Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 31 AP/Símamynd. Sigri fagnað Kínameistarinn í vaxtarrækt kvenna þetta árið, Chen Jing, hampar sigri hrósandi verðlaunagripnum í keppninni er fram fór í borginni Shenzhen um sl. helgi. Þetta var í fyrsta skipti sem konum var leyft að klæðast bikinifötum opinberlega í keppni sem þessari í Kína og vakti það gífurlega athygli áhorfenda sem flykktust til að sjá keppn- ina. Chen Jing er 27 ára gömul og starfar sem loftfimleikamaður. Miinchen: Hlýjasti nóvem- ber í heila öld MUnchen, frá Berg^jótu Friðríksdóttur, fréttaritara Morgunbladsins VEÐRIÐ hér í Vestur Þýzkalandi undanfarna mánuði hefur verið með eindæmum gott, og muna elztu menn ekki aðra eins blíðu. Enda varla von, þvi að nóvembermánuður nú, mældist sá hlýjasti í heila öld, að því er fram kemur í Siiddeutsche Zeitung nú um helgina. Þangað til fyrir viku, hengu vetrarflíkur flestra Miinchenbúa enn í skápum og menn sprönguðu um léttklæddir. Fyrri hluta mán- aðarins fór hiti í 21 stig og lágu borgarbúar í Enska garðinum og sóluðu sig, eins og á vori væri. Segja má, að sól hafi skinið nær hvern dag undanfarinn mánuð og er þetta því ekki aðeins heitasti nóvember í hundrað ár, heldur einnig sá sólríkasti. Nú á allra síðustu dögum hefur kólnað lítillega um allt land og eru Þjóðveijar minntir á, að veturinn er í nánd. Enn hefur þó ekki fallið snjókorn í Munchen og nágrenni og aðeins fjallatoppar snæviþaktir. Margir höfðu vart leitt hugann að því, að jólin væru í nánd, enda 15-21 stiga hiti ekkert venjulegt jólaveður hér um slóðir. Síðast liðinn laugardag var þó séð til þess að borgarbúar kæmust í jólaskap, þegar tendruð voru ljós á 28 metra háu grenitré sem reist hefur verið á Maríutorgi, aðaltorgi borgarinnar. Sama dag hófst hinn árlegi jólamarkaður Miinchenbúa, sem á rætur að rekja allt til ársins 1310. Á útimarkaðnum er boðið upp á alls kyns jólaskraut og gjafavöru og svo auðvitað það, sem er ómissandi í ,jólavertíð- inni“, jólaglöggið. En það er fleira, sem er ómiss- andi um jólin að margra mati. Það er auðvitað snjórinn og telja ýmsir varla hægt að halda hátíðleg jól, ef auð er jörð. Því verður vafa- laust beðið með óþreyyju þess, hvort Munchenbúar fá hvít jól, eftir þetta óvenjulega hlýja haust. Island á 19. öld eftir Frank Ponzi listfræð- ing. Góð bók A annað hundrað mynda sem sumar hafa aldrei birst áður Áðuróbirtardag- bækur úr íslandsferð um tveggja prinsa. Á íslensku og ensku. Óskagjöf tilvinaer- rrank Ponzi ÍSLAND Á 19. ÖLD LAbangrar og listamenn jpjljj§j|§ 19TH CENTURY Artists and Odysseys
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.