Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 Grænland: Trillukarl- ar kaupa sérsmíð- að skip Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLEN SKIR trillukarlar sýna um þessar mundir mikinn áhuga á norsku 79 brúttótonna iskiskipi, sem verið er að smiða iérstaklega til veiða við Græn- and, að sögn Grænlenska itvarpsins. Það er norsk skipasmíðastöð, iem er að smíða skipið. Nýtur stöð- n til þess styrks frá norska ríkinu, ;vo að skipið mun kosta fullbúið nilli 12 og 13 milljónir danskra cróna (í kringum 70 millj. ísl. kr.). Tíu trillukarlar í Nuuk hafa í tofnað með sér félag til að kaupa :yrsta skipið af þessari gerð, og hefur það þegar fengið leyfi hjá heimastjóminni til rækjuveiða. Eþíópíusljórn: Milljónum sveitafólks gert að flylja Spánn: AP/Símamynd Jafnaðarmenn unnu sigur í kosningunum í Baskalandi um helgina. Hér sést Jose Maria Benegas, forsætisráðherraefni flokksins, fagna sigri í Bilbao. Leiðtogi Alþýðufylk- ingarinnar segir af sér Madríd, Reuter, AP. MANUEL FRAGA IRIBARNE, leiðtogi Alþýðufylkingarinnar (AP) sagði af sér formennsku í gær i kjölfar ósigurs flokks hans í kosningunum um helgina. Flokksmenn Fraga höfðu gagn- rýnt hann allt frá því í júnímánuði er Alþýðufylkingin, sem er öflug- Suður-Afríka: Svört and- ófshjón drepin Jóhannesorborg, AP. VIRTUR læknir úr röðum svert- ingja og yfirlýstur andstæðing- ur kynþáttastefnu Suður- Afríkustjórnarog kona hans voru skotin til bana við heimili sitt, þriðjudagsmorgun. Skýrt hefur verið frá því að hjónin Florence og Fabian Ribeiro hafi verið búsett í Mamelodibæ, ekki ýkja langt frá Pretoriu. I fyrstu tilkynningum, sem stjómvöld sendu út um ódæðið var sagt, að morðingjamir hefðu verið tveir, báðir svartir. Nágrannar hjónanna bera á móti þessu og segja þeir hafi verið hvítir. Ribeiro var nokkrum sinnum kvaddur til yfírheyrslu hjá lögreglu vegna skoðana sinna, og nokkrum sinn- um hafður í varðhaldi um hríð.í fyrra var sprengju kastað á heim- ili þeirra hjóna, en þau sluppu ómeidd, en heimilið skemmdist mikið. Ribeiro og kona hans voru dáð af fátækum svertingjum í ná- grenninu og var hann einatt kallaður „læknir lítilmagnans." Florence Ribeiro var systir Roberts Sobukwe, sem var einn helzti leið- toga PAC, en ásamt Afríska þjóðarráðinu eru PAC helztu sam- tök svertingja sem beijast gegn aðskilnaðarstefnu hvítra. Sobukwe andaðist fyrir átta árum. asti hægriflokkur Spánar, galt mikið afhroð í þingkosningum. Hann stofnaði Alþýðufylkinguna skömmu eftir að Franco einræðis- herra lést árið 1975 og gegndi embætti ferða- og upplýsingamála- ráðherra í stjóm Francos. Dagblaðið E1 País sagði í forystu- grein í gær að afsögn Fragas markaði þáttaskil í stjómmálasögu Spánar. Blaðið bar lof á hann og sagði hann hafa gert lýðræðissinna úr mörgum af dyggustu stuðnings- mönnum Francos. Alþýðufylkingin missti fimm þingsæti í kosningunum í Baskal- andi og hefur nú aðeins tvo fulltrúa á héraðsþinginu. Nýr formaður flokksins verður kjörinn innan tveggja mánaða að sögn talsmanna. Manuel Fraga var þekktur fyrir fádæma ræðusnilld auk þess sem hann gagnrýndi áform Jafnaðar- mannaflokksins um endurbætur í mennta- og félagsmálum. Þá gagn- rýndi hann einnig fijálslyndari fóstureyðingalöggjöf var samþykkt. sem nýlega Addis Ababa, Reuter. STJÓRN Eþíópíu ákvað á mánudag, að hafist yrði handa við að framfylgja áætl- un um að láta milljónir bænda flytjast búferlum á árunum 1986 og ’87. Þetta er þáttur í áætlun stjórnarinnar um skipulag þorpa í iandinu. Bandaríkjamenn og ýmis önnur vestræn ríki hafa ásamt hjálpar- stofnunum gagnrýnt marxista- stjóm Eþíópíu fyrir þessa áætlun um búferlaflutninga. Stjómin hef- ur verið sökuð um að bijóta mannréttindi og valda þjáningum fólks að þarflausu. í frétt opinberu fréttastofunnar ENA sagði að „Þorpsskipulags- nefnd" hefði samþykt áætlunina um að reisa skóla, hús undir fé- lagslega þjónustu og leggja vatnslagnir í 12 af 14 fylkjum landsins. Ekki var sagt hversu margir þyrftu að flytja vegna áætlunar- innar, en sérfræðingar segja að um fjórar milljónir manna neyðist til að yfírgefa heimili sín. Að sögn fréttastofunnar hefur 5,6 milljónum manna verið komið fyrir í 9.438 þorpum síðan áætlun- inni var fyrst hleypt af stokkun- um. Bangkok: Spánverji dæmdur í ævilangt fangelsi Bangkok, Reuter. ^ SPANVERJI hefur verið dæmdur í ævilangt fangelsi í Thailandi fyr- ir að hafa haft í fórum sínum 560 grömm af heróíni. Dómurinn var kveðinn upp yfir manninum þriðjudag. Handtakan var framkvæmd eftir að upplýsingar um manninn voru sendar frá Vestur-Þýzkalandi. Spánveijinn hefur neitað sekt sinni og segir að óvildarmenn hafi komið eitrinu fyrir í föggum sínum. Maðurinn var handtekinn á flugvell- inum í Bangkok fyrir rúmri viku. Hann var þá að bíða eftir að fara úr landi, en seinkun varð á fluginu, sem hann ætlaði með. Vakin er at- hygli á því, að hvarvetna eru nú hertar refsingar við eiturlyfjamálum hvers konar. Hluti Thailands hefur verið nefndur Gullni þríhymingur- inn, alræmt eiturljrfjasvæði áður og fyrrum. Reuter fréttastofan segir, að þó að Thailendingar taki ekki jafn alvarlega á eiturlyfjamálum og gert hefur verið í Malaysiu undan- farið sé greinileg hugarfarsbreyting að verða og sé það ekki vonum seinna, þar sem vandamálið er óvíða meira en í SA-Asíu. Taiwan: Stjórnarand- stæðingi neitað umlandgöngu Manilla, Tapei, Reuter, AP. HSU Hsin Liang þekktum taiw- önskum stjórnarandstæðingi var á þriðjudagsmorgun meinað að ganga á land á Taiwan. Hann kom með Filippinska flugfélaginu frá Tókíó og hafði lýst því yfir, að hann ætlaði að aðstoða félaga í nýjum stjórnarandstöðuflokki í kosningum á Taiwan á sunnudag. Hsu hefur verið í útlegð í Banda- ríkjunum síðustu sjö ár, eða frá því hann lenti í alvarlegum útistöðum við lögreglu og stjómvöld á Taiwan, sem hann sagði sek um alvarleg mannréttindabrot. Þegar tilkynning barst um að Hsu væri væntanlegur til Tapei, höfuðborgar Taiwan, fjöl- menntu stuðningsmenn hans til flugvallarins að fagna honum. Óeirðalögregla var þá komin á stað- inn, útbúin kylfum og skjöldum og kom til ryskinga milli fylkinganna. Stuðningsmönnum Hsu var sagt, að það ætti ekki við nein rök að styðj- ast, að hann hefði komið til landsins °g byggðist fréttin á misskilningi. Engu að síður var mikill viðbúnaður við vél Filippinska flugfélagsins, sem kom frá Tókíó. Farþegum í þeirri vél bar ekki saman um, hvort Hsu hefði verið í vélinni. Nokkrum klukkustundum síðar lenti svo sama vélin í Manilla á Filippseyjum og Hsu sagði frá því að honum hefði verið bannað að stíga úr úr flugvélinni, eftir lendingu á Tapei og hefði hópur öryggisvarða slegið hring um hann, meðan aðrir farþegar tíndust út. Filippeysk stjómvöld bönnuðu Hsu að fara út af flugvallarsvæðinu í Manilla og kunngerðu, að hann yrði sendur aft- ur til Tókíó á miðvikudag. Hsu sagðist hafa haft það í hyggju, hvort eð var, og myndi hann hugsa sitt ráð og hvort hann reyndi á nýjan leik að komast til heimahaga sinna. „Reglur Sameinuðu þjóðanna eru fyrir menn en þið eruð fangar“ Sovézkur andófsmaður lýsir hlutskipti sínu í fangabúðum SOVÉZK yfirvöld hafa reynt að neyða pólitískan fanga, sálfræð- inginn dr. Anatoly Koryagin, til að hafna alþjóðlegum verðlaun- um, sem honum hafa verið veitt. Kemur þetta fram í bréfum dr. Koryagins úr nauðungarvinnubúðum, þar sem hann dvelst nú. Koryagin er fyrrverandi meðlimur nefndar, sem unnið hefur að rannsókn á notkun sálarfræði í pólitískum tilgangi í Sovétríkjunum. Hefur hann verið tilnefndur í hóp þeirra, sem til greina koma við veitingu friðarverðlauna Nóbels 1987. Fréttastofan Second World Press í Amsterdam skýrði frá þessu í gær. Höfðu bréfín frá dr. Koryagin borizt til Bukovsky- stofnunarinnar þar, en hún hefur sérhæft sig í málefnum Sovétríkj- anna og andófsmanna þar. Dr. Koryagin var dæmdur árið 1981 í sjö ára vist í nauðungarvinnu- búðum og fímm ára útlegð fyrir „andsovézkan áróður". Hinn 30. janúar 1985 var hann aftur dæmdur og þá í tveggja ára vist í nauðungarvinubúðum „fyrir að hindra fíílltrúa yfirvalda í að framkvæmda skyldustörf sín.“ í bréfum sínum úr nauðungar- vinnubúðunum kemst dr. Kory- agin svo að orði: „Samkvæmt fyrirmælum frá KGB kallaði Khasanov, yfírmaður þessarar deildar búðanna, hin alþjóðlegu verðlaun mín „greiðslu fyrir fjandskap við Sovétríkin." Hann sagði við mig: „Hafnaðu þessum verðlaunum," en ég bara hló að honum. Þá sagði hann: „Þú munt fá að deyja hér eins og hundur. Þú hefur unnið sovézkum stjóm- völdum svo mikið tjón, að það væri betra, ef þú hefðir skotið tíu manns." Síðan bætti hann við: „Reglur Sameinuðu þjóðanna eru handa mönnum, en þið eruð fangar." Dr. Koryagin, sem nú hefur verið dæmdur til samtals 35 ára frelsisviptingar og því nær ævi- langt, var sæmdur æðstu verð- launum bandarísku laga- og sálfræðistofnunarinnar árið 1981. Hann lýsir hlutskipti sínu í sovézkum fangabúðum þannig m. a.: „Ég hey baráttu fyrir rétti pólitískra fanga og mannlegri reisn. Ég hef orðið að dveljast þijú ár í einangrunarklefa og meira en tvö ár samtals hef ég verið í hungurverkfalli."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.