Morgunblaðið - 03.12.1986, Side 42

Morgunblaðið - 03.12.1986, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 Modelsmíði er heUlandl tó; fólkl á öllum aldrl. Vönduðu plastmódelln frá Flugvélar, bílar, mótorhjól, mögulegum gerðum og etœrðum. etundað er af .....smmmmmmi......— TÓmSTUnDflHUSIÐ HP og húa í öllum LBugauegilSi-Renkiauik »21901 ".................................. númeb 69-11-00 Auglýsingar 22480 Aígreiðsla 83033 Þurfa einkaskólar á rangtúlkun að halda? eftirSigþór Magnússon Á undanfömum misseram hefur Morgunblaðið verið ötult við að birta greinar um skólamál. Mikill fengur er í auknum blaðaskrifum um skólamál ef til þeirra er vand- að. Kennarar og annað starfsfólk skóla þurfa aðhald og uppörvun svo íslenskir skólar geti orðið sem best- ir. Því miður hefur nokkuð skort á vandvirkni og sannleiksást í ýmsum þeim skrifum sem birst hafa að undanfömu. Ekki er alltaf við dag- blöðin að sakast þar sem greinahöf- undar era misjafnir. Hitt er verra þegar blað birtir gagnrýnislaust fréttir af niðurstöðum könnunar og túlkar þær á vafasaman hátt. Svo er um þær fréttir sem hér verða gerðar að umtalsefni. Ef blaðamenn Morgunblaðsins þekkja ekki nægi- lega vel til skólamála ætti stjóm blaðsins að ráða sérstakan mann í svo mikilvægan málaflokk. í Morgunblaðinu 21. nóv. síðast- liðinn birtust tvær litlar greinar sem báðar gefa í skyn mun meira en hægt er að standa við. Fyrirsagnir þessara greina vora „Foreldrar telja einkaskóla betri en ríkisskóla" og „Einkaskólar betri en ríkisskólar að mati foreldra". í báðum greinun- um er fjallað um könnun sem dr. Bragi Jósepsson dósent við KHÍ framkvæmdi í grannskólum Reykjavíkur árið 1985. Könnunin náði eingöngu til kennara og að- standenda sjö ára bama í Reykjavík umrætt ár. Því er mjög varhuga- vert að túlka „niðurstöður" hennar jafn almennt og hér er gert. Auk þess er ýmislegt í framkvæmd þess- arar könnunar vafasamt, því miður. Það er einkum þrennt í tengslum við umræddan fréttaflutning sem ég vil gera að umtalsefni. í fyrsta lagi er um að ræða sam- anburð á áliti foreldra og kennara sjö ára bama á starfsemi tíu grann- skóla í Reykjavík. Því er útilokað að alhæfa um skóla (alla árganga og alla grunnskóla) út frá niður- stöðum könnunarinnar. (Sjá töflu). í öðru lagi er aðeins einn skóli, ísaksskóli, borinn saman við níu aðra skóla í Reykjavík. Því er mjög hæpið að tala um einkaskóla í fleir- tölu þegar einungis er átt við ísaksskóla. í þriðja lagi er full ástæða til að könnunin nær til speglar engan veginn raunveralegt hlutfall milli þessa flokka. Þannig era foreldrar 22,72% nemenda í ísaksskóla spurðir álits en aðeins foreldrar 2,2% nemenda í Árbæjarskóla og engir foreldrar bama úr tíu skólum af tuttugu sem könnunin á að ná er það kokgleypt að Isaksskóli sé einkaskóli. Eg býst við að flestum landsmönnum detti Tjamarskóli fyrst í hug þegar nefndur er einka- skóli. í viðauka B „Um einkaskóla (Heimildir)" í skýrslu dr. Braga vitnar hann einungis í „Blaðagrein- ar, viðtöl og fréttir um Tjamar- skóla..(Bls. 155 í skýrslunni). Ekki vil ég ætla dr. Braga að hafa ætlað að villa um fyrir mönnum með því að flokka ísaksskóla sem einkaskóla. Það er hins vegar ljóst að Tjamarskóli og ísaksskóli starfa á gjörólíkum skólastigum. Af þeirri ástæðu er öll yfirfærsla á afstöðu til annars þeirra afar hæpin. Þá verður það að teljast nokkuð vafa- Sigþór Magnússon benda á að ýmislegt í könnuninni orkar tvímælis og því nauðsynlegt að túlka hana og niðurstöður henn- ar með mikilli varúð. Um samanburð á skólum í annarri fyrirsögninni er orðið einkaskóli notað í fleirtölu en slíkt er afar villandi þar sem könnunin náði einungis til annars tveggja grannskóla í Reykjavík sem dr. Bragi telur einkaskóla. Þó frétta- maður blaðsins bendi lesendum á að átt er við einn skóla gerir hann sig engu að síður sekan um að tala um einkaskóla í fleirtölu: „Náms- árangur bama í öðram greinum en þessum þremur er betri að mati foreldra bama í einkaskólum en að mati foreldra bama í almennum grannskólum ...“ (Mbl. 21. nóv. bls. 2, leturbreyting mín). Blaða- maðurinn lætur hér að því liggja að bera megi skólana almennt sam- an á grandvelli þessarar könnunar. Athugum nánar af hvetju slíkur samanburður stenst ekki. Dr. Bragi skiptir skólum Reykjavíkur í fjóra flokka. Um þá flokkun má deila, hvers vegna er t.d. Æfingaskóli KHÍ talinn til op- ins skóla en ekki nýs eða eldri skóla. Hins vegar er ljóst af eftirfar- andi töflu að það úrtak sem tn og meta. Einkaskólar: Skóli ísaks Jónssonar Landakotsskóli Fjöldi nemenda i skólanum: 1984—'85 484 143 Þátttaka í könnun dr. B J. 110 0 % afheild: 22,72 0 Alls: 627 110 17,54 Opnir skólar: Æfinga- ogtilraunask. KHÍ 393 23 5,85 Fossvogsskóli 400 49 12,25 Vesturbæjarskóli 291 47 16,15 Alls: 1084 119 10,97 Eldri skólar: Austurbæjarskóli 474 53 11,18 Álftamýrarskóli 393 0 0 Breiðagerðisskóli 305 0 0 Hlíðaskóli 449 24 5,34 Hvassaleitisskóli 375 0 0 Langholtsskóli 637 0 0 Laugamesskóli 529 44 8,31 Melaskóli 803 0 0 Vogaskóli 268 0 0 Alls: 4433 121 2,72 Nýir skólar: Fellaskóli 1041 0 0 Hólabrekkuskóli 1103 0 0 Seljaskóli 1296 45 3,47 Breiðholtsskóli 784 44 5,61 Árbæjarskóli 942 21 2,1 Ölduselsskóli 901 0 0 AJls: 6067 110 Tafla yfir fjöida nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sem könnun dr. Braga Jósepssonar náði til, fjölda þeirra nemenda í 7 ára bekk er könnunin náði til og hve mörg prósent þeir eru af heildarnemenda- fjölda hvers skóla. í töflunni koma einnig fram heildartölur hvers flokks. Hér má sjá að könnunin nær til afskaplega lítils hluta nemenda í grannskólum Reykjavíkur og er engan veginn hægt að alhæfa um alla skóla út frá könnuninni. Það er auk þess ekki yfirlýstur tilgang- ur dr. Braga heldur að bera saman viðhorf foreldra og kennara 7 ára bama. Er ísaksskóli einkaskóli? í kynningu blaðsins á könnuninni samt að kalla ísaksskóla einkaskóla þó svo að hann falli undir 75. gr. grannskólalaga, sem fjallar um einkaskóla en síðasta málsgrein þeirrár greinar hljóðar svo: „Ekki eiga einkaskólar kröfu tl styrks af almannafé." Ríkið greiðir kennur- um ísaksskóla laun en annar rekstur er að mestu greiddur af foreldram. Þegar ísaksskóli er borinn saman við aðra skóla verður að hafa í huga að nemendur hans era á aldr- inum 5 til 8 ára og hann er eini skólinn sem athugunin nær til sem einungis er með kennslu á yngstu stigum grannskólans. Kennarar skólans sérhæfa sig í kennslu ákveðins aldurshóps en skipta ekki um aldurshópa árlega eins og flest- ir kennarar annarra grannskóla. Endumýjun í kennaraliði skólans er hæg og því ríkir mikill stöðug- leiki í skólanum. Þessir þættir greina ísaksskóla jafnvel frekar frá öðram grunnskólum en það að for- eldrar greiði nokkuð hærra gjald til hans en annarra skóla. í formála könnunarinnar er ekki getið um þessa sérstöðu ísaksskóla. Um aðferðir Því miður er könnun dr. Braga ekki sannfærandi. Ég tel því skylt að nefna dæmi um nokkra þætti sem valda því að könnunina verður að skoða vandlega og draga álykt- anir með varúð: a) Foreldrar era spurðir í aprílmán- uði 1985 en kennarar sex mánuðum síðar, þ.e. í október í upphafi nýs skólaárs. Allir sem þekkja til skóla vita að hér er um gjörólík tímabil að ræða. Niðurstöður spumingalistanna era síðan lagðar að jöfnu við samanburð á áliti foreldra og kennara. b) Nokkuð skortir á að höfundur skilgreini hugtök nægilega vel. Má þar nefna hugtökin „einka- skóli“, „opinn skóli“, „eldri skóli“ og „yngri skóli“. c) Of margar spurningar era tvíhleyptar, þ.e. spurt er um tvo óiíka (en þó skylda) þætti í sömu spumingunni. Þar má t.d. nefna spuminguna: „Telja foreldrar sig fá glögga mynd af því hvem- ig kennslunni og skólastarf inu er háttað? (Bls. 16 í skýrslunni, leturbreyting mín). Hér er verið að spyija um tvo ólíka þætti þó skyldir séu. Foreldrar geta feng- ið haldgóðar upplýsingar t.d. í fréttabréfí um skólastarfíð þó svo þeir fái litlar sem engar upplýsingar um hvemig kennsl- unni sjálfri er háttað. Hér er spurt um of mikið í einu. d) Svarmöguleikar kennara og for- eldra vora ekki hinir sömu. Þannig áttu foreldrar að merlqa við: já — nei — ekki viss — ann- að svar en kennarar áttu hins vegar að merkja við: mjög mikil áhersla — mikil áhersla — nokk- ur áhersla — lítil áhersla. Höfundur svarar sjálfur við því að bera saman svör foreldra og kennara: „Við samanburð á for- eldramati og kennaramati ber því að hafa í huga að matið er fengið á ólíkan hátt“. (Bls. 11 í skýrslunni). Ég læt þessi dæmi nægja um könnunina sjálfa þó fleira mætti tína til. Kennaraháskóli Islands hef- ur því miður lagt hér nafn sitt við vafasöm vinnubrögð. Hvað er rangtúlkun? Ég spyr í fyrirsögn þessarar grein- ar, hvort einkaskóli þurfi á rang- túlkun að halda. Því svo má afskræma staðreyndir og jafnvel niðurstöður vísindalegra rannsókna að útkoman verði ósannindi. Ég tel að hvorki ísaksskóli né aðrir skólar í landinu þurfí á að halda könnun eins og þeirri sem dr. Bragi Jóseps- son gerði og því síður rangtúlkun blaðamanns Morgunblaðsins. Það er síst til framdráttar einkaskólum að hagræða sannleikanum. Einka- skólar sem og aðrir skólar í landinu eiga að standa og falla með verkum sínum og þeim á að veita aðhald bæði af opinberam aðilum og þó enn frekar af foreldram bamanna. Við verðum að krefjast þess að skólar geri vandlega grein fyrir því hvemig þeir stuðla að námi bam- anna og hafi sem best samstarf við foreldra þeirra. Sem betur fer era nú teikn á lofti um að íslenskir skólar séu í sókn og að kennarar geri sér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem þeir axla. Foreldrar og ekki síður ijölmiðlar eiga að veita þeim aðhald og stuðn- ing á réttmætan og raunsæjan hátt. Æsifréttamennska er ekki til fram- dráttar íslenskri menningu og menntun. íslenskir skólar þurfa rannsóknar við en slíkar rannsóknir verða að standast gagnrýna skoðun svo hægt sé að taka mark á þeim. Heimildir I. Morgunblaðið 21. nóv. II. Nám og kennsla 7 ára bama. Höfundur: Bragi Jósepsson. Útg. Skólaskrifstofa Reykjavíkur 1986. III. Lögumgrannskóla (nr. 63/1974.) Höfuadur er námsljóri i skólaþró- unardeild menntamálariðuneytis- ins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.