Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 6 Fullveldið ÚTVARP/SJÓNVARP * Islenska ríkissjónvarpið á heiður skilið fyrir að sýná einvörðungu íslenskt efni á fullveldisdaginn en þar bar fyrst til tíðinda nýja heim- ildamynd frá sjónvarpinu er lýsti stórbýlinu að Korpúlfsstöðum þá voru sex ung skáld kynt alþjóð og loks var á dagskrá bíómyndin Með allt á hreinu er Stuðmenn filmuðu árið 1982. Undirritaður ritaði á sínum tíma gagnrýni hér í blaðið um þá mynd og er óþarfi að endur- taka þá tuggu en ég vil ekki láta hjá líða að minnast á Korpúlfsstaða- myndina og skáldakynninguna. Korpúlfsstaðamyndin Korpúlfsstaðamynd sjónvarpsins var í alla staði til mikillar fyrir- myndar og ekki síst meitlaður texti leiðsögumannsins Birgis Sigurðs- sonar rithöfundar er virtist öllum hnútum kunnugur að Korpúlfsstöð- um. Birgir lífgaði við sögu staðarins svo mér fannst sem niður sögunnar hljómaði í stofunni minni og ég fylltist heilagri reiði yfír meðferð einokunaraflanna á hinum hugum- stóra hugsjónamanni Thor Jensen er reisti að Korpúlfsstöðum ein- hveijaglæsilegustu mjólkurvinnslu- stöð landsins og gerði betur því hann ók mjólkinni heim til fólks. En öfundin og útnesjamennskan er söm við sig. A gullaldarárum mið- stjómarpólitíkusanna var Thor Jensen neyddur til að hætta búskap og enn erum vér íslendingar fáir og smáir eða hvemig leist mönnum á hin forðum glæstu húsakynni að Korpúlfsstöðum? Nokkrir hugum- stórir höggmyndasmiðir hafa að vísu lappað uppá anga þessarar miklu byggingar en víða fyllir rotn- unarlyktin vitin. Omurleg aðkoma. Sverrir Ólafsson er einn þeirra kraftakarla er blásið hafa lífí í rang- hala Korpúlfsstaða og í samtali við Birgi lýsti Sverrir hugsýn högg- myndasmiðanna: Við viljum reisa hér alhliða menningarmiðstöð. Bráðsnjöll hugmynd og hvemig væri Davíð að bjóða athafnamönn- um að feta í fótspor ofurmennisins Thors Jensen? Er ekki upplagt að stúka setrið og bjóða einingamar athafnamönnum? Á einum stað gæti risið brauðgerðarhús með áfastri kaffístofu.í vistarverum vinnufólksins litlar einstaklings- íbúðir eða hótelherbergi og hvað um að nýta hina stóm heyhlöður undir ráðstefnusali og svo mætti auðvitað smíða sundlaug í haug- húsinu og í kjallaranum væri upplagt fyrir leirlistarmenn að kynda ofninn og ekki má gleyma danssalnum á aðalhæðinni. Minning vors mesta athafnamanns Thors Jensen verður ekki varðveitt nema einstaklingsframtakið verði í há- vegum haft við endurreisn höfuð- bólsins Korpúlfsstaða er standa mun í hjarta hinnar nýju byggðar Reykjavíkur. Skáldin 6 Dagskráin nefndist: Besti vinur ljóðsins og þar komu fram þau Þórarinn Eldjám, Bragi Ólafsson, Vigdís Grímsdóttir, Þór Eldon, Kristján Kristjánsson og Gyrðir Elíasson. Það er ekki á allra færi að kynna ljóð í sjónvarpi. Gemingur Þórs Eldons fannst mér að vísu býsna myndrænn en upplestur hinna skáldanna snerti ekki hjarta- taugamar þar til Gyrðir Elíasson birtist á skjánum. Gyrðir er magn- aður upplesari og ljóð hans rötuðu inní mína þreyttu sjónvarpssál. Að lokum vil ég þakka rás 2 fyrir hina líflegu afmælisdagskrá er barst alls óvænt úr viðtækinu á þriggja ára afmælisdegi rásarinnar l.des síðastliðinn. Svefngalsinn kætti þann er hér stritar við skjáinn enda valinn maður í hveiju rúmi og skáld- ið Kristinn R.Ólafsson í Madríd lét sig ekki muna um að setja á svið ljóðrænt leikrit er lýsti fæðingu snótarinnar. Vel að verki staðið Þorgeir Ástvaldsson og félagar. Ólafur M. Jóhannesson Rás2: Nú er lag Gunnars Salvarssonar Aðdáendum °g frá -I r 00 gamalla A góðra laga fyrstu áratugum þessarar aldar er bent á að sperra eyrun vuið viðtækin klukk- an þrjú í dag, því er Gunnar Salvarsson með þáttinn „Nú er lag“ á dagskrá Rásar tvö. Gunnar mun kynna gömul og ný úrvalslög í flutningi heimsþekktra listamanna s.s. Ellu Fitz- gerald, Billie Holliday og Frank Sinatra. Meðal þeirra tónsmiða, sem tíðum koma við sögu í þættinum eru Cole gamli Porter, George Gershwin og Richard Rodgers. Inn á milli gömlu úrval- slaganna verður svo lumað útsetningum helstu popp- foringja nútímans, en þær gefa þeim gömlu lítið ef nokkuð eftir. Ari Garðar Georgsson í eldhúsinu. Stöð tvö: Matreiðslumeistarinn ■■■■ í kvöld hefur 1 Q 55 göngu sína nýr A »7 þáttur á Stöð tvö, en það er matreiðslu- þáttur meistarans Ara Garðars Georgssonar, en framvegis verða þættimir á þessum tíma og á laugar- dögum klukkan 17:00. Ari mun sýna lands- mönnum hvemig létta má eldhússtörfín og matbúa ýmsa gimilega rétti. Ari er enginn aukvisi hvað matreiðsluna varðar, því hann hefur starfað um árabil í Bandaríkjunum á úrvalsveitingastöðum. Má nefna að hann starf- aði sem yfirkokkur á veit- ingahúsinu The Covey Restaurant, en á þeim tíma jókst vegur þess mjög. Áður hafði veitingahúsið verið með þriggja stjömu eldhús, en í tíð Ara hækk- aði það í að vera fímm stjömu. Aðeins em sjö slík í Vesturheimi. Fyrir hina hagsýnu hús- móður má jafnframt benda á að á sama tíma og hróð- ur staðarins breiddist út lækkaði hráefniskostnaður hans um rúm 30%. — Þetta ætti að sýna að ekki er sama hver fer höndunum um gott hráefni, en þegar Ari hætti störfum við The Covey Restaurant féll það í áliti og er nú aðeins fjög- urra stjömu. Ættu íslenskir sælkerar og eldhúsáhugamenn að geta lært sitthvað af Ara. UTVARP MIÐVIKUDAGUR 3. desember 6.4B Veöurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Páll Benediktsson, Þorgrímur Gestsson og Lára Marteinsdóttir. Fréttir eru sagöar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 9.00 Fréttir. 9.03 Jólaalmanakið „Brúðan hans Borgþórs", saga fyrir börn á öllum aldri. Jónas Jónasson les sögu sína (3). Jólastúlkan, sem flettir al- manakinu, er Sigurlaug M. Jónasdóttir. 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.3B Lesiö úr forustugreinum dagblaöanna. 9.4S Þingfréttir. 10.00 Fréttir 10.10 Veöurfregnir 10.30 Áður fyrr á árunum. Umsjón. Agústa Björns- dóttir. 11.00 Fréttir. 11.03 íslenskt mál. Endurtekinn þáttur frá laug- ardegi sem Jón Aðalsteinn Jónsson flytur. 11.18 Morguntónleikar. a. Rómansa í C-dúr eftir Ludwig van Beethoven. Gidon Kremer leikur á fiðlu meö Sinfóníuhljómsveit Lundúna; Emil Tsjakarov stjórnar. b. Píanókonsert í C-dúr eftir Muzio Clementi. Felicja Blu- menthal og Nýja kammer- sveitin í Prag leika; Albert Zedda stjórnar. c. Konsertþáttur I D-dúr eft- ir Franz Schubert. Gidon Kremer leikur á fiölu meö Sinfóníuhljómsveit Lund- úna; Emil Tsjakarov stjórn- ar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.4B Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Börn og skóli. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 14.00 Miödegissagan: „Glópagull", ævisöguþættir eftir Þóru Einarsdóttur. Hólmfriöur Gunnarsdóttir bjó til flutnings og les (2). 14.30 Segöu mér aö sunnan. Ellý Vilhjálms velur og kynn- ir lög af suðrænum slóðum. 1B.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 1B.20 Landpósturinn. Frá Austurlandi. Umsjón. Inga Rósa Þóröardóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.1 B Veöurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö. Stjórn- andi: Vernharöur Linnet. 17.00 Fréttir. 17.03 Síðdegistónleikar. Sembalkonsert í d-moll eftir Johann Gottlieb Goldberg. Eliza Hansen og Strengja- sveitin i Ludwigshafen leika; Christoph Stepp stjórnar. 17.40 Torgiö — Samfélags- mál. Umsjón: Bjarni Sig- tryggsson og Anna G. Magnúsdóttir. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Fjölmiölarabb Ólafur Þ. Haröarson flytur. Létt tónlist. 20.00 Ekkert mál. Bryndís Jónsdóttir og Siguröur Blöndal sjá um þátt fyrir ungt fólk. 20.40 Létt tónlist. 21.00 Bókaþing. Gunnar Stef- ánsson stjórnar kynningar- þætti um nýjar bækur. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. 22.1 B Veðurfregnir. 22.20 I Aöaldalshrauni. Jó- hanna Á. Steingrímsdóttir segir frá. (Frá Akureyri.) 22.35 Hljóövarp. Ævar Kjart- ansson sér um þátt í SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 3. desember 18.00 Úr myndabókinni 31. þáttur. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Umsjón: Agnes Johansen. Kynnir Anna María Péturs- dóttir. 18.60 Skjáauglýsingarog dag- skrá 19.00 Veiöikló (Wildlife on One: Fastest Claw in the West). Bresk náttúrulífsmynd. Þýöandi og þulur Óskar Ingimarsson. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Prúöuleikararnir — Valdir þættir. 10. Með öörum brúöum (Mummenschantz). Brúöumyndasyrpa meö bestu þáttunum frá gullöld prúöuleikara Jim Hensons og samstarfsmanna hans. Þýöandi Þrándur Thorodd- sen. 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar 20.40 I takt viö tímann Blandaöur þáttur um fólk og fréttnæmt efni. Umsjón: Jón Gústafsson, Ásdís Loftsdóttir og Elín Hirst. 21.40 Sjúkrahúsiö í Svarta- skógi (Die Schwarzwaldklinik) 13. Á rangri hillu. Þýskur myndaflokkur sem gerist meöal lækna og sjúkl- inga i sjúkrahúsi í fögru héraöi. Aðalhlutverk: Klaus- júrgen Wussow, Gaby Dohm, Sascha Hehn, llona Grúbel, Angelika Reissner og Karin Hardt. Þessi þáttur gerist að nokkr- um árum liönum og markar upphaf nýrrar syrpu. Hann er lika tvöfalt lengri en endranær. Þýöandi Jóhanna Þráinsdóttir. 23.10 Fréttir í dagskrárlok. STÖDTVÖ MIÐVIKUDAGUR 3. desember 17.00 Myndrokk 18.00 Teiknimynd 18.30 Þorparar (Minder). Glæpaþáttur. 19.30 Fréttir 19.55 Matreiöslumeistarinn Matreiöslumeistarinn Ari Garöar Georgsson segir þjóöinni til í matreiðslu, en hann er eini Islendingurinn, sem starfaö hefur f eldhúsi fimm stjörnu gistihúss f Vesturheimi. Þau munu aö- eins vera sjö þar vestra. 20.15 Dallas Bandarískur framhaldsþátt- 21.00 Hardcastle Cormick og Mac- Bandariskur myndaflokkur. 21.50 Aö næturlagi (Into The Night). Bandarísk kvikmynd meö Jeff Gold- blum, Michelle Pfeiffer, Richard Farnsworth, Roger Vadim, David Bowie, Vera Miles o.fl. Goldblum leikur mann í viðj- um vanans, sem skyndilega er hrifinn f hringiðu hryðju- verkaheimsins. 23.50 Barn Rosemary (Rosemary's Baby). Bandarísk kvikmynd meö Miu Farrow og John Cassa- vetes i aöalhlutverkum. Eftir aö Rosemary og maöur flytja i ibúö á Manhattan fer heimilishaldið aö snúast á ógæfuhliöina. Rosemary er ófrísk sem ekki gerir henni lífiö auöveldara. Mynd þessi fjallar um yfirnáttúruleg öfl sem leggja Iff þeirra í rúst. Endursýning. Mynd þessi er ekki við hæfi barna. 1.50 Dagskrárlok. samvinnu viö hlustendur. 23.10 Djassþáttur - Tómas R. Einarsson 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 3. desember 9.00 Morgunþáttur i umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. Meðal efnis: Barnadagbók i umsjá Guöríöar Haralds- dóttur aö loknum fréttum kl. 10.00, gestaplötusnúöur og getraun. 12.00 Hádegisútvarp meö fréttum og léttri tónlist i umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Kliöur. Þáttur í umsjá Gunnars Svanbergssonar. 15.00 Nú er lag. Gunnar Sal- varssonar kynnir gömul og ný úrvalslög. 16.00 Taktar. Stjórnandi: Heiöbjört Jóhannsdóttir. 17.00 Erill og ferill. Erna Arnar- dóttir sér um tónlistarþátt blandaöan spjalli viö gesti og hlustendur. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. Tónlistarkvöld Ríkisútvarps- ins (Útvarpað um dreifi- kerfi rásar tvö). 20.00 Claude Debussy: Strengjakvartett i g-moll, op. 10. Alban Berg-kvartettinn leikur. 20.25 Minningartónleikar um Franz Liszt haldnir í Bayreuth á hundraö ára dánarafmæli tónskáldsins, 31. júlí i sumar. Daniel Bar- enboim stjornar Hátiöar- hlómsveitinni i Bayreuth. Einleikari: Krystian Zimer- man. Einsöngvari: Robert Schunk. Kór Tónlistarhátíö- arinnar i Bayreuth syngur; kórstjóri: Norbert Balatsch. a. Konsert fyrir píanó og hljómsveit nr. 2 i A-dúr eftir Franz Liszt. b. „Fást-sin- fónía" eftir Franz Liszt. Kynnir: Runólfur Þórðarson. (Hljoðritun frá Tónlistarhá- tiöinni í Bayreuth — bæ- verska útvarpiö í MUnchen). 22.15 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir söngverk eftir Maros, Sandström, Zwedberg og Eehnqvist. SVÆÐISÚTVARP SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 989 BYL GJAN MIÐVIKUDAGUR 3. desember 07.00—09.00 Á fætur meö Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist meö morgunkaffinu. Siguröur litur yfir blööin, og spjallar viö hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Opin lína til hlustenda, mataruppskrift og sitthvaö fleira. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aöi meö Jóhönnu Haröar- dóttur. Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgj- ast meö því sem helst er í fréttum, spjalla viö fólk og segja frá. Flóamarkaður er á dagskrá eftir kl. 13. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar síödegispoppiö og spjall- ar viö hlustendur og tónlistarmenn. Hlustendur syngja uppáhaldslögin. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síödegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar viö fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—21.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson leikur létta tónlist og kannar hvaö helst er á seyöi i íþróttalifinu. 21.00—23.00 Vilborg Hall- dórsdóttir. Vilborg sniöur dagskrána viö hæfi ungl inga á öllum aldri. Tónlist og gestir í góöu lagi. 23.00-24.00 Vökulok. Þægi- leg tónlist og fréttatengt efni í umsjá fréttamanna Bylgj- unnar. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp lýsingar um veöur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.