Morgunblaðið - 03.12.1986, Síða 16

Morgunblaðið - 03.12.1986, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 Er Jakob laus og er hann frjáls? Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Sigurður A. Magnússon:Úr snöru fuglarans, uppvaxtarsaga Utg.Mál og menning 1986. ÞÁ hefur Jakob lokið stúdentspróf- inu, nú hlýtur að fara að birta til og vonimar að rætast, eða hvað? Enn leitar trúin á óráðinn hug, hver er vilji Jakobs í þeim málum og hvers er að vænta? Hann á ekki um margt að velja að, því að ekki spretta peningamir á tijám, eftir skólavist, sem hann hefur þurft að sjá um að kosta upp á eigin spýt- ur. En hann kemst þetta sumar, að prófi loknu á kristilegt stúdenta- mót í Danmörku, og sú ferð á eftir að hafa dramatískar afleiðingar á unga manninn, svo að ekki sé meira sagt. Þar kynnist hann Carmelítu frá Finnlandi og er ekki ofmælt að segja að ástin til þessarar draumadísar heltaki hann, svo að hann getur ekki á heilum sér tekið næstu árin. Carmelíta er honum ögn eldri, af ríku foreldri og hún þekkir lítið og skilur enn minna þær flóknu lífsþrautir, sem Jakob hefur orðið að glíma við. Með þeim takast kynni, og Jakob gerir sér sérstaka ferð á annað mót til að hitta elsk- una sína. En snýr heim, ringlaður og ruglaðri en áður, og hugarvflið ólýsanlegt. Þótt ferðalagið í sjálfu sér hafi orðið honum upplifun og fyrirheit. Svo tekur við brauðstrit og guð- fræðinám, sem er stundað með hálfum huga, því að Jakob er farinn að efast- og reyndar er nokkuð síðan þær efasemdir fóru að gera vart við sig. Er þetta vegurinn, sem hann vill ganga? Líklega ekki. En hverra kosta á hann völ.svo um- komulaus, hijáður og kvalinn. Og sálarumbrotin meiri og óviðráðan- legi en nokkru sinni. Þótt hann fáist við kennsluna og lesi guðfræði, haldi áfram sumarmálningavinnu eru þetta allt aukaatriði, því að Carmelíta er í huga hans hveija stund. Allt verður að honum að harmi; hann leggur á sig að læra Kemuruppum lacöste þinn góða smekk! flprrn GARÐURINN að dansa undir handleiðslu systur vinar síns - skemmtilegur kafli það. En á leiðinni heim af dansleiknum , hvolfdist einsemdin yfir mig„ og tvinnaðist saman við hrollkaldan lífskvíða sem var einsog feilnóta á þessari kyrrlátu og tunglbjörtu nótt.“ Hann æfir sund af kappi. Hann kemst loks í kynni við „töfragatið" með tilheyrandi lýsing- um. Og allt kemur fyrir ekki. Þrátt fyrir ástina, sem hann ber til Caremelítu, hefur hann þó sem sagt enn auga fyrir konum sem eru í kringum hann. Þær espa upp hvat- ir hans og það oft og einatt svo hressilega, að honum þykir nóg um.(Reyndar mér líka.) Hvemig má það vera, að hann sem elskar Carmelítu, skuli samtímis geta haft svona mikla náttúru til annarra stúlkna. Skilin milli gimdar og ást- ar vefjast fyrir honum. Þessi skil em svo sem einatt ekki bara óljós æskufólki. Carmelíta ákveður að koma til íslands, tveimur ámm eft- ir að leiðir þeirra lágu saman. Jakob hefur unnið eins og berserkur um veturinn til að öngla saman fé til að geta tekið rausnarlega á móti vinu sinni og hugurinn fullur af vonum. Þau fara í ferðalög á hest- um, hann snýst í kringum hana og sýnir henni Reykjavík, fer með hana austur á land og ég veit ekki hvað. En allt kemur fyrir ekki. í bókarlok Sigurður A. Magnússon er sýnilegt, að Carmelíta treystir sér ekki til að taka upp sambandið sem hann hefur dreymt um. Sigurður A. Magnússon hefur fengið mikið lof fyrir þann kjark, sem hann sýni með því að skrifa þessa uppvaxtarsögu. Það lof er um margt verðskuldað. Hann segir sjálfur í viðtali, að hann hafí þurft að hreinsa í sér sálina og komast að því hver hann væri og hvers vegna og það hafi verið helzta ástæðan fyrir því að hann réðst í að heíja verkið. Hugrekki og ber- sögli dugir auðvitað ekki nema skammt, til verða að koma listræn- ir hæfíleikar og hæfni til að segja sögu. Umfram allt verður höfundur að sýna sjálfsaga til að velja og hafna. Hann verður að gera þján- ingu Jakobs trúverðuga og einlæga. Málskrúð gerir kvölina , sem reynd- ar mætti hafa með stórum staf, fáránlega. Mér fínnst Sigurður vera of ná- Hver var Ella áður - og hver nú AÐALSTRÆTI9 S:12234 Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Ingólfur Margeirsson: Allt önnur ELLA Utg.Bókaútgáfa Helgarpóstsins 1986 ÞÓTT æði langt sé liðið, síðan íslandsbjörninn Gunnar Salómons- son var og hét, fara enn sögur af þessum lágvaxna og sérstæða kraftajötni. Hann aflaði sér ekki sízt frægðar á Norðurlöndum, en kom oft heim, fór um landið og sýndi listir sínar. í einni ferð heim komst hann í kynni við ungu stúlk- una, Elínu Þórarinsdóttur, honum aldarfjórðungi yngri. Hún festi á honum siíka ást, að hún fylgdi hon- um uppfrá því á flakki hans og flandri, deildi með honum erfíðum kjörum stundum og tók þátt í upp- hefð hans, einkum fyrstu árin þeirra. En það fer að halla undan fæti, skapofsinn blundar í Úrsusi og bitnar oft Ellu. Brennivínið leik- ur hann grátt og það dregur að því, að ofsinn beinist gegn eiginkon- unni, með hinum ferlegustu afleið- ingum En hún er honum trygg og trú og auk þess bæði slagarasöng- kona og fegurðardrottning. Úrsus er hennar örlög og þrátt fyrir allt getur hún ekki yfírgefíð hann. Þeg- ar hann andast úr krabbameini er trúlegt að hún sé í þann veginn að gefast upp. Hún leitar á náðir vínsins og hún fínnur ekki til sorg- ar. Sennilega hefur tilfínningakvót- inn verið orðinn fullur líka. Síðan tekur við nýtt hjónaband, meira svall, svo kemur að pillunum. Bam bætist óforvarandis í búið. Basl og fjárhagsvandræði, skilnað- ur og brátt annað hjónaband, þótt Ella sé þá raunar orðin illa farin af pilluáti, sem um alllanga hríð tók við hlutverki vínsins. Loks er svo komið, að hún gefst upp og leitar hjálpar, fellur en rís upp á ný. í stuttum inngangi segir að þetta sé þroskasaga Elínar Þórarinsdóttur. Það má til sanns vegar færa. Bókin er auðlesinog læsileg, lipurlegur stfll á henni og manni fínnst Elín að mörgu leyti ákaflega hugnanleg kona. Samt vantar eitthvað. Ég velti fyrir mér, hvað það gæti ve- rið. Því að Ingóifur Margeirsson er pennafær maður og fer létt með að skrifa. Hann skapar andrúmsloft og mjmd hans af Eilu er vel heppn- uð. Og hvað/er þá að? Sumar bækur af þessari gerð, ef ég mætti leyfa mér að segja svo, eru uppfullar af tilfínninga- graut, og það liggur við borð maður fari hjá sér og fínist eins og sé verið að hnýsast í mál, sem manni kemur akkúrat ekki baun við, mál sem fólk hljóti að vilja eiga eitt og sér. Þegar þessi bók er lesin er engin hætta á slíku. Hér heldur söguhetjan Ella sér í undarlega til- fínningalegri ijarlægð, ekki aðeins frá lesandanum, heldur fyrst og fremst frá atburðunum, sem hún er að lýsa. Og fólkinu sem hún er að tala um. Það vantar einnig myndir af samferðarmönnum henn- ar. Þótt aðeins sé vikið að foreldrum hennar og stöku persónu, sagt að hún fari og geri þetta og hitt með vinum sínum, þá fannst mér að þessu hefði átt að gera skil á opn- ari hátt.Þó að hún hafí verið heilluð kvæmur í þessari bók; ferðalýsing- amarminna stundum á ítarlegan og vandvirknislegan og langdreginn skólastfl. Kúnstugt samtal í flugvél um nótt milli Jakobs og Charless Bandaríkjamanns á ekki heima í þessari bók og missir marks. Það fannst mér í fyrsta lagi á skjön við efnið og fjarri sú slik himnaspeki, sem hann vill vera láta. Og fram- setning þess tilgerðarleg. Carmelíta er að sumu leyti skilj- anleg persóna. Það er ekki kyn, þótt henni blöskri hamslaus ást- hrifning Jakobs, sem hvergi nemur við jörðina. Mér fínnst Carmelíta sýna viðleitni, hina virðingarverð- ustu, þótt Jakob virðist ekki - og höfundur ekki heldur þrátt fyrir allan þennan tíma- skiija hana. Að mínum dómi er þessi saga of orðmörg. Það er oft hvimleitt, að höfundur notar sjaldgæf orð og orðtök, sem honum virðast ekki töm. Og ofnotar svo önnur til að tjá hugarástandið, hrollurinn í mörgum afbrigðum er einlægt að læsast eða hríslast um hann. Ottinn og örvænting lamar hann, næstum á annarri hverri síðu.Og mörg slík dæmi má nefna. Áhugi Jakobs á kvenfólki er kannski ekkert öðruvísi en ungra manna á þessum aldri. En til að gera áhugann geðfelidari og sýna fram á angistina sem fylgir þessum áhuga, er ekki nóg að stafla upp orðum, það verður að vera meira að baki þeirra svo að orðin nái til- gangi sínum. Hvort sem lesandi lofar eða last- ar þessa bók, er óhjákvæmilegt að lesa hana. Það hlýtur að þýða bara eitt: að hún hefur í sér lífsmagn. Og skyldi það ekki vera það sem úrslitum ræður, þegar allt er gert upp. Ingóifur Margeirsson af Úrsusi, og láti hann valsa með sig, eins og hann lystir framan af, hlýtur hún einhvem tíma að hafa fundið til. Eða hvað? Enda er okkur sagt það. En á svo ópersónulegan hátt, að það kemst einhvem veginn ekki alveg inn. Þrátt fyrir þessa „fjarlægð" er gaman að lesa þessa bók. Kafiinn í lífshlaupi Ellu með Úrsusi er senni- lega forvitnilegastur. Flökkulífíð og rótleysið, frægðin og dásemdimar, sem smátt og smátt snúast upp í andstæðu sína. Þetta er allt vel gert. Raunar þykist ég sjá í hendi mér, að vinnuaðferð höfundar sé ekki tilviljun, heldur hans leið. Og þrátt fyrir að ég hefði kosið að fleiri þáttum manneskjunnar Ellu væri komið á' framfæri, gat ég eft- ir annan lestur bókarinnar sætt mig við hana vel. Kannski þessi uppsetn- ing hafi þrátt fyrir allt verið rétti kosturinn. Og auðvitað þarf ekki endilega alltaf að segja allt á suðu- marki. Íronían verður ef til vill það sem skilar bezt angistinni. Undir lokin var ég farin að hallast að því. BORNIN VEUA pkNjmobll Sip% Iðnaðarhúsinu HaHveigarstíg 1 Sími 26010

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.