Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 Þökk sé tannlæknum eftirJóhönnu Sigurðardóttur Á Alþingi hafa á undanfömum árum allar tilraunir mínar til að fá samþykkta lagabreytingu um 25% þátttöku almannatrygginga í tann- læknakostnaði 17—67 ára aldurs- hópanna strandað á hugarflugi þingmanna og ráðherra um óheyri- legan kostnað því samfara. Upplýsingar sem fram komu á Alþingi nýlega, um tekjur og skatta tannlækna fengnar úr skattfram- tölum þeirra sjálfra staðfesta að þingmenn og ráðherrar geta komið niður á jörðina. Kostnaður er ekki nema brot af því sem haldið hefur verið fram. Þökk sé tannlæknum og hjálpi mér allir heilagir fyrir að hafa verið í hópi þeirra sem lögðu trúnað á háan tannlæknakostnað. Bara 1.000 krónur Að vísu verður að viðurkenna að ég klóraði mér eilítið í hausnum þegar ég hugsaði til tannlækna- reikninganna sem snúið hafa að minni fjölskyldu og bar þá saman við þær niðurstöður sem nú liggja fyrir. En af hveiju að rifja það upp nú þegar svo bjartir tímar eru fram- undan? Hugsa sér að fyrir rúmar 1.000 kr. á ári fyrir hvem einstakl- ing frá 17—67 ára eða 146 þúsund manns getur ríkissjóður tekið að sér að greiða allan tannlæknakostn- að íslendinga. Ó já og þar með talinn allan kostnað við gullfylling- ar, krónur, brýr og tannréttingar. — Bara að ríkisskattstjóri eða fjár- málaráðherra fari nú ekki að gnísta tönnum og tönnlast á því að þessa niðurstöðu megi vefengja sem nú er fengin. Það er alveg óþarfi að vera með tannlækna milli tannanna útaf því. Best þó að vera örugg og spyija fjármálaráðherra að því á Alþingi. Já, fjandakomið, það er nauðsynlegt. Af hveiju var stjóm Tannlæknafélagsins að básúna með það í Mogganum um daginn að heiídartannlæknakostnaður á árinu 1985 hafi verið 746 milljónir? Það íjæti gefið tilefni til óþarfa tor- tryggni hjá íjármálaráðherra þegar heildarkostnaður samkvæmt skatt- framtölum var 530 milljónir á því ári. Svart á hvítu Til að allir geti séð þetta svart á hvítu að allan tannlæknakostnað er hægt að fella undir trygginga- kerfið er best að vitna í svar fjármálaráðherra á Alþingi um telq'- ur og skatta tannlækna. Það tekur af allan vafa. Nýir tímar em að renna upp í tannlæknaþjónustunni. Allar tannlækningar undir trygg- ingakerfið. Ekkert mál. Samkvæmt þessu er heildartann- læknakostnaður vegna þeirra sem standa utan tryggingakerfisins um 157 milljónir króna. Þeir sem nú þurfa að greiða allan sinn tann- læknakostnað sjálfir er fólk á aldrínum 17—67 ára eða samtals um 146 þúsund manns. Ef heildar- tannlæknakostnaður vegna þessara hópa er um 157 milljónir króna gefur það að meðaltali tannlækna- kostnað upp á um 1.080 krónur á ári (árið 1985) fyrir hvem einstakl- ing 17—67 ára. Já, innifalið í þessum heildarkostnaði eru allar „dýru“ tannviðgerðimar, gullfyll- ingar, krónur, brýr og tannréttingar fyrir þá sem ekki fá neitt greitt úr tryggingakerfínu. 530 milljón króna heildarrekstr- artekjur tannlækna árið 1985 samkvæmt skattframtölum, þar af um 373 milljónir vegna tryggðra hópa, sýna að rúmlega 70% tann- læknakostnaðar er vegna tryggðra en tæp 30% af heildartannlækna- kostnaði er vegna aldurshópanna 17-67 ára. Sko! Ég hefði aldrei átt að vera að glugga í tekjur danskra tannlækna. Það mglar mig bara í ríminu. Sko! í Danmörku eiga allir landsmenn kost á tannlækningum almanna- trygginga. Af hveiju hafa þá danskir tannlæknar einungis 30% af tekjum sínum vegna tryggðra hópa en íslenskir 70% þar sem þátt- taka almannatrygginga hér er mun minni en í Danmörku. Ég þurfti aftur að klóra mér í hausnum. Treystum skatt- skýrslum En hvað með það. Ég er staðráð- in í að láta ekkert skyggja á ánægju mína eða rugla mig nú þegar ég hef loksins fengið það staðfest úr Jóhanna Sigurðardóttir „ Að vísu leiðir þetta allt til þeirrar döpru niðurstöðu að tann- læknar nálgast það að tilheyra láglaunahóp- unum í þjóðfélaginu, 63 þúsund krónur að með- altali í laun á mánuði og ef bætt er við rekstr- arhagnaði hækkar taian í 79 þúsund krón- ur.“ opinberum gögnum að auðvelt er að fella allar tannlækningar undir tryggingakerfíð. Opinber gögn, skattskýrslur jafnt sem annað, er jú það sem landsfeðumir eiga að treysta á, þegar þeir reikna út hag- vöxt, fjármunamyndun, vergar þjóðartekjur og verga landsfram- leiðslu og hvað þetta heitir nú allt á máli spekinganna. Já, hagsæld og hamingja heimilanna er m.a.s. fundin út með reiknitölum úr opin- berum gögnum. Ragnar Amalds, Heildarrekstrartekjur tannlækna gjaldárið 1986 tekjuárið 1985 voru samtals........................ 530.641.643 Allur tannlæknakostnaður vegna tryggðra hópa *) á árinu 1985 var samkv. upplýsingum Trygg- ingastofnunar ríkisins samtals..................... 372.990.832 Mismunur samtals 157.650.770 *) Tryggðir hópar: Böm og unglingar til 17 ára aldurs. 75% öryrkjar 67 ára og eldri, samtals um 96 þúsund manns. málsvari sósíalisma, þjóðfrelsins og verkalýðshreyfingar, notaði líka skattframtölin þegar hann var að finna út hveijir ættu að fá láglauna- bætur. — Já, hví ekki að treysta skattskýrslunum eins og öðrum opinberum gögnum? Dapra hliðin Að vísu leiðir þetta allt til þeirrar döpru niðurstöðu að tannlæknar nálgast það að tilheyra láglauna- hópunum í þjóðfélaginu, 63 þúsund krónur að meðaltali í laun á mán- uði og ef bætt er við rekstrar- hagnaði hækkar talan í 79 þúsund krónur. Svo þurfa þeir að greiða að meðaltali um 21 þúsund kr. á mánuði í tekjuskatt á þessu ári. En úr því mun rætast. Ejármálaráð- herra hefur lofað að á næsta ári greiði hjón með mánaðartekjur á milli 70—80 þúsund krónur engan tekjuskatt. Én bjarta hliðin á þessu er þó engu að síður að aðeins 30% af launum þeirra eða um 20 þús. kr. á mánuði, koma frá aldurshópnum 17—67 ára, sem nú hyllir undir að hægt verði að fella líka undir trygg- ingakerfíð. Bara þetta rugli ekki fjármálaráðherra Það verður bara að vona að frjár- málaráðherra fari ekki að liggja yfir því að tannlæknakostnaður var að meðaltali tæplega fjögur þúsund krónur fyrir hópinn sem trygging- amar greiddu fyrir. Sá hópur telur 96 þúsund manns, þ.e.a.s. 0—17 ára, ellilífeyrisþegar og þá sem eru 75% öryrkjar. Hann gæti líka feng- ið út hærri tölu en fjögur þúsund krónur ef hann asnast til að muna að af þessum 96 þúsund manna hópi er aldurshópurinn 0—2 ára sem náttúran hefur blessunariega leyst undan tannkvölum á byijun ævi- skeiðs. Pjöldi þeirra er 12.200. Hjálpi mér! Eða ellilífeyrishópurinn. Þar er að finna nokkum hóp sem náttúran og tannlæknar sjálfir hafa gengið svo frá málum að þeir þurfa ekki á tannlæknaþjónustu að halda. Árans! Var ekki stjóm Tannlækna- Að spilla áliti eftirdr. Gunnlaug Þórðarson Skemmdarverkin í Hvalfirði hafa að vonum komið róti á hugi margra. Þannig kvaddi dr. Gunnar G. Schram, alþingismaður, sér hljóðs utan dagskrár á fundi Sameinaðs þings 11. nóvember sl. að því er virtist helst til þess að finna að störfum íslenskra löggæsluyfir- valda. Tók alþingismaðurinn þar meira upp í sig og talaði af meiri vanþekkingu en hægt er að láta óátalið. Gera verður þá kröfu að á Alþingi tali menn af fullri ábyrgð og þess heldur, þegar ráðist er að mönnum, sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér á þeim stað. Atvik þetta rifjaðist upp, er al- þingismaðurinn, þá nýorðinn lög- fræðingur, hafði í frammi ekki ósvipaða framkomu, en þó öllu verri. Það var, að hann sem blaða- maður Morgunblaðsins sendi eftir- farandi skeyti til blaðs síns 25. apríl 1958, sem birtist daginn eftir: Spillti fyrir málstað íslands GENP, 25. apríl. — Að undanfömu hefur sendinefndum hér á Genfar- ráðstefnunni borizt frönsk þýðing á bók dr. Gunnlaugs Þórðarsonar um landhelgi íslands frá höfundi, og hefur hún vakið nokkra athygli, sérstaklega krafan, sem þar er bor- in fram um 50 mflna fiskveiðiland- helgi. Komið hefur í ljós að þetta hefur spillt fyrir málstað íslands í land- helgismálinu meðal þeirra þjóða sem eru vinsamlegar lslendingum, og valdið því, að margir telja að íslendingar kunni að hyggja á ákaf- lega víðtækar og ósanngjamar aðgerðir í landhelgismálum. Hefur bókin valdið tortryggni á aðgerðum og afstöðu íslendinga í þessu máli. G.G.S. Fjórum árum áður hafði Morgun- blaðið í þrígang verið dæmt fyrir svívirðingar um sjálfan mig og um doktorsritgerð þá, er ég hafði varið við Sorbonneháskólann í París. Hér var því enn vegið í sama knérunn og nú skyldi verkið fullkomnað. Það var fyrir utan allt annað dálítiísérstakt við símskeyti þetta, að doktorsritgerð mín, sem frum- samin var og varin á frönsku við Sorbonneháskólann í París (Svarta- skóla), var nú sögð vera bók eftir mig, sem þýdd hefði verið á frönsku. Aðalinntak fréttarinnar var þó, að víðtækar og ósanngjamar kröfur í bókinni (50 sjómílna landhelgin og krafan til alls landgmnnsins) hefði spillt fyrir málstað Islands og verið nánast landráð. Meiri svívirð- ingu er naumast hægt að gera neinum manni. Við rekstur meiðyrðamáls, sem höfðað var á hendur Morgunblaðið, reyndar því flórða út af doktorsrit- gerð minni, tókst á engan hátt að sanna að doktorsritgerð mín hefði spillt fyrir málstað Islands, aftur á móti það gagnstæða að hún hefði miðlað fróðleik um rétetarstöðu íslensku þjóðarinnar í þessu mikil- væga máli. Það gat þá hins vegar ekki dulist að fréttin var runnin frá íslensku sendineftidinni. Það óskilj- anlega gerðist nefnilega í Genf að íslenska sendinefndin barðist fyrir því að 12 sjómflna fiskveiðilandhelgi yrði alþjóðalög. Barátta þessi varð sem betur fer að engu og munaði þar aðeins einu atkvæði. Vonbrigð- in yfír því að þetta mistókst fékk greinilega útrás í þeirri gremju í garð doktorsritgerðar minnar, sem síðan varð að símskeyti frétta- mannsins. Það hefði spillt málstað íslands um ókominn tíma, ef 12 sjómílumar hefðu orðið að alþjóða- lögum, eins og hver og einn getur sagt sér í dag. Því er hér minnst á þetta skeyti að sami maðurinn og á sínum tíma sendi mér hið illræmda skeyti í Morgunblaðið sendir nú útlendinga- eftirlitinu og lögregluyfirvöldum okkar ósanngjama og vanhugsaða kveðju, sem mér þykir full ástæða til þess að mótmæla. Þetta var, er Gunnar G. Schram alþingismaður, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi 11. nóvember sl. og fórust honum þá m.a. svo orð: Atburðir helgarinnar sýna okk- ur svart á hvítu að framkvæmd öryggismála hér innanlands er greinilega mjög ábótavant. ís- lensk löggæsluyfirvöld verða að taka upp nýja og breytta starfs- hætti og vera mun betur á verði en hingað til að því er varðar komur útlendra manna hingað til lands. Rannsókn á skýrslum Út- lendingaeftirlitsins í gær hefur sýnt að 2—3 menn sem tengjast samtökum Pauls Watson hafa verið hér á landi síðustu 2—3 vik- umar. Því miður komst sú vitn- eskja ekki til skila fyrr en mennimir voru allir á bak og burt. Þetta mál hiýtur því að verða til þess að grundvallarbreytingar verði gerðar í þessum efnum til þess að koma í veg fyrir að erlend- ir skemmdar- og hryðjuverka- Gunnlaugur Þóröarson „ Að öðrum ólöstuðum tel ég að Árni Sigur- jónsson með sínu ágæta samstarfsfólki eigi ómetanlegt þakklæti skilið. Tal alþingis- mannsins um útlend- ingaeftirlitið er því algjörlega út í hött.“ menn eigi hér greiða leið inn í landið sem saklausir skemmti- ferðamenn eða náttúruskoðarar. Á því máli verður að taka þegar í stað af öryggi og festu. í seinni ræðu tók hann svo til orða: „Þess vegna er það meginatrið- ið og ég vil ieggja á það ríka áherslu að þessir atburðir sem gerðust nú aðfaranótt sunnudags, verði til þess að við tökum upp nýja og breytta stefnu í öiyggis- málum þjóðarinnar." ... Að taka upp sjálfsagt samband við þá er- lendu aðila sem vita um ferðir spellvirkja og skipulag hryðju- verkasamtaka. Ætla mætti að alþingismaðurinn hafi kynnt sér hvemig þessum málum er hagað hjá okkur áður en hann hóf að atyrða íslensku lög- gæsluyfirvöldin og útlendingaeftir- litið, en því fer víðs fjarri og er það sama hvatvísin og vanþekkingin og er hann sendi skeytið forðum. Undirritaður hefur um þriggja áratuga skeið átt meira og minna samstarf við þessi yfirvöld í sam- bandi við útlendinga, sem hér hafa þótt óæskilegir. í sumum tilvikum hafa þetta verið erlendir bamsfeður íslenskra mæðra, sem blátt áfram hafa gert líf þeirra og vandamanna óbærilegt með návist sinni og hegð- un. Hefur þá mætt á útlendingaeft- irlitinu að bjargá málum við. Mér verður líka oft hugsað til þess af hve mikilli einurð er fylgst með því, að útlendingar komist ekki inn í landið án þess að hafa full- nægjandi skilríki eða fyrirfram veitt atvinnuleyfi í höndum. Það væri blátt áfram ískyggilegt ástand hjá okkur, ef það hefði spurst út að auðvelt væri að komast inn í landið. Þjóðin myndi áður en við værum búin að átta okkur og með hinu rótgróna kæruleysi búin að fá hol- skeflu af útlendingum yfir okkur og hætt hefði verið við að íslenskt þjóðemi myndi dmkkna í því flóði aðvífandi ævintýrafólks. Að öðmm ólöstuðum tel ég að Ámi Siguijónsson með sínu ágæta samstarfsfólki eigi ómetanlegt þakklæti skilið. Tal alþingismannsins um útlend- ingaeftirlitið er því algjörlega út í hött. Þá em það íslensk löggæsluyfir- völd. Þar er gefið í skyn að einhver skelfíleg mistök átt sér stað og að samstarf vanti milli löggæslu og dómsmálaráðuneytisins. Því er til að svara að dómsmálaráðuneytið hefur beint samband við Interpool og kemur síðan upplýsingum til íslensku löggæslunnar. í stað þess að leita til réttra aðila um öflun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.