna, hvemig saumað er úr leðri o.m.fl.“ Saumahandbókin er 154 blað- síður og prentuð í prentsmiðjunni Eddu. skatttekjur ríkisins frá þvi að vera um 15.500 milljónir króna fyrir söluskatt í rúmlega 18.000 milljónir fyrir virðisaukaskatt ætti að nægja til þess, að flestir hugsandi menn, a.m.k. þeir, sem ekki aðhyllast öfgastefnumar til vinstri í stjóm- málum, fari að ókyrrast. Hér er verið að auka ríkisumsvifín um meira en 5% á einu bretti. Hvergi er minnst á að fella niður alls kyns smáskatta svo sem launaskatt, sér- stakan skatt á verzlunar- og skrif- stofuhúsnæði og margt fleira, t.d. jöfnunargjald á innfluttar vörur. Það sem nánast allar vörur og þjónusta verða háð virðisaukaskatti kemur hann til með að virka sem verðsprengja í þjóðfélaginu. Öll matvara hækkar að meðaltali um 10% og var þó ekki á bætandi. Með loðnum heimildum um auknar nið- urgreiðslur á landbúnaðarafurðum, sem fylgja frumvarpinu, er gert ráð fyrir að milda áhrif skattsins. Hér má lesa út úr frumvarpinu og grein- argerðinni með því, að þetta eigi fyrst og fremst við hefðbundnar afurðir, svo sem lambakjöt og mjólkurafurðir. Sem sagt lamba- kjötið skal í þig hvort sem þér líkar betur eða ver. Ekki verður betur séð en virðis- aukaskatturinn kæfi þann vaxtar- brodd, sem hefur verið í ferðamannaþjónustu hin seinni ár. Hótelherbergi hækka um 24% í verði og ekki verður ódýrara að fara út að borða. Ekki er minnst á að gefa erlendum ferðamönnum kost á að fá virðisaukaskattinn end- urgreiddan eins og gerist í flestum nágrannalöndum okkar. Er ég hræddur um, að þeir muni fóma höndum og flýja sem fætur toga. Virðisaukaskatturinn mun inn- heimtast betur segja menn. Vitað er, að margir svíkjast undan núver- andi söluskatti. Hafa flestir borgar- ar þessa lands tekið þátt í því á einn eða annan hátt. Sannleikurinn er sá, að sömu aðilar eiga nákvæm- lega jafnhægt með að svíkjast undan virðisaukaskattinum og verður lítil breyting þar á nema til hins verra. Aukin skattheimta ríkis- ins kallar nefnilega á aukin skatt- svik. Lokaorð Hvað er til bragðs? Vonandi þvælist þetta frumvarp fyrir þing- inu í vetur og dagar uppi. Eftir kosningamar koma vonandi nýir menn, sem hafa víðari sjóndeildar- hring en nú gerist hjá mörgum alþingismönnum. Áreiðanlega finnast miklu einfaldari leiðir til þess að bæta söluskattskerfið og skattheimtu ríkisins í heild sinni. Til dæmis má skoða betur þá hug- mynd að innheimta söluskatt af öllum innfluttum vörum í tolli. Með nýjum lögum um tollkrít ættu helztu mótbárur verzlunarmanna gegn söluskatti í tolli að vera á burt. Talið er, að veruleg aukning verði á skatttekjum ríkisins vegna þessa. Því mætti fella niður sölu- skatt af allri þjónustu og losna þannig við hugtakið söluskattssvik. Væntanlega yrði þó að láta innlenda framleiðslu vera söluskattsskylda vegna erlendra verzlunar- og tolla- samninga. Báknið burt voru einkunnarorð, sem ég tók heilshugar undir á sínum tíma. Þau virðast nú hafa breytzt í kerfið kyrrt hjá þeim, sem hafa þokazt upp stjómmálastigann. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands. CROSFIELD 645IE LASER LYKILLINN AÐ VANDADRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF. Eftirmáli regndrop- anna eftir Einar Má Guðmundsson „Frásagnarsnilld og heims- sköpun." Páll Valsson í Þjóðviljanum. „Kröftugur skáldskapur og mögnuð orðlist bera uppi þessa sögu.“ Gunnlaugur Ástgeirsson í Helgarpóstinum. Góð bók Einar Már Guðmundsson EFTIRMALI REGNDROPANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.