Morgunblaðið - 03.12.1986, Page 26

Morgunblaðið - 03.12.1986, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 Heimildarit um svo- nefnt „drengsmál ÚT ER komið ritið Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni o.fl. Heimiidir. Pétur Pétursson, út- varpsþulur, og Haraldur Jó- hannsson, hagfræðingur, sáu um útgáfuna og ritar hinn fyrr- nefndi ýtarlegan inngang. Útgefandi er Sagnfræðistofnun Háskóla íslands. I ritinu er gallað um svonefnt „drengsmál" Olafs FYiðrikssonar, þáverandi ritstjóra Alþýðublaðsins. Mál þetta, sem kom upp fyrir rúm- um 65 árum, snerist um þá ákvörð- un heilbrigðisyfirvalda hér á landi, að óska eftir því að vísað yrði úr landi 15 ára gömlum rússneskum pilti, Nathan Friedmann að nafni, sem var í fóstri hjá Ólafi Friðriks- syni. Friedmann var haldinn illkynj- uðum og smitandi augnsjúkdómi (trachoma) á vægu stigi, en þessi' sjúkdómur var þá ekki til hér á landi. Dómsmálaráðuneytið féllst á þessi tilmæli með þeim rökum að verið væri að fyrirbyggja smitun. Ólafur Friðriksson taldi hins vegar að um væri að ræða pólitíska of- sókn gegn sér og snerist til vamar. Hinn 23. nóvember 1921 kom til harðra átaka fjölmenns lögreglu- og varalþgregluliðs og stuðnings- manna Ólafs við heimili hans að INNLENT Suðurgötu 14, er gerð var önnur tilraun að ná drengnum og koma honum úr landi. Lyktir málsins urðu þær, að Ólafur og stuðningsmenn hans lutu í lægra haldi og Nathan Friedmann var sendur úr landi eftir að hafa dvalið hér í aðeins fjórar vikur, en í kjölfarið fylgdu dómsmál og miklar deilur í blöðum og á mannfundum. í inngangi Péturs Péturssonar segir, að enn í dag vekji umræður um mál Nathans Friedmanns spurningar og efasemdir, deilur og óvissu. Hann segir, að í ritinu sé ekki unnt að kveða upp áfellis- eða sýknudóma, utan þeirra sem upp voru kveðnir á sinni tíð. Engu að síður megi ætla að lesendur verði margs vísari við lestur málsskjala og fylgiseðla af ýmsu tagi. Skýrsla flugmálanefndar: Þarf rúma 2 milljarða til f lugmála næstu tíu árin FLUGMÁLANEFND og Matthías Bjarnason samgönguráðherra hafa kynnt skýrslu nefndarinnar um tillögur um framkvæmdir í flugmálum næstu 10 árin og gera tillögur nefndarinnar ráð fyrir að til þessa verkefnis verði varið 2030 milljónumm króna. Jafn- Frá opnun félags- og þjónustumiðstöðvar aldraða við Hvassaleiti 56-58. Morgunbla*ð/ÓI. K. M. Reykjavík: Rúmur milljarður til öldrunarmála REYKJAVÍKURBORG hefur lagt 1 milljarð og 130 milljónir til öldrunarmála í Reykjavík á síðustu 10 árum. Á sama tíma hefur ríkissjóður lagt til 30 miUj- ónir króna til þessara mála. Á fundi Davíðs Oddssonar borg- arstjóra með íjárveitinganefnd Alþingis fyrir skömmu vakti hann athygli nefndarmanna á að á síðustu 10 árum hefði Reykjavíkur- borg lagt rúman milljarð til öldruna- rmála en ríkið hefði á sama tíma greitt 30 milljónir. Í þessari upphæð er kostnaður við byggingu þjón- ustustofnana fyrir aldrað að undanskilinni B-álmu Borgarspítal- ans. framt mælir nefndin með því við samgönguráðherra að stefnt verði að því að Sauðárkróks- flugvöllur verði varaflugvöllur fyrir millilandaflug. Birgir ísleifur Gunnarsson al- þingismaður er formaður flugmála- nefndar og gerði hann grein fyrir skýrslunni í grófum dráttum, en hún er mjög viðamikil, samtals 130 blaðsíður. Nefndin áætlar að heild- arkostnaður við nauðsynlegar framkvæmdir á flugvöllum næstu 10 árin sé 2 milljarðar og 30 milljón- ir og leggur til að 203 milljónum króna verði veitt til þessara verk- efna á ári næstu 10 árin. Þar inn í eru þrjú sérverkefni sem eru flug- stöð á Reykjavíkurflugvelli ásamt stæðum og akbrautum (262 milljón- ir króna), malbik á Reykjavíkur- flugvelli (87,9 milljónir króna) og ný flugbraut á Egilsstöðum (161,5 milljónir króna), samtals 511,4 milljónir króna. Meðaltalsfjárveiting til flugmála, árin 1975-84 var 94 milljónir á ári, þannig að nefndin leggur til að fjár- veitingar til flugmála aukist um 116%. Sagðist Matthías Bjamason samgönguráðherra telja það raun- hæfan möguleika að auka fjárveit- ingartil flugmála sem þessu næmi. Nefndin leggur til að flugvalla- gjald á innanlandsleiðum hækki úr 18 krónum í 100 krónur, sem gæfi á ári 24,7 milljónir króna. Flugval- lagjald vegna millilandaflugs (nú 750 krónur) verði sértekjur flug- málastjómar á fjárlögum og verði þeim tekjum varið til framkvæmda í flugmálum. Áætlað er að gjald þetta muni gefa 94,4 milljónir á þessu ári. Þá leggur nefndin til sérstakt eldneytisgjald á sölu eld- neytis til flugvéla í millilandaflugi 0,65 krónur á líter. Undanskilur nefndin áætlunarflug milli Norður- Ameríku og Evrópu. Er áætlað að slík gjaldtaka gæfi 22,3 milljónir króna á ári, auk þeirra 5 milljón króna sem slík gjaldtaka í innan- landsflugi gefur. Nefndin leggur til að gerð verði ný flugbraut á Egilsstöðum vestan við núverandi braut. í sérstöku áliti leggur nefndin til, að stefnt verði að því, að Sauðárkrókur verði vara- flugvöllur fyrir millilandaflug. 52,8 milljónir er áætlað að kosti að ganga frá Sauðárkróksflugvelli sem innanlandsflugvelli, en til þess að flugvöllurinn verði varaflugvöllur fyrir millilandaflug þyrfti 135,7 milljónir króna að auki, þannig að samtals þyrfti 188,5 milljónir króna í þetta verkefni. Nefndin leggur til að frumvarp til laga um flugmálaáætlun og fjár- öflun til framkvæmda í flugmáium, verði lagt fyrir Alþingi, og gerir tillögu að frumvarpinu til sam- gönguráðherra. Samgönguráðherra sagðist mundu leggja áherslu á að frumvarpið yrði að lögum á þessu þingi, og þar með myndi áætlana- gerð og fjármögnun framkvæmda í flugmálum komast í svipað horf og í vegamálum. Nefndin leggur til að miklu fé verði varið til framkvæmda á Reykjavík- urflugvelli á næstu árum enda er gert ráð fyrir að hann verði áfram miðstöð innanlandsflugs í landinu. Kaskó-tryggð bifreið í tjóni: Ökumaður fékk ekki bætur vegna eigin gáleysis DÓMUR féll á bæjarþingi Reykjavikur fyrir nokkru i máli þar sem eigandi bifreiðar gerði þær kröfur að tryggingafélag bætti sér tjón að fullu þar sem bifreið hans hefði verið kaskó- tryggð. Tryggingafélagið var sýknað af kröfum hans, þar sem Ijóst þótti að hann hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi við aksturinn og slys það sem átti sér sfyð yrði einungis rakið til þess. Bifreiðareigandinn hafði tryggt bifreið sína lögboðinni ábyrgðar- tryggingu og auk þess frjálsri húftryggingu. Samkvæmt trygg- ingaskilmálum bar eigandinn eigin áhættu að upphæð kr. 21.100. Málsatvik voru þau að stefnandi í málinu, bifreiðareigandinn, ók eftir Laugavegi í austurátt í byijun fyrra árs. Taldi hann að hraði bifreiðar- innar hafi ekki verið meiri en 80 kílómetrar á klukkustund. Sagði stefnandi að þegar hann var kominn að gatnamótunum við Kiinglumýr- arbraut hafí hann óvænt séð kyrrstæða bifreið vestan gatnamó- tanna. Hann hafi þá hemlað í skyndingu, bifreið hans runnið áfram og lent aftan á hinni, sem hafi kastast áfram. Sú bifreið hafi skemmst lítið, en sín töluvert. Taldi stefnandi að hemlaför í lögreglu- skýrslu væru of löng. Þá hafi þau ekki verið samfelld, heldur rofin um miðbik þeirra. Bifreið hans hafi verið flutt á verkstæði að undirlagi tryggingafélagsins, sem hafi greitt hluta kostnaðarins beint til verk- stæðisins. Síðan hafi verkstæðið neitað að afhenda bifreiðina að undirlagi tryggingafélagsins nema gegn uppgjöri, þ.e. greiðslu helm- ings viðgerðarkostnaðar og helm- ings sjálfsáhættu í kaskótjóni, er samtals hafi numið rúmum 83 þús- und krónum. Stefnufjárhæðin sé því sú upphæð að frádreginni sjálfsáhættu um 21 þúsund krónur, eða um 62 þúsund krónur. Taldi stefnandi málsins að tryggingafé- lagið hafi, með því að greiða hluta kostnaðar, þegar játað bótaskyldu. Stefndi í málinu, eða trygginga- félagið, hélt því fram að þar eð stefnandi hefði áður sagt að hann hafi ætlað að beygja til hægri af Laugavegi inn á Kringlumýrar- braut, hljóti hann að hafa verið á mikilli ferð þar eð hann lendir aftan á bifreið sem var á rauðu ljósi við gatnamótin. Hann hefði hemlað þegar hann sá bifreiðina framund- an, en að öðrum kosti mætti álíta að hann hefði ekki hemlað. Ef hann hefði ekki gert það hefði hann átt þess enn síður kost að beygja til hægri suður Kringlumýrarbraut og því hlotið að aka yfír gatnamótin á rauðu ljósi. Þannig hefði hann vald- ið stórkostlegri hættu , ef ekki tjóni fyrir þá, sem hafi ekið eftir Kringlu- mýrarbraut í trausti á umferðarljós- in. Tjón á bifreið stefnanda hafi numið tæpum 157 þúsund krónum og ljóst að bifreiðin hafi enn verið á nokkrum hraða er árekstur varð. Greinilegt væri að stefnandi hafi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.