Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 33 una tirtælá Warrior, að elta Hval VII. gegn selveiðunum. Önnur samtök höfðu um hríð grætt mikið á sela- baráttunni en að þessu sinni er það Greenpeace sem við höfum áhuga á. Greenpeace hefur rakað saman fé á selabaráttunni. Stórkostleg tekjuauking' Það er nokkuð flókið mál að lýsa tekjunum með tölum. í London eru aðalstöðvarnar, Greenpeace Inter- national, til húsa en auk þess eru undirdeildir í 15 löndum og þær starfa að nokkru sjálfstætt. I dag- blöðum hefur verið rætt um heildar- árstekjur sem nema nær milljarði íslenskra króna á árinu 1985 og Danmerkurdeildin hefur staðfest að talan sé ekki fjarri lagi. Áhugaverð- ari en tekjumar á einu ári er tekjuaukningin sem átt hefur sér stað. Fulltrúar samtakanna hafa sýnt mér línurit yfir hana á árunum 1976—1986. Kúrfan minnti á reykj- arstrókinn aftur úr orrustuþotu sem stefnir hratt upp á við. Með auknum tekjum hafa sam- tökin stækkað. Þau eiga nú fjögur skip sem eru í sífelldri notkun og um borð eru sérbyggðir, hraðskre: t- ir gúmátar sem kosta vænan skilding. Greenpeace fjárfestir sömuleiðis í útbúnaði á rannsóknar- stöð á Suðurskautslandinu. Einmitt þegar allt gekk þeim í haginn þá unnu þau fullnaðarsigur; sala á hvítum selskinnum var bönn- uð í Evrópubandalaginu. Gullæðin var tæmd. Hvemig bregst fjölþjóðlegt stór- fyrirtæki við svona aðstæðum? Framlögin sem samtökin höfðu fengið vegna fyrri verkefna, hval- anna, kjamorkutilraunanna, úr- gangsefna á hafsbotni, — vom smáræði borið saman við það sem baráttan gegn kópadrápinu hafði haft í för með sér. Sem sagt: Það var ekki nóg að halla sér aftur að „gömlu" málunum. Það hefði verið í samræmi við heilbrigða og jarðbundna skynsemi að gera svo enda þótt það hefði gert nauðsynlegt að minnka um- svifin stórlega. En hagvaxtarárátt- an hindraði þetta. Samkvæmt henni má aldrei draga saman seglin, ekki má stöðva framkvæmdir og fram- leiðslu, veltan verður að aukast. En_ hvemig? í fyrri grein hef ég sýnt fram á að haldið var áfram að beijast gegn selveiðum sem í reynd var búið að stöðva. Það virðist hafa verið auð- velt að hafa fólk þannig að leiksoppi því fáir átta sig á að veiðamar eru þegar úr sögunni. Fjölþjóðlegt stórfyrirtæki sem ætlar sér að lifa af getur auðvitað ekki til langframa byggt afkomu sína á baráttu gegn draugum. Allir duglegir athafnamenn vita að lausnin er aðeins ein: Nýjar fram- leiðsluvömr. Það var að finna nýja vöm til að selja. Árið 1984 gerðist Greenpeace þátttakandi í barátt- unni gegn kengúruveiðum. Seinna verður sagt nánar frá kengúmbaráttunni en með þessari ákvörðun og með því að halda áfram baráttunni gegn selveiðum hefur hættan á innbyrðis klofningi aukist og samtökin hafa auk þess snúist gegn uppmnalegum mark- miðum sínum. Höfundur starfar viðdanska dag- blaðið Information ogritaði fyrir nokkru greinaflokk um Green- peace fyrir blaðið. vV iara í okurmálum greiða 210 þúsund krónur í sekt. Sektin er öll skilorðsbundin í þtjú ár. Bæjarfógetinn í Keflavík sýknaði í októberbyijun mann af ákæm um að hafa lánað Hermanni Gunnari fé á okurvöxtum. Niðurstaða dóms- ins var á þá leið að ákærði hefði ekki lánað Hermanni féð, heldur farið með það til hans til ávöxtun- ar. Sýknudómurinn byggðist á því að það var Hermann sem ákvað vextina, en ekki hinn ákærði og því taldi dómurinn að ekki hefði verið um okurlán að ræða í þessu tilfelli. Það er ljóst að þar sem dómar hafa fallið á ýmsa vegu hefur niður- staða Hæstaréttar mikið fordæmis- gildi. Alls vom 123 menn ákærðir í vor fyrir að hafa lánað Hermanni Gunnari peninga og tekið okurvexti. erð upp: um 65 milljómim króna iverksmiðjan hf., fyrirtæki heima- Jarsjóðs í Þörungavinnslunni á a. Kaupin eru bundin því skilyrði ingavinnslunnar samþykki tilboð ir þess. Að sögn Sigurðar Þórðar- ðuneytisins, er búist við að ríkið Idþroti Þörungavinnslunnar. láns iðnþróunarsjóðs um 65 millj. Heimamenn bjóða nú tíu milljón- ir króna fyrir eignir þrotabúsins í Þömngavinnslunni, sem em lausafé verksmiðjunnar, fimm prammar, tvö íbúðarhús, skip, bílar, vatnsrétt- indi og fleiri eignir. Hluti af kaupverðinu rennur til ríkisábyrgð- arsjóðs. Sigurður sagði að ríkið myndi að öllum líkindum fá á bilinu 20-25 milljónir í sinn hlut þegar búið er að gera dæmið upp. Skiptafundi í þrotabúinu sem halda átti í síðustu viku var frestað vegna veikinda sýslumanns. Að sögn Haraldar Blöndal, bússtjóra, er stefnt að því að halda skiptafund- inn fyrir jól. Hann sagði að allt benti til þess að tilboði Þömnga- verksmiðjunnar yrði tekið. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir TORFA H. TULINIUS Sljórn Chirac tekur var- lega á stúdentaandóf inu í maímánuði 1968, fyrir rúmum átján árum, braust út víðtæk uppreisn franskra námsmanna. Eftir nokkurt hik fylgdi launþega- hreyfingin í kjölfarið með þeim afleiðingum að allt atvinnulíf í landinu lamaðist í margar vikur og stjórn De Gaulle hershöfð- ingja var að falli komin. Það lá við byltingarástandi með til- heyrandi kröfugöngum og götubardögum. Stjórnvöldum tókst engan veginn að hemja námsmenn og virtust á engan hátt kunna að bregðast við þessu ástandi sem hafði skapast án þess að nokk- ur ætti von á því. Þó langt sé um liðið hafa atburðirnir frá 1968 skilið eftir sig djúp spor í frönsku þjóðlífi, ekki síst í hugum stjórnmálamanna, en enginn þeirra virðist hafa verið búinn und- ir það scm þá gerðist, hvorki hægri, miðju né vinstri menn. Jacques Chirac var þá tiltölu- lega valdalítill ráðherra í ríkisstjórn Georges Pompidou en Edouard Balladur, sem nú er ann- ar valdamesti maður í frönsku stjóminni, var gerður út af Pompidou til að semja við náms- mennina. Átján árum síðar eru stúdentar aftur famir að marsera um götur Parísar og annarra borga til að mótmæla stjómar- frumvarpi um háskóla og í ljósi fenginnar reynslu er Chirac mikið í mun að missa ekki tök á ástand- inu og að núverandi mótmæla- alda, sem enn er tiltölulega meinlaus, breytist ekki í óviðráð- anlega uppreisn. Því hafa stjóm- arherrar komið mjög oft fram í fjölmiðlum undanfama daga til að reyna að sannfæra námsmenn um að óánægja þeirra sé grund- völluð á misskilningi og að ráðamenn óski þess eins að ræða frumvarpið við námsmenn. Á fostudag ákvað Chirac að fresta atkvæðagreiðslunni um frum- varpið. Þessi ákvörðun virðist þýða að hann sé reiðubúinn að skoða kröfur námsmanna en fyrst og fremst er hann að vinna sér tíma til að átta sig á þessari óvæntu stöðu. E.t.v. er hann líka að bíða eftir því að jólafríið heíj- ist til að koma frumvarpinu í gegnum þingið hávaðalaust. Sjálfstæðir háskólar En hveiju eru námsmenn að mótmæla? Franskir háskólar hafa löngum verið í hálfgerðri kreppu. Fjármagn það sem lagt er í þá nægir ekki til að koma til móts við allan þann fjölda sem sækir í þá. Mikið af þeim sem útekrifast fá ekki atvinnu við hæfí. Ýmislegt hefur verið reynt til að bæta hag háskólanna og er frumvarp Alain Devaquet, háskólamálaráðherra. aðeins eitt af mörgum tilraunum í þá átt. Devaquet vill auka sjálf- stæði háskólanna, en þeir lúta allir yfirstjóm ráðuneytisins. Fjór- ar ráðstafanir hafa farið sérstak- lega fyrir bijóstið á námsmönn- um. Nú eiga háskólamir að fá að ákveða sjálfir hveijir fá að skrá sig og í hvaða fög. Fram að þessu nægði að hafa stúdentspróf til að skrá sig í hvaða háskólanám sem er. Önnur ráðstöfnun er að eftir tveggja ára nám geta skólamir neitað sumum nemendum að halda áfram námi ef þeir standast ekki kröfur sem skólinn setur. Stúdentar mótmæla því að náms- maður þurfi að standa frammi fyrir því að vera búinn að eyða tveimur árum til einskis. I þriðja lagi gerir fmmvarpið ráð fyrir að í framtíðinni verður þess getið frá hvaða háskóla viðkomandi hefur sitt próf. Þetta segja námsmenn að muni leiða til þess að sama próf verði ekki jafn mikils metið eftir því hvar það hefur verið tek- ið og verði afleiðingin mismunun. Fjórða og síðasta ráðstöfunin sem stúdentar eru að mótmæla er að frumvarpið leyfír háskólunum að ákvarða sjálfir innritunargjöld í skólana. Þetta mun leiða til þess að eftirsóttari skólar hækki innrit- unargjöld sín og enn meiri ójöfn- uður hljótist af frumvarpinu að sögn námsmanna. Það verður að segjast að skóla- gjöld eru mjög lág í Frakklandi, innan við fimm þúsund íslenskar krónur. Eftir að mótmælaaidan hófst lýsti Devaquet, háskóla- málaráðherra, því yfir, að aldrei yrði leyfð meiri hækkun en svo að innritunargjöldin næmu meira en u.þ.b. níu þúsund íslenskum krónum, sem varla getur talist óyfirstíganlegt, en þá var hreyf- ingin komin af stað. Hvernig fer? Stúdentar neita alfarið að mót- mæli þeirra séu á nokkum hátt pólitísk, hins vegar má greina ákveðinn undirtón í mótmælum þeirra sem gefur til kynna að um víðtækari óánægju sé að ræða hjá hluta þeirra. Vissulega er það atvinnuleysið sem veldur_ ungu fólki mestum áhyggjum. í sjón- varpsviðtali á sunnudag benti Chirac réttilega á að það væri erfítt að vera ungur Frakki í dag, þar sem einn af hveijum þremur sem kemur inn á atvinnumarkað- inn er atvinnulaus. Eins benti hann á, að það væri ekki hægt að kenna ríkisstjóm sinni um at- vinnuleysið. Hann væri aðeins búinn að vera við völd í nokkra mánuði. í sama sjónvarpsþætti lagði •Chirac sig fram við að sannfæra námsmenn um að þeir þyrftu ekki að óttast nýja háskólafrumvarpið. Það er vafasamt að honum hafí tekist það. Leiðtogar þeirra hafa boðað til mótmælagangna í ölium háskólaborgum landsins á morg- un, fimmtudag, §órða desember. Mikið veltur á því, hve mikil þátt- taka verður í þessum aðgerðum því fínnist stjóminni að náms- mannahreyfíngin sé að §ara út, mun hún sennilega láta frum- varpið fara óbreytt fyrir þingið, því Chirac vill síður að flokksmenn hans geti sakað hann um linkind gegn stjómarandstöðunni. Ef mótmælin halda áfram að aukast og breiðast út, er líklegt að Chirac ákveði að fóma háskólafrum- varpinu til að fyrirbyggja að það sem enn er tiltölulega meinlaus hreyfíng gegn lagafrumvarpi breytist í mótmælaöldu gegn ríkisstjóminni. Það er kaldhæðni örlaganna að ef síðari möguleikinn verður ofaná mun Chirac vera að fylgja for- dæmi Mitterrand forseta sem ákvað 1984 að draga til baka stjómarfrumvarp sósíalista um að einkaskólar skyldu lúta yfirstjóm ríkisins, eftir að öflug mótmæla- hreyfing gegn þessu frumvarpi hafði risið upp meðal þjóðarinnar. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins í París. Frá stúdentafundi í Sorbonne-háskóla i París 22. nóvember síðastliðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.