Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 22
22___________________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986_ Andi nýrrar löggjafar þarf umfram allt að vera jákvæður - eftir Jónas Haralz Þegar rætt er um erlenda fjár- festingu er, eins og kunnugt er, fyrst og fremst átt við beina fjár- festingu, þ.e. fjárfestingu, sem felur í sér fulla eign á atvinnutækj- um eða eignaraðild að þeim. Slík eign eða eignaraðild felur þá jafn- framt í sér vald á stjórn fyrirtækis- ins eða bein áhrif á þá stjórn. Það er þessi tegund fjárfestingar, sem ég mun fyrst og fremst gera að umræðuefni. Önnur gerð fjárfest- ingar eru kaup verðbréfa á markaði og sömuleiðis lánveitingar. Þessar tegundir fjárfestingar geta vissu- lega verið þess eðlis, að áhrifa gæti á stjóm og rekstur fyrirtækja og mismunur á þeim og beinni fjár- festingu sé meiri í orði en á borði. Meðal annars gildir þetta um víkjandi lán, sem bera áhættu næst á eftir áhættu eignaraðila. En út í þessa sálma skai ekki faríð. Um beina erlenda fyárfestingu gilda flóknar reglur á íslandi. Þær eru flóknar af tveimur ástæðum. I fyrsta lagi hefur afstaða löggjafans í grundvallaratriðum verið andstæð slíkri fjárfestingu. Sú skoðun hefur verið ríkjandi, að þörf sé á vemdun en ekki örvun. Sózt sé eftir slíkri fjárfestingu af hálfu erlendra aðila og íslendingar séu ekki færir um að standast þá ásókn og halda yfir- ráðum yfír landi sínu, auðlindum þess og atvinnutækjum nema laga- vemd komi til. í öðru lagi eru reglumar flóknar vegna þess að á íslandi líta menn ekki á atvinnu- starfsemi sem eina heild. Það er alkunna, að hér á landi hafa hund- ar skott, kettir rófu, hestar tagl og kýr hala, en tungan viðurkennir ekki skyldleika þessara líffæra. Nokkra hliðstæðu er að fínna í við- horfí manna til atvinnustarfsemi. Á íslandi stunda menn eiginlega ekki atvinnu svona almennt séð. Menn búa á jörðum, gera út skip, verka afla og smíða hús, fást við iðnað og sýsla við kaupskap og dunda jafnvel við fjármálaþjónustu. Þetta er þó allt sitt hvað og um þetta þurfa að gilda sérstök lög og sér- stök ráðuneyti þurfa að hafa umsjá með hverri grein um sig, auk þess sem sérstakir sjóðir og bankar þurfa að huga að fjármálum hverr- ar einstakrar greinar. Svo gerist það stundum, að til sögunnar kem- ur starfsemi, sem ekki á bersýnlega heima í neinni þessara greina, og þá er mönnum mikill vandi á hönd- um. Það liggja augljósar og skiljan- legar ástæður til þess, að reglur um erlenda ^árfestingu í fískveið- um eru sérstaklega strangar, raunar svo strangar, að þær útiloka að heita má slíka fjárfestingu með öllu. Reglur um erlenda fjárfest- ingu í fiskverkun eru þær sömu og í fískveiðum. Það er ekki augljóst, af hveiju svo ætti að vera, en skýr- ingin er sjálfsagt sú, að talið hefur verið að slík ijárfesting gæti leitt til beinna áhrifa á nýtingu físki- miða og á verðlagningu afla. Orkulög gera ráð fyrir, að til virkjana, sem séu umfram 2 mega- vött, þurfí heimild Alþingis og til smærri virkjana samþykki ráðu- neytisins. Að því er samgöngur snertir er einnig að fínna strangar reglur um ríkisfang, búsetu og meirihlutaeign hlutafjár í lögum um loftferðir og um skráningu skipa. Þegar til annarra greina kemur eru reglumar fijálslegri. í iðnaði gildir samkvæmt iðnað- arlögum sú regla, að meirihluti áhættufjár verður að vera í höndum manna, sem búsettir eru í landinu. Frá þessu má ekki veita undan- þágu. Stjómarmenn og fram- kvæmdastjórar í félagi með takmarkaðri ábyrgð verða að upp- fylla skilyrði um ríkisfang og búsetu, en frá þessu má þó veita undanþágu. Samkvæmt lögum um verzlunaratvinnu verður meira en helmingur hlutaflár í hlutafélagi, er starfar að verzlun, að vera eign manna búsettra hér á landi. Fram- kvæmdastjórar slíkra félaga og að minnsta kosti einn stjómarmanna verða að hafa íslenzkt ríkisfang og búsetu. Frá þessu má ráðherra þó veita undanþágu, ef sérstaklega standur á. Erlendum vátryggingarfélögum er samkvæmt lögum um vátrygg- ingarstarfsemi heimilt að starfa hér á landi að fengnu leyfi trygginga- ráðherra. Veitingasölu mega menn einnig reka og halda gistiaðstöðu með leyfí lögreglustjóra. Skilyrði fyrir slíku leyfí er, að hlutaðeigandi hafí verið heimilisfastur hér á landi í eitt ár, og hið sama gildir um stjómarformann og ábyrgðaraðila í félagi. í nýjum lögum um við- skiptabanka er erlendum bönkum heimilað að reka umboðsskrifstofu hér á landi en ekki leyft að hafa útibú. Þá gilda engin sérstök ákvæði um aðrar greinar atvinnu- lífs, sem lítið hefur kveðið að, eða eru nýjar af nálinni, þar á meðal eru fískeldi og fjármálaþjónusta, sem ekki telst til bankastarfsemi. Það eru þó ekki aðeins sérstök lög um atvinnustarfsemi, sem setja erlendri fjárfestingu skorður hér á landi. Almenn lög og reglur um fasteignir, um hlutafélög og um gjaldeyrismál, skipta einnig megin- máli fyrir erlenda fjárfestingu. Lög um eignar- og afnotarétt fasteigna setja ströng skilyrði um ríkisborgararétt og búsetu fyrir umráðum hvers konar fasteigna. Einstaklingar skulu hafa íslenzkt ríkisfang til að öðlast eignar- og afnotarétt yfír fasteign. I hlutafé- lagi skulu ailir stjómarmenn vera íslenzkir ríkisborgarar til þess að það megi ráða yfír fasteign og hlutaféð skal að VEhlutum a.m.k. vera í eigu íslenzkra ríkisborgara. Dómsmálaráðherra, er með þessi mál fer, getur þó veitt undanþágu frá þessum ákvæðum, ef ástæða þykir til, eins og komizt er að orði í lögunum. Hlutafélagalögin gera ráð fyrir að meirihluti stofnenda skuli hafa haft heimilisfestu hér á landi í a.m.k. tvö ár. Þá skal og meiri- hluti stjómar og framkvæmdastjóri vera búsettur hér á iandi. Frá þessu getur viðskiptaráðherra þó veitt undanþágu. Þá er viðskiptaráð- herra heimilt að veita erlendu hlutafélagi rétt til að starfa hér á landi að fullnægðum tiiteknum skil- yrðum, þ. á m. því að félagið fullnægi ákvæðum hlutaðeigandi atvinnulöggjafar. Yfírfærsla fjármagns og arðs í erlendan gjaldeyri er háð leyfum gjaldeyrisyfírvalda hveiju sinni. f raun munu slíkar yfírfærslur hafa verið allfijálsar síðustu árin, en engar almennar reglur hafa verið settar er tryggi slíka framkvæmd. Þegar íhugaðar eru þær skorð- ur, sem reistar hafa verið gegn erlendri fjárfestingu, og ég nú hefí lýst, er það lítil furða, að ekki skuli mikið að henni kveða. Vissulega er það svo, með einni veigamikilli undantekningu þó, en það er svo- kallaður orkufrekur iðnaður. Þegar sú skoðun varð ofan á hér á landi upp úr 1960, að hagnýting orku til stóriðju væri hagkvæmur kostur var leitað samstarfs við erlenda aðila. Þetta var óhjákvæmilegt til öflunar þekkingar, fjármagns og aðstöðu á markaði. Samið var við þessa aðila um öll þau atriði, sem máli skiptu fyrir stofnun og rekstur fyrirtækjanna, þar á rneðal um eignaraðild, orkusölu, skattgreiðsl- ur og yfírfærslu fjármagns og arðs. Þessir samningar fengu síðan laga- gildi með staðfestingu Alþingis. Þetta var skynsamleg og að sínu leyti einföld leið, sem fól í sér, að ekki þurfti að hrófla við gildandi lagaákvæðum og að mikil vissa var fyrir hendi um réttindi og skyldur hins erlenda aðila. Samningar af þessu tagi hafa eins og kunnugt er verið gerðir um álverið í Straumsvík, jámblendiverksmiðj- una á Grundartanga og kísiliðjuna við Mývatn og eru nú í undirbún- ingi um kísilmálmvinnslu á Reyðar- fírði. Það liggur í hlutarins eðli, að þessari aðferð er ekki unnt að beita, nema um sé að ræða meiri- háttar verkefni. Önnur dæmi um beina erlenda fjárfestingu, sem eitthvað um mun- ar, er að fínna í þremur greinum Jónas Haralz íslenzks atvinnulífs. Á grundvelli undanþágu, sem viðskiptaráðherra hefur veitt, eru starfandi hér á landi dótturfyrirtæki tveggja erlendra tölvufélaga, IBM og Hewlett- Packard. Starfsemi þeirra fellur undir lög um verzlunaratvinnu og munu nokkur fleiri dæmi vera til um erlenda íjárfestingu í þessari grein. Þá hafa nýlega verið stofnuð nokkur fjármálafyrirtæki, þar sem erlend aðild skiptir máli, en sú að- ild mun, að því er séð verður, ekki vera háð öðrum takmörkunum en ákvæðum laga um hlutafélög. í þriðja lagi ber svo að nefna físk- eldi, þar sem sérstakar atvinnu- lagareglur virðast heldur ekki gilda og þar sem allmörg dæmi eru um erlenda þátttöku, einkum af hálfu Norðurlandaþjóða. Fleiri þjóðir en íslend- ingar setja tálmanir á erlenda fjárfestingn íslendingar eru ekki einir um að hafa sett tálmanir á erlenda íjár- festingu. Mörg þeirra ríkja, sem nú teljast iðnvædd, hafa beitt slíkum táimunum á einhveiju skeiði og gera það jafnvel enn að meira eða minna leyti. Þróunarlöndin hafa flest sett flóknar og strangar reglur um erlenda fjárfestingu, og þá ekki sízt þau stærri þessara landa. Jafn- framt hafa þó flest þessara landa sótzt eftir erlendri fjárfestingu, a.m.k. í sumum greinum, og beitt til þess hvatningu af ýmsu tagi. Hefur þetta sízt horft til einföldun- ar né öryggis fyrir þá, sem fest hafa viljað fé í öðrum löndum. Það eru ýmsar ástæður, sem liggja til þess að tálmunum gegn erlendri fjárfestingu er beitt. Marg- ar þeirra þjóða, sem hér eiga hlut að máli, hafa tiltölulega nýlega öðlast sjálfstæði. Þær hafa enn ver- ið uggandi um yfírráð sín yfír auðlindum og efnahag og jafnvel talið raunverulegu pólitísku sjálf- stæði ógnað af erlendum umsvifum í atvinnulífínu. Sjónarmið af þessu tagi liggja oftast til grundvallar sérstakri skerðingu á erlendri fjár- festingu í tilteknum viðkvæmum greinum, svo sem þeim er hagnýta hvers konar náttúruauðlindir, í samgöngum, í íjölmiðlum og í bankastarfsemi. Önnur ástæða er sú sama og liggur að bæki hvers konar vemdarráðstöfunum vegna innlendrar framleiðslu, svo sem toll- um og innflutningshöftum. Menn telja að innlenda framleiðslan sé eftirbátur samskonar erlendrar framleiðslu. Hún þurfi tíma, jafnvel langan tíma, til þess að ná þeirri framleiðni og þeim fjárhagslega styrk, sem aðrar þjóðir hafa þegar náð. Jafnvel getur verið uggur um, að erlendir aðilar geti náð einokun á markaðnum sé ekkert að gert. Það er jafnframt ljóst, að beiting tollvemdar eða innflutningshafta hlýtur beinlínis að verða til þess að hömlur séu settar á erlenda flárfest- ingu, þar sem að öðmm kosti mætti komast undan vemdinni með stofn- un fyrirtækja í landinu. Enn ein ástæða getur verið gjaldeyriserfíð- leikar, sem aftur á móti stafa af gengisskráningu og öðrum atriðum í stjóm efnahagsmála. Slíkir erfíð- leikar leiða vanalega til takmarkana á yfírfærslu íjármagns og arðs, en það er áhrifamikil leið til að stöðva erlenda ijárfestingu. Hver svo sem ástæðan er til þess að hömlur em settar á erlenda §ár- festingu, þá hafa þær aðgerðir í för með sér tiltekinn fómarkostnað, sem er hliðstæður þeim kostnaði, sem vemdaraðgerðir á borð við tolla og innflutningshöft hafa. Almenn- ingur verður að kaupa framleiðslu af innlendum aðilum á hærra verði en verið hefði, ef samkeppni hefði notið frá erlendum aðilum. Atvinna verður minni, laun lægri og fjár- magnskostnaður hærri, en ef erlendrar fjárfestingar hefði notið við. Hvort það réttlæti þennan fóm- arkostnað að innlendir menn nái öflugri tökum á stjóm landsins eða í atvinnulífinu, að innlend fyrirtæki eflist og styrkist þegar frá líður eða að greiðslujöfnuður réttist við um skamma hríð, getur svo verið álita- mál, sem hér skal ekki lagður dómur á. Erfítt er að átta sig á því með nokkurri vissu, hverra tilhneiginga gæti í viðhorfum til erlendrar fjár- festingar á hveijum tíma. Straumar liggja nokkuð á víxl, jafnvel í sömu löndum eða heimshlutum. Það getur þó ekki farið á milli mála, að í iðn- ríkjunum eru viðhorf til erlendrar Qárfestingar orðin mun fijálslegri en áður var. Það er nú almennt viðurkennt í þessum löndum, að erlend fjárfesting stuðli að hag- vexti og framþróun, hún flytji með sér tækni-, markaðs- og stjómunar- þekkingu og auðveldi fjármögnun framkvæmda. Jafnframt er litið svo á, að þær hættur fyrir innlend yfír- ráð og innlenda starfsemi, sem erlendri fjárfestingu fylgi og sem mönnum áður uxu í augum, séu ekki miklar. Það hefur stuðlað mjög að þessari breytingu viðhorfa, að innflutnings- og gjaldeyrishöft em fyrir löngu úr sögunni, að tollar hafa lækkað, fjármagnshreyfíngar hafa verið leyfðar og lönd þar að auki sameinast í samtökum eins og Efnahagsbandalaginu og Fríverzl- unarsamtökum Evrópu eða gert samninga við þau. í slíkri veröld eiga hömlur á erlendri fjárfestingu ekki heima. Raunar hefur í sumum löndum, t.d. á Bretlandi og á ír- landi, borið miklu meira á hverskon- ar ráðstöfunum til að laða að sér erlenda fjárfestingu heldur en til að reisa gegn henni hömlur. Það er gott dæmi um það, hversu langt þessi breyting viðhorfa hefur geng- ið, að á Norðurlöndunum öllum, að íslandi undanskildu, hefur starf- semi erlendra banka nú verið leyfð, en slíkt hefði ekki verið talið koma til greina fyrir um áratug, nema í Danmörku. Einnig hafa sérstakar ráðstafanir verið gerðar til að örva fjárfestingu á milli Norðurlandanna innbyrðis. Þar á meðal er starfsemi Norræna fjárfestingarbankans. í þróunarlöndunum er ekki að sjá annað en að viðhorfín hafí einn- ig breytzt á allra síðustu árum. Þessi lönd hafa beitt samblandi af hömlum og hvatningu gagnvart erlendri fjárfestingu, og á áratugn- um 1960 til 1970 og allt fram undir 1980 varð afstaðan neikvæðari en áður og hömlur fóru vaxandi. Ein skýring á þessu var blátt áfram sú, að á þessum árum öðluðust þessi lönd mun greiðari aðgang að er- lendum lánamörkuðum en áður hafði verið og kusu þá frekar að auka lántökur heldur en að taka við beinni erlendri fjárfestingu. Nú hefur þróunin snúizt við. Afrakstur þeirra framkvæmda, er lánin gengu til, hefur oft reynzt lítill, greiðslu- byrði erlendra lána er orðin þung og lánamarkaðir þröngir. Mikilvægi og kostir beinnar erlendrar fjárfest- ingar verða við þessar aðstæður augljósari en áður. Af hálfu al- þjóðastofnana og iðnríkja, sem stuðla að framförum í þróunarlönd- unum, er meiri áherzla en áður lögð á hagnýtingu þeirra kosta, er beinni ijárfestingu fylgja. Hér á landi hafa viðhorfín einnig breytzt. Það er til marks um þetta, að á árinu 1984 var á Alþingi lögð fram tillaga til þingsályktunar um að fela ríkisstjóminni að láta endur- skoða gildandi lagaákvæði um fjárfestingar erlendra aðila í at- vinnufyrirtækjum hér á landi. Flutningsmaður var Bjöm Líndal, lögfræðingur, er þá sat á þingi fyr- ir Framsóknarflokkinn. Þessi til- laga var samþykkt með nokkurri breytingu orðalags að einróma til- mælum atvinnumálanefndar, sem um málið fjallaði. Ári síðar komu fram fmmvörp af hálfu iðnaðarráð- herra og Bjöms Líndals um rýmkun reglna um erlenda fjárfestingu í iðnaði. Þessi fmmvörp hlutu ekki afgreiðslu. Þeirri athugun, sem þingsályktunin frá 1984 gerði ráð fyrir, er nú að verða lokið. Hafa þeir Bjöm Líndal og Hreinn Lofts- son unnið að henni á vegum viðskiptaráðuneytisins. Að því starfi loknu er frekari framvinda málsins undir því komin, hvort sam- staða verður um niðurstöðumar innan ríkisstjómarinnar og þeirra, sem að henni standa. Verði sam- staða má búast við ríkisstjómar- fmmvarpi um málið á þessum vetri. Laða á erlent fjármagn til landsins Það er að sjálfsögðu ekki tíma- bært að ræða það nú, hvemig ný löggjöf um erlenda fjárfestingu á íslandi ætti að vera í einstökum atriðum. Nokkur meginatriði er þó rétt að benda á. í fyrsta lagi skiptir það miklu máli, hver andi nýrrar löggjafar er. Það ætti nú orðið að vera augljóst, að það er á misskilningi byggt, að erlendum fyrirtækjum eða ijár- mágnseigendum sé það sérstakt keppikefli að reka atvinnustarfsemi á Islandi. Skilyrði til slíkrar starf- semi em að flestu leyti erfðari hér en í nágrannalöndum og arður af starfseminni minni. Á hinn bóginn getum við í sumum greinum og að vissu leyti boðið skilyrði, sem em erlendum fyrirtækjum áhugaverð. Samstarf við erlenda aðila getur einnig boðið íslenzkum fyrirtækjum margvíslega kosti í nýrri tækni og reynslu i stjómun og markaðsmál- um, sem þeim em mikils virði. Slíkt samstarf getur orðið nánara og traustara en ella ef Ijárfesting fylg- ir. Aðgangur að erlendu áhættufé frá fyrirtækjum, sem sérhæfa sig á því sviði — svokölluð „capital
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.