Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 27
ogr»r crermirero'gfT e an^AnTTvnmií/ nifjj, TaT/TTnarw MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 Skemmdarverkin á eignum Hvals: Upplýsingar send- ar til Kanada UPPLÝSINGAR um skemmdarverkin á eigum Hvals hf. hafa verið send til Kanada að beiðni þarlendra dómsyfirvalda, sem nú hugleiða hugsanlega málssókn gegn Paul Watson, forsvarsmanni Sea Shep- herd samtakanna. Að sögn Hjalta Zophaníassonar, deildarstjóra í dómsmálaráðuneyt- inu, barst ráðuneytinu beiðni frá dómsyfirvöldum í Kanada um að- gang að rannsóknargögnum skemmdarverkamálsins. Mun það vera ætlun kanadískra yfirvalda að kanna möguleika á málssókn á hendur Paul Watson vegna þessa máls. Hjalti sagði að ekki væri unnt að segja fyrir um framvindu máls- ins á þessu stigi og yrði tíminn að leiða í ljós hvort afskipti Kanada- manna verða til þess að Watson verði sóttur til saka. Hvað varðar möguleika á framsali mannanna, sem grunaðir eru um aðild að skemmdarverkunum, sagði Hjalti að unnið væri að því máli áfram á vegum dómsmálaráðuneytisins. FJÖLDI FÉLAGA 1952-1986 .Jjif..- U MIÐAÐ VIÐ FJÖLDA FÉLAGA 15. NÓV. 1986 Ráðstefnugestir voru um 160 Ráðstefna um sorg og með- ferð dauðvona sjúklinga UM HELGINA var haldin ráðstefna á Hótel Sögu fyrir heiibrigðis- stéttirnar um sorg og meðferð dauðvona sjúklinga. Þetta er fyrsta ráðstefnan sem haldin er um þetta efni, og var aðsókn góð, um 160 sátu ráðstefnuna og nokkrir voru á biðlista. Ásgeirs Helgasonar fræðslu- fulltrúi Krabbameinsfélagsins, sem stóð að undirbúningi ráð- stefnunnar sagði að það hefði verið samdóma álit þeirra sem töluðu á ráðstefnunni að aðstaða dauðvona sjúklinga væri víða mjög bágborin, sérstaklega hvað varðar félagslega og sálfræðilega þjónustu. Þó sagði hann oft mik- inn mun milli deilda hvað þetta snerti, sumstaðar væri betur búið að þessum sjúklingum en annars- staðar. Nokkur erindi voru haldin á ráðstefnunni, fyrst flutti séra Jón Bjarman nýráðinn sjúkrahúsprestur erindi um dauð- ann og sorgina almennt og greindi frá reynslu sinni í því sambandi. Þá sagði Bryndís Konráðsdóttir hjúkrunarfræðingur frá „Hospis" hugmyndafræðinni, en þær hug- myndir byggja á líknarafstöðu til deyjandi sjúklinga, og mikilvægi þess að sjúklingurinn geti lifað því lífí sem hann á ólifað sem fullnægðastur. Bryndis kynnti einnig verkefni sem hún er að vinna á vegum Krabbameinsfé- lagsins, en það er jafnframt byggt á þessari hugmyndafræði, reynt er að stuðla að því að sjúklingar geti dvalið sem lengst í heimahús- um, þeir sem það vilja. Til að auðvelda það er myndaður hópur sérfræðinga sem hægt er að leita til, en auk þess verður komið upp símaþjónustu fyrir þá sem á henni þurfa að halda, þar sem hægt er að fá ýmis ráð og leiðbeiningar. Þá flutti Páll Eiríksson geð- læknir erindi þar sem hann fjallaði almennt um sorgina og nauðsyn þess að starfsfólk vinni með eigin tilfínningar og fari í gegnum eig- in sorgarreynslu áður en það fer að vinna með tilfínningar ánnarra. Sigrún Proppé listmeðferðar- fræðingur raeddi um hlutverk listmeðferðar í sambandi við deyj- andi fólk, og sagði meðferðina hafa mikil áhrif á batahorfur og baráttuvilja sjúkiinga. Hún sagði fólk oft hafa lifað bestu ár æfí sinnar eftir slíka meðferð, en list- meðferð aðstoðar fólk við að skilja þarfír sínar betur og það getur því lifað fullnægðara lífí. Síðasta erindið flutti Sigurður Ámason krabbameinslæknir, en hann talaði um vanda starfsfólks sem vinnur með dauðvona sjúkl- inga, hvemig það bregst við þeim vanda og hvaða aðferðum hann beitir sjálfur í sínu starfí. Að því loknu voru pallborðsum- ræður. Þar sem færri komust á ráðstefnuna en vildu verður hún endurtekineftir áramótin. Félag íslenskra bifreiðaeigenda: Hátt verð á öryggistækj- um og varahlutum átalið í samþykktum aðalstjómarfundar Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem haldinn var 15. nóvember, er átalið að verð á öryggistækjum og varahlutum sé óhóflega hátt. Var framkvæmdastjóra falið að kanna þetta mál nánar og leita leiða til úrbóta. Félagar í félaginu er 11.200 og hefur farið fjölgandi á undanförnum áram. í frétt frá fundinum kemur fram andi og var framkvæmdastjóra falið að samþykkt var að kann hvort ekki væri heppilegt að nota litaða olíu á diselbifreiðir og skattleggja þær eftir eldsneytisnotkun eins og bensínbifreiðir. Samþykkt var að fela framkvæmdastjóra félagsins að athuga ryðvarnir bifreiða og móta tillögur í þeim efnum. En aðstöðumunur er verulegur milli bifreiðaeigenda eftir búsetu. Einnig að athuguð verði núverandi ryð- varnarábyrgð og skilmálar. Fundarmenn lýstu verulegum áhyggjum vegna bifreiðaverkstæða á landsbyggðinni en þeim fer fækk- að kanna það nánar. Þá lýstu menn yfir almennri ánægju með góðan árangur í almennri hagsmunagæslu fyrir félagsmenn og aðra bifreiða- eigendur. Vitnað var til tollalækk- unar á fólksbifreiðum en FÍB hefur um langt árabil barist fyrir lækkun aðflutningsgjalda á bifreiðum og rekstrarvörum þeirra. Fundarmenn fögnuðu tillögu sem fram er komin í Qárveitinganefnd Alþingis um fé til nauðsynlegra endurbóta á skoð- unaraðstöðu bifreiða hjá Bifreiða- eftirliti ríkisins á næsta ári. (Úr fréttatilkynningu) ekið þannig að hann hafí ekki haft neina stjóm á ökutækinu og hafí ekki getað ekið þangað sem hann ætlaði sér vegna ofsahraða. Trygg- ingarfélagið sé undanskilið bóta- skyldu vegna þess að stefnandi hafí sýnt af sér stórkostlegt gá- leysi. Þrátt fyrir að félagið hafi greitt hluta tjónsins þýði það ekki að það hafí viðurkennt skyldu sína til að greiða allt tjónið, enda sé gert ráð fyrir því að tjón skuli bæta að hluta eða ekki eftir því m.a. hversu mikil sökin sé. í niðurstöðum dómsins segir, að það liggi fyrir að stefnandi hafi ætlað að beygja til hægri inn á Kringlumýrarbraut, en ekki tekist það, þrátt fyrir meira en 50 metra hemlun, áður en komið var að beygjunni. Ósannað sé að hemlaför- in hafi verið rofm. Þrátt fyrir þessa hemlunarvegalengd hafi árekstur- inn orðið allharður. Það sé því ljóst, að stefnandi hafí ekið bifreiðinni langt yfír löglegum hraða í umrætt sinn, en leyfílegur hámarkshraði á þessari leið hafí verið 50 kílómetrar á klukkustund. Stefnandi hafi hvorki haft vald á bifreiðinni til að halda áætlaðri akstursstefnu, né til að mæta óvæntum umferðarhindr- unum. Því verði slysið einungis rakið til þess að stefnandi hafí sýnt af sér stórfellt gáleysi við akstur- inn. Fyrir lægi að tryggingafélagið hefði bætt stefnanda tjónið að hálfu og ætti hann ekki kröfu til frekari bóta. Tryggingafélagið var því sýknað af öllum kröfum bifreiðar- eigandans. Sigríður Ólafsdóttir borgardóm- ari kvað upp dóminn. Góð bók Hófí Dagbók fegurðardrottningar Jón Gústafsson skráir dagbók Hófíar árið sem hún bar titilinn Ungfrú alheimur. Hófí segirfrá frægðinni, ferðalögunum, fjöl- skyldunni og börnun- um, sem eru henni svo kær. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.