Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 21 félagsins að skrifa í Moggann um daginn að í eldri aldurshópnum skil- aði sér bara um helmingur til tannlæknanna. Nú versnar í því. Þetta þrengir hóp tiyggðra niður í 73 þúsund manns. Þá fer tann- læknakostnaður að nálgast 5.500 kr. á ári fyrir hvem og einn í fryggða hópnum á meðan hann er bara rúmar 1.000 krónur á hvem einstakling í aldurshópnum 17—67 ára — hópnum með gullfyllingam- ar, krónumar og brýmar. Bara að þetta mgli nú ekki fjármálaráð- herra. Ekkert múður En auðvitað em til ráð ef fjár- málaráðherra er með eitthvert múður og tímir ekki að borga þenn- an þúsundkall á hvem Islending 17—67 ára. Leggja bara nefskatt á alla 17—67 ára. Ekkert mál. Þús- und krónur á hvem íslending gegn því að tryggt væri að landsmenn fái allan tannlæknakostnað greidd- an þ.m.t. gullfyllingar, krónur og brýr. Það em góð skipti. Þar með væri hægt að samþyklqa lagabreyt- ingu umað greiða allan tannlækna- kostnað íslendinga, án þess að auka útgjöld ríkissjóðs vegna tannlækna- kostnaðar frá því sem nú er. Bíta á jaxlinn Og ef Þorsteinn fjármálaráðherra múðrar enn og lætur þessar tölur úr opinbemm gögnum eitthvað mgla sig í ríminu er líka til einfold lausn sem tannlæknar munu ömgg- lega samþykkja. Ráða bara alla tannlækna í þjónustu ríkisins og „gull“ tryggja tannlæknum með ríkisábyrgð sömu kjör og þeir höfðu á sl. ári samkvæmt skattskýrslu gegn því að veita öllum landsmönn- um tannlæknaþjónustu og veitt var á árinu 1985. Allt er nú mögulegt í þessu efni, þökk sé tannlæknum. Nú er bara að bíta á jaxlinn og halda ótrauð áfram til betri tíma í tannlækna- þjónustu landsmanna. Höfundur er einn af alþingis- mönnum Alþýðuflokks fyrir Reykja vikurkjördæmi. upplýsinga um menn þá og samtök, sem hér áttu hlut að máli, var hringt til Færeyja. Færeyingar höfðu hins vegar allar sínar upplýsingar um þessa menn frá íslenska útlendinga- eftirlitinu, en þeir vom fyrst og fremst að grennslast fyrir um hvort ávísun, sem Sea Shepherd greiddi með fyrir olíu hér, hefði reynst góð og gild. Það var hins vegar merki- legt að heyra í ríkisfjölmiðli viðtal við færeyskan löggæslumann um Sea Shepherd-mennina og var á honum að skilja að þeir hefðu verið gerðir brottrækir frá Færeyjum fyr- ir lögbrot. Hafi svo verið þá hafa Færeyingar bmgðist tilkynningar- skyldu sinni, því ef einn afbrota- maður er gerður brottrækur úr einu Norðurlandanna, þá gildir það um tiltekinn tíma, þ.e. 5 ár, um önnur Norðurlönd og jafnvel lengur, en þá er skylt að láta vita um það. Menn hafa í hugsunarleysi álasað lögreglumanninum, sem stöðvaði hryðjuverkamennina á leið til Keflavíkur. Að mínu áliti stóð sá lögreglumaður fyllilega í stöðu sinni og ekkert út á starf hans að setja nema síður sé. Þá gleyma menn því að í fyrstu var álitið að í rokinu hefðu hvalbátamir skaddast og því sokkið, en ómögulegt var fyrir kaf- ara að komast niður í skipin fyrr en undir kl. 11 þann sama morgun. Mér finnst það alltaf mjög ámæl- isvert að reyna að slá sér upp á kostnað annarra. Þessar órök- studdu dylgjur í garð löggæsluyfir- valda em til þess gerðar að vekja að ástæðulausu tortryggni í garð þessara starfsmanna okkar, sem gegna störfum sínum betur en flest- ir ef ekki allir opinberir starfsmenn. Starf útlendingaeftirlitsins er meðal hinna vandasamari og við- kvæmari og illt þegar reynt er að spilla áliti almennings á þeirri starf- semi, hvort sem það stafar af vanþekkingu eða öðm enn verra. Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur. Leikdómar o g bókmenntagreinar - eftir Ólaf Jónsson HIÐ ÍSLENSKA bókmenntafé- lag hefur gefið út bókina Leikdómar og bókmenntagrein- ar eftir Ólaf Jónsson. I fréttatilkynningu frá útgefanda segir: „Ólafur Jónsson var um tveggja áratuga skeið einn fremsti bókmennta- og leiklistargagnrýn- andi landsins. Hann lagði einnig stund á bókmenntarannsóknir af ýmsu tagi, fjallaði um lestrarhætti almennings og var einna fyrstur manna hérlendis til að gefa afþrey- ingarbókmenntum alvarlegan gaum. I^itstjóri Skímis, tímarits Hins íslepska bókmenntafélags, var hann frá 1968 til dauðadags. Bók þessi skiptist eins og nafnið bendir til í tvo hluta og er hinn fyrri helgaður leiklistarmálum. Er þar að finna úrval leikdóma Ólafs auk nokkurra almennra yfirlits- greina. íslensk leikritun var um daga hans í öram vexti og em hér birtir dómar um margar af sýning- um . leikhúsanna á innlendum verkum, bæði gömlum og nýjum. Þessir dómar em hvorttveggja í senn: merkar heimildir um það sem við bar í leikhúsunum og áhugaverð umQöllun um bókmenntir sviðsins. Annars er eitt aðalmarkmið úrvals- ins að gefa mynd af viðhorfum Ólafs og vinnubrögðum sem gagn- rýnanda. Ólafur Jónsson. í seinni hluta bókarinnar em svo ritgerðir og greinar um bókmenntir og bókmenntafrasðileg efni. Þær em af býsna margvíslegum toga, en sérstakur fengur mun þó þykja að tveimur áður óprentuðum út- varpserindum um Aðventu Gunnars Gunnarssonar. Af öðm athyglis- verðu má nefna grein frá 1968 um bókmenntir kvenna og sýnishom af skrifum Ólafs um alþýðlegar skemmtibókmenntir frá síðustu áram. Ólafur Jónsson lést í Reykjavík 2. janúar 1984. Leikdómar og bók- menntagreinar koma út í tilefni þess að hann hefði orðið fimmtugur 15. júlí nú í sumar.“ iittala O finnskur kristall iittala kristall er finnskt handverk og hönnun. Hönnudir iittala hafa unnið til fjölmargra alþjóðlegra verðlauna enda er hönnun þeirra sígild list. iittala kristall er sterkari en venjulegur kristall og þolir mjög vel að vera þveginn í uppþvottavél. Kristallinn helst alltaf jafn skínandi og tær. /a KRISTJÁn SKSGEIRSSOn HF. LAUGAVEGI 13, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 m í hverri handgerðri iittala vöru er lítil loftbóla. Hún er kveðja frá glerblásaranum til eigandans, lítill fegurðarblettur sem undirstrikar stolt handverksmannsins og tryggir að um sanna, handgerða vöru er að ræða. iittala kristall - finnsk nytjalist. iittala O GYLMIR/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.