Morgunblaðið - 03.12.1986, Page 53

Morgunblaðið - 03.12.1986, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 53 Kjarvalsmálverkið sem afhent var er málað i Svínahrauninu 1939. Selfoss: Árvökunefndin frá 1972 afhendir bæjarstjórn Kjarvalsmálverk Málverkið var keypt fyrir verðtryggðan hagnað af hátíðahöldunum 1972 Selfossi. FRAMKVÆMDANEFND . Ár- vöku Selfoss 1972 afhenti bæjarstjórn Selfoss til eignar Kjarvalsmálverk sem skreyta á sali félagsheimilisins Ársala. Málverkið var keypt fyrir ágóða af Árvökunni 1972 og sölu heim- ildarrits um Selfoss sem kom út í tilefni hátíðarinnar. Árvakan 1972 var haldin að frumkvæði þriggja manna, Haf- steins Þorvaldssonar, Jónasar Ingimundarsonar og Guðmundar Daníelssonar. Þeir fengu síðan til liðs við sig fleira fólk til að vinna að undirbúningnum. Hátíðahöld þessi stóðu dagana 29. mars-3. apríl 1972 og voru þau fyrstu sinnar tegundar á Selfossi. Fyrirtæki og stofnanir kynntu starfsemi sína, haldin var heimilis- iðnaðarsýning og hin ýmsu félög stóðu fyrir dagskráratriðum. Guðmundur Daníelsson flutti ávarp við afhendingu málverksins þar s'ern hann gerði grein fyrir til- urð þessarar hátíðar og hvemig þeir Hafsteinn og Jónas hefðu lokk- að hann til að ganga í félag með sér til að vinna að framgangi máls- ins. Þeir Jónas og Hafsteinn sögðu að þörf hefði verið á fjölmiðlamanni og enginn sterkari á svellinu í þeim efnum en Guðmundur. Jónas sagði við afhendinguna frá því að haldinn hefði verið blaða- mannafundur um þessa hátíð 1972, í Skíðaskálanum. Þar mætti ein- ungis einn blaðamaður og hálftíma of seint. Þá gripu þeir félagar til þess ráðs að fara inn á allar rit- stjómarskrifstofur blaðanna í Reykjavík. Á skrifstofu Vísis, sem var síðust í röðinni, hefði Guðmund- ur haft á orði, þegar ritstjórinn ætlaði að hafa uppi afsakanir yfir því að hafa ekki sent mann í Skíða- skálann, að þeim hefðu líklega orðið á mistök að drepa ekki kokkinn og brenna skálann því þá hefðu þeir örugglega komið blaðamennimir og ljósmyndarar með. En brýning Guð- mundar á ritstjómarskrifstofunum hreif og öll birtu blöðin frásagnir af hátíðahöldunum og fólk kom víða að til að fylgjast með þeim. Jónas Ingimundarson, Hafsteinn Þorvaldsson og Guðmundur Daníelsson voru frumkvöðlar að Árvökunni 1972. Árvakan 72 er öllum Selfoss- búum, sem hana muna, vel í minni og tókst mjög vel í alla staði. Þeg- ar framkvæmdanefndin gerði upp reikningana kom í ljós að hagnaður nam krónum 218.574,20, gömlum að sjálfsögðu. Þá vom keypt verð- tryggð skuldabréf ríkissjóðs fyrir 215 þúsund og þau afhent hrepp- stjóranum Ingva Ebenhardssyni til varðveislu. Tími þessara bréfa rann út í september sl. og þá var verð- gildi þeirra komið í 499.832,40 krónur. Forsprakkar Árvökunnar komust að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að kaupa Kjarvalsmálverk fyrir 525 þúsund og velja því stað í giæsilegu félagsheimili Selfossbúa. Til að fjár- magna þau 25 þúsund sem á milli ber hyggst nefndin halda áfram sölu upplýsingaritsins frá 72, sem er mjög greinargott, 155 bls. í nokk- uð stóru broti og geymir sögu Selfoss fram til ársins 1972. Það var Guðmundur Daníelsson sem hafði veg og vanda af því riti. Ritið má fá keypt í Prentsmiðju Suður- lands- Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Arvökunefndin ásamt bæjarstjóm Selfoss. Kirkja vors Guðs er gamalt hús Bíldudalskirkja stendur á lítt áberandi stað á sléttri eyri, en hún myndi sóma sér vel hvar sem er því hún er hið reisulegasta hús. Svo rúmgóð að hún tekur tvö- hundurð og fimmtíu manns í sæti, sem er mikið miðað við stærð safnaðarins þegar hún var byggð. En þá er þess að geta að Bíldudal- ur var í hröðum uppgangi og fór fólki þar fjölgandi þegar mesti athafnamaður landsins, Pétur Thorsteinsson, var búinn að byggja upp staðinn í athafna- og félagsmálum. Sumir kölluðu hann Amarfjarðarkónginn og vissulega var hann kóngur í ríki sínu. Mað- ur með hugsjónir langt á undan sinni samtíð. Þeir voru ekki á hveiju strái í þá daga. Enda gerð- ust hér þeir hlutir sem hreinlega þekktust hvergi annars staðar á landinu. Hér í kauptúninu stendur minnisvarði um hjónin Pétur og Ásthildi eftir Ríkharð Jónsson. Þau hjónin áttu mörg böm. Eitt þeirra var Muggur listmálari, en honum vr reistur minnisvarði 1981 á 90 ára afmæli hans. Muggur var mjög ástsæll með þjóðinni. Eitt verka hans er altari- staflan í Bessastaðakirkju. Það mun hafa kostað tólf þúsund krónur að byggja kirkjuna hér á Bíldudal, sem mun hafa verið mikið fé í þá daga, því þá kotuðu allir hlutir færri aura en krónur nú. Bíldudalskirkja er úr steini með viðarinnréttingu. Stöpullinn er einnig steyptur með áttstrend- um timburtumi. Krossmarkið efst Bíldudalskirkja y á tuminum er í 17,5 m hæð. Ymsa gamla merka muni á Bfldu- dalskirkja sem hún fékk úr Otradal. Þar var áður prestsetur og sóknarkirkja suðfírðinga svo og kirkjugarður. Þessir munir eru altaristafla fi-á 1737 með síðustu kvöldmáltíðinni, hún hangir ekki yfír altarinu, þar er nýrri tafla máluð af Þórami B. Þorlákssyni 1916, sem sýnir Maríu við gröfína er Kristur mælti til hennar og segir. „Kona, því grætur þú?“ Annar fomgripur kirkjunnar er predikunarstóllinn frá 1699. Á honum em myndir af Kristi og postulunum. Þriðji fomgripurinn er skímar- fomtur með mynd af skím Jesú. En munir Bfldudalskirkju minna ekki aðeins á liðna tíð. Inn í þess- um helgidómi er stór og mikil bók er geymir minningar og svipmót og æviatriði þeirra mörgu Bflddælinga er fórust með vélskip- inu Þórmóði nóttina milli 17. og Altaristaflan og predikunarstóllinn i Bildudalskirkju. 18. febrúar 1943. Mun Jens Her- mannsson skólastjóri hafa staðið fyrir því að þessi bók er til f dag. Að sumri verður reistur minni- svarði um þá sem fórust með Þormóði og alla sem farist hafa frá Amarfírði í tímans rás og verður honum valinn staður við kirkjuna inni á lóð hennar. Enn- fremur eru silfurskildir sem tilheyra þessu sjóslysi og öðmm. Til minningar um þá sem með hug og hönd unnu mikið starf við að byggja hér þetta kirkjuhús skal fyrstan telja Rögnvald Ólafsson, en hann teiknaði kirkjuná. Rögn- valdur var fyrsti arkitekt landsins. Múrarar voru þessin Þorkell Ól- afsson, Reykjavík, Þorsteinn Guðmundsson og Finnbogi Jó- hannsson, báðir frá Bíldudal. Trésmiðir: Bjöm Jónsson, Krist- inn Grímur Kjartansson og Valdimar Guðbjartsson, allir frá Bfldudal. Þessi minnisvarði þeirra er nú orðinn 80 ára gamall og sem von- andi á eftir að þjóna um langan tíma og bjóða kynslóðum sóknar- innar skjól í stormbyljum lífsins. Megi hún standa sem lengst. Þeir prestar sem þjónað hafa við Bíldudalskirkju frá fyrstu tíð I til þessa dags eru: Jón Amason, Helgi Konráðsson, Jón Jakobsson, Jón Kr. ísfeld, Sigurpáll Óskars- son, Óskar Finnbogason, Tómas Guðmundsson (þjónaði frá Pat- reksfírði), Hörður Þ. Ásbjömsson, Erlendur Sigmundsson, Þórarinn Þór (prófastur á Patreksfirði), Dalla Þórðardóttir og núverandi prestur, Flosi Magnússon. Meðal annars af þessum tíma- mótum kirkjunnar var henni að berast vegleg peningagjöf frá Fiskvinnslunni á Bfldudal hf. Mun þetta fé verða notað til endurbóta á kirkjunni. Guð blessi glaða gef- endur. Ég læt þess líka getið hér að á þessu árí átti Bfldudalskirkju- garður 60 ára afmæli, þann 7. febrúar sL Þann grafreit vígði séra Jón Ámason, og um 1980 var garðurinn stækkaður og þá var sá hluti vígður af séra Þór- ami Þór prófasti á Patreksfírði. Garðurinn var mikið endurbættur í sumar og annaðist Ómar Óskars- son listamaður það verk. Höfundur er umsjónarmaður kirkjunnar á Bíldudal. eftirJón Kr. Ólafs- son Bfldudalskirkja verður 80 ára 2. desember 1986. Kom mér þá í hug að vel væri þess vert að minnast þessara tímamóta í stuttu máli. Bjami Símonarson prófastur á Bijánslæk vígði kirkjuna 2. des- ember 1906. Ásamt honum voru við athöfnina séra Jón Amason sem var að taka við sem fyrsti sóknarprestur Bíldudalskirkju, en þar áður var hann prestur í Otra- dal. Við þessa athöfn var einnig séra Böðvar Bjamason prestur á Hrafnseyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.