Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 273. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins íhaldsflokkurinn styrkir stöðu sína ■ London, Reuter. BREZKI íhaldsflokkurinn, flokkur Margaret Thatcher, for- sætisráðherra, hefur ekki notið meira fylgis siðustu tvö árin, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MORI, sem birt var í gær. Samkvæmt könnuninni myndu 41% kjósenda styðja íhaldsflokkinn, ef kosið væri nú, en 39% Verka- mannaflokkinn. Kosningabandalag Fijálslynda flokksins og Jafnaðar- mannaflokksins nýtur fylgis 18% kjósenda. Verkamannaflokkurinn hafði mest fylgi í byijun árs, en íhalds- flokkurinn heftir sótt verulega á og komið betur út í sjö umfangsmiklum skoðanakönnunum í röð. Sam- kvæmt lögum þurfa kosningar ekki að fara fram í Bretlandi fyrr en 1988, en búizt er við að Thatcher boði til kosninga með vorinu. Carlucci sagður vera fyrirmynd- ar embættísmaður AP/SImamynd Frank Carlucci Washington, AP. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, út- nefndi Frank Carlucci ör- yggisráðgjafa sinn í stað Johns Poin- dexter, sem hrökklaðist frá á dögun- um vegna vopnasölunn- ar til írans. Hann er sagð- ur fyrirmyndar embættismaður. Carlucci var tekinn fram yfir David Abshire, sendiherra Banda- ríkjanna hjá NATO, Jeane Kirk- patrick, fyrrum sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum, Brent Snowcroft hershöfðingja og Bobby Inman, fyrrum aðstoðarforstjóra CIA. Talið er að útnefning Carluccis sé málamiðlun og er hermt að George Shultz, utanríkisráðherra, og Caspar Weinberger, varnarmála- ráðherra, haft báðir stutt útnefn- ingu hans þar sem hann hafi haft það orð á sér sem embættismaður að geta haldið stjórnmálum utan starfsins. Hann gekk í bandarísku utanrík- isþjónustuna árið 1956, skömmu eftir að hann útskrifaðist úr Prince- ton-háskólanum. Hann var sendi- herra í Portúgal um þriggja ára skeið. Hann gegndi háum ábyrgðar- stöðum í valdatíð Geralds Ford, Jimmys Carter og Reagans, en hvarf árið 1982 úr opinberri þjón- ustu og stofnaði eigið ráðgjafarfyr- irtæki í Washington. Jimmy Carter, fyrrum forseti, útnefndi Carlucci sem aðstoðarfor- stjóra leyniþjónustunnar (CIA) árið 1978 og tveimur árum seinna gerði Reagan hann að aðstoðarvarnar- málaráðherra sínum. Með seglin þanin AP/Sfmamynd Brezka skútan White Crusader (fjær) tæpri bátslengd á undan bandarísku skútunni Eagle í undankeppni siglingakeppninnar víðfrægu, America’s Cup. Margar skútur frá öllum heimsálfun- um taka um þessar mundir þátt í undankeppninni, sem fram fer við Fremantle í Ástralíu. Eftir sigurinn í gær er brezka skútan í fimmta sæti. Fjórða umferðin hefst í dag en úrslita- keppnin fer fram á næsta ári. Noregs- banki hækkar vexti Osló, AP. NORSKI seðlabankinn, Norges Bank, hækkaði forvexti í gær úr 14% í 16%. í yfirlýsingu frá bank- anum sagði að hækkunin væri nauðsynleg vegna stöðu norsku krónunnar. í yfirlýsingunni sagði að staða krónunnar hefði versnað vegua nei- kvæðs greiðslujafnaðar, mikillar verðbólgu heimafyrir og óvissu á gjaldeyrismarkaði, sem rekja mætti fyrst og fremst til pólitísks óstöðug- leika. Gunnar Berge, fjármálaráð- herra, lýsti yfir að gengi krónunnar yrði ekki fellt þrátt fyrir þrýsting. Norska krónan var lækkuð um 12% gagnvart 13 öðrum gjaldmiðlum í maí sl., aðeins tveimur dögum eftir að stjóm Verkamannaflokksins komst til valda. Að undanfömu hefur norski seðlabankinn hvað eftir annað gripið tii ráðstafana til að gengi krón- unnar gagnvart viðmiðunargjaldmiðl- unum héldist óbreytt. Ríkisstjóm Frakklands ákvað í gær að ganga til samninga um kaup á jarðgasi af Norðmönnum á tímabilinu 1993-2023. Bjóðast Frakkar til að kaupa árlega 6 milljónir rúmmetra af jarðgasi af Trölla- og Sleipnis- svæðunum í Norðursjó og vilja halda opnum möguleika á að auka magnið í 8 milljónir rúmmetra. Frakkar settu það skilyrði fyrir kaupunum að Norð- menn ykju innflutning frá Frakk- landi. Norska stjórnin synjaði Frökkum um sérstök forréttindi en lofaði að stuðla að auknum viðskipt- Reagan óskar eftír rannsóknardómara Washington, AP. Reuter. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, sagði að innanhússrann- sókn í Hvita húsinu á vopnasöl- unni til Irans og peningagreiðsl- Hljóðnemar finnast enn í sendiráði Svía í Moskvu Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara Morgnnblaðsins. RÚMLEGA hundrað hljóðnem- veggjareininga. Nú er í ljós komið ar hafa fundizt í sænska sendiráðinu í Moskvu og koma nýir fram nær daglega. Sovézk yfirvöld hafa neitað allri vitn- eskju um hljóðnemana. Skýrt hefur verið frá því að þegar sendiráðið var í byggingu á árunum 1968-72 hafí Sovét- menn þvingað bygginganefndina til að samþykkja notkun sovézkra að þær voru útbúnar með hlerun í huga. Hljóðnemar voru faldir inni í múmum og leiðslur lagðar í steypustyrktaijárnið í veggjar- einingunum. Útbúnaðurinn var þannig úr garði gerður að útilokað var fyrir sænska öryggisverði og leyniþjónustumenn að uppgötva hleranirnar. Meðal annars var ytra borð veggjareininganna úr plasti sem á að útiloka hlerun. Þessu mættu Rússar með því að leggja leiðslur í hljóðnemana um steypustyrktarstálið. Upp komst um hleranir í sendi- ráðinu þegar unnið var að lagfær- ingum á húsakynnum þess. Hafin var nánari leit, sem stendur enn yfír, og hefur á annað hundrað hljóðnema fundizt. Sérfræðingar segja að vilji menn tryggja sig fyrir hlerunum verði að endur- byggja sendiráðið stein fyrir stein. um til Contra-skæruliða i Nicaragua hefði leitt í ljós að ástæða væri til að óska eftir útnefningu óháðs rannsóknar- dómara til að kanna vopnasölu- málið ofan í kjölinn. „Ekkert verður undan dregið og ef í ljós kemur að lög hafi verið brotin verða hinir seku látnir gjalda þess,“ sagði forsetinn í sjón- varpsávarpi til bandarísku þjóðarinnar. Reagan sagðist hafa skipað Edwin Meese, dómsmálaráðherra, að útnefna rannsóknardómara til að rannsaka vopnasöluna til írans. Búizt er við að hæstaréttardómari verði fyrir valinu. Reagan sagði að tryggt hefði verið í bak og fyrir að allir angar vopnasölumálsins yrðu dregnir fram í dagsljósið þar sem hann hefði skipað sérstaka nefnd til að gera úttekt á málinu auk þess sem hann hefði nú ákveðið að fela sér- stökum rannsóknardómara að kanna málið. Skoðanakönnun, sem gerð var fyrir New York Times og ABC- sjónvarpsstöðina, og birt í gær, sýndi að traust þjóðarinnar á Reag- an fer þverrandi. 46% styðja hann nú en 67% fyrir mánuði. Þingfylgi hans hefur einnig minnkað og í gær krafðist Richard Lugar, einn helzti stuðningsmaður hans í öld- ungadeildinni, að forsetinn viki starfsmannastjóra sínum, Donald Regan, og William Casey, yfir- manni leyniþjónustunnar (CIA), úr starfi. Talsmaður Richards Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseta, sagði í gær að Reagan hefði haft samband við Nixon 21. og 29. nóvember og ráðfært sig við hann vegna þeirra örðugleika sem hann væri kominn í út af vopnasölunni til írans. Nix- on hrökklaðist frá völdum 1974 vegna Watergate-hneykslisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.