Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson íslenskir gæðingar í breiðfylkingu á Madison Square Garden frá vinstri, Ragnar Hinriksson á Smára, Reynir á Spes, Tómas á Asi, Þórð- ur Þorgeirsson á Dug, Björg Ólafsdóttir á Sóma, Rúna Einarsdóttir á Krumma, Baldvin Guðlaugsson á Nótt, Sigurbjöm Bárðarson á Dýra og Einar Öder á Júní. ÍSLENSKIR HESTAR OG KNAPAR f VESTURYÍKING því ekki leið langur tími þar til óskir bárust þess efnis að æfíngin yrði endurtekin og var ástæðan sú að þama voru staddir sjónvarpsmenn sem voru að líta á aðstæður og fannst framkvæmdastjóra sýning- arinnar tilvalið að gefa þeim kost á að sjá þessa snillinga frá Islandi. Að öllu þessu loknu fengu fram- kvæmdastjórinn og þulur sýningar- innar, sem er víðfrægur um Bandaríkin og mjög eftirsóttur, að fara á bak. Voru þeir að sjálfsögðu stórhrifnir þótt annar þeirra hafi nú dottið af baki þegar hann kom út af vellinum. Tvisvar beðið um aukasýningu Samkvæmt auglýstri dagskrá áttu hestamir að koma fram á laug- ardag og sunnudag, einu sinni hvom dag, en eftir sýninguna fyrri daginn kom fram ósk frá fram- kvæmdanefnd mótsins að þeir kæmu einnig fram um kvöldið og var það samþykkt af hálfu íslend- inganna. Ekki varð þó af því í það skiptið því fulltrúar frá Mercedes Benz, sem fjármögnuðu eða styrktu kvöldsýninguna, neituðu að gerð yrði breyting á dagskránni og þar með varð ekkert af þessu í þetta skiptið. Fyrir fyrstu sýninguna voru ís- lendingamir að velta fyrir sér hvemig viðbrögðin yrðu og töldu þeir bjartsýnustu að hestamir myndu slá í gegn svo um munaði en aðnr vom hófsamari í von um skjótan frama. íslenskir hestar hafa _ verið sýndir í Equitana í Essen í Þýskalandi síðan 1977 og ávallt ™ verið eitt vinsælasta sýningaratrið- ið. Þeir sem höfðu samanburð frá Equitana-sýningunum töldu undir- tektir á sýningunni nú ekki eins afgerandi, en allir voru sammála um að vel hefði til tekist og ekki fór á milli mála að margir vom stór- hrifnir. Á sunnudag var einnig farið fram m e _______Hestar Valdimar Kristinsson Það var skrítin tilfinn- ing að sjá íslensku hest- ana teymda niður af bílnum við Madison Squ- are Garden með Empire State Building í baksýn. Þetta voru tíu hestar og flestir þeirra þekktir úr keppnum heima á íslandi og nú voru þeir komnir inn í miðja hringiðu stór- borgarinnar New York eins og hveijir aðrir túr- istar frá íslandi. Hlutverk þeirra var þó annars eðlis en túristans því þeir áttu að sýna Bandaríkjamönn- um fram á hvar væri að finna fjölhæfustu og bestu hestana í heimi. Ekki gekk flutningur hrossanna alveg áfalla- laust á sýningarstaðinn því auk þess sem sprakk á bíinum, lentu þeir í und- irgöngum sem hrossa- flutningabíllinn passaði ekki í og þurfti að velja aðra leið. Komu hestarnir heldur seinna á áfanga- stað en ætlað hafði verið og fóru þeir svo að segja beint á æfingu. Hestasýning á fimmtu hæð Sýningarhöllin Madison Square Garden er án efa sú glæsilegasta sem íslenskir hestar hafa stigið fæti inn í. Þar hafa margar frægar persónur, íþróttamenn og iistamenn troðið upp og þar er rúm fyrir um 25 þúsund manns í sæti. Sjálfur sýningarsalurinn er á fímmtu hæð og fannst mér og sam- ferðamönnum mfnum það heldur ótrúlegt og töldum við að þama væri verið að skrökva að okkur. Ekki reyndist svo vera og þrömm- uðum við upp bílafæra brekku sem liggur upp aið sýningarsalnum. Fljótlega eftir að hestamir komu á staðinn hófst æfíngin með því að átta knapar riðu inn á völlinn á tveimur stöðum. Fjórir bám íslenska fánann en hinir flórir þann bandaríska. Var riðið að hinum enda vallarins þar sem fylkingamar sameinuðust og riðu tveir og tveir samhliða eftir miðlínu yfír á hinn endann þar sem knapamir losuðu sig við fánana. Var nú tekið til við að sýna fjölhæfni hestanna á gangi. í einu atriðinu riðu knapamir með bjórkönnu í annarri hendi á milli- ferðartölti og með því undirstrikuð mýkt og þjálni hestsins. Eftir því sem leið á sýninguna jókst hraðinn og var endað á skeiðinu sem oft er erfítt að eiga við á litlum völlum eins og þama. Þrátt fyrir þetta tókst skeiðið prýðilega enda bæði knapar og hestar vanir ýmsum að- stæðum. Ekki var laust við að hjartað tæki örlítið við sér og roði færðist í kinnar okkar íslendinganna sem þama fylgdumst með, því eftir- væntingin var mikil. Leit maður ósjálfrátt í kringum sig að lokinni æfíngunni til að sjá viðbrögðin hjá Bandaríkjamönnunum sem virtust nokkuð jákvæð. Meðan á æfingunni stóð vom nokkrar skúringakonur að þrífa áhorfendasvæðin og lögðu þær allar niður vinnu og horfðu agndofa á þessar furðuskepnur sem þær hafa vafalaust í fyrsta skipti augum litið þama. En ekki létu önnur viðbrögð lengi á sér standa Að lokinni sýningunni á sunnudag þótti við hæfi að stilla hestum og knöpum upp fyrir utan sýningar- höllina með Empire State Building i bakgrunni í tUefni þess að islenskir hestar hafa nú stigið fótum sínum niður á Manhattan. Aður en knapar og hestar yfirgáfu völlinn voru þeim veittir miklir og vegleg- ir verðlaunapeningar. I c ■ I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.